Morgunblaðið - 27.08.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. ágúst 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. ' i Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. í R; t-.tjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)’ "’rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. 'tTifflHfc lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura meO LesbðE. Stefnan í land- búnaðarmálun um FRAMSÓKNARMENN urðu mjög ókvæða við er því var lýst yfir hjer í blaðinu að Sjálfstæðisflokkurinnn myndi framvegis fyjgja þeirri stefnu er Pjetur heitinn Magnússon markaði í landbúnaðarmálum og ríkisstjórn Ólafs Thors íylgdi í þeim málum. Telur Tíminn að þessi stefna hafi vcrið mjög óhagstæð fyrir bændur. Það er rjett að rifja upp í hverju þessi stefna fólst. Fyrst er rjett að líta á verðlagningu landbúnaðarafurða. I því máli var stefna Pjeturs Magnússonar sú að láta bænd- urnar sjálfa ráða verðlagningu afurða sinna. Það var fram- kvæmt þannig, að Búnaðarráð skipaði bændum úr öllum landshlutum, fjekk yfirstjórn afurðasölumála bænda alger- lega í sínar hendur. í þessu ráði áttu eingöngu bændur sæti. Búnaðarráð kaus síðan fjögra manna nefnd er nefndist verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða. Hlutverk hennar var að á- kveða verðlag á landbúnaðarafurðum. Kjarni stefnunnar í afurðasölumálunum var þannig sá, að bændur hefðu sjálfir ákvörðunarvald um verðlagningu af- urða sinna á svipaðan hátt og samtök verkamanna ráða mestu um kaupgjald þeirra. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð kröfðust Framsóknarmenn þess að gagnger breyt- ing yrði gerð á þessum málum. Breytingin varð í aðalaírið- um sú, að í stað þess að bændur rjeðu einir verðlagningu afurða sinna, fjekk nú einn embættismaður í Reykjavík, hagstofustjóri, úrslitavaldið í þessum málum. Ef ekki tekst samkomulag milli fulltrúa bænda og neytenda í nefnd, sem um verðlagninguna fjallar, skal hagstofustjóri skera úr. Reynslan hefur orðið sú að slíkt samkomulag hefur ekki íekist og embættismaðurinn því ráðið verðlagningunni. Þetta segja Framsóknarmenn að tryggi meiri áhrif bænda á verðlagningu afurða þeirra en skipulag Pjeturs Magnús- sonar!! Þeir um það en bændur hafa allt aðra skoðun á málinu. Annað meginatriði stefnu Pjeturs Magnússonar í landbún- aðarmálum var að auka hverskonar tækni við landbúnaðar- framleiðslu. Var það framkvæmt þannig að hafinn var inn- flutningur margskonar tækja, sem bændur áður áttu lítinn kost á að eignast. Var varið verulegu fje af gjaldeyrisinn- eignum landsmanna til kaupa á þessum tækjum. Bændur tóku rösklega í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um innflutn- ing þessara nauðsynlegu verkfæra, sem þeir lengi höfðu beð- ið eftir. Fullnægði gjaldeyrir sá, sem til kaupa á landbún- aðarverkfærum var ætlaður engan veginn þörfum bænda. Hafa Sjálfstæðismenn síðan unnið að því að gefa bændum kost á sem mestu af nauðsynlegum vjelum og verkfærum. í þriðja lagi fólst það í stefnu Sjálfstæðisflokksins í þess- um málum að sett voru lög um mjög aukinn stuðning við byggingarframkvæmdir bænda. Var auknu fjármagni veitt til þeirra framkvæmda og lögum um lánveitingar breytt bændum mjög í hag. í fjórða lagi var auknu fjármagni beint til ræktunarfram- kvæmda og ýmsar nýjar leiðir farnar til þess að ljetta ung- um mönnum að hefja búskap. í fimmta lagi voru sett raforkulög, sem miða að því að tryggja strjálbýli sveitanna raforku. í sjötta lagi var meira fje varið til vegagerða og brúa í sveitum landsins en nokkru sinni fyrr. Þetta, sem hjer hefur verið talið var kjarni þeirrar stefnu, sem Pjetur Magnússon og ríkisstjórn Ólafs Thors markaði í landbúnaðarmálum. Bak við hana stóðu allir, hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Bak við þessa stefnu standa í dag allir þingmenn flokksíns, hver einasti. Sjest það best á tillögum