Morgunblaðið - 10.11.1949, Síða 9

Morgunblaðið - 10.11.1949, Síða 9
Fimmtudagur 10. nóv. 1949. MORGUTSBLAÐIÐ 9 JAVI TÍÐINDAMAÐUR Morgun- felaðsins hitti Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúa, í fræðslumála deild Reykjavíkursýningarinn- ar og bað hann að segja sjer eitthvað um skólamál bæjar- ins. Hvað geturðu sagt mjer um fyrstu barnafræðsluna hjer í bæ? Óglæsilegt ástand fræðslumála Á 18. öld var ástandið í fræðslumálum bæjarins ekki glæsilegt. Samkvæmt athugun um Jóns Þorkelssonar og Har- boes voru 61,8% Reykvíkinga ólæsir árið 1744. en 43 árum síðar, eða árið 1787 var tala ólæsra komin niður í 5,7%. — Veit jeg þó ekki um nema eitt stafrófskver, sem þá hafði ver- ið gefið út, en það var prentað í Skálholti 1695 og hjet „Eitt lítið Stafrófskver fyrir Börn og Ungmenni“. Sýnishorn af því er hjer á sýningunni. Árið 1830 kemur svo út „Lestrarkver handa heldri manna börnum“, samið af Ras- músi Rask að tilhlutun Hins íslenska Bókmenntafjelags og prentað í Kaupmannahöfn. — Árið 1853 var gefið út annað stafrófskver, „Nýtt stafrófs- kver handa minni manna börn um“ af útgefara Ingólfs, og var prentað í Reykjavík. Árið 1790 kom konungstil- skipun um uppfræðingu barna í kristnum fræðum og lestri og 6 árum síðar var prentuð í Leirárgörðum „Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trú- arbrögðum handa unglingum“. Lög um uppfræðingu barna í skrift og reikningi voru sett 1880. Hvenær er fyrst getið um barnaskóla? Fyrst var barnaskóla komið á fót hjer árið 1830 og var. einkum ætlaður börnum borg- S !ÍS aranna, sbr. áðurnefnt lestrar- kver, þótt ekki þætti óhugs- anlegt, að börn úr alþýðustjett gætu einnig notið þar tilsagn- ar. Skólinn naut styrks úr Thorkillii-sjóði, en nemendur greiddu skólagjöld. — Þessi styrkur var tekinn af skólan- um í upphafi árs 1848 og lagð- ist skólinn þá niður. Árið 1847 var samin bænar- skrá til Alþingis um barna- skóla í Reykjavík. Sú bænar- skrá virðist þó hafa borið lít- inn árangur, því að fyrst árið 1853 var lagt fram á Alþingi frumvarp um stofnun barna- skóla í Reykjavík. Síðla árs 1860 var gefin út tilskipun um stofnun skólans og tók hann til starfa árið 1862 og hefst þar með opinber barnafræðsla í Reykjavík. — Til að standa straum af reksturskostnaði skólans var auk skólagjalda lagður skattur á tómthús og óbyggðgr lóðir í bænum. Hvar var þessi skóli til húsa? Kennslan fór fram í gömlu verslunarhúsi við Hafnarstræti (verslunarhús Moritz og Bier- ings), en það hús gáfu tveir danskir kaupmenn til skóla- haldsins. Skólastjóri var Helgi E. Helgesen, guðfræðikandi- dat. Árið 1883 'fluttist skólinn í nýtt skólahús, þar sem nú er lögreglustöðin dfi/ad Sorgar fii/er Regkvtkmfor fíf ■fraedsfumáfa um áribP Laugar lesskólinn. Miðbæjarbarnaskólinn byggður Hvenær tók Miðbæjarskól- inn til starfa? Haustið 1898 og nefndist Barnaskóli Reykjavíkur fram til 1930, er Austurbæjarskól- inn tók til starfa. Haustið 1935 hófst kennsla í Laugarnesskól- anum, en 1942 var hafist handa þar um viðbyggingu, sem nú er að verða fullgerð. Tafðist byggingin mjög við það, að hefja varð kennslu í húsinu hálfgerðu. 3300, og nú eru um 6000 skóla skyldir nemendur í barna- og gagnfræðaskólum í Reykjavík. Er þá þess að gæta, að einn ald ursflokkur, 14 ára unglingar, hefur bæst við samkvæmt fræðslulögunum frá árinu 1946. prófi. í þessu sambandi má geta þess, að matreiðslukensla hófst í Miðbæjarskólanum árið ii 1906, en nu standa yfir endur- bætur á skólaeldhúsinu. Góð skólaeldhús eru í hinum barna skólunum. Heilbrigðismál skólanna Hvað geturðu sagt mjer um heilbrigði smálin ? í janúar 1910 er ráðinn skóla læknir að Miðbæjarskólanum og hjúkrunarkona árið 1922. Eru nú starfandi 3 skólalækn- ar við barnaskóla bæjarins og 4 hjúkrunarkonur. Tannlæknir var ráðinn að Miðbæjarskólan- um árið 1922 og síðar að hin- um skólunum. Tannlækninga- stofur skólanna eru mjög full- komnar, eftir því, sem jeg best