Morgunblaðið - 27.08.1949, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 27. ágúst 1949.
iMHtiiimmiM
Framhaldssagan 74
■iiiiiiiiiiLiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiciiiiiiiiMMiinniniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiinf
f. tiniMiiiixitiiioiiMiiri.iM
„Kira, það ef eins og þú
sjert hrædd. — í rauninni er
þetta ekkert merkilegt atriði.
Jeg hef aldrei átt við vanda-
mál að stríða. Mennirnir skapa
sjer sjálfir sín vandamál, af
því að þeir eru hræddir við
raunveruleikann. Það eina,
sem menn þurfa að gera, er að
horfa beint fram. Þá finna
menn leiðirra- Og þegar hún er
fundin, er ekki.nóg að setjast
niður og virða hana fyrir sjer
.... Nei, menn eiga að halda
áfram. Jeg gekk í flokkinn, af
því að jeg farm mig knúðan
til þess. Að víssu leyti ert þú
fyrir mjer það sama og starf
mitt. Þetta liggur allt svo beint
við“.
„Ekki alltaf, Andrie. Þú
þekkir þínar leiðir, en jeg á
ekki samleið með þjer“.
„Nú talar þú ekki í sama
anda og þú gerir venjulega.
Þú hugsar ékki, eins og þú hef
ur kennt mjer að hugsa“.
„Hvað hef jeg kennt þjer?“,
hvíslaði hún svo'lágt að varla
heyrðist.
Hljómsveitin ljek „Lagið
um brotnu glösin“. Það söng
enginn vísur/iar. En rödd henn
ar .... og rödd Andries ....
hljómuðu eins og texti við
lagið.
„Manstu, þegar þú sagðir
einu sinni við mi^, að við vær-
um sprottin úpp af sömu rót,
af því að vi$ tryðum bæði á
lífið“, sagði Á’ndrie. „Það er
sjaldgæf gjöf að trúa á lífið og
það er ekki hægt að ávinna
sjer þá hæfileika. Það er held-
ur ekki hægt að- útskýra það
fyrir mönnum, sem finna ekki
hvað orðið ,,ljf“ táknar. Það
er ekki hægt. að segja fólki að
það tákni hof, hergöngulag eða1
fagra myndástyttu, enda þótt
jeg geti sagt 'það við þig. Það.
var vegna þessarar tilfinning-
ar, sem jeg gekk í flokkinn á
þeim tímum, sem það hefði
getað kostað mig útlegð til
Síberíu. Það ér vegna þessarr-
ar tilfinningar, sem jeg vil,
berjast gegn því a-rgvítugasta ■
og fyrirlitlegasta, sem hefur'
orðið á vegi mannanna, en það
er þjóðarbúskapur mannkyns-
ins. Þess vegna var líf mitt að-
eins barátta og framtíð. Þú
kenndir mjer að viðurkenna
nútíðina“.
Hún gerði enn eina tilraun
enda þótt hún væri farin að
örvænta um árangurinn. Hún
horfði grafalvarleg beint í
augu hans og sagði:
„Andrie, þégar þú sagðir
mjer í fyrsta skipti að þú elsk-
aðir mig, óskaði jeg einskis
annars en að seðja þetta hung-
ur þitt“.
„Var það allt og sumt?“.
„Já“.
Hann fór að hlæja. Hann var
svo rólegur, að h.ún sá, að orð
hennar höfðu ekki haft nein
áhrif.
„Þú veist alls ekki, hvað þú
ert að segja, jKira. Konur, eins
og þú, elska ekki aðeins á þann
hátt“.
„Hvað átt þú við, þegar þú
segir konur, eins og jeg?“.
„Þær eru það, sem hof og her
göngulög og.
„An'drie, vié shulum fá eitt-
hvað að drekka“.
Eítir Ayn Rand
II111111111111111111111111111111111111 lll IIIIH IIIIIIIIIIIIIIIHM
IMIMMIIMMIIIMIIMMMMMMMMM
IIIIIIIIIMIII
„Vilt þú eitthvað að
drekka?“.
