Morgunblaðið - 27.09.1949, Blaðsíða 5
• Priðjudagur 27. sept. 1949,
MORGVISBLA^IÐ
ð FRÁSÖGUR færaimdi
Er borðinu lofað? — Gulu strikin og bil-
stiórarnir — Siglfirðingarnir vísa leiðina
Alt er best í hófi
í ÞÝDDRI GREIN, sem birt-
:ist hjer í blaðinu í síðastliðinni
viku, var frá því skýrt, að
stjórnarvöldin í Kanada
hefðu fyrir skömmu tekið upp
á því, að tölusetja eskimóana
í norðurhjeruðum landsins,
með þeim árangri meðal ann-
ars, að nú þyki enginn maður
.með mönnum, á þeim slóð-
um, nema hann beri númer
sitt haglega saumað á brjóst-
inu. Þetta er orðin tíska með-
al eskimóanna norður þar, og
tískan lætur ekki að sjer hæða
á því herrans ári 1949. Hitt
er svo annað mál, að tískan
hæðist þráfaldlega að þeim
áhangendum sínum, sem hvað
minst eru gefnir fyrir að vega
og meta, eins og sjá má hjer
á veturna, þegar meyjarnar
sem mest og verst hanga í tísk
unni, ösla kálfadjúpan snjó-
inn í „ekta nælon“ og skóm,
sem opnir eiu í bak og fyrir.
ÞAU ERU ORÐIN mörg árin,
síðan það komst í tísku hjer í
höfuðborginni, að menn gætu
„tekið frá“ borð á veitinga-
húsum og trygt sjer á þann
hátt sæmilegan aðbúnað til
þeirra framkvæmda, sem sum
ir kalla skemtanir og aðrir
„yfirfull húsakynni“. — Þetta
mun hafa verið mikil nýung
á síi um tíma, og þar á ofan
erlend nýung, svo það er síst
að furða, þótt Reykvíkingar
yrðu á skömmum tíma með
snjallari „borðapönturum“
vera ldarinnar.
En allar nýungar eldast með
árurium, og nú mun þessi
sjálísagða ,,nýung“ ekki þykja
neitt sjerstakt fyrirbrigði,
heldur rjett og sljett venja,
sem menn ættu að geta litið
með velþóknun á og notið
góðs af misjafnlega oft á ári.
ÞÖ VIRÐIST ÞETTA hafa
farið framhjá forráðamönn-
unum á stærsta veitingahúsi
landsins. Það er því undar-
legra, sem hjer er um góða
og duglega veitingamenn að
ræða. En þeir eru að því leyti
eins og eskimóarnir, að ný-
ungin sem barst utan úr lönd
um og þó er alls engin ný-
ung þessa dagana, hefur ger-
samlega heillað þá, svo ger-
samlega, sannast að segja, að
jþeir láta ekkert tækifæri ó-
notað til að slá því föstu, að
þeir viti að minsta kosti hvað
tískuklukkan slær.
Þeir gestir, sem augun höfðu
með sjer og komu á umrætt
veiíingahús milli kl. þrjú og
fjögur síðastliðinn sunnudag,
hefðu auðveldlega getað sjeð
þetta í framkvæmd.
ÞARNA VAR raunalega
fátt kaffigesta þennan dag,
eða lengi vel varla meir en
um tuttugu hræður. Gestirnir
sátu á víð og dreif í aðalsaln-
um og sötruðu í sig kaffið, en
á milli þeirra var fjöldi óset-
ínna borða og á milli borð-
anna svartklæddir og hjálp-
fúsir þjónar.
Þó hefði enginn ók'mnugur
getað haldið, að katfistundin
i þessu veitingahúsi ætlaði að
verða heldur tómlegt fyrir-
iæki. Ófróður utanbæjarmað-
ur hefði jafnvel getað búist
við húsfylli á hverri stundu,
því á nær öllum ósetnu borð-
unum stóðu haglega gerðir,
hvítir brjefmiðar, þar sem
boðað var, að borðin með mið-
unum á væru „frátekin", ætl-
uð alt öðrum og virðulegri
gestum en þeim, sem fyrir
voru á staðnum.
