Morgunblaðið - 15.09.1949, Side 8
8
MORGIJTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 15. sept. 1949.
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavflc.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánssön (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbófc
Trúin á framtíðina
FRUMSKILYRÐI þess að geta sigrast á erfiðleikum er að
trúa á möguleika sína til þess að geta það.
Þetta hefur ekki öllum íslendingum verið ljóst undanfarin
ár. Einn stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, Framsóknarflokk-
urinn, hefur lagt á það höfuðáherslu um alllangt skeið að
telja landsmönnum trú um að hrun og vandræði væru á
næsta leyti.
Annar stjórnmálaflokkur, kommúnistaflokkurinn, hefur
reynt að villa þjóðinni sýn með því að láta sem allt væri
með felldu og raunverulega væru engin vandkvæði við dyr
hennar. Það, sem aflaga færi væri aðeins því að kenna að
við hefðum vonda ríkisstjórn.
Hvortveggja þessara kenninga er hættuleg. Engin þjóð
getur sigrast á erfiðleikum sínum með því að þylja kvein-
stafi og mikla fyrir sjer erfiðleikana. Kenning Framsóknar-
flokksins hefur þess vegna verið algerlega neikvæð og eins-
kismegandi til þess að tryggja framtíð þjóðarinnar. Afstaða
kommúnista hefur einnig verið neikvæð. Tilgangur þeirra
hefur verið að koma í veg fyrir að landsmenn litu raunsætt
á hag sinn og snerust gegn erfiðleikunum af skilningi á eðli
þeirra. Þessi afstaða kommúnista er eðlileg og miðuð við
þá baráttuaðferð þeirra að skapa upplausn og vandræði til
þess að vinna stefnu sinni fylgi.
★
Viðhorf Sjálfstæðisflokksins hefur verið gjörólíkt við-
horfum Framsóknar og kommúnista. Hann hefur hvorki
hvatt íslendinga til kolsvartrar bölsýni nje einskærrar bjart-
sýni.
Sjálfstæðismenn hafa sagt þetta:
íslenska þjóðin hefur í dag betri aðstöðu en nokkru sinni
lyrr til þess að lifa frjálsu menningarlífi í landi sínu. Hún
á betri atvinnutæki til lands og sjávar en nokkru sinni fyrr.
Þrátt fyrir þessa staðreynd er framtíð hennar nokkur hætta
búin ef hún ekki gengur hægt um gleðinnar dyr og gáir að
sjer. Það er ekki nóg að hafa eignast góð tæki og mikilvirk.
Við þurfum jafnframt að tryggja rekstur þeirra. Á þetta
hefur Sjálfstæðisflokkurinn jafnan lagt höfuðáherslu.
★
Kommúnistar þykjast unna nýsköpun atvinnulífsins vegna
þess að þeir tóku þátt í henni undir forystu Ólafs Thors. En
þeir sviku hana í miðjum klíðum. Síðan hafa þeir unnið
gegn henni af öllum mætti.
I dag er hvorki tími til þess að aðhyllast bölsýni Tímaklík-
unnar nje yfirborðsstefnu kommúnista. Leið Islendinga til
þess að tryggja framtíð sína er að líta raunsæjum augum á
ástand athafnalífs síns. Ef þeir gera það kemur þetta í Ijós:
Hinum glæsilegu framleiðslutækjum er hætta búin af
dýrtíð og verðbólgu. Framleiðslan er ekki lengur samkeppn-
isfær á erlendum mörkuðum. Þess vegna verður ríkissjóður
að borga stórfje í uppbætur á útflutningsafurðir og þyngja
stöðugt álögurnar á borgarana til þess að geta risið undir
þessum álögum. Þetta eru megindrættirnir í þeirri mynd,
sem við blasir.
★
Þessi mynd getur þýtt hrun, en húnþarf ekki að gera það.
Hún getur þýtt hrun og vandræði, ef þjóðin fæst ekki til að
átta sig á nauðsyn þess að aka seglum eftir vindi, miða eyðslu
sína og lífskjör við aflamöguleika sína.
Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn þráfaldlega bent. —
Hann kemur ekki til þjóðarinnar og krefst stórkostlegrar
skerðingar lífskjara hennar. Hann beiðist þess eins að hún
stilli kröfum sínum í hóf þannig að hún ekki leiði yfir sig
böl og ógæfu atvinnuleysis og vandræða.
Við íslendingar getum horft vongóðir gegn framtíðinni.
Við þurfum ekkert hrun að óttast — ef við áttum okkur á
raunveruleikanum sjálfum. Við þurfum aðeins að hverfa tíl
aukinnar hófsemi, ekki aftur til þröngra lífskjara og frum-
stæðra atvinnuhátta.
Þetta er allt og sumt.
Sjálfstæðisflokkurinn treystir því að þjóðin sameinist um
eð treysta framtíð sína og láti bölsýnisvæl Framsóknar og
hafgúusöng kommúnista sem vind um eyrun þjóta.
\Jíl?uerjí áhrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Kveðjur.