þeim, sem sveitaþingmenn flokksins fluttu á síð- asta Alþingi um aukinn innflutning hverskonar vjela til landbúnaðarins. Bændur eru fylgjandi þessari stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þessvegna er Tíminn líka að jóðla um að þingmenn Sjálf- Stæðisflokksins greini á um hana. En það er misskilningur. Sjálfstæðisflokkurinn er þess ákveðinn að framkvæma þessa stefnu. Bændur munu áreiðanlega veita honum brautargengi tíl þess. Flensan kom frá Sardiníu STOFNUN er til, sem heitir „Miðstöð influensuvarna heims ins“ og hefur hún aðsetur í Bretlandi. Forstjóri þessarar stofnunar heitir dr. Christopher Andrewse. En því aðeins er þessa getið hjer, að í fyrir.lestri, sem þessi maður hjelt á bresku læknaþingi fyrir skömmu rakti hann influensufaraldur, sem gekk víða um Evrópulönd í fyrravetur, alla leið frá Sardiníu til íslands. Þá vitum við hvaðan sú pest kom. Byrjaði í smölum INFLÚENSAN kom fyrst upp meðal smala á Sardiníu í Mið- jarðarhafi, breiddist síðan út til Ítalíu og Frakklands, til Englands og alla leið norður til íslands. .,Við verðum að fylgja in- flúensunni hvert sem hún fer“, sagði Andrewse læknir, ,.og reyna að komast að þvi hvað það er, sem henni veldur. — Miðstöðin okkar safnar inflú- ensu-vírus alstaðar að úr heim inum og reynir að greina hann“. • bakterium“. — Þau orð voru I töluð þegar bakteríufræðin var ung og jafnvel lærðir menn trúðu ekki á neina svo- leiðis vitleysu. En nú er öldin önnur og jafnt leikir, sem lærðir vita, að til eru bakteríur og virus og sitt- hvað annað, sem sjúkdómum veldur. En lítið sem ekkert er gert til þess, að almenningur hjer á landi fái að fylgjast með nýupyum í hinni þrotlausu baráttu visindanna gegn sjúk- dómunum. Því veldur fyrst og fremst ósHlianleg þögn íslenskra lækna. Er talin framhleypnj ER jeg hefi spurt íslenska lækna hvers vegna þeir skrifi ekki greinar fyrir almenning um sjúkdómavarnir og nýjustu lyf, sem fundin eru svo að segja í hverjum mánuði, bera þeir ýmsu við, oftast annríki. En einstaka læknir hefur verið það hreinskilinn, að segja umbúðalaust, að bað sje illa sjeð í stjettinni, að læknar „láti bera á sjer“ á þann hátt. Tjón er að slíkum fordóm- um. í þjóðfjelaginu hafa rætt þessi máli. En óþaffa töf hefh- orðið á framkvæmdum. « Vegarlagning að Strandakirkju ÞAÐ er veiið að vinna að veg- arlagningu að Strandarkirkju, eftir því, sem biskupinn, herra Sigurgeir Sieurðsson. hefur ~agt mjer- Býst biskup við, að veearlagningunni verði brátt lokið. Biskupinn hefur komið beir-J reCTlu á. að messað hefur verið í Strandarkirkju á hverj um sunnudeei i sumar oe bektir prestar hafa verið fengnir til að messa þar. Hefir kirkjusóknin verið ágæt. ágæt. • Mikill ferða- mannastraunnir FERÐAMANNASTRAUMUR hefur verið gríðarlega mikill að Strandarkirkju í sumar. — Hafa aðkomumenn stundum skift hundruðum þar um helgar. Strandarkirkja er ein fræg- asta kirkja landsins, einkum fyrir áheitin. Eru tekiur kirkj- unnar miklar af áheitum ár- lega, eða svo tugþúsundum króna skiftir. Tilraunir með bólusetningu LOKS gat þessi breski læ.knir þess, að tilraunir væru nú gerðar viða um heim með bólu setningu gegn influensu, en því miður hefði bólusetning ekki borið eins góðan árangur og vænst hefði verið, aðallega vegna þess hvejnargar tegund- ir eru til af influensubakterí- um. Þögn íslenskra lækna ÞAÐ var einu sinni haft eftir merkum islenskum fræði- manni, ,,að honum væri sama, þótt hann æti plokkfisk úr • Fræðsla þegin með þökkum ÞAÐ væri óskandi, að lækna- stjettin íslenska sæji sjer fært, að endurskoða þessa afstöðu sína og að ráð findist til að hún gæti miðlað almenningi af gnægtabrunni visku sinnar og fróðleiks. Fræðsla lækna um sjúkdóma og varnir gegn þeim væri vel þegin og gæti komið að miklu gagni. Hinsvegar eru skrif leik manna um læknisfræði oft vafa söm og ættu ekki að eiga sjer stað, þair sem þau gera oft meira tjón