Morgunblaðið - 31.08.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.1949, Blaðsíða 10
10 rdORGUNBLAÐlÐ Miðvikudagur 31. ágúst 1949 Eóiir gestir fró Knliforníu NÝKOMIN eru til landsins, frá Kaliforniu í Bandaríkjunum, þau hjónin Skúli og Margrjet Bjarnason. Skúli er fæddur áí Eyrar- bakka, sonur Gissurar Bjarna- sonar frá Steinsmýri í Skafta- fellssýslu, er síðar bjó að Litla-Hrauni í Arnessýslu, og konu hans, Sigríðar Sveins- dóttur frá Valdalæk í Húna- vatnssýslu. Margrjet, kona Skúla, er Oddgeirsdóttir, sjera Oddgeirs Guðmundssonar prests í Vest- mannaeyjum og konu hans, Onnu Jónsdóttur prests í Arn- arbæli. Skúli ólst, sem fyrr segir, upp á Eyrarbakka, til ferm- ingaraldurs, en fluttist til Reykjavíkur árið 1903. Var hann þá um tveggja ára skeið í Viðey, en fór þaðan til Böðvars Böðvarssonar í Hafn- arfirði og lærði hjá/ honum bakaraiðn, sem hann hefur jafnan stundað síðan. Skúli kom aftur til Reykja- víkur eftir þrjú ár og vann þá í Björnsbakaríi um hálfs ann- ars árs skeið, en þá gafst hon- um langþráð tækifæri til þess að komast „út fyrir pollinn“, svo hann fluttist til Kaup- mannahafnar. í Kaupmannahöfn kynntist hann sinni glæsilegu konu, og munu þau þá þegar hafa rennt hugum saman, þótt vegir þeirra skildu aftur um all langt skeið er Skúli hvarf aftur heim á Frón eftir tæpra tveggja ára dvöl ytra. Er Skúli var heim kominn fór hann aftur að vinna hjá Böðvari bakara í Hafnarfirði, en ekki mun honum hafa þótt hilutskipti sitt viðunandi við svo búið, því hann var, og er stórhuga og langaði til að sjá meira og fleira, enda fluttist hann, ári síðar, til Winnipeg í Kanada, en í Ameríku líkaði honum vistin svo vel að hann tók sjer þar bólfestu til fram- búðar. Fjórum árum eftir komu Skúla til Winnipeg kom þang- að einnig Margrjet Oddgeirs- dóttir, og höfðu þau þá ekki sjest í nærri sex ár. Urðu þar hinir mestu fagnaðar fundir, og ljetu þau „pússa“ sig saman hið bráðasta. Þau hjónin bjuggu síðan í Winnipeg í tæp tíu ár og eign- uðust þar tvo sonu, Oddgeir og Harald, sem nú eru upp- komnir menn, en ógiftir, og búa þeir með foreldrum sínum í Los Angeles. Til Kaliforniu í Bandaríkj- unum fluttist svo Skúli, ásamt fjölskyldu sinni, fyrir röskum tuttugu árum og unir þar svo vel sínum hag að hann má sig þaðan hvergi hræra. Allan þann tíma sem Skúli hefur búið í Lös Angeles hefur hann unnið fyrir sama fyrir- tækið, hið risavaxna bakarí Van de Kamp-Holland Deuch Bakeries. Bakarí þetta hefur um 160 sölubúðir víðsvegar um borgina og hjá því vinna yfir 3000 afgreiðslustúlkur. Allar sölubúðir bakarís þessa eru byggðar eins og hollenskar millúr og allar afgreiðslustúlk- Skúli Bjarnarson ogírú, írá Los' Angeles urnar klæðast hollenskum þjóðbúningum. Þá hafa hjer verið raktir hinir helstu stökkstólpar í lífi Skúla Bjarnasonar og fjölskyldu hans, en mig langar til þess að minnast aðeins á ,,manninn“ sjálfan áður en jeg lýk máli mínu. Mjer er ennþá í fersku minni okkar fyrsti fundur. Er jeg hafði sagt honum til nafns míns, rakti hann ætt mína miklu lengra aftur í tímann en jeg hafði sjálfur kunnáttu til og var ekki laust við að jeg fyrirverði mig fyrir fáfræðina á þessu sviði, en síðan jeg hefi átt þess kost að kynnast Skúla nánar hefi jeg komist að því að fjölfróðustu ættfræðingar hjer heima standa honum harla lítið framar, enda er varla svo að jeg hafi heyrt nokurs íslendings getið — þar með taldir Vestur-íslendingar — sem Skúli ekki hefur kunn- að að ,.skilgreina“ langt fram í ættir. Er jeg fyrst kynntist Skúla var jeg við nám í Los Angeles og kom oft á heimili hans, sem alltaf stóð okkur íslendingun- um opið, enda var þar oft glatt á hjalla og jafnan veittu þau hjónin af rausn mikilli. Enginn Vestur-íslendingur, að minnsta kosti ekki um þær slóðir sem Skúli