„Já, núna strax“.
„Sjálfsagt11.
Hann bað þjóninn að færa
þeim vín, og horfði á glasið
sem glóði eins og eldur við
varir hennar.
„Við skulum drekka skál
fyrir því, sem jeg aldrei mun
drekka skál fyrir, nema á þess
um stað“, sagði hann. „Skál
fyrir lífi mínu“.
„Skál fyrir þínu nýja lífi“.
„Fyrir eina lífinu mínu“.
„En Andrie, ef þú glataðir
því?“. ,
„Jeg get ekki glatað því“.
„Það getur svo margt komið
fyrir. Jeg vil ekki geyma líf
þitt í fórum mínum“.
„En þú gerir það samt. Svo
það er eins gott fyrir þig að
gæta þess að þú týnir því ekki“.
„Andrie, þú mátt ekki ....
þú verður að muna að ....
muna það að minsta kosti
stundum .... að það getur allt
af komið eitthvað fyrir mig“.
„Hvers vegna ætti jeg að
vera að hugsa um það?“.
„Já, en það getur alltaf eitt-
hvað komið fyrir“.
Henni fannst að hvert orð í
svari hans mundi verða liður
í hlekkjum, sem hún mundi
aldrei geta slitið sig úr.
„Það getur komið fyrir
hvern sem er, að hann verði
dæmdur til dauða einn góðan
veðurdag. En það er ekki þar
með sagt, að við eigum að búa
okkur undir dauðadóm á hverj
um degi“.
IV.
Þau fóru snemma úr veit-
ingahúsgarðinum. Kira bað
Andrie um að aka með sjer
beint heim, því að hún væri
þreytt. Hún leit ekki á hann.
„Auðvitað geri jeg það, ef
þú ert þreytt, Kira“, sagði
hann og kallaði í leiguvagn.
Þau sátu þögul í vagninum.
Hún hvíldi höfuð sitt við öxl
hans og hann hjelt um aðra
hendi hennar og strauk hana
blíðlega.
Hann skildi við hana við
dyrnar á húsinu þar sem for-
eldrar hennar bjuggu við Mo-
ika. Hún beið í dimmum
stigaganginum, þangað til hún
heyrði að vagninn ók burt.
Þegar vagninn var farinn,
stóð hún enn í-tíu mínútur inni
í myrkrinu og hállaði enninu
upp að kaldri glerrúðunni. —
Hinum megin við rúðuna var
mjött, autt bil, og svo tók við
annar húsveggur. Á honum var
einn gluggi og hún sá inn um
gluggann nakinn kvenmanns-
handlegg, sem hreyfðist í sí-
fellu upp og niður að því er
virtist algerlega að tilgangs-
lausu.
Þegar tíu mínútur voru
liðnar, stökk Kira út á götuna
og hljóp sem fætur toguðu á
eftir sporvagni.
Hún heyrði ókunnuga karl-
mannsrödd inni í herbergi
þeirra, þegar hún var á leið í
gegn um herbergi Marishu,
dimma og drafandi rödd, sem
dró seiminn við hvert „o“. Hún
þreif upp dyrnar.
Það fyrsta, sem hún sá, var
Antonina Pavlovna með græn-
an glitofin vefjarhött um höf-
uðið. Hun snjeri hökunrii spyrj
andi í áttina til Kiru. Svo sá
hún Leo og síðast ókunnuga
manninn. Hann horfði frekju-
lega á hana. Hún stirðnaði,
þegar hann kom vaggandi í
áttina til hennar.
„Kira. Jeg var farinn að
halda, að þú ætlaðir að vera í
alla nótt hjá leiðsögumönnun-
um. Þú varst búin að lofa að
koma snemma heim“, sagði
Leo kuldalega.
„Gott kvöld, Kira Alexandr-
ovna“, tautaði Antonina Pavl-
ovna.
