Morgunblaðið - 15.09.1949, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 15. sept. 1949.
Fimmtupr í dag:
Kvæðamannaijelagið Zðunn 20 ára
Sigurður Guðmundssci!, útgm.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
í Þórukoti er fimmtugur í dag.
Hann er fæddur í Merkinesi í
Höfnum 15. sept. 1899, sonur
hjónanna Guðrúnar Sigurðar-
dóttur og Guðmundar Sigvalda-
sonar, formanns og útgerðar-
manns í Merkinesi. Guðmundur
var karlmenni mikið og afkasta-
maður til allra starfa og aflasæll.
í Merkinesi er brimlending, og
þa’'f þar bæði útsjón og iægni,
við lendingu en í höndum Guð-
mundar skeiðkaði aldrei stjórnin
aila hans formannstíð, enda hafði
hann fullt traust manna sinna.
Sigurður ólst upp hjá foreldr-
um sínum í Merkinesi á því fyr-
irmyndar og sómaheimili og lang
ar mig að minnast aðeins heimilis
hátta þar. Þegar jeg sem skrifa
þessar linur, var unglingur,
dvaldi jeg langdvölum á heimili
Sigurðar og byrjaði að róa með
Guðmundi föður hans og til
marks um reglusemi, og góða
heimilisstjórn og háttu, voru þar
altaf lesnar föstuhugvekjur og
Passíusálmar, og mjer er það
minnisstætt að aldrei var svo
seint komið af sjó og frá sjó-
verkum að ekki væri lesin hug-
vekja og sunginn sálmur dags-
ins, en söngflokkurinn var ekki
með jafni nema Sigurður og for-
eldrar hans, en öll söngvin og
lagviss. Á sama tíma sem við
Sigurður vorum að alast upp í
Merkinesi dvaldi Sigurðúr Sig-
urðsson, sem Sigurður í Þóru-
koti er heitinn eftir, móðurafi
hans, sem húsmaður í Merki-
nesi. Áður hafði hann verið vinnu
maður og formaður á Kalmans-
tjörn í Höfnum í 30 ár, og sjó-
maður í mörg ár eftir það hjá
Guðmundi tengdasyni sínum, en
aldrei alla sína formanns og sjó-
mannstfð rjeri Sigurður á sunnu
degi, eða neinn annan helgan
dag og eru fá slík dæmi. Hann
dó háaldraður. og hafði þar fyr-
ir nóg til síns framfæris. Við
krakkarnir í Merkinesi kölluð-
um hann öll afa, enda altaf til-
búinn að taka okkur á knje sjer
og raula við okkur. Mínar
bernskuminningar eru líka þann
veg um þann góða mann að hann
hafi farið lífið á guðsvegum.
Annars er saga þessa vina minna
frá Merkinesi, sem komnir eru
yfir landamærin óskráð, og er
þar efni í aðra grein, svo minn-
ing þeirra glatist ekki.
Sigurður dvaldi í foreldrahús-
um til 25 ára aldurs, og vann
heimilinu alt gagn, enda mátti
segja það að heimilið hafi
blómgvast, að efnum á hans upp-
vaxtarárum í Merkinesi. Þegar
foreldrar hans byrjuðu búskap
í Merkinesi árið 1899 voru efnin
lítil utan Sigurðar þá á fyrsta
ári, en með hagnýtni og dugnaði
fjölskyldunnar, var vel byggt í
Merkinesi og umgengni öll snyrti
leg bæði utanhúss og innan, enda
heimiiið talið vel stætt efnalega,
þegar Sigurður fór úr foreldra-
húsum, og átti hann sinn þátt
í uppbyggingu heimilisins með.
foreldrum sínum. Sigurður
kvæntist 21. desember 1924, Guð
rúnu í Þórukoti dóttur hjónanna
Gróu Björnsdóttur Beck, ættuð
frá Hálsi í Kjós, og var hún tal-
in greind og merkiskona og Þor-
leifs Bjarnasonar, ætt hans er jeg
ófróður um. Síðan Sigurður hóf
búskap í Þórukoti, sem nú á
þessu hausti eru 25 ár hefur
hann rekið útgerð, og jafnhliða
]andbúnað, með mestum mynd-
arbrag, enda er hann sístarfandi
erida virðist hann einn af þeim
fáu, sem hefur vinnugleði ótrufl-
aða og ekki týnt neinu úr sjálf-
Sigurður Guðmundsson.
um sjer. á þessum breyttu tím-
um.
