Morgunblaðið - 10.11.1949, Side 12

Morgunblaðið - 10.11.1949, Side 12
12 MORGUiSBLAÐlÐ Fimmtudagur 10. nóv. 1949. Yerður Yalur Reykja víkurmeisfari! FIMM umferðum er nú lokið í handknattleiksmeistaramóti Eeykjavíkur. Éftir þær er staðan þannig, að Valur hefur 10 stig eftir 5 leiki, Ármann og ÍR 6 stig eftir 4 leiki, Fram og KR 4 stig eftir 4 leiki. S.B.R. og Víkingur hafa ekkert stig. Valur leikur síðasta leik sinn í mótinu í kvöld við KR. Vinni Valur þann leik hefur fjelagið tryggt sjer meistaratitilinn. — Síðustu leikir fóru þannig, að Valur vann S.B.R. með 26:1, Ármann KR með 15:8 og ÍR Víking með 7:6. — í II. flokki kvenna varð jafntefli milli Fram og Ármanns, 2:2. Fjelag Norðmanna foeifjr sjer fyrir skógrækl á Islandi NORDM ANN SLAGET í Rvk hjelt aðalfund sinn 1. þ. m. í stjórn voru þessi kosin: Einar Farestveit, formaður ( endurkosinn) Hans-Christian Roehlke, varaformaður (endur kosinn), Hans Danielsen, rit- ari, frú Astrid Eyþórsson, vara ritari, og Leif Miiller, gjald- keri (endurkosinn). Aðalfundurinn samþykkti, samkvæmt tillögu stjórnarinn- ar, að svohljóðandi ákvörðun yrði bætt inn í lög fjelagsins: „Fjelagið ætlar að efla skóg- rækt á íslandi. Á hverju ári, í maí- eða júnímánuði, á stjórnin að sjá um að einum degi verði varið til gróður- setnýigar á svæði nánar til- tekið af Skógræktarfjelagi ís- lands eða skógræktarstjóra“. Nordmannslaget vonar, á þennan hátt, að geta stutt hið góða málefni — að skógi klæða ísland — og skógræktarstjór- inn mun vera hlynntur þessari ósk fjelagsins, um að taka þátt í starfi þessu. Happdrælfi Góð- lemplarareglunnar GÓÐTEMPLARAREGLAN á íslandi hefur nokkur undan- farin ár efnt til happdrættis fyrir margþætta starfsemi sína. Jafnan hefur verið vel vandað til þessara happdrætta regl- unnar. Happdrætti Góðtemplara- reglunnar árið 1949 hefur þó að mörgu leyti borið af þeim happdrættum, sem efnt hefur verið til á vegum reglunnar. En í því eru 30 eftirsóttustu heimilistækin, þ.e. 10 ísskápar, 10 þvottavjelar og 10 elda- vjelar. Að þessu sinni var það á- kveðið að láta draga tvisvar um muni þessa, þannig að 15 vinningar væru dregnir út hvoru sinni. Fyrri dráttur fór fram 8. ágúst s.l., en sá síðari á að fara fram 12. desember n.k. — í fyrri drættinum, hinn 8. ágúst, drógust inn til happdrættisins sjálfs 5 munir, þ.e. 3 ísskápar, 1 þvottavjel og 1 eldavjel. En þessir munir verða nú látnir vera með í síðari drætti, hinn 12. desember, þannig að þá verður dregið um 8 ísskápa, 6 eldavjelar og 6 þvottavjelar, eða samtals 20 vinninga. Sýnishorn af munum happ- drættissins er stilt út í aug- lýsingaglugga verslunar Jóns Björnssonar & Co. í Banka- stræti. Ágóði happdrættisips rennur að þessu sinni til væntanlegrar húsbyggingar í Reykjavík, sjó- mannaheimilanna í Vestmanna eyjum og á Siglufirði. svo