EF HJER VÆRI UM eins-
dæmi að ræða, gæti það vissu
lega ekki talist í frásógur fær
andi. En sannleikurinn er sá,
að stjórnendur veitingahúss-
ins virðast haldnir einhvers-
konar „pöntunarmiðamani11,
sem kunnugir segja að hafi
verið að ágerast síðustu mán-
uðina.
Þetta er leiðinlegur sjúkdóm-
ur og mönnum er varla lá-
andi, þótt þeim sje illa við
hann. Sá grunur hvílir á þess-
ari stofnun, að sum fráteknu
borðin, sem blasa við gest-
unum, sjeu meira að segja
engum lofuð nema stofnun-
inni sjálfri, og ekki veikir það
þennan grun, að þolinmóð-
ustu og dugbestu gestirnir, er
koma að öllum , lofuðu“ borð-
unum, hreppa stundum eitt
þeirra, eftir langvinna bar-
áttu að vísu og æði tvísýna.
Það er ekki að furða, þótt
þessum sömu gestum þyki
„pöntunarmiðamanian“ held-
ur leiðinleg, þegar þeir svo
klófesta miðann, sem var á
borðinu þeirra, og lesa á hon-
um nafn einhvers sæmdar-
manns, sem þeir vita, að er
staddur austur á landi.
Því verður ekki neitað, að allt
er best í hófi.
Gagnráðstöfun
í BRJEFI, SEM VÍKVERJI
birti fyrir skömmu, er vikið
að því, hversu litla virðingu
bílstjórar bæjarins bera fyr-
ir gulu strikunum. sem
merkja gangbrautirnar á aðal
umferðarhornunum. Þetta var
þörf ábending og orð í tíma
talað.
Einn ágætur borgari hefur í
þessu sambandi skotið því að
undirrituðum, að gangandi
fólk þurfi að grípa til ein-
hverra ,,krassandi“ gagnráð-
staíana, til þess að venja bíl-
stjórana af ósómanum. Sjálf-
ur kvaðst hann hafi verið að
því kominn í síðastliðinni
viku, að snúa sjer að lögreglu
þjóni, sem stóð við eina gang-
brautina, og biðja hann í
mestu vinsemd, að útvega sjer
stiga til að príla yfir bílinn,
sem stóð næstur þeim og auð-
vitað þvert yfir gulu umferð-
arstrikin.
Hann hætti þó við þetta, enda
var lögregluþjónninn önnum
kafinn við að líta eftir um-
ferðinni.
SVO VILL TIL, að undirrit-
aður veit um eitt ,,krassandi“
ráð, sem einbeittur náungi í
Bandaríkjunum beitti við brot
legan bílstjóra. Frá þessu var
sagt í „Reader’s Digest“, fyrir
allmörgum mánuðum og nú
kann að vera tímabært að
endursegja það.
Vel klæddur og virðulegur
eldri maður kom að götu-
horni, þar sem greinilega
merkt gangbraut lá þvert yfir
götuna og að gangstjettinni
andspænis honum. — Þessi
gangbraut var þó harla lítils
virði þá stundiná, því einka-
bílstjóri hafði stöðvað farar-
tæki sitt á henni miðri (að
hætti bílstjóra hjer í Reykja-
vík).
