Morgunblaðið - 04.11.1949, Page 10

Morgunblaðið - 04.11.1949, Page 10
10 MORGÍJiyBLAÐin Föstudagur 4. nóvemDer 1949 Framhaldssagan 131 nmttnnriniiin Araanova Eítir Ayn fíand 1 niMillRIKMIIIIIIIIIIIIIIIIIfllKia ,.Jæja, hann hitti mig víst. Þannig er það þá að vera skot- inn. Það er hreint ekkert mjög , slænrt“. Hún reis hægt upp á hnjen, dró af sjer annan vettlinginn og stakk hendinni inn undir loðkápuna tíl að þreyfa á seðla rúllunni tið vinstra brjóstið. Hún vonaði að kúlan hefði ekki farið gegn um seðlana. Hún hafði það heldur ekki. Litla gatið í loðkápunni var rjett fyrir neðan þá og fingur hennar snertu eitthvað heitt og hlautt. Eginlega var þetta ekkert mjög sárt. Varla meira en hita tilfinning. Hana verkjaði miklu- meira í fæturna. Hún reyndi að standa Hún -riðaði dálítið, efí stóð'' þó. Þáð var dökkur biettur á kápunni og hárin límdust saman yfir honum. — Það blæddi ekki mikið. Ilún fann að dvopar runnu niður hörund hennar. Hún gat géngið. Þegar hún hjelt hend- iúhi yfir sárinu, blæddi víst ekki- Nú átti hún ekki langt efíir að landajnærunum, og þegar hún var kornin yfir, gat hún látið binda um sárið. — Þetta var ekkert mjög sárt og hún mundi sjálfsagt komast á- fram. Hún varð að halda á- fram. Hún reikaði af stað og undr- aðist hve fætur hennar voru máttlausir. Hún hvíslaði að sjálfri sjer með vörum, sem voru að verða bláar: - „Auðvitað ertu særð og þess vegna ertu dálítið mátt- laus. Það er hreint ekkert und- arlegt og þú mátt ekki láta þa# á þig fá“. Riðandi og lotin í herðum með hendina við sárið, valt hún frekar en gekk yfir snjó- inn, eins og hún væri drukkin. Hún sá lítla, rauða dropa við bryddinguna á kniplingskjóln- m. Svo runnu dioparnir nið- ur .... hættu að rernia. Hún brosti. Hún fann engan sársauka. Eina meðvitund hennar var í fútunum, sem urðu æ máttlaus ari. Hún varð að halda áfram. Hún varð að komast yfir landa mærin. Hún hvíslaði að sjálfri sjer eins og hennar eigin rödd væri lífgefandi drykkur. ,,Þú ert góður hermaður, Kira Argunová, þú ert góður hermaður, og nú er tíminn til að sýna það .... nú .... bara dálítíl áfeynsla .... síðasta átakið .... Þetta er ekkert slæmt ennþá .... er það? Þú getur vel gengið .... gengið ,... bara ganga .... þú verð- Ur að komast yfir .... kom- ast yfir .... kpipast yfir .... komast yfir .... “. Hún kreisti fingurna um seðlarúlluna- Hún mátti ekki týna henni. Hugsanir hennar voru ekki skýrar lengur, en hún varð að minnsta kosti að muna eftir henni. Höfðu hennar hnje fram- — Hún lokaði augur.um svo að hún sá aðeins í gegn um litla rifu niður á fætur sínar. Hún varð að gæta þess að þeir næmu ekki staðar. Allt í einu opnaði hún augun og uppgötvaði að hún lá í snjón um. Hún lyfti hægt upp höfð- inu og undraðist það, að hún mundi ekkert eftir því að hún hafði dottið. Það gat verið að hún hefði fallið snöggvast í öngvit. Og hún hugsaði um það hvernig það mundi annars vera að falla í öngvit, því að hún mundi það ekki. Hún var lengi að standa á fætur. Hún sá rauðan blett í snjónum, þar sem hún hafði dottið. Hún hlaut að hafa leg- ið þama dálitla stund. Hún reikaði áfram, nam staðar, þeg ar hugsun tók smám saman á sig form í heila hennar. Hún snjeri við og sparkaði með fæt- inum snjó yfir rauða blettinn. Hún gekk áfram. Henni var orðið svo heitt, að henni fannst undarlegt að snjórinn skyldi ekki bráðna í þessum hita .... það var svo heitt að hún gat varla andað. Og hvað ætti hún til bragðs að taka, ef snjórinn bráðnaði? Þá varð hún víst að synda, en það var bara betra. Hún kunni vel að synda og það mundi vera miklu auðveldara i en að ganga. Þá mundi hún geta hvílt fæturna. t Hún gekk áfram reikulum 1 skrefum. Hún vissi ekki lengur hvort hún gekk í rjetta átt. Hún var búin að gleyma því, | að hún þurfti að hugsa um átt- irnar. Hún mundi bara að hún varð að ganga. . Hún hafði alls ekkert tekið eftir því að hinum megin við hæðina var brött brekka nið- ur, svo að hún datt o gvalt niður hana og baðaði út hönd- I um og