HJER ÁÐUR fyr söfnuðust
Reykvíkingar saman við höfn-
ina þegar millilandaskipin voru
að koma eða fara. Þá var stund-
um sóðalegt á hafnarbakkan-
um, áður en hann var malbik-
aður, en bæjarbúar óðu held-
ur aurinn upp í ökla, en að
neita sjer um þessa saklausu
skemtun.
Þá fyltust skipin af aðkomu-
fólki, svo ekki var rúm fyrir
skipverja eða farþega.
Nú er þetta að nokkru brevtt.
Menn þyrpast út á ílugvöll til
að kveðja og taka á móti far-
þegum.
Skamt öfganna á milli.
FYRIRKOMULAGIÐ við skip-
in í gamla daga var óþolandi
og mjög undan þvi kvartað. En
nú er svo komið, að ástandið
er síst betra á flugvöllunum.
Því nú er farþegum stíað sam-
an um leið og þeir koma á völl-
inn og þótt það líði 2—3 klukku
tímar, áður en flugvjelin fer,
geta þeir, sem koma til að
kveðja, ekki haft samband við
kunningja sína, en verða að
híma undir vegg allan tímann
til að geta veifað þegar vjel-
arnar fara.
Það má nú segja, að skamt
sje öfganna á milli.
•
Ekki viðunandi.
OG í EINU orði sagt, far-
þegaafgreiðslan á flugvellinum
í Reykjavík er ekki viðunandi.
Á sunnudaginn var fór flug-
vjel til útlanda fullhlaðinn far-
þegum. Þeir áttu að mæta kl. 7
og er ekkert við því að segja,
þótt vjelin ætti ekki að fara
fyr en kl. 8, því margskonar
undirbúningur tekur sinn tíma.
Skömmu fyrir 8 var búið að
afgreiða alla farþega, en þá
kom það fyrir, sem ekki er
hægt að gera við, að vjelin fór
ekki fyrr en kl. 9.
Farþegarnir voru stíaðir í
loftillri holu, en þeir, sem voru
að kveðja hímdu úti undir vegg
í morgunnnepjunni.
•
Omurleg vinnuskilyrði.
MENN GÆTU nú haldið, að
eftir að búið er að skoða í ferða-
töskur farþega og gangá frá
vegabrjefum þeirra, mætti
sleppa þeim meðal annara
manna, ef bið verður á því að
flugvjelarnar leggi af stað.
Varla ætti að þurfa að ctt-
ast, að farþegar frá íslandi fari
að reyna að smygla einhverj-
um ósköpum. — Hvað ætti það
svo sem að vera?
Og svo eru það hin erfiðu
vinnuskilyrði, sem tollverðir og
afgreiðslufólk flugfjelaganna á
við að búa.
•
Smalar eða tollverðir.
ÞEGAR FLUGVJEL kemur
erlendis frá á Reykjavikurflug-
völl stendur röð af tollvörðum
til að stugga mönnum frá fsr-
þegunum.
Það ætti að vera ærið verk
fyrir tollverðina að tollskoða
farangur, þótt þeir þurfi ekki
að gegna smalastörfum um
leið. — Mjer er líka kunnugt
um, að þessum embættismönn-
um leiðist þetta starf, sem alls
ekki ætti að þurfa að vera í
þeirra verkahring, ef svo væri
gengið frá farþegaafgreiðslum,
þarna, sem annarsstaðar er
gert.
Hlutverk vallar-
stjórnar.
OG ÞAÐ er svo sem ekki
upptalið allt enn. Flugfjelögin
eru sjálf látin byggja farþega-
afgreiðslur fyrir ærið fje og
fyrirhöfn, — hvort í sínu lagi
á vellinum.
Auðvitað er, að það er hlut-
verk vallarstjórnarinnar, að
hafa afgreiðslur í lagi og ein
ætti að duga á ekki stærri flug-
velli og með ekki meiri um-
ferð en er um Reykjavíkurvöll-
inn.
Flugfjelögin ættu ekki að
taka þetta í mál, heldur krefj-
ast mannsæmandi vinnuskil-
yrða.
Gera má ráð fyrir, að mesta
flugumferðin sje búin í sumar,
en það má ekki láta þessa
skömm viðgangast annað sum-
arið til.
•
í Fossvogskapellu.
SMÁTT OG SMÁTT eru jarð
arfarahalarófurnar að hverfa
af götum bæjarins. Er það fyrst
og fremst að þakka útfararfyr-
irkomulaginu, sem haft er í
Fossvogskapellunni.
Þar fer allt smekklega fram
og látlaust. Þeir, sem kynnast
hinum nýja útfarasið sjá, að
hann er miklu betri, en sá gamli
og fleiri og fleiri kjósa hann.
•
Einföld og smekkleg
atliöfn.
ÚTFÖR frá Fossvogskapell-
unni er alveg jafn hátíðleg og
virðuleg og útför úr heimahús-
um og kirkju, eins og áður
tíðkaðist og enn kemur fyrir.
