Morgunblaðið - 04.12.1949, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ. — Faxanói:
A og SA-gola. Skýjað og
sumsstaðar dálítil snjókoma.
NÆR OG FJÆR er á bls. 9.
li
280. tbl. — Sunnudagur 4. desember 1949.
Stórþfófnað&ir framinn
íi ára- og skartgripaversfa.m
iÞjótnaður hverskanar og smástuldir líðir.
.‘.TÖ’RÞJÓFNAÐUR var framin í fyr'rinótt í úr- og skartgripa-
■■;r=Iun Carls Bartels í Veltusundi. Þúsundum króna virði í
uvmfl og öðrum varningi, er slíkar verslanir hafa á boðstólum,
v.íi' stoiið. ■ ■ •
Auk þessa þjófnaðar, var I
brotist inn í þrjú fyrirtæki hér
í hænum í fyrrinótt og var engu
sfcolið í tveim þeirra, en litlu
í því þriðja.
Þvi sem stolið yar.
Aðeins einar dyr eru á úra-
og skrautgripaverslun C. Bart-
eis og vita þær út í Veltusund.
Þar mn fór þjófurinn. Átta úr,
et hann rændi í versluninni,
kven- og karla, voru tekin, og
v >ru flest þeirra ný og ónotuð,
e'n nokkur voru þar til viðgerð
ar. Þá stal þjófurinn 20 úr-arm
bc-ndum og átta perlufestum, 20
pörum af eyrnalokkum og loks
fjórum settum af skraut-hár-
kijmbum og sparibauk var stol
ih, með milli 50 til 70 krónum.
Hín innbrotin.
í Sanitas verksmiðjuna við
Lindargötu, var einnig brotist
jnn og stolið þar peningakassa,
setn í voru 150 krónur.
Þá var farið inn í hárgreiðslu
stofuna Lilja við Templara-
sund og i Alþýðubrauðgerðina
við Laugaveg, en á þessum stöð
um báðum var engu stolið. —
Hurðin, sem þjófurinn fór inn
um. í Alþýðubrauðgerðina, var
opin.
I»jöfnaðarfaraldur
Mikið er nú um þjófnaði hér
í bænum um þessar mundir.
ÖIlu mögulegu er stolið, bæði
á almannafæri og eins í húsum
manna.' Menn, sem hafa verið
vfei vlð skál, telja sig hafa ver-
ið rænda peningum. Flestir
þfeirra muna atburðina svo ó-
Ijóst, að erfitt er að átta sig á
, í'.vort um'raunverulegt rán
sje að ræða, í flestum tilfell-
um.
(ðnjiiffg hlendinga
ELLEFTA iðnþing Islendinga
var sett kl. 2 í gær í baðstofu
iðnaðarmanna. Setti það forseti
Landssambands iðnaðarmanna,
Helgi H. Eiríksson, skólastjóri,
með stuttri en greinargóðri
i eðu um hag og framtíðarhorf-
Ul iðnaðarins í landinu.
A þinginu í dag fór fram for-
setakjör ,og var Helgi Her-
mann Eiríksson kjörinn forseti
þingsins, en Guðmundur H.
Guðmundsson 1. varaforseti og
Guðjón Magnússon 2. varafor-
seti,
Ritarar þingsins voru kjörnir
Á.rsæll Árnason og Ársæll Sig-
urðsson,
Síðan fór fram kosning
nsfnda og rnálum þeim, sem fyr
: hirginu lágu og skýrt var frá
> !T. ..r.u í gær, vísað til þeirra.
Hver eru áhugamál
Tímamanna!
HVAR eru áhugamál
Tímamanna í bæjarmál-
um Reykjavíkur?
Þeir hafa verið á móti:
1. Fjárveitingum til sjúkra
húsa í Reykjavík.
2. Fjárveitingum tij barna
skóla í Reykjavík.
3. Fjárveitingum til gagn-
fræðaskóla í Reykja-
vík.
4. Þeir töldu Sogsvirkjun-
ina „samsæri" gegn sjer.
5. Þeir börðust gegn hita-
veitunni.
d. Ráðherra þeirra hefur
á annað ár þverskallast
við að samþykkja heil-
brigðissamþykkt fyrir
bæinn.
7. Þeir hafa lagt til að
íbúðabyggingar í Reykja
vík yrðu stöðvaðar.
8. Þeir greiddu atkvæði
gegn því í Fjárhagsráði
að leyfa aukinn inn-
flutning á sementi til
byggingarframkvæmda.
9. Bæjarfulltrúi þeirra
barðist gegn þeirri skipu
lagsumbót, sem er að
breikkun og fegrun
Lækjargötu.
10. Bæjarfulltrúi þeirra
krafðist þess að dregið
yrði úr framkvæmdum
við gatnagerð.
Framsókn hefur verið á
móti öllum jákvæðum um-
bótamálum Reykvíkinga.
Hvað vill hún?
Hún heimtar nýtt tukt-
hús. — Það er hennar
stóra „hugsjón“!!!
Bæjakeppni
í KVÖLD verður háð skemmti-
leg handknattleikskeppni í
íþróttahúsinu við Hálogaland.
Reykj avíkurmeistararnir
keppa þar við úrval utanbæjar
manna í karlaflokki og við úr-
val úr Hafnarfjarðarfjelögun-
um í kvenflokki. Þá fer og fram
leikur í 2. flokki milli Akur-
nesinga' og Reykjavíkurmeist-
aranna.
Of hraður aksfur
Veldur áreksirum
ÞAÐ hefir verið skýrt frá því
í blöðunum, að síðustu daga,
hafi verið mjög mikið um bíla-
árekstra hjer í bænum.
