Morgunblaðið - 27.10.1949, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.10.1949, Qupperneq 12
VEÐURÚTLIT — FAXAFLÓI: SUNNAN og suðaustan kaldi, hi(i um frostmarlc. Heykjssvákursýnmgin ipnni n.k. miðvikudag REYKJAVÍKURSÝNINGIN verður opnuð n.k. miðvikudag kl S e. h. með -hátíðlegri athöín, þar sem Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri flytja ávörp Við opnunarhátíðina verða eingöngu boðsgestir, en síðar urr. daginn verður sýningin <spnuð fyrir almenning. Eins og skýrt hefur verið frá áður, verður Reykjavíkursýningin í safnahúsinu r:ýja við Hringbraut, en húsið hefur ekki áður verið tekið i notkun, enda rjett lokið við byggingu þess. ®------------ Glæsileg og merk sýning Blaðamaður frá Morgunblað inu hefur fengið tækifæri til að ganga í gegnum sýningar- salina og sjá það, sem komið er af sýningunni og þótt ekki sje fulllokið að koma sýning- unni upp er þegar ljóst, að þetta verður glæsileg sýning og merkileg. Hefur verið unnið að undir- búning frá því í vor og margar hendur unnið að því. Á sýn- ingunni eiga menn að geta fengið yfirlit yfir menningar- og atvinnusögu höfuðborgarinn ar frá upphafi og fyrirtæki þau og stofnanir, sem til eru í bænum í dag á sviði iðnaðar, verslunar og siglinga, mennta- mála, fjelagsmála o. s. frv. Flestir listamenn bæjarins h.afa lagt eitíhvað til Það má segja, að flestir lista- menn bæjarins hafi lagt eitt- hvað til sýningarinnar og marg ir þeirra hafa undanfarið unn- ið við uppsetningu hennar. Auk margra listaverka verða ýmsir fágætir munir á sýning- unni, sem tekist hefur með mik illi fyrirhöfn að fá lánaða. Þá verða töflur og táknmyndir, sem sýna þróun á mörgum svið um. Síminn hefur sína deild, þar sem sýnd verða fyrstu símaáhöldin og þau síðustu, sjálfvirku. Vatns- og hitaveita, Eafveita og önnur bæjarfyrir- tæki hafa sínar deildir og þannig mætti lengi telja. Allmörg iðnfyrirtæki hafa sjerstaka bása og sýna fram- leiðslu sína. Yfirleitt hefur verið reynt að fá sýnishorn af sem flestum starfsgreinum og stofnunum í bænum og hefur það tekist vel. Gamalt og nýtt Mörgum mun t.d. þykja gaman að bera saman þrjú eld hús, sem á sýningunni eru. — Fyrst eldhúsið í torfbænum, með gömlu hlóðunum, hangi- kjöti og öðru tilheyrandi, þvi næst næsta stigið, eldhúsið með kolavjel og gastækjum og loks nýtísku eldhús með sjálf- virkum raftækjum til allra eldhússtarfa. Eða sjóminjasafnið, þar sem sýndur er gamall hjallur með harðfiski og veiðarfærum, lík- ön af bátum og skipum frá gömlu árabátunum upp í ný- sköpunartogara og nýjustu Eimskipafjelagsskip. » Skemmtanir og fjelagslíf Stærsti salurinn verður há- tlíasalur. Þar hefur verið komið fyrir leiksviði, sem skreytt er með gömlum mynd- um frá Reykjavík, m.a. er bak- tjaldið málað eftir einu elsta málverki af Reykjavík frá því snemma á 18. öld. í þessum sal verða fyrirlestrar fluttir, kvik- myndir sýndar og klæðnaður og tískusýningar verða þar einnig. Við hliðina á þessum sal eru veitingasalir. Er ætiunin að sýningin geti verið einskonar miðstöð skemt ana og fjelagslífs bæjarbúa á meðan hún er opin. Skoðunarferðir í stofnanir Á meðan sýningin er opin verður gengist fyrir skoðunar- ferðum í fyrirtæki víðsvegar í bænum. Einn daginn verður eitthvert bæjarfyrirtæki skoð- að, eða einkafyrirtæki. Geta menn ritað sig á lista og kom- ist mpð í þann og þann hópinn eftir vild, en stórir bílar verða í förum með hópana, sem fara í skoðunarferðirnar. Mikið starf Mikið starf liggur á bak við þessa sýningu, sem nær ein- göngu til Reykjavíkur. í sýn- ingarnefnd eru Vilhjálmur Þ. Gíslason, formaður, Jóhann Hafstein. Einar Erlendsson, Soffía Ólafsdóttir, Ásgeir Hjartarson, Haraldur Pjeturs- son og Sigurður Halldórsson. Framkvæmdastjóri sýningar- innar er Sigurður Egilsson og arkitekt sýningarinnar er Þór Sandholt, en fjölda margir starfsmenn hafa unnið að und irbúningi í marga mánuði. Ekki er ákveðið hvað sýn- ingin verður opin lengi, en gert er ráð fyrir að minnsta kosti þremur vikum. Skorfur á nýjum iiski á næstunni HORFUR eru á að skortur verði á nýjum fiski í fiskversl- unum bæjarins næstu daga. Steingrímur Magnússon, fisk kaupmaður, skýrði Mbl. frá því í gær, að hjá þeim 12 eða 15 bátum, sem sjá bænum fyrir daglegum fiskbirgðum, hafi afl inn farið minnkandi síðustu daga. í fyrrinótt fengu þessir bátar aðeins frá 300 til 1200 kg. — Fiskhöllin, sem daglega læt- ur í verslanir sínar um 5 smál. af fiski, fjekk ekki nema lítinn hluta þess