veit. í skólunum eru einnig ljósbaðatæki, og telja skóla- læknarnir, að öll þau börn í skólunum, sem þess þurfa, geti fengið ljósböð þar. Matgjafa handa ' fátækum börnum er fyrst getið árið Aukin framlög til skólabygginga Framlög bæjarins til skóla- bygginga hafa aukist mjög. Á árunum 1919 til 1948, að i báðum arum meðtöldum, hef- 11909, en lögðust niður 1940, en Línurit á fræðslumálasýningunni, sem sýnir hvað hver Reyk- víkingur hefur greitt til fræðslumála árlega frá 1915 til 1948. Árið 1936 tók Skildinganes- skólinn til starfa í leiguhús- næði i Skildinganesi og Gríms staðaholti, en haustið 1943 sam þykkti bæjarstjórn Reykjavík- ur að byggja nýtt skólahús í Vesturbænum. Skólanum var valinn staður við Hagatorg. — Það er Melaskólinn og er líkan af honum á sýningunni. Enn er skólinn ekki fullgerður, því að hefja varð kennslu þar haustið 1946, þótt kennslustof- ur væru ekki fullgerðar.'.— Á þessu ári hófSt bygging barna- skóla við Langholtsveg og verð ur væntanlega lokið haustið 1951. Sá skóli er helmingi minni en hinir skólarnir og rúmar 540 nemendur með tví- setningu. Á síðastliðnum 7 ár- um hefur skólarými barnaskól- anna nær því tvöfaldast. Samt eru þeir alltaf yfir- fullir. Já, það þyrfti að byggja einn barnaskóla á ári til þess að halda í horfinu. En barnafjölg- unin er líka mikil, eins og sjá má af línuritinu um tölu skóla barna. Árið 1875 var tala skóla barna aðeins 28. En þegar kennsla hefst í Miðbæjarskól- anum árið 1898 voru þar 270 börn. Árið 1930. þegar Aust- urbæjarskólinn tekur til starfa, er tala skólabarna í Reykja- vík orðin 2419. Haustið 1935, er kennsla hófst í Laugarnes- skólanum var barnafjöldinn Melaskólinn nýi. ur Reykjavíkurbær lagt fram 11,5 milljónir króna til skóla- bygginga, og eru þó ekki með- talin framlög bæjarins til Gagnfræðaskóla Austurbæjar og Iðnskólans, enda ekki eign bæjarins. Megnið af þessari upphæð, eða 8,7 rpjlljónir, var lagt fram á árunum 1944— 1948. Þá hefur reksturskostnaður barnaskólanna sjálfsagt ekki minnkað. Síður en svo. Árið 1915 var hann um 39 þúsund krónur. Árið 1930 er reksturskostnað- ur barnafræðslunnar um 200 þús., en s.l. var var hluti bæj- arsjóðs af reksturskostnaðin- um rúmar 3 milljónir króna, en það eru % kostnaðarins, ríkissjóður gréiðir V4. Til samanburðar má geta þess. að árið 1915 var kostnað- urinn tæpar 3 krónur á hvern ibúa bæjarins, en s.l. ár um 113 krónur. Er langt síðan kennsla hófst í handavinnu og' leikfimi? Handavinnukennslu er fyrst getið veturinn 1901—1902 og hefur haldist óslitið siðan, bæði handavinna stúlkna og smíði drengja. Kennsla í leikfimi hófst snemma og má jeg segja, að leikfimihúss sje getið árið 1885. Byrjað er að kenna sund árið 1901 og getur nú ekkert barn hlotið barnapróf, nema það hafi lokið tilskildu sund- þá um nokkur ár höfðu öll börn í skóhmum fengið ókevp- is mjólk þar. Sjúkraleikfimi vegna hrygg- skekkju er fyrst getið 1922, og þurfti að greiða fyrir það sjer- stakt gjald þangað til árið 1932, að sjúkraleikfimin varð ókeyp- is. Árið 1935 tók Heirhavist Laugarnesskólans til starfa, og er hún fyrir þau skólaskyld börn, sem eru ekki fær um að ganga í skóla vegna heilsuleys- is. Tekur Heimavistin 23 börn. Skólalæknar og hjúkrunarkon- ur ákveða, hvaða börn skulu njóta vistar þar. Vistin er ó- keypis, og eru stúlkur annað árið en drengir hitt. Þá er árlega nokkurri upp- hæð varið til heimakennslu sjúkra barna. Er ekki einnig heimavistar- skóli á Jaðri? Jú. Árið 1946, í febrúar, var stofnaður Heimavistarskóli á Jaðri fyrir drengi, sem ýmissa orsaka vegna eiga ekki samleið með öðrum börnum í barna- skólunum. Skólinn er fyrir drengi, og hafa verið þar flestir 23 að tölu. Sá skóli starfar að- eins, í 8 mánuði. Eru ekki kennsluáhöld fjöl- br'eyttari en áður Var? Litið fer fyrir því. Síðustu ár- in hefur lítið sem ekkert verið flutt inn af kennsluáhöldum. Frh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.