og til starfseminnar að Jaðri og fleiri skyldra framkvæmda, sem Góðtemplarareglan hefur á prjónunum. Minning um Nils Kristján Afmæli 60 ára verða í 8ag Guðbjartur Stefánsson og Guðmundur Helgason, báðir starfsmenn ó Tollstjóraskrif- ítofunm. Bæjarráð ræðir um sjúkrahúsbygg- inguna Á TVEIM síðustu fundum bæj- arráðs, þeim seinni höldnum síðastl. þriðjudag, hefur verið rætt um væníanlegt bæjar- sjúkrahús. Hafa umræður þessar verið hinar ítarlegustu og hafa snú- ist um áframhaldandi undir- búning að byggingu sjúkrahúss- ins. F. 17. 12. ’47. — D. 30. 1. ’49. Kveðja frá móður, föður og öðrum ástvinum. Jeg beið og vakti barnið mitt við beðinn hvíta þinn. En dauðinn heimti herfang sitt. Ó, hjartans engill minn. Að hjarta guðs jeg halla mjer því hann, sem gaf mjer þig. Af föður kærleik sínum sjer hve sorgin nístir mig. Minn sonur kær! Þú lífs míns ljós! hví leiðstu burt frá mjer? Jeg stari hrygg við heljarós á húmið eftir þjer. Jeg þakka blíðubrosin þín og bernskuglaða lund. Þau græddu hjartans meinin mín og marga ljettu stund. Þitt líf var guðleg geislarós og gaf oss ljós og frið. Og þú varst okkar vndi og ljós þótt ættir stutta bið. Það vorar bak við harm og helj þótt haustið komi fljótt. I friði drottins farðu vel, við finnumst, góða nótt. G. Öflug fjelagssfarfsemi ungra Sjálfsfæðismanna á ísafirði FYLKIR, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna á ísafirði hafði skemmtisamkomu að Uppsöl- um s.l. sunnudagskvöld. Var húsfyllir á samkomu þessari. Margir ungir ísfirðingar hafa gengið í Fylki að undanförnu og er mikill áhugi fyrir að fylgja vel eftir þeim miklu sigr- um er Sjálfstæðismenn þar hafa unnið í undanförnum kosningum. — Stjórn Fylkis hyggst halda uppi mikilli fje- lagsstarfsemi í vetur og var vel af stað farið með þessari glæsilegu samkomu. Formaður Fylkis er Jón Páll Halldórsson skrifstofumaður. - Hjól með hjálparmótor til sölu að Nökkvavogi 11. -»UintniMIIIIIIHIIMIIIHUIIIHIMI(IHHiMM*l«ifHaM*> 3 Húnvefninga- ; Nokkrar góðar söngraddir ósk- ! ast í Húnvetningakórinn. Uppl. hjá formanni kórsins Birni Helgasyni, sími 4160. * \ Ifivarpstæki | c skast keypt. Uppl. í síma 3749. § 5 'iniNifndiiiiiiinitiiHununiiiHiiiiio • • •r'HiiiimiiiiBiiiiiimiiiMiiiiimmmmiiiMiiiii'niiH 4 Paldurs- isfe 34 ! JiíilÍpnamálaráfaMtv wnni í lundúnum lefdð T.O'Mrtmv q nóv. — Albióða sivl in ram ál 3’'áðstefnunni 1 a”k í I.ondon í dag, en hún hefir staðið vfír í 2 daga. Siglinrta- löuoinf var m. a. rædd á ráð- stefnunni. Gerð var ályktun um meðferð fána. Sagbykkt var, að siglinCTamálaráðstefnur sem þessi skvldu haldnar árlega í framtíðinni. — NTB. I eru til sölu tvenn drengjföt, : kvenkápur og kjóll. Sími 6855. .• r.imimmiiMiiiiiMiiimiiiiimi IIMniltHff»*M ‘(HIMIxillllllllliniliniHIHnir.v- b •tíSUi £ Veírarkfúbburinn í livoli Innritun í klúbbinn er allan daginn fró kl: 4—7 e.h. xMiiiiiiimmMmiiiimimiiniiiiimimiiiiMiiMmMiiii Eítlr- lácl !