Morgunblaðið - 31.08.1949, Blaðsíða 14
t*
MORGVNBLAÐ10
Miðvikudagur 31. ágúst 1949
namMdssagan 11
iijinnuiiii
niiiiiii*iiiiiii4«MiMriMMM«nnm»nii«»niiiiiiiiiiiiiiiini»iiiiiiniimnM»i«in»MW#«i™«
Kira Arqunova
Eftir Ayn Rand
...........
öllum atriðum. Skilurðu? Var-
úð í öllu! Hjeðan í frá þekkir
þú'mig als ekki. Ef við skyld-
um hittast einhversstaðar af
hendingu, þá höfum við aldrei
sjetst áður. Antonina kemur
peningunum til mín, eins og
við vorum búnir að ákveða."
„Já, já, jeg man þetta allt,
Pavlusha.“
„Segðu þessum Kovalensky
að hann eigi líka að halda sér
í hæfilegri fjarlægð frá mjer.
Jeg vil ekki þurfa að hitta
hann“.
„Það þarft þú heldur als
ekki“.
„Eruð þið búnir að fá búð-
ina?“
„Við göngum frá leigunni í
dag“.
„Gott- Nú situr þú kyrr
hjerna í tuttugu mínútur. Þú
skilur það?“
„Já, já. Blessun drottins sje
með okkur“.
„Hana getur þú átt fyrir
>njer“, sagði Syerov, stóð á fæt
ur og hraðaði sjer út.
Iinmwililiuillimiinilitittr..................................................••»i»»»»»»mi»»»m»»»m»»»»i»»»mm»»mm»»»»»m«*»»m»»»mm»m»»»»»»Æ
A skrifstofu aðaljárnbrautar
ctöðvarinnar sat skrifstofu-
þjónn við lágt borð og hamaðist
við ritvjelina. Fyrir framan
borðið var dálítið aútt svæði-
Þar biðu sex menn, þolinmóðir
á svip. Stólarnir voru aðeins
Iveir, svo^ þeir skiptust á um
að sitja. Á bak við skrifstofu-
þjóninn voru dyr. Á dyrunum
hjekk skilti, þar sem á stóð:
Pavel Syerovr.
Fjelagi Syerov kom frá því
að snæða hádegisverð. — Hann
gekk hratt í gegn um fremri
skrifstofuna. Það brakaði í her-
mannastígvjelunum hans. Menn
irnir sex, sem biðu eftir hon-
um, litu allir á hann, vandræða
legir og áhyggjufullir á svip.
En hann leit hvorki til hægri
nje vinstrj og gekk rakleiðis
inn á innri skrifstofuna. Skrif
stofuþjónninn fór á eftir hon-
um.
Þar inni var stórt, nýtt skrif
borð. A veggnum hjekk mynd
af Lenin og línurit yfir þróun
járnbrautarrekstursins. Auk
þess hjekk þar skilti, þar sem
á stóð skrífað með rauðum bók
stöfum:
Fjelagar, verið stuttorðir og
íjúkið erindi ykkar á sem
styttstum tíma. Proletariskur
dugnaður við uppbyggingar-
starfið er ríkur þáttur í aga
friðartímans.
Pavel Syerov tók vindlinga-
öskju úr gulli upp úr vasa sín-
um. Hann kveikti sjer í vindl-
ing, settist við skrifborðið og
íór að blaða í skjalahrúgunni
Skrifstofuþjónninn beið auð-
sveipur eftir fyrirskipunum.
Hann leit upp.
„Nokkuð sjerstakt?“
„Það eru þessir borgarar
þarna frammi, fjelagi Syerov.
Þeir bíða eftir að fá viðt.al við
þig“.
„Hvað vilja þeir?“
„Þeir eru flestir í atvinnu-
leit“.
„Jeg get ekki tekið á móti
neinum í dag. Jeg þarf að flýta
mjer á fjelagsfundinn. Hann
byrjar eftir hálftíma. Ertu þú-
inn að hreinskrifa ritgerðina
mína: „Járnbrautirnar, slagæð
öreigaríkisins““.
1 „Já, fjelagi Syerov. Hún er
hjeina“.
„Ágætt“.