Leikflokkurlnn 6 í feíh
„CAÍMDIDA66
Sjénieikur efiir Bernard Shaw
Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson
LEIKFLOKKURINN 6 í bíl
sýnir um þessar mundir hjer í
Iðnó sjónleikinn Candiíla eftir
Bernard Shaw. Hefur flokkur-
inn, sem kunnugt er, sýnt leik
þennan í sumar víðsvegar um
landið og hvarvetna hlotið ágæt
ustu viðtökur. Var þess og að
vænta, því að enda þótt flokk-
urinn sje fámennur, er hann
opnaði bakdyr hans, steig inn, I skipaður ágætum leikendum,
opnaði hinar bakdyrnar, gekk ;sem getið hafa sjer hinn besta
út um þær og hjelt svo áfram orðstýr fyrir leik sinn hjer í
göngu sinni yfir götuna (og | höfuðstaðnum Ber að þakka
gangbrautina) eins og ekkert ^þessum ungu og áhugasömu
EN VEL KLÆDDI og virðu-
legi maðurinn hikaði hvergi.
Hann gekk beint að bílnum, |
hefði í skorist. Eftir sat bíl-
stjórinn með bakdyrnar á
bílnum sínum upp á gátt og ,
glottandi menn á báða bóga.
Það fylgdi ekki sögunni, hvort í
farþegar hefðu verið í bak- 1 einn
sætinu hjá hinum óhamingju-
sama bifreiðarstjóra, en harla
er það ólíklegt, að gamli mað-
urinn hefði farið að hafa á-
hyggjur af því.
listamönnum að þeir hafa gefið
úti í landsbygðinni kost
á að sjá, í góðri meðferð ágætis
i leikrit eins og Candida, eftir
af fremstu snillingum í
s/
Hressandi blær
í ÚTVARPINU um síðastliðna
helgi var auglýst eftir síldar-
stúlkum til vinnu hjer í
Reykjavík. Ætla má, að all- j
margar hafi gefið sig fram,1
því flestar eru þær farnar að
norðan, eins og frjettirnar
hafa að undanförnu borið með
sjer.
Á Siglufirði olli brottför
stúlknanna raunar vandræð-
um, þegar skipin, sem enn elta
vonina fyrir Norðurlandi,
komu inn hvert á fætur öðru
með góðan afla.
En Siglfirðingar dóu ekki ráða
lausir og gripu til úrræða,
sem koma eins og hressandi
blær í því lognmollulega and
rúmslofti, sem nú einkennir
athafnir okkar. Siglfirðingar,
segir í frjettum að norðan,
ljetu síldina ganga fyrir: Þeir
lokuðu sumum búðunum og
þeir smöluðu saman skóla-
krökkunum og þeir söltuðu
síldina sjálfir, „maður og
mús“, í nokkra daga.
Þegar síðast frjettist, voru
Siglfirðingar búnir að sigra
síldina og sýna það, að þegar
viljinn er fyrir hendi og fólk-
ið er duglegt og kappmikið,
verður deyfðin alltaf og und-
antekningarlaust að láta í
minni pokann.
G. J. Á.
Stúlka
óskast
SÆBJORG,
Laugaveg 27.
SjémeMi i
vjelamann, matsvein og 1
háseta, vant.ar á rekneta- :
bát. Uppl. í Fiskhöllinni, •
sími 1240.
Jón Sigurbjörnsson
og Þorgrímur Einarsson.
leikritagerð. Er það von mín og
trú að þessar umferðasýningar
þeirra fjelaga, sjeu upphaf
merkilegrar menningarstarf-
semi, sem eigi eftir að glæða
stórkostlega alt leiklistarlíf á
landinu.
Bernard Shaw samdi Candida
árið 1894 (sama ár og hann
samdi Kappar og vopn, sem
Menntaskólanemendur sýndu
hjer fyrir nokkrum árum). Las
hann leikritið fyrir ýmsum vin-
um sinum, þeirra á meðal
mikilhæfustu leikurum Eng-
lendinga, og luku þeir allir á
það miklu lofsorði, enda komst
einn breskur leikandi svo að
orði um leikritið, að með því
hefði Shaw fyrst lagt fram aug-
ljósan og verulegan skerf til
leikmenntarinnar almennt. Er
það og mála sannast að leikrit-
ið er þrungið mikilli alvöru og
vægðarlausri ádeilu þó að á
því sje oft ljettur og stundum
skoplegur blær.