fótum. Fyrst ga thún aðeins hreyft annan handlegginn og þurkað snjóinn framan úr sjer. Hún lá eins og hrúga í hvíta skurðin- um og henni fannst hún mundi þurfa marga klukkutíma og jafnvel mörg ár til þess að standa upp aftur. Hún varð að j stinga höndunum undir sig, þrýsta lofunum niður í snjóinn og olnbogunum að sjer, rjetta úr fótunum og rísa upp á hnjen. Handleggirnir titruðu, þegar hún lyfti sjer ögn ofar. Svo sleppti hún öðrum handleggn- um og síðan hinum. Loksins stóð hún upprjett. Henni var orðið erfitt um andardrátt. I Hún gekk nokkur skref, en S hún gat ekki gengið upp brekk ■ una hinum megin, svo að hún varð að skríða á höndum og fótum. Við og við rak hún and- litið niður í snjóinn til þess að kæla brennheitar kinnarnar. Hún reis aftur upp, þegar hún var komin upp á brúnina. Hún var búin að týna vettling- unum. Hún fann einhverja und ’ arlega tilfinn.ingu í munnvik- unum, svo að hún þurkaði sjer um munninn með fingrunum og leit á há. Það var ljósrauð froða á þeim. Henni var orðið allt of heitt, svo að hún reif ullarklútinn af höfði sjer og fleygði honum aftur fyrir sig niður brekkuna. Það var dásamlega svalandi að láta goluna leika um ennið. Hún gekk áfram og hjelt höfð- inu hátt. Henni var orðið allt of heitt og það var enn erfiðara að anda. Hún reif af sjer loðkáp- una, fleygði henni í snjóinn og hjelt áfram án þess að líta við. | Skýin á himninum voru að þyrlast í burtu í bláum, gráum ,og dökkgrænum bólstrum. | Hún hrasaði, rjetti sig upp aftur,, strauk hárið frá augun- um og reikaði áfram .... lítil og grönn mannvera í kniplings kjól, reikaði yfir snjóbreiðuna. Kjóllinn var alveg eins hvítur og snjórinn í kring um hana. Beltið hafði losnað um mittið og flæktist fyrir fótum hennar. Hún gekk í blindni, vindurinn ljek um húr hennar og hand- leggirnir hengu máttlausir nið ur með hliðunum. Það var eins og þeir blöktu líka fyrir vind- inum. Hún reyndi að rjetta úr sjer. Undan vinstra brjósti hennar rann hægt niður lítill blóðstraumur og breiddist í dökka bletti yfir fíngerð knipl ingsblómin í kjólnum. Þurrar varir hennar límdust saman af blóðfroðunni. Allt í einu opnuðust varir hennar og hún kallaði lágt eitt einasta orð, sem var eins og bæn um hjálp til þeirra, sem voru handan við landamærin. Það var viðkvæmnislegt, en það vottaði fyrir gáska í röddinni: „Leo ....“. j Hún endurtók nafnið hærra og hærra, en það var ekki sorg í rödd hennar. Það var eins og hljómurinn af þessu eina orði gæfi henni nýjan þrótt. „Leo .... Leo .... Leo!“. Hún ákallaði hann .... þann j Leo, sem hefði getað orðið, sem mundi hafa orðið, ef hann hefði lifað hinum megin við landamærin. Hún var á leið- inni þangað. Þar mundi hann bíða hennar og hún varð að halda áfram. Hún varð að ganga. Handan við landamær- in beið hennar tilvera, sem hún hafði verið trú hverja einustu stund ævi sinnar, sá sigurfáni, sem hún hafði alltaf haldið hátt á lofti, tilvera, sem hún gat ekki og vildi ekki svíkja núna, meðan hún enn var á lífi, tilvera, sem hún mundi geta öðlast, ef hún gengi að- eins dálítið lengra .... og svo aftur örlítið lengra. Þá heyrði hún allt í einu leikið lag, lítið lag, sem hljóm- aði ekki nógu hátt til þess að það gæti stafað af mannavöld- um, lag, sem var eins og síð- asta hergöngulagið. Það var ekki útfararsálmur og ekki lof söngur eða bæn. Það var lag úr gömlum söngleik .... „Lag ið um brotnu glösin“. Hárfínir tónar titruðu og runnu fram í hröðum bylgjum, eins og slegið væri á kristal. Fínir tónar dönsuðu og brustu og hlógu, hlógu í skærri, mann legri gleði. Hún vissi eki hvort hún söng sjálf. Hún vissi bara að hún heyrði lagið. En lagið hafði falið í sjer loforð, loforð, sem hafði verið gefið henni á morgni lífsins. og það, sem henni hafði verið lofað þá, var ekki hægt að taka frá henni núna- — Hún varð að halda áfram. Og hún hjeit (áfram .... lítil, grannvaxin stúlka í síðum gamaldags kyrtli með rauðum blettum á hvítu kniplingunum. Við dagrenning datt hún Frh. á næsta dálki. Litla