Morgunblaðið - 10.11.1949, Síða 14
14
MORGVNBLAÐIB
Fimmtudagur 10. nóv. 1949.
Sniimiiiitiiim
Framhaldssagan 5
iMiitniiiiiiiiiiiiiiiitiittiMiiiiiiiiiittiiititiiiiiiiumiiiiiiiiiititimtniiiiimi iii 111111111111111111 'i
Eítir Charlotte Armstrong
11111111111111111111111111111111111111111111111111111
iiiiiiiiiiiiiiuif
. hafa verið voðalegt áfall fyrir
hana“.
Hann svaraði engu. Jane
" virti hann fyrir sjer. Alt í
;einu datt henni í hug löngu lið
ið atvik, þegar hann hafði lagt
:alt sparifjeð sitt inn á veð-
1 bankann á kappreiðum og unn
ið á því nógu mikið til að geta
„keypt dýrindis armband handa
móður sinni í jólagjöf. Það var
;,sami svipurinn á honum núna,
eitthvað óhamið og vilt, eins og
hann gæti eins vel svifið um
loftið úr því það var of mikil
fyrirhöfn að ganga á jörðinni.
Hann gat gert alla dauðskelk-
aða. En alt mundi að lokum
, fara vel. Þetta var sá gamli
Fran, sem henni hafði alltaf
þótt svo vænt um.
,,Ja, og hversvegna ætti jeg
ekki að hafa getað giftst stúlk-
unni?“ sagði hann eins og ekk
ert gæti legið beinna við.
Jane rjetti úr sjer. „Giftst
hvaða stúlku?“
„Nú, auðvitað Mathildu. —
Auðvitað giftist jeg Mathildu“.
„Nei, Fran. ..
„Bíddu hæg. Hugsaðu um
það og líttu á það frá öllum
hliðum“.
„Líta á það frá öllum hlið-
um“, sagði Jane, „drottinn minn
dýri, Fran, það nær ekki nokk
urri átt. ... “.
„Jú, þetta er einmitt prýði-
leg hugmynd. Það er hún sem
á peningana. Sjáðu nú til, Jane,
fyrr eða síðar verða þeir að
gera ráð fyrir því að hún snúi
ekki aftur upp úr sinni votu
gröf. En er hún giftist mjer,
þá fjekk hún mjer um leið full
umráð yfir peningum sínum.
Svo að jeg fæ að vera viðstadd
ur þegar bækurnar verða opn-
aðar og get spurt nokkurra
skarplegra og úthugsaðra spurn
inga“.
„Hún arfleiddi Grandy að
„Skiptir engu máli“, sagði
hann. „Jeg bjarga mjer inn á
þau fyrir því. Jeg hlýt að hafa
áhuga á málinu. Það er alveg
nóg. Og auk þess, sjáðu til,
vina mín .... jeg fer þangað
upp eftir. Það er ekkert eðli-
legra. Drottinn minn .... eig-
inkonan mín! Jeg er mjög nið-
urdreginn. Jeg vil vera hjá
hennar nánustu og kærustu
vinum. Er það ekki eðlilegt?
Svo tala jeg um hana. — Jeg
get ekki hætt að tala. Jeg tala
við alla. Jeg tala við Altheu.
Jeg er mjög brjóstumkennan-
legur maður. Althea vorkenn-
ir mjer ábyggilega mjög mik-
ið“. Nú var hann orðinn gagn-
tekinn þessum ofstopalega
galsa.
„En, Fran. . .“.
„Segðu ekki altaf, „en. Fran“.
Spurðu mig heldur einhvers.
Reyndu að hjálpa mjer“.
„Nei. Nei. Hlustaðu á mig“.
Jane lagði lófana fram á borð
ið. „Þú mátt ekki láta þjer
detta í hug að líta of smáum
augum á dómgreind Grandi-
sons. Þú verður að gæta fylstu
varúðar. Hann er of slunginn.
, alt of hræðilega slunginn. —
, Þetta er enginn barnaleikur.
Þú skalt ekki halda að þú get-
! ir logið upp í opið geðið á hon-
i um og að hann kyngi því. Þú
!' sagðir sjálfur áðan. að við verð
um að ganga út frá því að hann
sje sekur. Þá hlýtur hann líka
að vera var um sig. Hann hlýt-
ur að rannsaka alt til hlýtar
áður en hann leggur trúnað á
það“.