„Þessir borgarar þarna
í frammi fjelagi Syerov, eru bún
j ir að bíða í rúmar þrjár klukku
stundir“. |
„Segðu þeim að fara til fjand
ans. Þeir geta komið aftur á
morgun. Ef þú þarft nauðsyn-
' lega að ná í mig, þá hringirðu
í aðalskrifstofu fjelags járn-
■ brautarverkamanna. Jeg fer
þangað, þegar fundurinn er bú-
| inn .... og jeg kem í seinna
lagi á morgun“.
Syerov var samferða flokks-
fjelaga frá aðalskrifstofu fje-
lags járnbrautarverkamanna.
j Hann var í góðu skapi. Hann
gekk sönglandi eftir götunni og
brosti kumpánlega, þegar lag-
! leg stúlka varð á vegi þeirra-
< „Jeg er að huesa um að
halda veislu i kvöld“, sagði
hann við fjelagann. „Við höf-
um ekkert skemt okkur núna
í fleiri vikur. Mig er farið að
langa til að slá mjer svolítið
upp- Hvað segir þú um það?“
„Jeg er til í það“.
„Jeg hefi hugsað mjer að ná
. í nokkra kunningja. Jeg býð
heim til mín“.
„Upplagt“.
„Jeg þekki náunga, sem get-
ur útvegað mjer vodka .... ó-
svikna vöru. Við skulum fara
inn hjá „Des Gourmets“ og
kaupa alt sem til er og svo borg
um við sinn helminginn hvor“.
„Jeg slæ til, fjelagi“.
„Við skulum halda daginn
hátíðlegan ....“.
,í tilefni af hverju?“
„Það er svo sem sama. Við
skulum bara skemmta okkur.
Og við þurfum ekkert að hafa
áhyggjur af útgjöldunum. —
Fjandinn hafi það. Þegar jeg
vil skemmta mjer, getur mjer
verið skítsama um hvað það
kostar“
„Það er alveg rjett. fjelagi“.
„Hverjum eigum við að
bjóða? Við skulum nú sjá ....
fyrst eru það Grishka og Max-
im og stúlkurnar þeirra“.
„Og Liztveta“.
„Já, auðvitað hringi jeg til
Lizavetu. Þú getur víst ekki
verið án hennar. Og svo Valka
Doruva .... það er lagleg
stelpa. Og venjulega fylgja
henpi einir tveir eða þrír. Og
svo held jeg að við tökum
Victor Dunajev og Harishu
Lavrovu. Victor er bæði slung-
inn og lævís. Hann verður ein-
hverntíman feitur karl, svo
það er eins gott að koma sjer
strax í mjúkinn hjá honum ..
.. og segðu mjer eitt, fjelagi,
finst þjer, að jeg eigi að hringja
til fjelaga Sonju?“
„Auðvitað. Því ekki það?“
„O, já, jeg veit það vel. —
Hún hefir tvö stjettarfjelög og
fimm kvenfjelög á sínu valdi.
Fjandinn hafi það .... _jeg
hringi þá til hennar“.
Pavel Syerov hafði dregið,
gluggatjöldin fyrir gluggana og
einhver gestanna hafði hengt (
rauð-gulan hálsklút yfir lamp-
ann svo að það var hálfdimmt
í herberginu. Andlit gestanna
lýstu eins og hvítir dílar hjer
og þar í myrkrinu á stólum,
legubekkjum og á gólfinu. Á
mið.iu gólfinu stór stór súkku-
laðikaka frá „Des Gourmets”.
Einhver hafði óvart stigið ofan
á hana. Brotin flaska lá á kodd
anum í rúminu. Victor og
Marisha sátu á rúminu. Hattur
Victors lá á gólfinu fyrir fram-
an legubekkinn. Gestirnir not-
uðu hann fyrir öskubakka. —
„John Grey“ ómaði frá grammó
fóninum. Platan var gölluð, svo
að nálin hjakkaði alltaf í sama
farinu, en enginn skeytti því-
Ungur maður hallaði sjer upp
að rúmgaflinum og reyndi að
syngja. Hann muldraði eitthvað
í barminn, en rjetti höfuðið
upp við og við og rak upp hátt
væl, svo að hinir hrukku við
og köstuðu i hann koddum og
skóm. „Haltu þjer saman,
Grishka“, kallaði einhver, og
þá hneig höfuðið á Grishka aft-
ur niður á bringuna. Stúlkukind
lá sofandi í einu skotinu við hlið
ina á hiákadallinum. Hár henn
ar klístraðist við sveitt og rauð
flekkótt andlitið.