en gagn. Eitthvað munu áhrifamenn • Bílanúmerum lofað LOKS hafa þeir, sem því ráða t.ekið röeg í sig og lofað, að gerð verði bílanúmer úr var- anlegu efni. Var augsjáanlega ekki hægt að standa lengur gegn þeim sjálfsögðu kröfum. En hvernig væri, að spvrja fjelög bifreiðaeigenda ráða í þessu máli, áður en hin nýja gerð merkja verður ákveðin? Eða á að skamta eins og skít úr skel, eitthvað út í loftið, sem einhverjum og einhverj- um embættismanni þóknast? Því miður er ekki spurt að ástæðulausu. — Annað eins hefur svo sem komið fyrir. ................................................................ Z MEÐAL ANNARA ORÐA .... | ......................................IMMIMMMIIMIIIIIIIMIIIMMMIlÁ Gamall fallhlífahermaður veldur vam rsðum í New York. BLAÐIÐ New York Tiro.es, frá 21. ágúst, segir frá smáskrítn- um náunga, sem valdið hefur lögreglunni í New York tals- verðum vandræðum og heila- brotum. Maður þessi heitir Leonard D’Attolico, er 28 ára gamall fyrverandi fallhlífaher- maður og hefur þann leiða á- vana að hafa ánægju af því að stökkva út í fallhlíf í tíma og ótíma og taka kvikmyndir á leið sinn'i til jarðar. D’Attolico, sem nú er bn- reiðarstjöri, var handtekinn ?0. þessa mánaðai, er hann í ann- að skipti á iiltölulega skömm- um tímá sveif í fallhlú niður í New York miðja. • • Á 10 HÆÐA HÚSI. New York Times segir frá því, að bifreiðastjórinn hafi stokkið út úr Piper Cup flug- vjel kl. 4,35 eftir hádegi og lent á reikháfi á tíu hæða húsi í Manhattan. Þúsundir manna, sem staddir voru í námunda við Grand Central járnbrautastöðina sáu D’Attolico koma í fallhlifinni, og tveir lögregluþjónar, sem einnig urðu varir við ferðir hans flýttu sjer sem mest þeir máttu að húsinu, þar sem hann kom niður. D’Attolico hjekk þá utan á tuttugu feta háum reik- háfi, en fallhlíf hans hafði fest sig í skorsteininum. D’Attolico var algerlega ómeiddur og hinn ánægðasti. • • HYÆRSVEGNA? Lögregluþjónarnir, sem komu á vettvang, færðu hann á lög- reglustÖðina, og þar skýrði hann svo frá, að hann hefði komið til Flushing-.flugvallar kl. 3,30 og haft meðferðis fall- hlífina og kvikmyndatökuvjel. Flugvjelin var í um 6,000 feta hæð og yfir Manhattan, sagði hann ennfremur, þegar hann klifraði út á vænginn og stökk. „Jeg opnaði ekki fallhlífina", sagði hann hinn rólegasti, „fyrr en jeg var búinn að falla um 4.000 fet. Jeg tók um 40 fet af myndum. Þegar lögreglan spurði D’Att ilico að því, hvers vegna hann væri að reyna að taka kvik- myndir svona „úr lausu lofti“, svaraði hann: „Hversvegna er listmálarinn að mála?“ • • SÆRÐIST TVISVAR. D’Attolico komst fyrst í frjett irnar, þegar hann 31. maí 1947, kom allt í einu svífandi til jarð- ar á bak við íbúðarhús á 44. stræti í New York. Hann var einnig handtekinn í það skipt- ið; það voru enn tveir lögreglu- þjónar, er sáu hann koma svíf- andi allt í einu eins og engil af himnum ofan. Hann var þá sakaður um að stefna sínu lífi og annarra í hættu með þessu tiltæki sínu, og dómarinn, sem gaf honum skilyrðisbundinn dóm, sagði meðal annars: „Jeg held þú ættir að láta rannsaka á þjer höfuðið“. Við þetta tækifæri skýrði D'AttoIico svo frá, að hann hefði barist með Kyrrahafsher Bandaríkjanna í 27 mánuði, og á þeim tíma stokkið 17 sinnum í fallhlíf. Hann tók þátt í bar- dögum á Corregidor og Minda- nao og særðist tvívegis. • • TVÆR FALLHLÍFAR. D'Attolico hefur nú enn á ný verið kærður Hann er sakaður um að brjóta lög, sem samþykkt voru í New York síðastliðið ár, j en samkvæmt þeim má enginn stökkva úr fallhlíf yfir borg- inni, „nema í bráðri hættu“. Flugmaðurinn, sem stjórnaði Piper Cub vjelinni, segir, að D’Attolico hafi komið að sjer á Flushingflugvelli og beðið um ' að fá að fara með í stutta flug- ferð. Þegar D’Attolico fór upp | i vjelina, var hann með tvær fallhlífar, að hætti fallhlífaher- manna í stríðinu. Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.