býr á, mun hafa veitt íslenskum náms- mönnum og öðrum sem þar voru á ferð, eins margvíslega hjálp eins og Skúli Bjarnason og undantekningarlaust var betur gert en um var beðið. Mörgum islenskum náms- manninum hefur Skúli hjálp- að um stundarsakir, bæði með peningalánum og annari greið- vikni, enda er mjer ekki grun laust um að hann eigi þar enn- þá margan greiðann vangold- inn, þótt aldrei sje á það minnst. Hjer heima á Islandi eiga jþau hjónin margt kunningja af yngri kynslóðinni, sem notið hafa gestrisni þeirra og hjálp- fýsi, enda mun varla hjá liða að mikill fjöldi þeirra sæti nú færis að sýna þeim hlýju sína og vinarhug fyrir rausn þeirra þar ytra. Af eldra fólki landsins eiga þau hjón mýmarga kunningja og vini, sem þau hafa haft ó- slitið brjefasamband við þessi nærri 40 ár sem þau hafa dval- ið erlendis, og er Ijósasta sönn un þess hve miklum vinsæld- um þau hafa átt að fagna og eins (þess hve vinatryggðin hefur reynst þeim haldgóð, að nokkrir gamalkuningjar þeirra buðu þeim hingað til landsins þessu sinni, til sumardvalar. Fremstur í fiokki vina Skúla er Andrjes Andrjesson, klæð- skerameistari, enda sá þeirra, sem forgöngu átti með heim- boðið og búa þau hjá honum meðan þau dvelja hjer. Það, sem hjer hefur verið sagt um Skúla Bjainason, og konu hans, er ekki nema brot af því, sem jeg vildi sagt hafa honum til hróss og ágætis, en þar sem allur saiínleikurinín gæti valdið því að lesandinn hjeldi að Skúli hvíldi nú „sex fet í jörð niður“ þá skal hjer staðar numið að sinni, því hann er enn í fullu fjöri sem ungling ur á gelgjuskeiði þótt kominn sje á sjötugsaldurinn. Hann hefur líka sýnt það glæsilega eftir komuna hingað, að þrátt fyrir um eða yfir 9000 kíló- metra ferð hingað frá Los Angeles, að vísu í flugvjel, þá hefur hann þegar ferðast hjer nokkur þúsund kílómetra vega lengd, bæði akandi, ríðandi og fótgangandi, en var þó ekki þjáðari en það, ex jeg sá hann siðast, að hann hafði fjölda annarra ferðalaga á prjónun um. Jeg býð svo Skúla og Mar grjeti hjartanlega velkomin hingað heim og vona að þau njóti ferða-r þessarar í sem rík- ustum mæli. J. M- M. LAGHENT i og ábyggileg stúlka óskar i eftir atvinnu, helst á ljós i myndastofu við reduzer- í ingar eða lita myndir. — Í Til greina gæti komið Í einhverskonar teikni i vinna. Tilboð, merkt: | „Atvinna — 144“, send- Í ist Morgunblaðinu. Lifðu fyrir sjáifan Kennaraskólanemi óskar eftir herbergi í vet ur gegn kennslu. Æski- legast sem næst skólan- um. Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins, merkt: „1949 — 143“. l"•ll""l""""l"""l""|",""""",""|""""",,",,•■ Kominn heim Bergsveinn Ólafsson, læknir. •"i""""""i"ii"""""""""""""",,"""""""i«iia ^túfka vön kjólasaum, óskast sem fyrst. Sjerherbergi á vinnustað getur fylgt. — Upplýsingar í síma 3085 fiá klukkan 6—8 e. h. liii""iilil""""»*<«ii*l"ii"i"""""""i"""""""""i RÁÐSKONA | Ung kona innan við þrí- I i tugt óskar eftir ráðskonu | | stöðu hjá einhleypum eða... I | á fámennu' heimili. Þarf | i að hafa með sjer tvö i i börn. Tilboð óskast sent I j áfgr. blaðsins fyrir 4. j i september, merkt: „Ódýr ! i vinnukraftur — 147“. I ALRÆÐISRÍKI „öreig- anna“, Rússlandi, geta menn sjeð myndir af Stalín og öðr- um foringjum ,sem ná yfir heila húsveggi. Svipuð myndakúnst þekkist í öllum löndum austan járntjaldsins. Hitler og Mússó- líni höfðu líka dálæti af stór- um myndum af sjálfum sjer. Hvernig skyldi taka sig út mynd af Brynjólfi Bjarnasyni. sem þekti alla austuihlið Út- vegsbankans t. d.? Hversu margir íslendingar myndu horfa á slíka mynd með helgi- svip aðdáandans? Hversu marg ir myndu ekki brosa, ef ekkert væri að óttast? En í þessari sýningarstarfsemi er falin mjög sjerkennileg pólitísk hugsun, sem margir íslendingar dá og vegsama af misskilningi. Hugs- unin