Pavle Syerov gekk reikulum
skrefum um herbergið og veif-
aði tómri flösku yfir höfði sjer.
„Hver vill fá meira að
drekka .... vill enginn drekka
meiia. .. . ?“
„Hver fjárinn er að þjer,
Pavel. Flaskan er tóm, sem þú
ert að veifa framan í okkur“,
hrópaði einhver framan úr
myrkrinu. ,
Pavel hjelt flöskunni í ljós-
ið, spýtti á gólfið og fleygði
henni undir xúmið.
„Jæja, þið haldið kannske,
að jeg eigi ekki meira?“ Hann
steytti hnefann framan í gest-
ina. „Haldið þið að jeg sje ein-
hver smádindill .... einhver
vesalingur, sem hefir ekki ráð
á að kaupa nógu mikið af
vodka? .... Smádindill? Hald-
ið þið það kannske? En jeg skal
sýna ykkur .... jeg skal sýna
það, að jeg hefi ráð á ... ■ jeg
skal sýna ykkur.... “
Hann fálmaði niður í kassa,
sem stóð undir borðinu, reisti
sig upp aftur með miklum erf-
iðismunum, og lyfti fullri
flösku upp yfir höfuð sjer. —
Hann hló fábjánalega. „Já, hefi
jeg kannske ekki ráð á bví“,
hrópaði hann og slangraði inn
í dimma skotið, sem röddin
hafði komið frá. Hann gretti
sig framan í hvítu dílana, sem
allir sneru að honum, veifaði
flöskunni í stóran boga og kast
aði henni af alefli í bókaskáp-
inn. Kvenmaður æpti upp yfir
sig, glerbrotin þeyttust út um
allt herbergið. Einhver gest-
anna tók til að bölva og ragna.
„Sokkarnir mínir, Pavel,
sokkarnir mínir“, veinaði kven
maðurinn og dró pilsið hátt
upp yfir rennvotar fæturnar.
Einn gestanna teygði sig til
hennar og tók um fótinn.
„Það gerir ekkert til, væna
mín. Farðu bara úr þeim“.
Pavel flissaði sigri hrósandi-
„Jæja, hefi jeg ekki ráð á
því? .... Pavel Syerov hefir
láð á öllu .... bókstaflega öllu
sem til er á jörðinni....Það
er ekki sá hlutur til, sem Pavel
Syerov hefir ekki ráð á að
kaupa. Hann getur keypt ykk-
ur öll með húð og hári“.
Refsing og rjettmæt laun
ÍTÖLSK ÞJÓÐSAGA
12.
Drottningin vildi ekki fara, en þegar hún sá, hvað sonur
hennar var sjúkur og máttfarinn, gekk hún þó enn einu sinni
hina þurigu göngu yfir í hina höllina.
IVIyra tók vingjarnlega á móti henni og drottningin sagðt
strax:
j „Göfuga ungfrú, nú vil jeg bera fram bón við yður, sem
i þjer megið ekki neita. Sonur minn er dauðsjúkur af ást til
j vðar og hann kveinar og barmar sjer í ástarsorg sinni. Ef
þjer sýnið honum enn einu sinni fyrirlitningu og skellið
glugganum, þ ámun hann falla dauður niður, því að án
yðar getur hann ekki litið glaða stund og getur ekki lif-
að lengur. Gerið það ekki oftar að sýna honum slíka fyrir-
litningu."
Þá svaraði Myra:
„Segið syni yðar: Ef hann elskar mig svo mikið, að hann
; vilji af ást til mín láta bera sig í líkkistu yíir götuna meðan
lúðrasveit leikur útfararsálm og öll þjóðin horfir á, segið
j hor.um að þá muni prestur bíða hjer í höllinni, sem gefur
: okkur saman í heilagt hjónaband“.
. Og drottningin sneri til baka með þetta svar. Hún áleit,
j að engar líkur væru til að þetta næði fram að ganga, því
að sonur hennar myndi ekki lítillækka sig á þennan hátt.