„Lofum honum að vera var
um sig“, sagði Francis kulda-
lega. „Látum hann bara rann-
saka alt til hlýtar“.
Jane lokaði augunum. Hún
heyrði að hann hjelt áfram að
tala.
„Nú ferð *þú aftur. Sendu
mjer rithönd hennar. Alt, sem
þú finnur af slíku tagi. Steldu
því. Sendu mjer myndir af
henni. Góðar myndir og greini-
legar“.
„En, Fran. . . .“.
„Jeg verð nauðsynlega að fá
þetta. Þú reynir og þú getur“.
„Það er til filma“, sagði
Jane hægt eins og hann væri
búinn að dáleiða hana, „sem
Althea var með í myndavjel-
inni sinni. Hún ljet framkalla
hana í vikunni sem leið og þau
fóru öll að gráta, þegar þau
sáu myndirnar af Matildu“.
„Það eru einmitt þær, sem
jeg verð að fá“.
„En, Fran. ..
„Segðu ekki altaf „en, Fran“.
„Fran, þú ert ekki með öllum
mjalla“, hún horfði á hann stór
um galopnum augunum.
„Heldurðu það?“ sagði Franc
is rólega. „Aðalatriðið er nú
samt að jeg komist þarna inn
og fái að vita sannleikann um
Rosaleen. Ef einhver gerði
henni mein, skal hann sannar-
lega fá að gjalda þess. Mjer er
sama hvaða aðferðir jeg þarf
að nota, eða hverju jeg þarf
að ljúga eða hvaða mútur jeg
þarf að borga. Ef þetta er eina
leiðin, þá fer jeg hana. — Þú
getur ekki stöðvað mig. — Jeg
held reyndar ekki að þú viljir
það. Þú gætir alveg eins vel
hjálpað mjer“.
„Jeg get auðvitað hj-hjálp-
að þjer“, stamaði Jane. ,.En
Fran, Mathilda gat ekki hafa
giftst....“.
„Þú skilur bara ekki hugar-
far hennar“, sagði hann glettn
islega“.
„En, Fran....“
„En, hvað?“
„Alt!“
Francis hallaði sjer aftur á
bak. Hann brosti. Henni fanst
hann aftur vera orðin tíu árum
yngri. „Spurðu mig einhvers,
sem jeg get ekki svarað“, sagði
hann, „svo að jeg geti búið
mjer til einhver svör‘\
3. KAFLI
Það var glampandi sólskin
þennan aprílmorgun og stillt og
kyrt veður. Stúlkan með grænu
augun leit enn einu sinni í
spegilinn niðri í káetunni. —
Gömlu fötin, sem hún var í,
voru svo sem nógu þokkaleg.
Hún var heppinn að hafa fund
ið þau í fataskápnum á Ber-
muda. Svörtu skórnir voru auð
vitað ekki upp á það besta, en
þeir urðu að duga. Hún var
hattlaus. Klúturinn, sem hún
hafði bundið um höfuð sjer
hafði fokið burt einn daginn á
þilfarinu. Gulbrúnt hár henn-
ar var hreint og gljáandi og
fór vel. í fyrsta skipti á ævi
sinni hafði hún ekki álitið sig
hafa nógu mikla peninga til að
fara á hárgreiðslustofu svo að
hún hafði þvegið hárið sjálf.
Henni hafði tekist vel, hugsaði
hún með sjálfri sjer. Hún hafði
enga hanska. Ekkert nema
þessa brúnu og hvítu hand-
tösku. Hún tók hana upp. Far-
angur hennar hafði þegar verið
borinn á land. Hann var heldur
ekki mikill. Náttkjóll, tann-
bursti og ein askja af dýru hol-
lensku súkkulaði skrölti í stóru
ferðatöskunni. Hún hafði eytt
helmingnum af peningunum,
sem hún átti eftir til að kaupa
súkkulaðið. Hver biti var næst
um því sama virði og þyngd
hans í gulli. En honum þótti
það líka svo gott. Hann varð að
fá það. Hann mundi verða mjög
ánægður.
