Morgunblaðið - 04.12.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1949, Blaðsíða 14
MORGVMlfL 4 t> t + Sunnudagur 4. des. 1949. \ M í klandri með Simba Eftir Hanr. reyndi að vera eins sak- lyesislegur og hann gat. Jane leit upp, grátbólgnum augunum. ,,Ö, herra Grandison, ;jeg vissi ekki að neinn hefði sjeð það. Mjer þykir það leitt“. ,,Hvað þykir þjer leitt, barnið mitt?“ Þau töluðu lágt svo að fólkið 1 stofunni heyrði ekki tivað þau sögðu. „Hann hafði aðeins einn klukkutíma". sagði Jane kjökr- andi. ,,Það gat enginn að því gert. Jeg sagði honum, að hann hefði' ekki átt að koma, en þar sem hann var kominn alla leið þá gat jeg ekki sagt honum að fara samstundis. Og jeg hjelt. .... Jeg hjelt að enginn hefði orðið var við það“. „Var þetta þá ekki Francis eða hvað?“ spurði Grandy. „Ó, nei“, sagði Jane. Það var .... maður sem jeg þekki. Jeg skal aldrei gera þetta aftur. Mjer þjTkir þetta mjög leitt“. „Barnið mitt. Jeg var ekk- ert að finna að við þig. Jeg var bara forvitinn. Bjóddu honum inn næst þegar hann kemur. Við erum engar mannafælur‘“ Jane fór aftur að gráta eins og slík góðsemi væri of mikil fyrir liana. „Um hvað eruð þið að tala?“ sagði Francis. „Voruð þið að tala um mig?“ „Tyl hjelt að hún hefði .... sjeð þig“, sagði Grandy hik- andi. „Tyl?“ sagði Francis undr- andi. Það var slæmt. En stúlk- an mundi þurfa að sætta sig við það. Það leit út fyrir að Jane hefði tekist að gabba hann. En að minnsta kosti virt ist það sem Tyl sá og heyrði, vera farið að vera nokkuð óá- byggilegt. Jane stóð á fætur. Francis tók undir handlegg hennar. — „Væri ekki best fyrir þig að fara upp og Þvo þjer“. sagði hann vingjarnlega. Þegar þau voru komin inn í herberei hennar, sneri hann sjer að henni og sagði: „Jæja, hvernig gekk?“ „Jeg fiekk þetta“. „Var tilgátan rjett?“ „Já“. Hún saeði honum alla söeuna. ,.Jeg hlustáði sjálf á plötuna. Jeg þóttist hafa veðj- að við mann, og jeg fjekk stúlku með mier til þess að vera vitni. Maðurinn í mat- reiðslutímanum sagði aðeins einu sinni: Bakað við hægan hita, og þá var klukkan 15 mínútur yfir hálf ellefu“. „Fimmtán mínútur“, sagði Francis sigri hrósandi. „Já“, sagði Jane. „Og Rosaleen var dáin þeg- ar öryggið sprakk klukkan tutt ugu ?nínútur yfir tíu“. „Já“, sagði Jane. „Þar er sönnunin komin“. — Rödd hans var orðin bitur. •— „Jane, hann er diöfullinn í mannsmynd. Hvernig getum við ráðið niðurlögum hans. — Hann er svo tungulipur. Hann getur gabbað hvern meðal- mann. Hann lætur fólk hugsa það sem hann vill að það hugsi. Þetta eru allt eins og hvolpar í kringum hann. Hann er búinn að fremja tvö morð og sjáðu, fölkið allt í kingum hann núna, gfátandi af meðaumkun“. Charlotte Armstrong „Myrti hann . . Altheu líka?“ „Auðvitað“. „Jeg gat ekki sagt Gahagen þetta ein, en núna. . . .“. „Ó, já, við förum með gögn- in okkar beint til lögreglunnar. En, bíddu við........ Hvaða sannanir höfum við?“ „Útvarpið. Tímann . . .-. og plötuna. Við höfum það allt. Fran .... hvað gengur að þjer?