Morgunblaðið - 21.10.1949, Síða 10

Morgunblaðið - 21.10.1949, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. október 1949. J ? V * iJtvarpsræða Bjarna Benediktssonar Framh. af bls. 9. án gengisfellingar, og ef sam- komulag er hægt að fá um að gera það án hennar, þá er það fyrir ýmsra hluta sakir æski- legast. Hinsvegar tjáir ekki það eitt að hrópa úlfur úlfur, geng- isfelling, gengisfelling. Slík hróp leiða til þess eins, að ekk- ert er að gert, þangað til at- vinnulífið stöðvast og atvinnu- leysi og örbirgð taka við. Hvar á að finna nýja skatta um næstu áramót? Hvernig á þá að borga hækkandi styrki til atvinnuveganna, svo að þeir lamist ekki með öllu? En auðvitað er það ekkert /narkmið að keppa að gengis- lækkun. Markmiðið hlýtur að vera hitt að forðast atvinnu- leysi og tryggja hag almenn- ings. Af þeim ástæðum varð ríkis- stjórnin öll sammála um það, nú fyrir skömmu, að lækka gengi íslensku krónunnar um 30í ; miðað við gull og dollar. Þckísí ráðstöfun var ekki gerð, vegna þess að menn vildu laakka gengi krónunnar eða vildu fylgja sterlingspundinu, heldur af því, að þeir vildu forðast stöðvun útvegsins og annara atvinnuvega, forðast at- vinnuleysi, og forðast almenna upplausn. Þessi staðreynd sýnir, hversu fráleitt er að vera með yfir- lýsingar í þessum efnum um óórðna hluti, sem enginn veit hvort og hvernig ber að hönd- um. Þegar styrkjaleiðin verður orðin ófær, og hún verður það bráðlega, sje hún eigi nú þeg- ar„ orðin það, verða menn nauðugir viljugir að leita nýrra ráða, ef atvinnulífið á ekki að stöðvast. Hrunspá kommúnista Hitt verður að játa, að þrátt fyrir allt, hafa styrkirnir ein- mitt að undanförnu komið í vég fyrir að svo færi, af því að þeir voru eina vörnin, sem menn gátu komið sjer saman um. að kommúnistar sáu fram á þessa örðugleika, sem þeir ruku úr ríkisstjórninni um áramót- in 1946 og 1947. Þeir vildu geta þakkað sjer velsældartímann, sem var á meðan verið var að eyða erlendu inneignunum en vildu ekki standa undir erfið- leikunum, sem hlutu að koma um sinn þar á eftir. Kommúnistar ánægðir yfir óhöppum Þessir örðugleikar hafa síðan magnast við stöðugan aflabrest á sumarsíldveiðunum og nú á þessu síðasta ári við það, að Hvalfjarðarsíldin brást, eftir að búið var að verja stórfje til að vera reiðubúinn til að hagnýta hana betur en áður. Þótt ótrúlegt sje, leynir sjer ekki, að kommúnistar hafa beinlínis gottað sjer yfir þess- um óhöppum og telja þau vatn á sína myllu, svo sem mikið er til í, því að öll vandræði skapa betri jarðveg fyrir óheillastefnu kommúnismans. En þó að sitthvað megi að nú- verandi stjórnarsamstarfi finna hefur þrátt fvrir allt tekist að koma í veg fyrir, að þessar ó- farnaðarspár kommúnista rætt- ust. Væri þó synd að segja, að kommúnistar hefðu legið á liði sínu við að fylgja þeim eftir. Hitt er annað mál, hvort rjettu aðferðinni hefur verið beitt til að ná því marki að forðast at- vinnuleysi og trvggja sem best lífskjör alþjóðar. Það er um- deilanlegt. En um hitt geta menn naumast deilt, að ef nú- verandi aðferð dugar ekki ,leng- ur, t. d. einfaldlega af því að menn treysta sjer ekki til að leggja á þyngri skatta. en þeir þegar hafa gert, þá tjáir ekki að láta hendur falla í skaut, heldur verður að ná markinu, fullri atvinnu og velmegun al- mennings, eftir öðrum leiðum. Nú kynnu sumir að spyrja, hvernig standi á því, að jeg sem hefi verið í ríkisstjórn á þessu tímabili, skuli ekki vera sann- færður um. að sú leið sem far- Þegar núverandi ríkisstjórn in hefur verið og ríkisstjórnin var mynduð fyrir tæpum 3 ár- ! óneitanlega ber ábyrgð á, sje um, spáðu kommúnistar því, að atvinnuleysi tæki þá þegar við. Þennan spádóm hafa þeir æ ofan í æ endurtekið síðan. Eng- inn skyldi halda, að kommún- istar hafi þá og síðan ekki trú- að á þennan spádóm. Þeir