Hún brosti og sá sjálfa sig
brosa í speglinum. Já, hugsaði
hún, hún varð að muna að
brosa. Hún hafði grennst tölu-
vert, sjerstaklega í andliti. —
Það var best að brosa. Hún var
ekki eins hrjáð á svipinn og
þreytuleg, þegar hún brosti. —
Hún var það heldur ekki í þeim
skilningi, er þeir mundu leggja
í það. Ástæðurnar fyrir því
voru alt aðrar. Ekki svo að
skilja að þá mundi ekki
langa til að fá að vita það.
Hún athugaði saumana á
sokkunum. Hún var mjög ró-
leg. Hún vissi alveg hvernig
hún átti að haga sjer. — Hún
opnaði káetudyrnar og gekk
fram ganginn.
„Þeir bíða eftir yður“, sagði
þjónn við hana á ganginum.
„Þakka yður fyrir“.
Róieg. Brostu. Vertu skemti-
leg. Én talaðu ekki of mikið.
Hún mundi lexíurnar sínar.
Henni var vísað inn í sal, þar
sem þeir biðu hennar ....
nokkrir menn og ein stúlka.
Allir stöðu á hana.
„Þetta er ungfrú Mathilda
Frazier“. sagði maðurinn, sem
hafði fylgt henni inn.
„Komið þið sæl“, sagði hún
vingjarnlega.
Ljósmyndavjelarnar voru
teknar á loft og það var smellt
af hverri af annarri. Mathilda
stóð kyrr. Um varir hennar ljek
bros, vingjarnlegt, en þó dálít-
ið feimnislegt.
Grandy hafði sagt við hana
fyrir löngu: „Tyl, þú ert erf-
ingi' að miklum auðævum og
þessvegna bíður þín alskonar
vandi, meira en mörgum öðr-
um stúlkum. Althea á ekki eft-
ir að eiga við samskonar vanda
mál, af því að hún er svo til
eignalaus. En aftur á móti er
hún falleg og það getur oft átt
eftir að koma henni í vanda“.
Hún reyndi að hrista af sjer
hugsunina um Grandy. Althea
skipti heldur engu máli núna.
Aðalatriðið var að hann hafði
kent henni hvernig hún átti að
haga sjer undir kringumstæð-
um eins og þessum. Elskulegi
Grandy. Hann hafði kent henni
svo margt. Henni hlýnaði um
hjartarætur, þegar henní varð
hugsað til hans.
Blaðamennirnir komust að
þeirri niðurstöðu að hún væri
vel uppalin og að hún væri dá-
lítið feimin. Einn eða tveir
þeirra tóku sjerstaklega eftiY
því, hvað hún hafði fallega lag
aða fætur. En kyenmaðurinn
Litia stúikan með langa nafnið
Eftir MABEL LEIGH HUNT
11.
En svo áður en við var litið, þá spennti hann alla vöðva,
stökk niður úr keltunni, teygði sig, skerpti klærnar á dyra-
hellunni. Og svo var hann horfinn, eitthvert sem enginn
vissi, á einhverja leynir.taði og í einhverjum leyni-erinda-
gerðum. Þá þýddi ekkert að segja kis-kis. Hann myndi ekki
koma fyrr en honum sjálfum sýndist.
Svona var Jón dálaglegur. Það var meiri prakkarakött-
urinn.
Oft sagði Anna Soffía við sjálfa sig: — Ef jeg bara ætti
tvíburasystur, eins og Bergþóra frænka og Helga frænka.
Því ef hún ætti tvíburasystur, þá hefði hún alltaf einhverja
til þess að leika sjer við, þá þyrfti hún ekki að vera svona
mikið upp á vanþakklátt fólk eins og ídu og Jón dálagleg-
an komin með að leika sjer.
Engin börn áttu heima nálægt henni. Næstu bæir voru
öðru megin bær Soffíu ömmu og hinu megin áttu heima
Daníel og Súsanna á Hól, það voru ung nýgift hjón, sem
áttu ekkert barn.
Svo að stundum var Anna Soffía einmana. Og þar sem
það var nú oft seint fyrir hana að eignast tvíburasystur,
þá óskaði hún sjer nú orðið oftast, að hún eignaðist lítinn
bróður eða litla systur.