“ „Jeg get svarið, að Althea sagði mjer að hún heyrði þetta í útvarpinu og hvenær hún heyrði það: En gerir þú þjer þó ekki Ijóst .... Althea er ekki lengur hjer?“ „Áttu við, að við getum ekki, .... ó, Fran......getum við ekki sannað það?“ „Ef jeg hefði annað vitni“. „Getum við ekki sagt að jeg hafi heyrt hana segja það líka?“ „Hvenær?“ „Hvenær sem er“. „Þú varst inni hjá þeim“. „Þú getur þá sagt að hún hafi sagt þjer það fyrr“. „Hvenær?“ „Ó, það veit jeg ekki“. „Nei, Jane, það er óf hættu- legt“. „því þarf það að vera hættu- legt. Við erum hvort eð er á kafi í þessu“. „Nei, það er of hættulegt. — Það er of nálægt honum. Það er hættulegt fyrir okkur að standa hjer og tala saman. Það er hættulegt að gjóta augunum til hans. Það er allt hættulegt. Jeg hljóp á mig í morgun. Ef til vill verður hann búinn að kála mjer áður en dagur renn- ur upp“. „Fran“. „Því ekki? Hann hlýtur að vera farið að gruna hversvegna ieg er hjer. Hann hlýtur að vita það núna. Jeg vona bara að hann sje ekki farinn að gruna þig líka. Hann var rjett búinn að fá vitneskju um það að lög- reglan hefði uppgötvað að ör- yggið hefði sprungið .... og' þar með fauk Althea. Fljótt og vel afgreitt. Altheu var hjálp- að í’gröfina. Það er enginn vafi á því, en það er bara ekkert sem eftir liggur því til sönnun- ar“. „En heldurðu .... ertu viss um að hann hafi gert það??“ „Hann gerði það, en jeg get ekki sannað það., Það eru eng- ar sannanir fyrir hendi. Og ef hann veit núna, hvers vegna ieg er hjer. þá er jeg viss um að hann hikar ekki við að senda mig inn í eilífðina líka“. „Það er öðruvísi með þig“, sagði Jane. „Þú ert karlmaður“. „Það er satt“, sagði Francis, ,,en samt sem áður. . . .“. „Ó, Fran. . . .“. „Manstu eftir manninum, sem heimsótti Grandy og kom og fór um eldhúsdyrnar?“ „Áttu við Press? Manninn, sem kemur og tæmir öskutunn- urnar?“ „Já“. Víðfrægasta leikspilið sem út hefur komið á íslandi. | Óvenju fjölbreytt og speunandi. « « • Heildsölubirgðir I ^Oáijöm Oía^á ááon Heildverslun AUGLf SING ER GULLS IGILDI MÍMI9iIVÍiiiSÍiitS!l * m*j • * Etfir GILBERT VEREN I.ÖNGU áður en Simbi opnar munninn, þá veit maður að hann er bannsettur asni og aulabárður. Og þegar hann hef- ur opnað munninn, þá fer maður að hugsa um hvaða ó- skapa vitleysa komi út úr honum í þetta sinn áður en hann lokar honum næst. Og þegar hann hefur lokað munn- inum, oftast eftir langa mæðu, þá er það búið og gert og maður veltir því ekki meira fyrir sjer, en hugsar með bryllingi til þess tíma, þegar hann fer að framkvæma það sem hann talaði um. Nú vona jeg, að þið skiljið hverslags strákur Simbi er. Þegar skólinn ákvað að halda skemmtun, en ágóðinn af skemmtuninni átti að renna til góðgerðarfjelaga, þá var Simbi áður en við var litið kominn til skólameistarans og búinn að lofa því að annast einhver skemmtiatriði. Hann skrifaði niður sitt nafn og mitt. Og þá var of seint að snúa til baka. Við vorum sokknir í femð upp yfir bæði eyru. Það sem þið eigið að gera, sagði skólameistarainn og