Menntun hefur Sigurður ekki
hlotið utan barnaskóla, og með
reynslu sinni og lestri bóka. Þar
fyrir hefur hann sinnt mörgum
störfum fyrir sitt byggðalag, for-
maður sóknarnefndar Keflavik-
urkirkju frá 1930. Skipaður fiski-
matsmaður 1936 jafnframt unnið
við fiskimatið mörg ár fyrir skip-
un. í skattanefnd Njarðvíkur-
hrepps frá skiptingu Njarðvík-
ur og Keflavíkurhrepps. Svo í
stjórn Bræðrafjelags Keflavíkur,
og Fjelagshús h.f. í Keflavík.
Störf sír; hefur Sigurður unnið
af samviskusemi og rjettsýni.
Sigurður hefur frjálsar og sjálf-
stæðar skoðanir á málefnum
yfirleitt, og segir hug sinn hrein-
an, hvort sem líkar betur eða
ver, og víkur ekki frá rjettu máli.
Sigurður er Ijettur í ]und og
skapi og hrókur alls fagnaðar í
kunningjahóp, enda held jeg að
megi fullyrða að hann eigi marga
kunningja, en engan óvin.
Þórukotsheimilið er með mest-
um myndarbrag, enda er Sigurð-
ur ekki einn um að gera garð-
inn frægan, þar sem Guðrún
kona hans er mesta myndar og
dugnaðar kona. Á heimili þeirra
hefur oft verið fjölmennt að vetr
inum, sem skapast af atvinnu-
rekstri útvegsins, og svo hjúa-
sæl hafa þau hjón verið, að sama
fólkið hefur dvalið þar árum
saman. Börn hafa þau hjón ekki
eignast, en aJið upp tvo drengi
að mestu leyti. Börn hafa dvalið
fleiri á heimili þeirra hjóna um
lengri og skemmri tíma, og hafa
verið talin þar vel geymd.
Jeg vil að lokum nota tæki-
færið og þakka Sigurði vini mín-
nra fyrir margar skemmtilegar
stundir, og tryggð alla tíð. Að
'endingu óska jeg honum hjartan-
lega til hamingju með hálfrar
aldar afn ælið ásamt konu hans
og þar rem nú er sernsagt að
verða 25 ára hjúskaparci‘'mæli
þeirra hjóna, er ósk mín sú, að
næsti áfangi megi verða þeim
farsæll, sem það sem liðið er.
Ennfremur er ósk mín sú Sig-
urður að þú haldir sömu bjart-
sýni og lífsgleði áfram veginn,
og eigir eftir að starfa mikið fyr-
ir þitt byggðarlag, til heilla og
farsælda.
Keflavík, 12. sept. 1949.
H. G. Eyjólfsson,
frá Merkinesi.
LONDON, 14. kept. — Vampire
flugvjelar úr breska flughern-
um munu fara í opinbera heim-
sókn til ítali.u í boði stjórnar-
valdanna þar. Flugvjelarnar
eiga meðal annars að taka þátt
í ítalskri flugsýningu á sunnu-
dag.. — Reuter.
KVÆÐAMANNAFJELAGIÐ
Iðunn er tuttugu ára í dag. Sá
fjelagsskapur hefur aldrei lát.'j
mikið yfir sjer, en unnið sitt
starf í kyrþey að mestu leyti,
nema hvað heyrist í kvæða-
mönnunum, þegar þeir kveða
rímur, eða kveðast á, að göml-
um íslenskum sið.
Sjötugur Reykvíkingur, sem
mörgum er að góðu kunnur,
Kjartan Ólafsson múrari, hef-
ur verið formaður Kvæða-
mannafjelagsins í 15 ár og er
það nú. Jeg hitti Kjartan að
máli hjer á dögunum, og rædd-
um við saman stundarkorn um
hið tvítuga fjelag.