hafa þvert á móti verið innilega sannfærðir um, að hann mundi rætast. Til þess liggja ýmsar ástæð- ur: Sannfæring rjetttrúaðra kommúnista um heim allanj sem þeim hefur verið send aust an frá Moskvu, um, að kreppa væri yfirvofandi í auðvalds- löndunum, sem þeir svo kalla, þ. á. m. íslandi. Öryggi íslensku kommúnista- flokksdeildarinnar um, að hjer á landi hlytu að verða sjerstak- ; lega örðugir tímar frá bví búi‘5 i og Framsóknarflokkurinn ger- væri að eyða erlendu innstæ '- ; . amlega klofnir. hin besta. Enginn samfelldur meirihluti Svarið við þessu er ofur ein- falt. Aðalgalli stjórnmálalífsins á íslandi nú, galli, sem hefur einnig mikil áhrif á fjárhags- og atvinnulíftð, er, að enginn samfelldur meiri hluti er á Al- þingi Islendinga. A Alþingi eru fjórir flokkar. Einn þeirra hefur að vísu sagt sig úr leik. En enginn hinna hefur meM hluta og samlynd- ið milli þeirra er vægilega orð- að m'-iafnlega gott. Og ekki er nóg með það, að samlyndið á milli flokkanna sje harla bágborið, heldur er einni viíað, að í flestum meiri háttar um eru Alþýðuflokkurinn unum, sem söfnuðust á stríes- árunum og þangað til öll ný- sköpunartækin væru kor.iin í notkun. Fyrirsjáanlegt var, að þessi tími yrði frá árinu 1947 fram á árið 1949. Það er ein- mitt meðal annars vegna þess, Klofningurinn í Alþýðu- flokknum skiptir raunar minna máli. Þar eru aðeins minnihátt- ar þingmenn tveir, sem tekið hafa sig ut ur flokksheildinni og reyna að gera henni allan þann miska, er þeir mega. Klofningurinn í Framsókn Um Framsóknarflokkinn horf ir þetta við á annan veg. Þar er sjálfur formaður flokksins ásamt einum eða tveimur þing- mönnum, og aðalmálgagni flokksins, í andstöðu við meiri hluta þingflokks og miðstjórn- ar í nsér öllum málum, er veru- lega þýðingu hafa. Framsóknarflokkurinn hefur verið klofinn í öllum eða nær öllum utanríkismálum, sem nokkru skipta, hin síðari ár. í því sambandi nægir að minna á afstöðuna til þátttöku í Bandalagi Sameinuðu bjóðanna samninginn um Keflavíkurflug völl og brottfall herverndar- sáttmálans frá 1941, þátttöku í Efnahagssamvinnunni, sem kennd er við Marshall og síð- ast en ekki síst þátttökuna 1 Atlantshafsbandalaginu Þessi ágreiningur hefur ver- ið mest áberandi um utanríkis- málin en engan vegin takmark- ast við þau, sem sjest á því, að formaður flokksins hefur ver ið á móti núverandi stjórn frá því, að hún var myr.duð, og lagt alla þá steina í götu henn- ar, er hann gat í náð. Ósjálfstæði kommúnista Af andstöðuflokkum Sjálf- stæðismanna er kommúnista- flokkurinn hinn eini, sem á ytra borði hefur verið nokk- urn veginn óklofinn á Alþingi. Mátti þó sjá þess merki á síð- asta þingi. að Hermann Guð- mundsson úi Hafnarfirði var að fjarlægjast flokksfjelaga sína, enda er hann nú ekki í kjöri. Hefði þó mátt ætla, að kommúnistaflokkurinn væri sá, er síst kæmist hjá klofningi, því að kommúnistar um heim allan deila nú um afstöðuna til Titos, sem sje þess hvort sjálfstæð kommúnistaríki eigi rjett á sjer og geti staðist eða, hvort allir eigi í blindni að lúta einræðisherrunum í Moskva Svo er að sjá sem ráða menn kommúnista hjer á landi fylgi allir ósk'ptir Moskva- lín- unni. Mun það síst verða til að auka þeim vinsældir með þjóð- inni. Alþingi alt að því óstarfhæft Þessi ágreiningur milli flokka og klofningur innan flokka ger- ir Alþingi óneitanlega mjög seinvirkt og á köflum nærri ó- starfhæft. Það ástand er þeim mun hættulegra sem afskipti ríkisins af málefnum borgar- anna eru meiri nú en áður. Sök sjer væri, þótt ríkið vildi hafa forsjá allra manna og mála, ef það gæti -komist að skjótum og skýrum niðurstöð- um um það, hvernig málum skyldi til lykta ráðið eða úr þeim leyst. En allir vita, að fjarri fer að svo sje. Langvar- andi samninga innan flokka og milli flokka þarf um úrlausn flestra mála. Þegar