magns í gær. Taldi Steingrímur þó sennilegt að úr þessu myndi rætast þegar upp úr mánaðarmótum, ef að líkum Ijeti. AMMERÍSKUR uppgjafahermaður hefir fundið upp aðferð til að hlaða múrstoina miklu fljótar, cn áður heíir tíðkast. Er það einskonar mót, sem hlaðið cr í. fc'jest uppfinningarmaðurinn á myndinni við vinnu sína. STARFSÁR Leikfjelags Reykjavíkur hefst á föstudagskvöld, er það byrjar sýningu á einu allra vinsælasta leikriti W. Somerset Maugham: Hringurinn (The Circle). Leikstjóri verður Ævar R. Kvaran. Ævar R. Kvaran, sem íslensk< að hefur leikrit þetta, stjó.rnaði flutningi þess í Útvarpinu, er það var leikið þar. Þeir sem hlýddu á Hringinn í útvarpinu höfðu af því mikla skemmtun, enda hefur leikritið eins og það er oft kallað: farið siguför um allan heim. Stærsta kvenhlutverkið í Hringnum, Lady Kitty, er heimskunn per- sóna orðin. Skilnaður — Landssetur. Leikurinn fer fram á bresku sveitasetri og er í nútímaformi. Viðfangsefnið er skilnaðarmál. Átta leikendur eru. Arndís Björnsdóttir leikur Lady Kitty. Aðrir leikendur eru: Valur Gíslason, Jón Aðils, Róbert Arn finnsson, Þóra B. Einarsson. — Þá kemur fram í leiknum ný leikkona Elín Ingvarsdóttir, sem fer með stórt hlutverk í leiknum. — Leikkonan hefur stundað nám í leikskóla Ævars R. Kvaran og er talin mjög efnileg. — Loks kemur svo fram annar nemandi Ævars, er það Lúðvíg Hjaltason, en hann er ekki í stóru hlutverki. Hringurinn er í þrem þátt- um. — Miklum erfiðleikum var bundið að útvega nauðsynleg húsgögn, þar eð leikurinn fei fram á bresku landssetri. — Öll leiktjöld hefur Sigfús Halldórs leiktjaldamálari gert. Þriðja leikritið eftir Maugham. Þetta verður þriðja leikritið eftir Maugham, sem Leikfjelag- ið sýnir. — Árið 1938 sýndi það Fyrirvinnan, er Ragnar R Kvaran setti upp. — Veturinn 1940 sýndi fjelagið Logan helga er Indriði Waage setti á svið. — Eins og fólk rekur vafalaust minni til, þá vöktu bæði þessi leikrit óskifta athygli og voru mjög vel sótt. CHARLES A. LINDBERG flug- kappi kom nýlega til Kefla- víkur. Var hann farþegi á flutn ingaflugvjel ameríska hersins, sem var á leið frá Þýskalandi til Ameríku, en I.indberg er tæknilegur ráðunautur Banda- ríkjastjórnar í flugmálum og hefir undanfarið dvalið í Þýska landi á vegum ameríska hers- ins. Flugvjelin, sem Lindberg var með stóð stutt við. Lindbergh keypti sjer sútað gæruskinn í minjagripaverslun Ferðaskrif- stofu ríkisins. Fleira frægt manna hefur farið um Keflavík undanfarið. Áður hefur blaðið getið um við komu Spellman? kardinála þar og fyrir nokkru fóru um Keflavík dansmeyjar úr fræg- um breskum ballet, sem var á leið til Bandaríkjanna. — Var það ballettinn, sem ljek í kvik myndinni „Rauðu skórnir", sem sýnd var í Tjarnarbíó. Útlit skánar í Frakklandi LONDON, 26. okt. — Skýrt er frá því í dag, að Bidault, sem unnið hefur að stjórnarmyndun að undanförnu, hafi orðið vel ágengt í dag. Gert er ráð fyrir, að hann muni fara fram á traustsyfirlýsingu þingsins á morgun (fimmtudag). BELGÍUMENN lcggja áhcrslu á að fá ferðamenn til landsins. Blaðsíða 7. Myndaslytta Leiis Eiepna í St. Pau! SUNNUDAGINN 9. október var í borginni St. PaUl í Minne- sotaríkis afhjúpuð myndastytta af Leifi hepna. Við það tæki- færi fluttu þeir ávörp Morgen- stjerne ambassador Norðmann: í Washington og Valdimar Björnsson vararæðismaður ís- lands í St. Paul —. Minniea- polis. Auk annara íslenskra gesta voru viðstaddir afhiúpun- ina Grettir L. Jóhannsson ræð- ismaður í Winnipeg og dr. Bic- hard Beck vararæðismaður í Grand Forks. Myndastyttan er gjöf frá mönnum af norskum ættum i Bandaríkjunum og hafði fjár- söfnunin til gjafarinnar staðíð yfir um nokkurt skeið. Hún er gerð af myndhöggvaranum John K. Daniels, sem er af norskum ættum. Skúr á Hagatorgi brann í gærkveidi í GÆRKVÖLDI var kveikt í skúrræfli, sem stóð vestur á Hagamelstorgi. Ekki var annað verðmæti í skúrnum, en timbur það, sem í honum var, en það brann allt meira og minna, en slökkviliðs menn rifu skúrinn alveg. — Talið' er víst að kveikt hafi verið í skúrnum, því ekkert var inni í honum, sem kveikt, hefði getað í. Fárviðri um Brefiandssyjar LONDON, 26. okt. — Síðast- liðinn sólarhring hefur geisað ofviðri um Bretlandseyjar og i grennd. Hefur stormurinn víða valdið stórspjöllum bæði á sjó og landi. Stórskipinu Queen Elizabeth sem er á leið frá New York til Southampton, mun að líkind- um seina um sólarhring.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.