Að innan er kapellan öll hin
smekklegasta og öll útfararat-
höfnin fer fram í þessum virðu-
lega sal, ef menn óska. hvort
sem um jarðsetningu eða bál-
för er að ræða.
Það er enginn troðningur í
heimahúsum eða halarófur í
misjöfnum veðrum á götunum,
með bílaorgi og tilheyrandi há-
aða. Engin lungnabólguhætta
við gröfina.
Útfarasiðir Fossvogskapell-
unnar verða ofan á í framííð-
inni. Á því er enginn vafi.
...........................MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM..............................................IIMIIII.I....
MEÐAL ANNARA ORÐA ..... |
imiimmimimimimmmmmiimmiiimmiiimmiimmimmimiiimimiimiimiiiimmimiiiimmimimiiiiiimmimiimmiiiiiiimmiimiiii£
Um tvennt að velja; einn heim eða engan
Eftir Charles Croot,
frjettaritara Reuters.
KAUPMANNAHÖFN: — Sam-
kvæmt yfirlýsingu, sem sextán
þekktir heimspekingar og
stjórnmálamenn hafa birt, hef-
ir mannkynið nú aðeins um
tvennt að velja: einn óskiftan
heim til að lifa í eða als engan.
Meðal þeirra manna, sem _ita
undir yfirlýsinguna, eru Albert
Einstein, John Steinbeck, Be-
veridge lávarður, Boyd Orr lá-
varður og Thomas Mann.
í yfirlýsingu þeirra, sem gef-
in var út í bæklingi í sambandi
við atómsýningu þá, sem nú er
haldin í Kaupmannahöfn, segir
meðal annars:
• •
EINSKIS NÝT
TOGSTREITA
,,VIÐ erum þeirrar skoðunar,
að sú hætta vofi yfir, að mann-
kynið tortími sjálfu sjer. Þegar
tekið er tillit til þeirra eyði-
leggingaraðferða, sem mann-
kynið nú ræður yfir, er öll tog-
streita um stjórnmál, kyn-
þætti og trúarstefnur einskis
virði“.
í formála, sem Niels Borh
prófessor, hinn heimsþekkti,
danski atomfræðingur, skrifar
að bæklingnum, lýsir hann yf-
ir. að „gegn hinum nýju evði-
leggingaröflum finnst engin
vörn“.
ÞRJÁR LEIÐIR
MENNINGIN, segir hann, horf
ist nú að líkindum í augu við
stærstu hættuna, sem nokkru
sinni hefir ógnað henni. Fram-
tíð mannkynsins er komin und-
ir getu mannanna til að taka
höndum saman gegn hinni sam-
eiginlegu hættu.
í bæklingnum segir Einstein,
að Vesturveldin eigi um þrent
að velja:
1) Varnarstríð gegn „austr-
inu“, meðan Ameríka ræður
enn ein yfir atomsprengjunni.
2) Skiftingu heimsins í tvær
vopnaðar herbúðir.
3) Alheimsstjórn.
• •
EINA LAUSNIN
VARNARSTRÍÐ, fullyrðir Ein
stein, myndi þýða það, að Rúss
ar leggðu þegar í stað undir sig
Evrópu, alt að ströndum At-
lantshafsins. Þetta mundi aftur
leiða af sjer miklar atom-
sprengjuárásir á Evrópu, til
þess að hrekja þá frá hernumdu
svæðunum.
í lok slíkrar styrjaldar mundi
mikill meirihluti Evrópubúa
vera fallinn í valinn, en álfan
sfálf í rústum.
Einstein heldur því á hinn
bóginn fram, að það hafi ætíð
leitt. til styrjalda, þegar þjóðirn
ar hafi keppst um að vopnast
og lifað í tveimúr andvígum
herbúðum. Þriðja leiðin — al-
heimsstjórn — sje því eina
lausnin, sem borið geti nokk-
urn jákvæðan árangur.
• •
ER ÞAÐ ÓHJÁ-
KVÆMILEGT?
OG HANN er ekki þeirrar skoð
unar, að það sje vonlaust verk
að reyna að stofna til alheims-
stjórnar.
„Við erum allir borgarar í
i einum heimi og munum hreppa
sömu örlög“, segir hann. „Er
það þá óhjákvæmilegt, að erfða
venjur okkar og skaplyndi eigi
að leiða af sjer algera tortím-
ingu?
Pandit Nehru, sem einnig j-it
ar í bæklinginn, segir:
..Það er ekkert efamál, að
alheimsstjórn verður að koma
og mun koma. Hjer er um að
ræða einu lækninguna á hinni
’ pólitísku sýki. sem heimurinn
á við að stríða“.
• •
OG ENN
BEVERIDGE lávarður skrifar:
„Það veiður engan veginn
auðvelt að mynda alheimsstjórn
en án slíkrar stjórnar getur ekk
ert okkar vænst öryggis og frið
samlees lífs“.
Boyd Orr lávarður, forseti
samtakanna, sem kalla sig
„Einn heímúr“, ségir:
. Skugpi þriðja harmleiksins
hefir nú þegar fallið á okkur.
i Frh. á bls. 12