hún loks- ins er fundin, er enginn ánægð- ur, vegna þess að allir hafa þurft að slá af því sem þeir töldu rjett vera í því skyni að ná samkomulagi. Ýmsir ásaka Sjálfstæðis- menn fyrir það, að þeir hafi \8 m m ■ #,j gengið of langt í þessum efn- um og slegið meira en góðu hófi gegnir af stefnu sinni, til að ná samkc.mulagi við aðra. Meðan enginn einn flokkur hef- ur meiri hluta með þjóðinni eða á Alþingi, hlýtur svo að fara, að allir flokkar verði nokkuð að slá af. Aðalskylda stjórnmála flokkanna er sú að sjá land- inu fyrir löglegri stjórn. Það er Þjóðviljinn einn, sem í þessari kosningahríð hefur gerst málsvari þess, að á ný yrði komið á utanþingsstjórn. Þar er og ekki farið dult með, í hvaða skyni þett.a skuli gert. Berum orðum er sagt, að með þessu verði stjórnin veikari en ella og leikurinn því hægari fyrir upplausnaröflin. íslend- ingar sækjast ekki eftir slíkum stjórnarháttum. Vaxandi fiöldi landsmanna skilur, að þjóðin þarf nú ekki á að halda veikari stjórn en verið hefur, heldur þvert á móti styrkari. Ef menn vilja halda við höft- um og hömlum og vaxandi ríkis afskiptum eins og Alþýðu- flokkurinn krefst í kosninga- stefnuskrá sinni. þá er nauð- synlegt, að þjóðin segi til um það og veiti þeim flokkum, er þessa stefnu vilja hafa. aukið fylgi og bolrnagn á Alþingi. Eflum Sjálfstæðis- flokkinn , ^ En ef þjóðin vill breyta til, ef hún hefur fengið nóg af nú- verandi ástandi, ef hún telur, að afskipti ríkisvaldsins sjeu orðin of mikil, og ef hún tel- ur að bæta eigi verslunarhætt- ina og útrýma svörtum mark- aði, ef hún telur að atvinnu- vegirnir verði að geta starfað styrkjalaust í skaplegu árferði, þá er eina ráðið að láta Sjálf- stæðisflokkinn fá meiri áhrif en verið hefur. Og þau áhrif fá ekki notið sín til fulls, nema flokkurinn fái hreinan meiri hluta. Enda er hann eini flokk- urinn, sem möguleika hefur til þess að fá það atkvæðamagn, er gæti nægt til að mynda meiri hluta á Alþingi. Þeir, sem vilja frið og frelsi íslands — þeir, sem vilja að atvinnuvegirnir geti starfað styrkjalaust, skattaáþján verði afljett og höft og hömlur leyst, svo að einstaklingsframtak og atorka fái að njóta sín, — þeir sem vilja, að sundrungunni á Alþingi ljúki, með stefnufastri stjórn eins flokks, sem þjóðin síðan geti látið bera ábyrgð á gerðum sínum, þeir, sem þetta vilja, munu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. NÝJUSTU DÆGIJRLÖG Á annað hundrað DANSIAGA IEITAK Hér fara á eftir nokkrir titlar á þeim helztu: í nýjum viðbæti: Lavender Blue, dilly, dilly — Red Roses_ Whii tlie Angelus was ringing. — Blue Ribbon Gal. — Oliver Twist. - | Buttons and Bows — By the River of Roses — Cruisinj? down th ’ "iver — Cuanto le gusta — Dance Ballerina — Delilah — Down b the Old Mill Stream — Hello! My Baby — Honey — How lucky yo are — How sweet you are — I’d love to iive in Loveland — If I coul ; be the sweetheart — It had to be yóu — It’s Dream Time _ L I Paloma — Let’s try again — Little girl — Love somebody -— M happiness — My cousin Lovella — My Little Grass Shack — Onl I Passing Clouds — Rhum-Boogie — Rocka-bye your baby — Sooner c later - South America — Tea leaves — The Big Brass Band - The Christmas song — The Coffee song — The Maharajah of Maf ador — The wishing waltz — Time may change — Too fat Polka - Toohe oolie doolie — Try a little tenderness — Until — When you wei sweet sixteen — You’re my Girl. — Og f.jöldi annarra nýrra texti — FÁST í ÖLLUM BÓKA- OG HLJÓÐFÆRAVERZLUIMUM - NOKKRIR og framreiðslustúlkur svo og aðstoðarstúlkur í eldhús, geta fengið vinnu í Gildaskálanum h.f., Aðalstræti 9. Upplýsingar í skrifstofu Ragnars Þórðarsonar kl. 2—4 í dag. NoíislEeEisku ostaruir fást í heildsölu hjá JJryó tih áóin, u ^JteJu hre J Sími 2678.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.