„Jeg verð að biðja þig fyrir-
gefningar. Jeg kom eins fljótt
og jeg gat“, sagði Kira. Hún
hafði ekki augun af ókunnuga
manninum.
„Kira, má jeg kynna þig
fyrir Karp Karpovitch Moro-
zov .... Kira Alexandrovna
Argunova“.
Hún var sjer þess meðvit-
andi, að Karp Karpovitch
þrýsti hönd hennar í stórri
lúku sinni, því að hún starði
án afláts á andlit hans. Það
var alsett freknum, augun
lítil og varirnar breiðar. Nef
hans var uppbrett og nasirnar
næstum lóðrjettar í andlitinu.
Þetta andlit hafði hún sjeð
tvisvar sinnum áður. •— Hún
kannaðist við spekúlantinn á
Nikolajevsky-stöðinni og versl
unarmanninn á markaðstorg-
inu.
Hún stóð í kápunni á miðju
gólfi og kom ekki upp nokkru
orði. Hún varð gagntekin ó-
stjórnlegri hræðslu.
„Hvað gengur að þjer,
Kira?“, spurði Leo.
„Leo, höfum við ekki hitt
borgara Morosov áður?“
„Það held jeg ekki“.
„Nei, jeg hef aldrei haft
ánægjuna áður, Kira Alexandr
ovna‘í, sagði Morosov. Svipur
hans var alt í senn slóttugur,
barnalegur og smeðjulegur.
Kira fór úr kápunni og hann
sneri sjer aftur að Leo.
„Og verslunin, Lev Sergeie-
vitch, verður í námunda við
Kuznetzsky-torgið. Það er al-
besti verslunarstaðurinn. Jeg
hefi komið auga á lítið búðar-
pláss sem er til leigu- Alveg
mátulega stórt fyrir okkur. —
Einn gluggi og lítið um sig. —
Leigan verður vægari eftir því
sem kvaðratmetrarnir eru
Kaupi gull
hæsta verði.
Sigurþór, Hafnarstræti 4.
GEIR Þ0RSTEINSS0N
• HELGIH. ÁRNASON
verkfrœðingar
Oárnateiknmgar
Miðstöðvateikninaar
Mœlingar o.fl.
TEIKNISTOFa
AUSTURSTRÆTI H.3.hœð
Kl. 5-7
Refsing og rjettmæt laun
ITOLSK ÞJOÐSAGA
En meðan hún talaði svo, hafði hún tekið hið dýrmæta
hálsband drottningarinnar, slitið það niður, svo að perl-
urnar og gimsteinarnir lágu lausir í lófa hennar.
„Kúrre-kúrre-kúrr,“ kallaði hún út og samstundis komu
tólf gæsarungar, það voru dísirnar í öðrum ham. Hún kast-
aði perlunum á gólfið og gæsarungarnir gleyptu það allt,
bæði perlur, gimsteina og gull.
Gamla drottningin varð mállaus af undrun og reiði.
„Göfuga drottning,“ sagði Myra. „Hvers vegna eruð þjer
svo reiðileg? — Jeg er alltaf vön að fóðra gæsirnar mínar á
gulli og gimsteinum.“
Hún kallaði til sín þjón, sem sótti gullbakka fullan af hin-
um dýrðlegustu djásnum, sem glitruðu í margs konar ómet-
anlegum dýrgripum. Hún sleit í sundur og kastaði gullinu
iyrir gæsarungana, sem voru fljótir að gleypa allt saman.
Og drottningin sneri aftur heim í höll sína sár og reið.
Kóngssonurinn stóð við hallargluggann, meðan móðir hans
var í heimsókninni og áður en móðir hans var komin til
baka inn í sína höll, kom fagra stúlkan út á hallarsvalirnar.
Hann heilsaði henni, en hún svaraði með fyrirlitningu eins
og áður. Þannig vissi hann áður en móðir hans var snúin
við, að ferð hennar hafði ekki gengið vel.