stúlkan með langa nafnið Eftir MABEL LEIGH HUNT 6. III. kafli. Það hafði lengi verið talað um, að Anna Soffía þyrfti' að fara að ganga í skóla. Og hún var orðin mjög eftirvænt- ingarfull og beið þess með óþreyju, að sá dagur rynni upp fyrsti skóladagurinn. Og svo var það einn morgun, að hár hennar var kembr sljett og tekið aftur í mjög fínar fljettur. Hún var færð í nýja, bleikköflótta svuntu, svo tók hún spjaldið sitt undii annan arminn en nestispakkann undir hinn. Hún kyssti mömmu sína að skilnaði. Pabbi hennar lyfti henni upo é hestbak fyrir aftan sig og svo riðu þau til skólahússins Hann skildi hana eftir fyrir framan dyrnar. Hún var hreint ekkert hrædd. Því að hún mundi, að ein ■ hverntíma hafði Elísabet frænka sagt í mannasiðaprjedikur. , Þú sk; jafnan muna eftir því, Elísabet mín litla, að þac er ókurteisi að vera of hljedræg engu síður en það er ókurl- eisi að vera of framgjörn. Þess vegna áttu alltaf að svarr þegar yrt er á þig.“ Auk þess var hún þarna hún Anna Sveins, stúlka, sen hún þekkti, eldri en hún og góð. Hún gekk þegar til mót; við hana, tók í hendina á henni og fylgdist með henni. Anna Soffía var talsvert hreykin yfir því að fá sitt sæi. í sjálfri kennslustofunni, með öllum hinum börnunum, bæt þeim sem voru að byrja skólagönguna og hinum, sem vor i eldri í hettunni. Aftast í skólastofunni voru strákar, se voru næstum eins stórir og pabbi hennar, því að í gan. t daga var það algengt í sveitaskólum, að allir bæði ungir c 4 stálpaðri krakkarnir sætu í sömu stofunni, Anna Soffía hugsaði, að þessir stóru strákar og stó a stelpurnar hlytu að vera afskaplega menntuð, því að þ. u hefðu verið svo lengi í skóla og lesið svo margar bækur. 1 n liún sagði við sjálfa sig, að það skyldi ekki líða á lön u þangað til hún næði þeim bæði að menntuninni og stæi - inni. Svona nú, þarna kom nýr kennari. Hann stóð við púlr 6 og las kafla úr ritningunni og það faðirvorið. Að því lokr 1 sagði hann: Jæja, þá er best að skrifa nafnaskrána. Hai 1 tók upp gylltan penna og bjó sig undir að skrifa niður nöi i nemendanna. — Hver nemandi, sagði kennarinn, verður a 5 standa upp, þegar að honum kemur og segja fullt nafn sii . Framhald af fyrri dálki. niður efst á bakkabrún. Hún lá grafkyrr, því að hún vissi að hún mundi ekki geta staðið upp aftur. Framundan henni teygði sig endalaus snjóbreið- an- Sólin var ekki komin upp fyrir sjóndeildarhringinn, en rauður bjarmi fluttist ofar á himininn og geislarnir ljeku um blámann yfir snjónum, svo að snjórinn varð eins og kyrrt stöðuvatn í sumarsól. Og þegar bjarminn fluttist ofar, kom líf í snjóinn, hann titraði, eins og hann væri að anda og glitraði í Ijóshafinu. Langir skuggar teygðu sig yfir sljettuna í fjarska, skuggar, sem þó líkt- ust Ijósinu, en voru aðeins dekkri að lit. Lítið, einmanalegt trje stóð úti á sljettunni. Það var blað- laust og það lá enginn snjór á greinunum. Það teygði grein- ar sínar upp í sólaruppkomuna, þar sem svo margt gat verið mögulegt. Hún lá á bakkabrúninni og horfði niður á himininn. Önnur hönd hennar hjekk fram af brúninni og litlir, rauðir drop- ar runnu niður í snjóinn. Hún brosti. Hún vissi að hún átti að deyja, en henni stóð á sama, því að hún hafði upp- lifað það, sem aldrei mundi vera hægt að segja frá með orðum, og nú skildi hún það. Hún hafði beðið eftir því og nú hafði hún upplifað það. Lífið hafði verið til .... þó ekkl væri nema vegna þess, að nú vissi hún, hvað það hefði getaö rúmað, og nú var það fyrir henni lofsöngur án orða, sem endurómaði dýpra innra meo Jienni heldur en litla gatið, þa:.’ sem blóðdroparnir runnu úí. Eitt augnablik eða heil eilífö .... hvaða máli skipti hvor’. heldur var. Lífið, hið ódauð • lega var til og það var hæg,- að lifa því. Hún brosti. Það var síðastt bros hennar til alls þess, sem lífið hefði getað orðið ENDIR ? MINNIN G ARPLÖTUR 1 I- leiði. Sbiltagerðin, Skólavöiðustíg 8. MIIIMIIIIIMI*. MilJUMUiNIIIMMUJ •M’VMIHiaBB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.