beygði sig yfir grindverkið heima, — er aðeins að halda á- huga fólksins vakandi örstuttan tíma, tvær mínútur eða svo. Það þarf ekki að vera neitt stórfenglegt, ekki nein heil leiksýning. — Ágætt til dæmis að syngja eitthvert fjörugt lag, eða til dæmis að lesa upp kvæði, þar sem þið getið báðir komið fram. Hólmfríður kennslukona fer fram á svið- ið strax á eftir ykkur og syngur „Smáfuglar fríðir“, svo að þið megið ekki vera með nein skrípalæti rjett á und- an, þið skiljið það, þessi samkoma verður frekar alvarleg tii þess að draga að fullorðið fólk í bænum. — Kanntu nokkuð kvæði? spurði Simbi mig, þegar skóla- meistarinn var farinn. — Það er nú heldur lítið, svaraði jeg. Og það litla sem það er, þá er það víst ekki viðeigandi á svona hátíðlegri skemmt- un, það er kvæði eins og „Nú heim er jeg kominn og halla undir flatt“ og „Snaps skaltu fá, segðu bara já“. Og svo kann jeg heldur ekki nema fyrstu hendingarnar. Það geng- ur víst ekki. 'YlflJuT nnr\jO*ijqAMTJzalll/rux —ViII lierrann kaupa hníf meS hundrað blööum? ★ Jimmy (horfir á sælgæti hverfa inn í sjúkrastofuna): — Mamma. má jeg fá rni.lingana þegai Villi er búinn með þ i. Jack (við móðursytur sína, sem er að kveðja): — Þú þarft ekkerí að flýta þjer, frænka, þegar þú komst. flýtti pahbi klukkunni um heilan tima. * Fjölskyldan var stór. þar sem börn in voru mjög mörg. Pjesa, sem var sex ára, var emn morgun leyfl að koma inn til pabba síns, sem hafði veikst um nóttina af inflúensu, og Iá í rúminu, Pjesi var mjög stilltur, næstum því i átíðlegur í sjúkravitj- uninni. Þegar timi var kominn fyrír hann að fara út, fór hann að rúm- stokk pabba sins og sagði: —• Jeg hef verið góður, er það ekki, pabbi? — Jú, drengur minn, — svaraði .faðir hans. — Jæja, -— sagði Pjösi, — má jeg þá ekki sjá barnið? ★ — Ilvað rrnkið takið þjer fyrir að pressa einar buxur? spurði Saridy i skoti. 1 — Fimm srónur, var svarið. | —Jæja, pressið þjer þó aðra skálm iíia fyrir tvær og fimmtiu og jeg læt taka myndina af mjer á hlið í stað- inn fyrir að framan. ★ Læknirinn fór í símann. Hann hlustaði fáein augnablik og sneri sjer síðan að konunni sinni, .... Fljótt, fljótt, náðu í töskuna mína. Maður- inn segir, að hann geti ekki lifað án min. — Augnablik, — sagði konan, sem hafði tekið upp heynartólið. — Þettta simtal er til dóttur okkar, Elsu. ★ Hann: — Ef jeg má segja það þá ert þú eina stúlkan, sem jeg hef elskað. Hún: — Og ef jeg má segja það, þá ert þú eini maður, sem hefir fengið mig til að trúa þessari lygi. Gæfa fylgir trúlof nnar hringunum frá SIGURÞÓR Hafnarstræti 4 Reykjavík. Margar gertíir Sendir gegn póstkröfu hvert á land sem er. — SendiS nákvtemt mál — RAFT£KJASTOÐIN h/f TJARNARGQTU 39. SÍMI S-I5-I8 VIÐGFROIR OG UPPSETN1NG A ÖLLUM TEGUNOUM RAFMAGNSHE1MILISTÆK JA FLJOTT OG VEL AF HENDI LEYST. £f BM.AK (ITTNVCtl A «>INGIÐ, .-‘i'iV tc VEflOUN 0LES5U® FHUIN R£l€. « ATTA flMMTAN ÍA7 J*N NRINGIÐ ( AhyGGJURNAR NVERfA UM LEIO. ^ V o<;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.