Dagarnir liðu. Kóngssonurinn varð alltaf hryggarx og
hryggari, á hverjum morgni fór hann út á svalirnar og
heilsaði ókunnugu stúlkunni, en það fór alltaf á sömu leið,
— hann mætti alltaf sömu fyrirlitningunni. Loks kom hann
enn til móður sinnar og sagði:
„Jeg þoli þetta ekki lengur, gerðu það fyrir mig móðir
góð að fara í annað sinn til hinnar fögru konu og spyrja
Ixana, hvort hún vilji verða drottning mín.“
Drottningin svaraði reiðilega:
„Sonur minn, hugsaðu bara um það, hvað hún hefur
jnóðgað mig stórlega. Jeg get aldrei framar komið í heimsókn
til hennar.“
— Mannslu cftir þeiin góðu,
gömlu dögum, þegar við höfðum
aðeins eina höku.
BoSaði hvorki hamingju nje
óhamingju.
Þegar Mark Twain var ritstjóri í
Missouri, fjekk hann eitt sinn brjef
fré kaupmanni einum, sem hafði
fundið könguló í blaðinu sínu, þegar
hann ætlaði að fara að lesa það.
Hariii spurði Twain að því, hvort
hanri áliti að það boðaði sjer ham-
ingju eða óhamingju.
Twain svaraði: — Það boðar hvorki
hamingju nje óhamingju þótt þjer
finnið könguló í Dlaðinu. Köngulóin
er aðeins að líta í blaðið til þess að
sjá hvaða kaupmaður auglýsir þar
ekki til þess að geta spunnið vef sinn
fyrir dyr.iar hjá honum og fengið að
lifa þar rólegu og friðsömu lifi það
sem eftir er æfinnar.
-¥■
Þannig var það.
Leiðinlegur maður spurði eitt sinn
Alexander Dumas að því í veislu,
hvort það væri satt að hann væri af
svertingjakyni.
— Já, sagði Dumas, jeg er það.
— Var faðir yðar múlatti?, spurði
náunginn.
-y- Já, hann var múlatti.
Og langafi yðar?
-4- Hann var negri, svaraði Dumas
þurr á manninn, enda var nú farið
að síga í hann.
En náunginn hjelt samt áfram og
næsta spuming var:
— Og með leyfi má jeg spyrja,
hvað var þá langafi yðar?
— Api, þrumaði Dumas, api. Ætt
mín byrjar á sama stigi og yðar er
í dag. •
★
Var ekki eðlilcg.
Mark Twain kom eitt sinn i heim-
sókn til H. H. Rogers. Húsbóndinn
fór strax með hann inn í bóka-
herbergið.
„Hjema“, sagði hann og benti
í eitt horrnð á fagurt italskt maimara
líkneski af konu, sem var að vefja
upp hár sitt, „hvemig líst þjer á
þetta?"
Mr. Clemens horfði á likneskið
góða stund, en sagði siðan: „Það er
ekki vel eðlilegt".
„Hversvegna ekki?“, spurði Rogers
undrandi.
„Hún hefði átt a3 vera með hár-
pinnana í munninum".
*
Þá klappaði hann mest.
Þegar Benjamín Franklin var ný-
lega orðinn sendiherra Bandarikjanna
í Frakklar.di, var honum boðið á fund
h!já vísindafjelagi einu. Franklin
skildi þá frönsku mjög takmarkað, en
hann tók það ráð að klappa alltaf,
þegar einn landi hans, sem þar var,
klappaði.
Þegar fundinum var lokið, sagði
lítil stúlka, sem var með Franklin
og skildi frönsku:
— Afi, hveraig stóð á þvi að þú
klappaðir alltaf mest, þegar þeir
voru að hrósa þjer?
Eggert Claessen
Gústaf A. Sveinsson
Odfellowhús.Ið 3íml 1171
hæstarjettarxögmenn
Allskonar lögfræðistörf
BEST AÐ AUGLfSA
t MOPGUNBLAÐINU