Eins og hjer, var Candida
fyrst sýnd í Englandi utan höf-
uðborgarinnar. Var það árið
1897 og aftur 1898 En í London
var það fyrst sýnt árið 1900.
Vakti það hvarvetna mikinn
fögnuð áhorfenda og var ekki
laust við þá, eins og reyndar
jafnan síðar að margur harð-
jaxlinn flúpnaði við lokr.atrið-
leikur er með ágætum og hraði
leiksins góður og eðlilegur. —
Gunnar fer einnig með aðalhlut
verk leiksins Eugene March-
banks, skáld. Er það hlutverk
vandasamt mjög, gerir miklar
kröfur til leikandans, en veitir
honum einnig mörg tækifæri til
stórra listrænna átaka. Shaw
var mjög annt um þetta hlut-
verk og taldi vandfundinn fcann
leikara, er gæti gert því full
skil. Hann fann þó að lokum
hinn rjetta mann, þar sem var
Granville-Barker. Var það
fyrsta hlutverk hans i leikriti
eftir Shaw, en síðan urðu þau
æði mörg. — Leikur Gunnars í
þessu hlutverki er sterkur og
áhrifarikur og sýnir að hann
býr yfir miklum geðbrigðum og
er gæddur skapandi leikgáfu í
rikum mæli. Hrevfingar hans á
leiksviðinu eru nú, sem áour
(í Galdra-Lofti), með öðrum
hætti en við eigum að venjast
hjer á leiksviði, óvenju mjúk-
ar en þó hraðar, næri því
„stiliseraðar“, en þó viðfeldn-
ar. En raddblær hans er stund-
um nokkuð hrjúfur og þyríti
hann nauðsynlega að reyna að
bæta úr þeim ágalla.
Jón Sigurbjörnsson leil.ur
sjera Jakob Morell og leysir hað
hlutverk ágætlega af hendi Hef
ur hann sýnt það áður en sýn-
ir það enn betur nú, að hann
er mikilhæfur leikari Hann
bregður upp myndum af persón
um sínum með fáum en sterk-
um dráttum svo að þær verða
við það áhrifameiri en ella cg
hann er jafnan sjálfum sjer sam
kvæmur. Virðist mjer þessi
leiktækni Jóns, ef svo mætti
segja, benda til þess, að hann
gæti orðið mjög góður Ibsen-
leikari.
Ungfrú Hildur Kalman fer
með hlutverk Candida eigin-
konu sjera Morells. Er það
veigamikið og vandasamt hlut-
verk, enda titithlutverkið.
Shaw sagði eitt sinn um Cand-
ida að hún væri „the Virgin
Mother and nobody else“. En
Shaw er viðsjárverður og ekki
altaf heppilegt að taka orð
hans of hátíðlega. Víst er um
það, að svo „forkláruð“ var
Candida ekki í höndum ung-
frú Kalman og tel jeg það síst
til lýta. En hún var eðlileg og
látlaus, hógvær og „hjarta-
hrein“ eins og sjera Morell seg-
ir um hana. En ekki get jeg
varist þeirri hugsun að henni
þyki ekki eins leitt og hún læt-
ur á milli þessara tveggja
manna. — Og höfum við ekki
einmitt þar skálkinn Bernard
Shaw?
Proserpina Garnett, vjelrit-
unarstúlka sjera Morells leikur
ungfrú Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir, vel eg skemmtilega. Er
| hún vissulega tnjög liðtæk leik-
! kona, sem vænta má mikils af
in í sfðasta bætti.
Gunnar Eyjólfsson hefur sett er stun í ::.
leikinn á svið og annast leik— j Þorgríimir Einarsson leikur
stjórnina. Hefur hann leyst sjera Alexander Mills, aðstoð-
þau störf af hendi með mestu! arprest sjera Morells. Fer hann
prýði, því heildarblær og sam-! Frh. á bls 12.