Því að það var ekkert í öllum heiminum, sem Önnu
Soffíu fannst eins yndislegt og lítil börn. Henni fannst lítil
börn langtum betri en brúður og kisur. Og litlum börnum
geðjaðist henni meir að segja betur að en börnum á sama reki
og hún sjálf. Ef Anna Soffía fór með mömmu sinni í heim-
sókn eitthvert þangað sem lítið barn var á bænum, þá kærði
hún sig ekkert að hafa neitt saman við eldri börnin að
sælda. Hún beygði sig þá niður á gólfið hjá litla kútnum
og setti andlitið fyrir andlitið á sjer svo að litla barnið færi
að hlæja, eða hún leyfði því að toga í fljetturnar eða að
slá með hnefanum í sig. Og stundum var henni meira að
segja leyft að halda á því í keltu sinni. Þá fannst Önnu
Soffíu gaman.
Mamma hennar sagði: — Jeg held bara, að hún Anna
Soffía sje gefin fyrir börn. Svona er hún lík henni Gummu
frænku sinni.
Hann vissi sínu viti.
Lítill drengur: (gengur á umhverfi
golfvallar með föður sinum). ..Pabbi,
hjerna er kúla, sem þú mátt eiga.“
„Faðirinn: ..Hvar fjekkstu hana?“
Drengurinn: „Þetta er óskila kúla“.
Faðirinn: „Ertu viss um cð þetta
sje óskila kúla?“
Drengurinn: „Já, þeir eru ennþá
að leita að henni.“
Listamaður: (i örva'ritingu) „Þetta
herra, álit jeg vera mitt besta list.a-
verk. Þjer getið fengið það fyrir
hálft verðskrárverðið."
Gesturinn: ,,.Ta, drottinn minn! Þjer
segið ekki satt! Meðal annara orða,
hvað kostar vcrðskráin?“
GÖmul kona: (ávarpar litinn son
bilstjórans sins) „Jæja, litli minn.
veistu. hver jeg er?“
I Drengurinn: „Já, þú ert gamla
konan. sem ert alltaf að fara út að
aka í bílnum hans pabba mins“.
i *
'Nýlísku hörnin okkar.
I Lítíl stúlka: (við brúðina á brúð-
kaupsdaginn) ,.Þú ert ekki næstum
þvi eins þreytuleg og jeg bjóst við.“
Brúðurin: „Er það ekki. elskan?“
En hvers vegna bjóstu við því, að jeg
væri þreytuleg?“
Telpan: „Nú, jeg heyrði mömmu
segja við pabba. að þú værir búin
að vera á hlaupum eftir herra Gold-
mere! svo mánuðum skipti“.
I ★
Góður föðurbróðir: „Jæja. gamli
minn. það »r langt siðan við höfum
farið ut að skemmta okkur saman.
Hvernig væri að fara í dýragarð-
inn á sunnudaginn kemur?“
Lítill snáði: „Þakka þjer fyrir,
góði. Jeg got rni ekki sagt um það
á stundinni, en jeg skal hringja til
þín“.
★
Blútt blóit
Viðskiptavinur: „Er þetta hrein-
ræktaður hundur?“
Kaupmaður: „Hreinræktaður? Hvort
hann er! Ef hann gæti talað, myndi
hann yrða á hvorugan okkar“.
íbúð
stóra eða litla vantar ungan r
íþróttakennara hið fyrsta. Reglu |
semi og skilvisri greiðslu heit- |
ið. Einhver fyrirframgreiðsla og z
húshjálp ef með þarf. Tilboð 5
sendist afgr. blaðsins merkt: i
..Iþróttakennari — 564“ fyrir I
laugardagskvöld.
Herbergi
Fæði — kennsla. Kennaraskóla
nemanda vantar húsnæði og
fæði, eða annað hvort, gegn
kennslu og að gæta bama. Til-
boð merkt: „Kennsla — 601“
sendist Mbl. fyritvn.k. laugar-
dag.
fllllllllJIIIIIIIIII'IJItfVIIIIIIIII 111111111111111111111111111111111111
i Nýtt Axminster
| GélSteppi |
: 3x4 yards, til sölu, Barmahlíð |
i 42 I. haeð.
i i
iiiiiitilitlil«iIiilDmiiij|iiiiiiiiiiiiiiiiin 111111,111 iiiiMiiiniiu
íl!