Morgunblaðið - 31.08.1949, Qupperneq 16
VEiöURÚTLIT — FAXAFLÓI;
NA a;oia eða kaldi, sumsstaðar
riíPíjp-lí fyrst, en ljettir heldur
til upp úr hádegi.
Fjölmennt hjeraðsmót
Sjálfstæðismanna í
V. - Isafjarbarsýslu
Axel V. Tulinius verður fram-
bjóðandi ilokksins i sýslunni
UJERAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Vestur-ísafjarðarsýslu, sem
hafdið var á Flateyri s.l. sunnudag var mjög fjölmennt og
sýndi mikinn áhuga fyrir öflugri baráttu fyrir sigri flokksins
við komandi Alþingskosningar. Sóttu það á fjórða hur.drað
manns úr öllum byggðarlögum hjeraðsins.
Framboð ákveðW <*-'
Áður en hjeraðsmótið hófst
var haldinn fjölmennur fundur
trúnaðarmanna flokksins til
þess að ákveða framboð hans
við næstu kosningar. Mættu 42
fulltrúar úr öllum hreppum
sýslunnar á þessum fundi. Var
þar einróma samþykkt að óska
þess að Axel V. Tulinius lög-
reglustjóri yrði þar í kjöri. Hef-
tir hann orðið við þeirri ósk og
er framboð hans þar með ákveð
ið.
Hjeraðsmótið
Hjeraðsmótið var sett í sam-
komuhúsinu á Flateyri kl. 4.30
á sunnudag. Var hið myndar-
Jcga samkomuhús Flateyringa
eins þjett skipað og frekast var
unnt. Daníel Benediktsson út-
gerðarmaður setti mótið með
TdíSu. Þá talaði Sigurður Krist-
jánsson alþingismaður og því
naist Jón Þ. Eggertsson kenn-
ari frá Haukadal. — Þá flutti
Magnús Jónsson frá Mel, for-
maður sambands ungra Sjálf-
fitæðismanna, ræðu. Síðastur
talaði Axel V. Tulinius. Var
ræðu hans og allra annara ræðu
manna mjög vel tekið.
Axel V. Tulinhjs.
Ivö eftirlitsskip á leið
til Grænlands
Á BÁTALEGUNNI vestan Gróf
arbryggju, liggja nú tvö ný eft
irlitsskip, á leið til Grænlands.
Skip þessi eru bæði mjög lítil
en traustbygð virðast þau vera.
Bæði eru trjeskip. Bvsgir.g-
Þá söng Gunnar Kristinsson' ariagið er eins og á dönskum
einsöng við undirleik frú Cam- . fiskiskipum. Þessi eftirlitsskip
rhi Proppe. Um kvc’ldið var eiSa að hafa eftirlit með fiski-
hjefaðsmótinu haldið áfram, I skipaflotanum við Grænland og
eiimig við húsfylli. Þá söng eru Þau bæði eiSn Grænlands-
Gunnar Kristinsson einnig ein- stjornar.
söng við undirleik frú Maríu
Jóliannsdóttur, en Baldur
Georgs og Konni skemmtu. Að
lokum var dansað.
Sjálfstæðismcnn
cfla samtök sín
Þetta fyrsta hjeraðsmót Sjáif-
fítæðismanna í Vestur-isafjarð-
arsýsiu tókst sjerstaklega vel.
Voru allir mjög ánægðir með
það. Hafa Sjálfstæðismenn í
Vestur-ísafjarðarsýslu nú á-
kveðið að efla mjög samtök sín
og berjast ötullega fyrir sigri
flokksins í hjeraðinu undir
ágætri forystu hins efnilega
frambjóðanda sins Axels V.
Tulinius, sem mjög röskur og
dugandi maður að hverju sem
hann gengur. Munu flokks-
menn standa fast saman um að
efla fylgi hans og Sjálfstæðis-
flokksins í Vestur-ísafjarðar-
aý.slu.
