Morgunblaðið - 04.12.1949, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. des. 1949.
im herbergja íbúð
í nýju húsi í Vogahverfinu til sölu.
Unplýsingar í síma 4888.
Lí M
fæst gegn leyfum.
VerksmiSja Reykdals
Sími 9205.
TILKVIMIMIIMG
tll lækna
og ahnennings frá apófekurum.
Vegna verkfalls lyfjafræðinga í apótekunum mánu-
dag og þriðjudag 5. og 6. des. hæstkomandi, eru það vin-
samleg tilmæli apóteka, að læknar ávísi ekki annað en
aðkallandi lyf, og almenningur fresti innkaupum sínum
á lyfjum eins og hægt er, þar sem ekki verður hægt að
annast afgreiðslu allra lyfseðla.
Lyfjaávísunum í síma verður ekki hægt að sinna
þessa daga.
KEYK 'AVÍKUR APÓTEK LAUGAVEGS APÓTEK
INGÓLFS APÓTEK LYFJABÚÐIN IÐUNN
i
! Auglýsendur athugið!
| að ísafold og Vörður er
I vinsælasta og fjölbreytt-
| asta blaðið í sveitum
| landsins Kemur út einu
i sinni í viku — 16 síður.
Unnendur fagurra lista
hafa fengið
sína jóltagjöf
WtáwertaLót
^VráarímS
Það hefur verið sagt um list Ásgríms Jónssonar, að hún væri fyrst og
fremst lofsöngur til náttúru Islands.
Er í raun og veru hægt að komast sterkara að orði í aðdáun á list?
List Ásgríms er auðskilin hverju barni, allir hrífast af verkum hans
og ást hans á íslenskri náttúru.
rv • *• 7 n » • • /■ ? » .. r
bjalíkjonn jolagjoí er
Málverkabók Ásgríms
i^ceLur oý ritpöncf h.j.
Enginn annar getur boðið
siíkar gerscmar tl
Það besta og fegursta sem til er í ísl. bókmentum og list.
Verð 100.00 til 450.00.
MÁLVERKABÓK ÁSGRÍMS
JÓNSSONAR, elsta mál-
ara okkar. — Bókin hefur
verið kölluð Lofsöngur til
íslenskrar náttúru.
Kostar aðeins 150.00 í bandi.
RIT JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR og ævisaga hans,
eftir Tómas, tvö bindi litprentuð, með litprentuðum
málverkum og teikningum, eftir Jón Engilberts,
handbundin í alskinn. Kunnur enskur bókamaður,
sem sá þessar bækur, fullyrti, að í Englandi kostaði
að gefa út fyrir okkur slíka bók 20 sterlingspund.
Bæði bindin skrautbundin í alskinn 450.00,
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR. Allt það fergursta, sem ort
hefur verið á íslandi í þúsund ár. Yfir 400 höfundar
með öll fegurstu ljóðin sín. Valið hafa fimm þjóð-
kunnir menn. Ritstjóri Einar Ól. Sveinsson.
Öll þrjú bindin í skinnband 300.00.
LANDNÁMABÓK ÍSLANDS. Sjerstæðasta bók í heimi.
Segir frá landnámi heils lands, lýsir því og geymir
nöfn allra landnámsmannanna. Engin þjóð í heimi á
slíkt rit. Litprentuð kort af öllu landinu, skift í land-
nám og bústaðir landnámsmanna prentaðir á kortin.
o. fl. Sögustaðir og örnefni. Einar Arnórsson prófessor
skrifar langan og nýstárlegan formála. Bókin í skinn-
bandi, ásamt öllum kortunum í rexínmöppu, kostar
195 krónur.
JÓN HREGGVIÐSSON (íslandsklukkan, Hið Ijósa man
og Eldur í Kaupinhafn). Allir verða að lesa þetta
skáldverk áður en það verður flutt við opnun Þjóð-
leikhússins. Verkið kom nýlega út á sænsku og var
almennt talið að höfundurinn mundi hljóta Nobels-
verðlaun fyrir það, enda mun enginn rithöfundur í
heiminum hafa komist nær því að hljóta þau í þetta
sinn. Öll þrjú bindin í skinnbandi 250.00.
ÁFANGAR, I—II, eftir Sigurð Nordal. í Áföngum Nor-
dals birtast ritgerðir hans, sem vakið hafa alþjóðar-,
athygli. Þó Líf og dauði hafi ef til vill vakið meira
umtal en ýmsar hinna, eru þær ritgerðir langt frá því
að vera hans bestu verk. í báðum bindunum eru 35
ritgerðir. Ef til vill mesti fjársjóður bókmenta okkar.
Verð 153.00, bæði bindin í alskinn.
JÓN THORODDSEN, ævi hans, lífsstarf og list, eftir dr.
Steingrím Þorsteinsson, dosent. í þessu mikla riti um
ástsælasta skáld síðustu alda, er meðal annars bent á
fyrirmyndir Jóns að sögupersónum sínum.
Ritið er í tveim bindum í alskinni. Verð 144.00.
HEIMSKRINGLA SNORRA STURLUSONAR. Fræg-
asta rit á Norðurlöndum. Skrautútgáfa Helgafells er
með 550 myndum, eftir fimm frægustu málara Norð-
manna. Bókin kostar 200.00 í fögru bandi.
VÍTT SJE JEG LAND OG FAGURT, eftir Guðmund
Kamban. Fögur og heillandi skáldsaga um ástir og
örlög Þuríðar á Fróðá. Djúpur og áfengur skáldskapur.
Verð 160.00, bæði bindin í alskinni.
ÆVISAGA SJERA JÓNS STEINGRÍMSSONAR. Ævi-
saga eldsprestsins fræga, er hiklaust talin merkasta
ævisögurit á ísl. tungu. Kostar í alskinni 110.00.
SAGNAKVER SJERA SKÚLA GÍSLASONAR í útgáfu
Sigurðar Nordal, sem einnig ritar um sr. Skúla, líf
hans og list. Merkustu og best rituðu þjóðsögur okkar.
Myndir eftir Halldór Pjetursson. Verð 100.00 í skinnb.
Pökkum og sendum um allt land og til útlanda.
stærstu og fullkomnustu bókaverslanir landsins.