100 fjelagsmenn
— Er þessi f jelagsskapur ekki
einstakur í sinni röð? spyr jeg
Kjartan.
— Sei-sei-riei, segir harrn.
Kvæðamannafjelag hefur verið
starfandi í Hafnarfirði um skeið
og ein tvö kvæðamannafjelög
voru stofnuð hjer í Reykjavík,
um líkt leyti og fjelag okkar.
En jeg hygg að þau sjeu ekki
lifandi nú.
— í fjelagi ykkar hafa verið?
— Þetta 100 manns lengst af.
Stofnendurnir voru 37. En síð-
an fjölgaði fjelagsmönnum
smátt og smátt, uns þeir voru
orðnir um hundrað.
— Flest aldrað fólk kannski?
— Jeg get ekki neitað því, að
margt af fjelagsmönnum er
nokkuð við aldur. En yngsti f je-
lagsmaðurinn er nú 16 ára, og
nokkrir um tvítugt.
Stofnendurnir
— Hverjir voru helstu stofn-
endurnir?
— Björn Friðriksson frá
Tjörnum á Vatnsnesi, og systur
hans þrjár voru meðal stofn-
endanna, Kristjón Jónsson, ætt-
aður úr Dölum vestur og Jósep
Húnfjörð. Seinna kom okkar
styrka stoð Sveinbjörn heitinn
Björnsson og þær systur Her-
dís og Ólína Andrjesdætur —
Margir eru horfnir af fyrstu
fjelögunum. En svo bætast aðrir
við í staðinn. Jón í Hlíð á Vatns
nesi er okkar einasti heiðurs-
fjelagi.
Dýrmætar minjar
Þú mátt ekki halda, að okkur
komi til hugar, að hægt verði
að endurvekja rímnakveðskap-
inn, svo hann verði nokkurn-
tíma sami sterki þátturinn í
menningarlífi þjóðarinnar, eins
og hann var á fyrri tíð. En það
er mín skoðun og okkar kvæða-
mannanna, að rímnakveðskap-
urinn hafi verið þjóðinni mikils
virði á erfiðustu árum hennar.
Að með rímnakveðskapnum
hafi tekist að kveða kjarkinn,
þolinmæðina og þrautseigjuna í
þjóðina, svo hver gat unað vi^
sitt, á hverju sem gekk.
En úr því þjóðinni óx ásmegin
með kveðskapnum, og hann eitt
sinn átti svo sterk ítök í hugum
fólksins, hver veit þá nema þeir
tímar komi, að íslensk þjóð geti
átt eftir að sækja þangað and-
legan þrótt þegar henni ligg-
ur á.
Vetrarfundirnir
— Hvernig hefur starfi fje-
lags ykkar verið háttað þessi
20 ár?
— Fjelagið heldur tvo
Þjóðlegar skemmtanir
og þjóðlagasöfnun
Samlal viS Kjartan Ólafsson
Kjartan Ólafsson múrari.
fundi á mánuði vetrarmánuð-
ina, eða alls 14—15 fundi
á ári. Auk þess efnir fjelagið til
einnar skemtiferðar á surnri Á
hverjum fundi er kosin dag-
skrár-nefnd, til að annast um
undirbúning næsta fundar. —
Nefndin útvegar síðan menn,
annaðhvort til að kveða rímur
eða kveðast á eða lesa upp
kvæði eða alt í senn. Að jafn-
aði koma yfir 50 manns á hvern
fund. — Oft er ánægjulegt að
sjá, hversu áheyrendur á sam-
komum okkar una sjer vel, og
hrífast af kveðskapnum, sem
þar er fluttur. Margt af þessu
fólki, sem til okkar kemur, tek-
ur þessa skemtun framyfir nll-
ar aðrar. Það lifir upp í endur-
minningunni löngu liðnar stund
ir, þegar rímnakveðskapurinn
var það, sem oftast og best lyfti
huganum upp úr daglegu striti
og áhyggjum.
Annars get jeg skift fjelags-
mönnum okkar í þrent. Það eru
hagyrðingarnir, sem hafa mest
að leggja af mörkum frá sjálf-
um sjer og láta fljúga í kviðling
um þegar vel liggur á þeim. En
jeg vil taka það fram, að þó fje-
lagsmenn hafi oft látið kviðbng
ana fjúka hefur þetta aldrei
valdið varanlegum ágrein-
ingi eða leiðindum manna á
milli.