er þessi: Hver þegn þjóð- arinnar á að haga lífi sínu ein- göngu eftir óskum heildarinn- ar, hann á að hlýða orðalaust þeim „foringjum“ heildarinn- ar, sem með völdin fara. Heild- in, sem átt er við, er ríkið eða ríkjasamsteypan, sem þegninn tilheyrir. „Foringjarnir“ eru svo fyrirmynd fólksins í dag- legu líferni, — þeir hugsa aldrei um sig eða hag sinn, þeir „fórna“ öllu fyrir þjóðina, heildina, alþýðuna eða hvað það er kallað í hverju landi. Stalín og ríki „öreiganna“ er eitt og hið sama. Hitler og ,,das Vaterland“ runnu saman. Þeg- ar Stalin dæmir, þá er það dómur þjóðarinnar. Þegar Hitl- er dæmdi, þá dæmdi allt Þýska land. Þegar Stalín bítur haus- inn af starfsfjelaga sinum, þá liafa kommúnistar allra landa dæmt þann hauslausa til end- urtekinnar líflátningar fyrir svik við heildina. Lifðu fyrir heildina er hreint vinstri orð- tak, vinstra megin við allt, sem er heilbrigt og mannlegt. Hjer á landi eru þrír stjórn- málaflokkar, sem að meira eða minna leyti bjóða fólkinu upp á þessa vinstri-lífsskoðun. Margir hafa fylgt þessu vegna þess misskilnings, að þeir hafa haldið að hjer væri á ferðinni hin fullkomna fjelagshyggja. Sjálfstæðisflokkurinn er mjög frjálslyndur lýðræðis- flokkur. Það er ekki hægt að benda á eitt einasta atriði i starfsemi og uppbyggingu þess fiokks, sem ekki stenst gagn- rýni fullkominnar og frjálsrar íjelagshyggju og lýðræðis. — Sjálfstæðisflokkurinn dylur heldur ekki lífsskoðun sína, en í fæstum orðum er hún þessi. Lifðu fyrir sjálfan þig. — Skoð- aðu þína eigin mynd, þekktu sjálfan þig, hugsaðu og starf- aðu samkvæmt þínu eigin eðli. Vertu frjáls innan þess ramma, sem frjálst Alþingi skapar með iöggjöf, og þetta þing móta kjós endur, eins og þeim kemur best og telja rjettast. Bóndinn ræktar jörð sína af því að hann vill auka fram- leiðslu sína og tekjur sínar. Heimsveldi hans er jörðin hans og hagsmunir hans. Þjóðin nýt- ur svo góðs af hvötum og starfi þessa bónda. Jeg tel spursmál, hvort íslenskir bændur rækt- uðu jarðir sínar, ef þeim væri skipað að gera það í nafni rík- isins og fyrir heildina. Það hefur ómetanlegt gildi hjer fyr ir þjóðfjelagið, að aflamaður- inn á sinn hlut. — Jeg þekki ungan menntamann og kenn- ara, sem flýði þreyttur frá skyldustörfum vetrarins, þar sem hann var talinn vera að skapa menningarverðmæti með því að reyna að auðga sálarlíf væntanlegra barnakennara þjóð arinnar með sálfræðikennslu. Hann fór upp í sveit og fór að skrifa fyrir sjálfan sig, sjer til afþreyingar og ánægju. Síðar kom í ljós, að hann hafði skap- að mikið bókmenntaverðmæti. Þessi maður á eftir að auðga þjóðina mikið ennþá, fyrst og fremst vegna þess, að hann hefur fundið hvers virði það er, að þjóna sjálfum sjer og lifa fyrir sjálfan sig. Mörgum finnst kannske að þessi lífsregla og stjórnmála- skoðun sje allt of „einföld póli- sík“. Mörgum finnst allt velta á skipulagi og allskonar flóknu umstangi. En reynslan mun kenna okkur, að því meira frelsi, sem þegnar þjóðarinnar fá að njóta og því minni skipu- i iagshöft, þeim mun betur vegn- I ar okkur. Frjálst þjóðfjelag 1 frjálsra manndómsmanna mun I skapa hina mestu samhjálp, | mestu samúð og mest verð- mæti. G. Bj. lil"l"lll""iiilillliil l"""l""""""|l|||||||"l|||"llttH Ibúðarskifti i 5—6 herbergja íbúð ósk- 1 ast til leigu sem fyrst. | Hef mjög góða 3ja her- = bergja íbúð -til leágu í | staðin. Þeir, sem kynnu i að hafa áhuga fyrir þess- I um skiptum gjöri svo vel í og tilkynni það til Mbl. i fyrir 2. september, merkt ! „1525 — 125“. i"""""i""""""""""i"*i AtGLVSIIMGAR sem birtasl eiga í sunnudagsblaðinu í sumar, skulu eftirieiðis vera komn- ar fyrir kf. 6 á fösfudögum. I JHwgnstMðMb • •l"•"•"•M""l"""""l"l""""•"l""""r"•"•ll•"l"l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.