En hann vildi það.
Hann ljet þegar í stað smíða skrautlega líkkistu og lagðist
í hana. Hann ljet hringja sorgarklukkum um alla borgina
í
og svo var kistan borin yfir götuna. Lúðrasveit ljek út-
fararsálma og kyndlar voru bornir með líkfylgdinni, sem
nálgaðist höll Myru. ,
Sjálf stóð hún úti á svölunum og horfði á.
En þegar kistan var rjett undir svölunum, beygði hún.
sig fram og sagði háðslega: „En hvað hann hefur lítillækk-
að sig af ást til einnar jarðneskrar konu. Foj, það er and-
styggilegt“.
Þá þekkti hann hana og hrópaði upphátt:
„Myra, Myra“.
Meðan hann kallaði á hana, kom hún hlaupandi niður
til hans og sagði:
„Já, jeg er hún Myra þín. Nú hefi jeg launað þjer með
iíku þá hneysu og hryggð, sem þú ollir mjer. Nú er allt orð-
ið gott aftur og presturinn, sem á að vígja okkur bíður í
höllinni minni“.
Og kongssonurinn var á einu augnabliki orðinn alheill
heilsu. Þá varð móðir hans svo hamingjusöm ,að hún af-
salaði sjer ríkinu, en kongssonurinn og Myra urðu konung-
ur og drottning og þannig endar þetta gainla æfintýri.
SÖGULOK
Hann var hræddnr.
— Jeg er búinn að tapa peninga-
veskinu minu, hvað á jeg að gera?
— Ertu búinn að leita allsstaðar,
þar sem þú getur látið þjer detta í
hug að þu hafir sett það?
— Já, jeg er búinn að leita i her-
berginu mínu, í skrifstofunni og
ganga tvisvar leiðina. sem jeg fer
venjulega til vinnunnar.
— Og í vösunum ertu auðvitað bú-
inn að leita?
— Já, já. það er að segja i öllum
nema rassvasanum vinstra megin.
— Hversvegrta leitarðu þar ekki
líka?
— Jeg þori það ekki, þvi að ef
veskið er þar ekki, er jeg viss um
að jeg lifi það ekki af.
Forsetinn var að nota hafið.
| Taft Bandaríkjaforseti var ákaflega
feitur og fyrirferðarmikill. Hann var
, á baðströnd að sóla sig og synda í
: sjónum.
Þegar hann var eitt sinn nýfarinn
að synda. sagði maður við kunn-
ingja sinn:
j — Komdu, við skulum fara i sjóinn
I — Hvernig getum við það. var
svarið, sjerðu ekki að forsetinn er að
nota hafið.
★
Hann átti eftir að segja það.
Oscar Wilde hrópaði eitt sinn, er
Whistler ljet einn ódauðlegan brand-
ara fjúka:
— 0, Jimmy, jeg vildi að jeg hefði
sagt þetta.
— Taktu það ekki nærri þjer, svar-
aði Whistler, þú átt áreiðanlega eftir
að segja það mörgum sinnum.
Hann ininnti á Jóa.
— Þú minnir mig alltaf á Jóa.
þegar jeg sje þig.
— Já, én jeg er alls ekkert líkur
Jóa.
— Jú. að nokkru leyti, Þið skuldið
mjer báðir 100 krónur.
Læknisráðið.
— Læknir, sagði frökenen um leið
og hún kom á 50 km, hraða inn
stofuna, jeg vil að þjer verðið hrein-
skilinn og segið mjer hreint út, hvað
að mjer gengur.
Hann leit á hana og virti fyrir sjer
frá hvirfli til ilja. „Fröken", sagði
hann hægt, „það er aðeins þrennt,
sem jeg vil segja yður:
1 fyrsta lagi er þynd yðar að
minnsta kosti 50 pundum of mikil,
1 öðru lagi, mynduð þjer líta mun
betur út ef þjer notuðuð ekki nema
einn tíunda af þeim fegurðarmeðul-
um, sem þjer klínið á yður, púður,
varalit o. s. frv.
Og í þriðja lagi, er jeg listamaður
— læknirinn er á næstu hæð'".