Þá eru það kvæðamennirnir,
sem kveða rímurnar, og kunna
stemmurnar og kvæðalögin. og
eru máttarstólparnir á samkom-
unum. Að síðustu eru svo þeir,
sem eru í fjelaginu einkum sem
hlustendur, sækja ánægju í það,
að hlusta á alt sem fram fer
Björgunarstarfið
—• Þú minnist á kvæðalögin.
Hafa ekki komið fram kvæðalög
í fjelaginu ykkar, sem eru lítt
kunn eða komin hafa verið ná
lægt því að gleymaú?
— Þarna minnist þú einmitt á
eitt af aðalvi ) ''ngsefnum
kvæðamannafjelagsin . í fjelags
lögunum segir svo: „Tilgangur
fjelagsins er, að æfa kveðskap
og safna sem flestum rímna-
lögum og alþýðuvísum fornum
og nýjum."
í— Og hvað hefur áunnist í
söfnuninni ?
— Við höfum fundið um 200
stemmur, sem ekki voru áður
skrásettar eða til á(plötum, svo
að vitað sje. Fjelag okkar hafði
ekki verið lengi starfandi, þeg-
ar það kom á daginn, að til var
urmull af stemmum, á vörum
mahna, sem ekki höfðu komist
með í hið ágæta þjóðlagasafn
sr. Bjarna Þorsteinssonar og
enginn lagasafnari hafði heyrt
fyrri. Enn mætti miklu safna af
þessháttar lögum ef vel væri
leitað.
En okkur finnst íslemkir
hljómlistarmenn eða tónskáld
gefi þessum stemmum ekki eins
mikinn gaum, og útlendir menn,
sem eru að seilast eftir þess-
konar fróðleik hingað til lands.
Gamla fólkinu þykir vænt
um stemmurnar
— Hefur útvarpið ekki fengið
ykkur til að setja þessi gömlu
lög á plötur?
— Nei. Þar er ekkert það jeg
til veit af slíku. En þær ste nm
ur sem við höfum tekið upp,
hafa verið teknar á silfurplötur,
og þær gefnar Þjóðminjasaín-
inu. Þar eiga þær að geymast,
svo framtíðin geti haft gagn að
þeim. Maður veit vitanlega ald-
rei að hvaða gagni slíkar þjóð-
minjar koma. En okkur finnst,
að við höfum þarna innt af
hendi björgunarstarf, sem em-
hver þurfti að taka að sjer. áð-
ur en það reyndist vera um
seinan. Það get jeg sagt þjer. að
mjer er ómögulegt að gera þjer
grein fyrir því til fulls, hve
mikils gamla fólkið metur þessi
lög, segir Kjartan að lokum
Hann sagði þessi orð með svo
miklum innileik, að mjer þótti
sem jeg sæi fyrir mjer sam-
komu kvæðamannafjelagsins,
jþar sem fólk á öllum aldri. og
frá ýmsum landshornum, hlust-
ar hugfangið á þær stemmur og
ljóð, sem hlýjaði hjörtunurn í
baðstofunum dimmu og köldu.
V. St.
Hekla fer í dag
lil Parísar
HEKLA, Loftleiða, fer hjeðan
um hádegi í dag til Parísar, en
þar tekur hún farþega og flyt-
ur þá til Ameríku.
Með flugvjelinni fer Pjetur
Benediktsson sendiherra ís-
lands í París, en hann hefur
sem kunnugt er dvalið hjer 4
um það bil vikutíma. Auk þess
tekur Þórður Albertson erir d-
reki S.Í.F. sjer far með fh;
vjelinni, en hann fer til Spái’-
ar á vegum S.Í.F.
Skrifsfofusfúlka
Ung íslensk stúlka sem
alin er upp í Danmörku
og hefir lokið verslunar-
skólanámi og ennfremur
unnið. 3 s.l. ár á skrifstofu
þar, óskar eftir skrifstofu
starfi sem fyrst. — Allar
hánafi 'upplýsingar í síma
81877.
,11.",, ,,1111.1