Rannsóknarlögreglan hefir
skýrt Mbl. svo frá að allflestir
þessara árekstra stafi af því að
bílstjórarnir hafi ekið of hratt
á Isiiö'gðum götunum
Framkvæmdasljéni Reykjavíkursýningarinnar.
Forstöðunefnd-Re; kjavíkursýningarimiar. í aitari röð, talið frá vinstri: Haraldur Pjetursson,
Einar Erlendsson, Jóhann Hafstein, Þór Sand fo!t arkitekt sýningarinnar. — Fremri röð:
Ásgeir Hjartarson, Sigurður Halldórsson, Vil iálmur Þ. Gíslason, foriuaður nefndarinnar,
Frú Soffía M, Ólafsdóttir og Sigurður Egilsson, iramkvæmdastjóri sýningarinnar.
Sendíherra Dana
iærir ríkissijórninni
þakkir
SENDIHERRA Dana á íslandi,
frú Bodil Begtrup, gekk í gær
á fund utanríkisráðherra og' bar
honum þakkir ríkisstjórnar
Danmerkur og dönsku þjóðar-
innar fyrir þann þátt, sem ís-
land átti að því, ásamt Noregi
og Svíþjóð, að bera fram til-
mæli til ríkisstjórna Frakk-
lands, Bretlands og Bandaríkj-
anna um að stuðla að því að
leysa vandræði Dana í sam-
bandi við flóttamannavandamál
ið í Suður-Sljesvík.
í þessu sambandi gat sendi-
herra þess, að danska þjóðin
liti á hin sameiginlegu tilmæli
frændþjóðanna sem sönnun fyr
ir þeim samhug og frændrækni,
sem ríkti meðal Norðurlanda-
þjóðanna, og að Danir litu svo
á, að þessi ráðstöfun væri vel
til þess fallin að vekja áhuga
stórveldanna fyrir því að rjetta
hlut Danmerkur í þessu vanda-
máli.
(Frjett frá utanríkisráðuneyt
inu.) —
eykjavákursýning
unni lýkur í kvöld
Siórmerkum vióburói í sögu bæjarins.
Stefán Islandi útnefndur
„Kammersöngvan
!rr
Einkaskeyti til Mbl.
KAUPMANNAHÖFN, 3. des.
—■ Friðrik Danakonungur hefir
útnefnt Stefán Islandi óperu-
söngvara ,,Kammersöngvara“ í
tilefni af afmælisdegi Holbergs,
sem er hátíðlega haldinn í dag.
Er þetta hinn mesti heiður,
sem söngvara getur hlotnast í
Danmörku.
Afmælisdagur Holbergs er
hátíðlegur haldinn árlega í
Danmörku, meðal annars með
því, að þann dag er heiðurs-
merkjum og heiðurstitlum út-
hlutað meðal bestu leikara og
starfsmanna Konungleg'a, leik-
hússins. — Páll.
ÞEGAR Reykjavíkursýningin
var opnuð í gær, voru gestir
hennar orðnir yfir 45 þúsund.
,,Svo við getum ekki búist við
mikilli aðsókn hjer á eftir“,
sagði formaður sýningarnefnd-
ar, Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla
stjóri.
Er ráðgert að sýningunni
verði lokað eftir daginn í dag.
Nema hvað nokkrir fyrirfram
ákveðnir gestahópar verða að
fá aðgang að henni.
Öllum, sem heimsókt hafa
Reykjavíkursýninguna, kemur
Saman um, að hún hafi tekist
jvel. Enda ber gestafjöldinn
Igleggst vitni um, að almenn-|
ingi hafi þótt hún merkileg.!
Menn hafa sókt þangað ánægju |
og fróðleik. Þar er margt að (
sjá. Þaðan fara menn fróðari
um þróunarsögu Reykjavíkur,
en þegar þeir komu. Þar hefir
sýningarefni verið sett riman
með meiri tækni og smekkvísi
cn áður hefir hjer þekkst.
| Og þarna hafa menn kunnað
I betur við sig, en í nokkrum
öðrum sýningarsölum er ^pnað
ir hafa verið hjer í bæ. Því
fjöldi fólks hefir unað þarna
daglega klukkustundum sam-"
an, tekið sjer hvíld, á milli þess
sem tíminn hefir verið notað-
ur til skoðunarferða um hin
rúmgóðu húsakynni.
| Sýningarskráin, er Vilhjálm
ur Þ. Gíslason hefir samið, er
efnismikil bók. Þeir, sem hafa
eignast hana, og hafa hana með
höndum, ættu að fletta henni
áður en síðasta tækifærið er
liðið hjá, til þess að sjá þessa
merku sýningu. Flestir munu
þá reka þar augun í eitt og
annað, sem þar er greint frá,
en sem þeim hefir yfirsjest í
skoðunarferðum sínum og þeir
, óska heldur að sjá með eigin
augum, en að láta frásögninS
eina nægja.
Allir, sem lagt hafa fram
fyrirhöfn og kostnað við að gera
sýningu þessa svo vel úr garði,
eiga þakkir skilið fyrir áhuga
sinn og tillag sitt. En einkum
þá sýningarnefndin, formaður
hennar, arkitekt og fram-
kvæmdarstjóri.
Margir m hituna
WASHINGTON: — í endaðaa
september hafði Bandaríkja-
stjórn 2,052,400 launaðra starfs
manna í þjónustu sinni, ■— Var
það 32,532 færri en í ágúst.
•— Reuter.
VÁ' -y ** •" -rhíiai,n -