Prentmyndagerð
á Akureyri
AKUREYRI. 30. ágúst. — Ólaf-
ur J. Hvanndal bauð frjetta-
mönnum í dag að skoða prent-
myndagerð, sem hann hefur sett
upp í Hafnarstræti 93, Akur-
eyri. Þetta er fyrsta, prent-
myndagerðin utan Reykjavíkur
og til mikilla þæginda fyrir
blaða og bókaútgáfu hjer. Prent
myndagerðin er í vistlegu ný-
tísku húsi, búin fullkomnum
vjelakosti og tekur að sjer all-
ar tegundir prentmynda. Er al-
menn ánægja yfir, að prent-
myndagerð skuli nú vera starf-
rækt í bænum. — H. Vald.
EA PAZ — Sagt er frá því, að
amerískar flugvjelar hafi flutt á
brott ameríska sjerfræðinga og
fjölskyldur, er búsettar hafa ver-
ið á námasvæði einu í Bólivíu. Er
}>otta vegna uppreistarinnar. sem
ln ot;.st nefur út í landinu.
K6 vann Val 2:
í GÆRKVÖLDI fór fram leik-
ur milli KR og Vals í síð^ri
hluta Reykjavíkurmeistar^-
mótsins.
Leikar fóru þamnig, að KjR1
bar sigur úr býtum með 2:1.
SAMNINGURINN um gagnkvæmar cllilaunagreiðslur fyrir
borgara Norðurlanda undirritaður í Oslo. Á myndinni, talið
frá vinstri Jónas Guðmundsson, Ström fjelagsmálaráðherra
Dana og Aaslaug Aasland, fjclagsmálaráðherra Noregs.
Norrænir samningar um elliiaun
Gagnkvæmar ellilauna-
greiðslur Norðurlanda
„Mikilvæyasla sporið í norrænni samvinnu á
sviði fjeiaysmáia”, segir fulltrúi Dana
Á LAUGARDAGINN var undirrituðu fulltrúar frá ríkisstjórn-
um allra Norðurlandannh fimm, samkomulag um gagnkvæmar
greiðslur ellilauna til ríkisborgara, sem búsettir eru í hverju
landinu fyrir sig. Eru greiðslurnar inntar af hendi eftir þeim
reglum, sem gilda í hverju landi. Áskilið er þó, að ríkisborgari
annars lands hafi dvalið í fimm ár í því landinu, sem greiðir
eililaun hans.
Þannig fær íslenskur ríkis-<®--------------
borgari, sem dvalið hefir í Sví- Ellilaun.
þjóð greidd eftirlaun þar, eftir | Aaslaug
Aasland, fjelags-1
að hann hefir náð 67 ára aldri. j málaráðherra Noregs sagði, að
í Finnlandi er hann er sjötugur,, fjöldi gamalmenna um öll Norð j
í Danmörku er hann er 68 ára urlönd biðu með eftirvæntingu '
o. s. frv.
Gagnkvæmur framfærslu-
styrkur.
Samkomulagið var undirrit-
eftir, að þetta samkomulag væri
undirritað.
Ýms mál voru rædd á fundin
um, þar á meðal var rætt um j
atvinnuleysismál og voru fund-
armenn á einu máli um, að Norð
að í Oslo, en þar var haldinn urlöndin ættu að
vinna sam-
fundur fjelagsmálaráðherra eiginlega gegn þeim vágesti eft-
Norðurlanda og voru á fundin- ir fremsta megni.
um einnig rætt um gagnkvæm- |
ar greiðslur framfærsiustyrks
á Norðurlöndum. Samþvkti
fundurinn, að leggja til við ríkis
stjórnir Norðurlanda, að slíkt
samkomulag verði gert hið
fyrsta.
Jónas Guðmundsson mætti
fyrir hönd íslenska fjelagsmáia
ráðuneytisins.
Næsti fundur í Helsingfors.