>•» THAT AAANt Tf?AIL. — Meial annara orða Frhh. af bls. 8. Árið 1947 frömdu 616 karlar og 417 konur sjálfsmorð af þeim 4.000.000 manna, sem landið byggja. i • • ! HÆTTULEGUR ALDUR ; HÆTTULEGASTI aldurinn fyr i ir karlmennina var 65 ár og þar ! yfir. Flestir þeirra frömdu sjálfs morð eftir þann aldur. Konun- um er aldurinn milli 45 og 64 ára háskasamlegastur. Lind- hardt bendir þó á, að þessi háskatími kvenævinnar hafi sennilega einungis átt við fyrst eftir stríðið. Nú er þess hins jvegar farið að ga.ta, að aldur- inn frá 25 til 40 ára er konum I allvoveiflegur. Hún kenndi þetta auknu frjálsræði, sem konur hafa notið síðan stríðinu lauk, en það er einmitt afleið- ing þess. Börn fremja sjaldan sjálfs- morð i Danmörku, þótt ekki sje það óþekkt fyrirbæri. Flest þau börn, sem fremja eða reyna að fremja sjálfsmorð eru á aldr inum 10 til 14 ára. • • AÐFERÐIRNAR BREYTAST STYRJÖLDIN breytti hefð- bundnum sjálfsmorðsaðferðum. Fyrir stríð voru hengingar vin- sælastar. Nú hafa menn hins vegar mest dálæti á eitrinu: Á tímabilinu 1941 til 1947 byrl- uðu þrisvar sinnum fleiri sjer eitur en á tímabilinu milli styrj aldanna. • • HLUTVERK LÆKNA LINDHARDT segir. að sjálfs- morðin hafi verið rædd mjög rækilega í heilbrigði smál aráðu- neytinu. Komist var að þeirri niðurstöðu, að það væri fyrst og fremst á færi einstakra lækna að stemma stigu við þeim, þar eða það hlýtur að vera hlutverk læknisins að minnka möguleika manna á að ná í ýmis lyf, sem kunna að vera banvæn ef þau eru tekin í nægilega stórum skömmtum. • • TÍDUST í BORGUM SJÁLFSMORÐIN eru tíðust í borgum og eru algengari í hópi minni háttar kaupsýslumanna en verkamanna. Mjög fáir lækn ar frömdu sjálfsmorð. Lindhardt lýsti þeirri skoðun sinni, að vaxandi tilhneiging manna til að virða að vettugi trúarbragðafræðslu ætti mesta sök á sjálfsmorðum og hjóna- skilnaðinum. Siðmenning nút- tímans er reist á kristindómin- um og það er hættulegt að reyna að hverfa frá honum. Að lokum sagði ungfrúin: „Sjálfsmorð og skilningur virð- ast förunautar. Svo er að sjá sem við þolum ekki ýkjamikil heilabrot.“ — María er konan mín, Lísa, skilurðu ekki. Þetta er hún María mín. — Þú hvarfst fyrir mörgum árum og hún e> nú gift honum Tófa kaupmanni. — Við ættum að fara að ná Tófa kaupmangara og Alak. .. En jeg er orðinn þungur í höfð- — Þegiðu Alak. Þessi maður, inu af þreytu. þessi Markús, hann veitir okk- En skammt fyrir norðan .. i ur áreiðanlega eftirför. Við — Hættu að berja úlfana verðum að komast sem lengst mína svona harkalega. 1 burtu. ? r»S I S\J Lf M fæst gegn leyfum. Verksmiðja Reykdals Sími 9205. mmiMHHaiiiMMM* BEST AÐ 4UGI.VSA 1 MORGUHBI 4WVU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.