Finski ráðherrann, Leivo-
Larsson bauð til næsta fundar
norrænna fjelagsmálaráðherra
í Helsingfors 1951 og var sam-
þykkt að leggja til við ríkis-
stjórnir Norðurlanda, að full-
trúar frá fleiri stjórnardeildum
verði boðið til þess fundar.
Merkasta sporið.
Gustav Möller, fjelagsmála-
ráðherra Svía ljet svo ummælt
er samkomulagið var undirrit-
að um ellilaunin, að það væri
merkasta spor, sem Norður-
löndin hefðu til þessa stigið í
samvinnu á sviði fjelagsmál-
anna. Ström, fjelagsmálaráð-
herra Dana kvaðst vonast til
þess, að önnur mál, sem fyrir
fundinum hefðu legið fengju
jafn giftusamlega afgreiðslu og
stuðla þannig að nánari vináttu
bræðraþjóðanna.
Jónas Guðmundsson tók það
fram, að Islendingar væru fús-
ir til samvinnu við hin Norður-
löndin í fjelagsmálum.
Prestafjelðgsstjórnin
endurkosin
PRESTAFJELAG Suðurlands
hjelt aðalfund sinn á Þingvöll-
um s. 1. sunnudag og mánu-
dag.
Stjórn fjelagsins var öll end-
urkosin, en í henni eiga sæti:
Hálfdán Helgason prófastur á
Mosfelli og er hann formaður,
Sigurður Pálsson í Hraungerði
ritari og gjaldkeri er Garðar
Svavarsson sóknarprestur í
Laugarnessókn.
Á fundinum voru flutt nokk-
ur erindi og vöktu þau mikla
eftirtekt prestanna.
ÖRLAGARÍKUR sáttmáli M
ára. Sjá grein á bis. 9.
*
I
Enn er daufl yfir
síldyeiðunum
VIÐ Langanes var ekki hag-
stæt.t veiðveður í gær. — Þar
var norðlæg átt og kvika á síld-
armiðunum og kom síldin þar
upp á litlu svæði. Það munu
sennilega hafa verið sjö skip,
I scm köstuðu á þessa síld. þri
kvika væri og því erfitt að fást
við hana og auk þess sem síld-
in kom upo aðeins á mjös; litlu
svæði., Vitað er um afia fjög-
urra þessara skipa. Fjekk Víðir
frá Eskifirði mestan afla þeirra,
eða um 600 mál í tveim köst-
um. Hin skipin munu ekki hafa
náð nema einu kasti. Aða’björg
frá Akranesi fjekk 400 mál í
sínu kasti, Valþór frá Sf'vðis-
firfi 300 og Sigriður SH 200
mál. — Um hin skipin þrjú,
sem áhafnirnar af fóru í bát-
ana. var ekki vitað um afla hjá.
nje heldur nöfn þeirra.
Sunnan Langaness var besta
veður, en skipin sem þar eru
urðu ekki vör við neina síld.
Á Mið-síldarsvæðinu var
hvasst í gær og skipin sem þar
voru, láu í vari við Grímsey
^eða inni á Siglufirði.
Bátar að hætta veiðum
Bátar af smærri síldveiðibát-
unum eru nú að hætta veiðum.
, Munu þeir fara að stunda rek-
netaveiðar í Faxaflóa og við
Suðurland.
Birgir Halldórsscn
svngur á Akureyri
AKUREYRI, 30. ágúst — Birgir
Halldórsson tenórsöngvari hafði
jhljómleika í Nýja Bíó hjer í
gærkveldi, undirleik annaðist
Ragnar Björnsson. 17 lög voru
á söngskrá eftir fræga innlenda
og erlenda höfunda. Söngvar-
anum var ágætlega fagnað og
varð hann að endurtaka mörg
laganna. Sjerstaka athygli
vöktu tvö lög eftir Björgvin
Guðmundsson og var tónskáld-
ið kallað fram og hyllt.
—H. Vald.