Morgunblaðið - 10.12.1949, Side 6

Morgunblaðið - 10.12.1949, Side 6
r MORGVHBLAÐIÐ Laugardagur 10. des. .1949. MINNING: Jóns Árnasonar og Margrjetar Jónsdéttur TJM LANGT skeið höfðu þau Jón Arnason og Margrjet Jónsdóttir borið byrðar Mfsins í sameiningu — oft við kröpp kjör. Það var hamingja þeirra og öðrum gleði, hve aðskilnaðurinn var tiltölu- le?a skammur hjer í heimi, því að bæði ljetust þau á þessu ári, hann 15. apríl og hún 2. nóvem- br-h. Heilsa þeirra mátti heita góð til hins síðasta, og aðeins viku tima fyrir andlát sitt höfðu þ-ri eigi ferlivist. Kraftarnir voru notaðir til hinrstu stundar, þ ^>ð Jón bar Ijá í gras síðasta s,i -,arið, er hann lifði, þá vel háiinaður með síðasta ár hins ní- ir'da tugar, og Margriet rakaði s. 1 sumar meira en hálfníræð. Té-i Árnason var fæddur 15. rr - 1859. Foreldrar hans, Árni oT ^uðlaug, áttu heima í Holti í AiHaveri, en lítið hafði hann af þ~m að segia, bví að Kristín lm=m. í Gröf tók hann strax heim með sier — nýfæddan í W, og. hálfsmánaðar fór hann í fóstur að Snæbýli og ólst þar imo. Má segia að þetta væri tákn ræot fvrir líf hans, því að byljótt varð Jóni ævin og oft mátti hron sækja í hríðina. Sama gegn j>- um æskuheimilið, sem var lanvt frá allri þjóðleið og nú inst bæia í Skaftártunvu. bað verður strax vísir framtíðarinnar og gerði hann hæfan til þess að ala aldur sinn á afskekktum stað u-ini við óbyggðina. Frá Snæbýli rjeðist Jón vinnum. að Búlandi og þaðan vinnum. að Holti og var þar tíu ár hjá Runólfi hrepp- stjóra Jónssyni. Þar kvæntist Jón Dómhildi Sigmundsdóttur ættaðri frá Svartanúpi. ;— Var Kristín móðir hennar hálfsystir B.iarvar í Skál og Guðmundar, er síðast var í Holti — bóka- og fræðimanns, sem margir þekktu. Bvrjuðu þau búskap á Skaftár- (hl, en fluttu þaðan að Eintúna- háisi og þar andaðist Dómhild- ur, eftir fá ár. Börn þeirra Jóns eru: Jónína, er fluttist með fóst- urfoTeldrum að Tjarnarkoti í Biskupstungum, giftist Hallgrími Jónssyni, verkam. i Hafnarfirði. Hún lietst 1943. — Guðrún, gift Páli Jónssyni smið í Hveragerði og Árni, heima í Heiðarseli. . Árið 1902 rjeðist Margrjet Jónsdóttir til Jóns að Hálsinum oCT eignuðust þau tvær dætur, Þorbjörgu hjúkrunarkonu, gifta þvskum manni, dr. Schveizer og Sveinbjörgu, sem er bústýra hjá Árna bróður sínum. Margrjet Jónsdóttir Var fædd 30. nóv. 1863 að Kaldrananesi í Mýrdal. Faðir hennar var bróð- ir Gunnlaugs bónda í Norður- Vík, en móðir Margrjetar var Katrín Einarsdóttir frá Fjósum. Þorsteinssonar frá Hunkubökk- um, Salómonssonar. Móðir Kat- rínar var Guðlaug Jónsdóttir frá Kirkjubæjarkl., Magnússonar. Margrjet var áður gift Jóni Árnasyni bróður Vigfúsar í Heið- arseli, en missti hann eftir skamma sambúð. Dóttir þeirra var Ragnhildur — dáin fyrir mörgum árum, — er gift var Magnúsi A.uðunssyni, Fagurhlíð. Eintúnaháls er afskekktast þeirra býla, er til skamms tíma hafa verið í ábúð á Síðu. Síðustu ábúendur þessa fjallakots — þar sem veturinn gekk snemma í garð og vorið kom seint — voru þeu ,Jón og Margrjet. Frá fornu fari’mun hafa verið tvíbýli í Háls irum og hjelst það nær fyrsta tug þessarar aldar. Þá voru fleiri um að yfirstíga erfiðleika hins daglega lífs, sem einangrunin skapaði á mótum byggðar og ó- Eró Eintúnahálsi byggðar, umfram þá almennu, er Skaftfellingar urðu að sigrast á og aðrir landsmenn höfðu ekki af a<5 segja í sama mæli. Jón og Margrjet bjuggu í Hálsinum — en svo nefnist bærinn í daglegu tali — um þrjátiu og tveggja ára skeið, þar af hálfan þriðja tug ára í einbýli. Sjerstaða þessa býlis átti sinn þátt í því, að erfið leikar gamla tímans fylgdu bú- skap þeirra lengur en ella mundi. Hinsvegar voru þau svo óvenju miklu þreki gædd, að naumast er hægt að hugsa sjer annað fólk, er svo hefði af sjer staðið alla óblíðu og erfiðleika lífskjar- anna á þessum stað. En margir eiga þess að minnast, að gott var að leita til húsrf í Hálsinum, er komið var að „innan“ úr óbyggð inni. Öllum var þar vel tekið og veitt langt umfram efni. Skammt var frá Hálsinum til afrjettar, enda tók Jón oft ómakið af öðr- um í eftirleitirnar og bjargaði margri sauðkindinni frá hungur- dauða. Bærinn stóð fast uppi undir Geirlandshrauni, sem er fjallgarður, og lá allt land jarð- arinnar í áttina til afrjettar, slævjurnar allar fyrir innan „Hráun“ nema túnbletturinn. — Vegurinn upp og niður Hurðar- bökin, er ekki árennilegur með b.eybandið og engjavegurinn langur inn fvrir ,,Hraun“, sem er þriggja klukkustunda lesta- gangur hvora leið. Þó gleymdi Margrjet húsfreyja ekki að hafa prjónana með á engjarnar, og pTiónaði oft á göngunni og hverja aðra stund er gafst. Þegar vel áraði var oft leitað til annara um slæjur, en þrautalendingin var alltaf fyrir „innan“. Þó að árferði væri yfirleitt hart það tímabil, er Jón og Mar- grjet voru í Hálsinum, fór hag- ur þeirra batnandi til ársins 1918 og þeim leið orðið sæmilega er Katla gaus um haustið það ár. Þá um sumarið var óvenju mik- ill grasbrestur, svo að enginn mundi slíkan síðan um „fellir- inn“ 1882. Askan tók þegar af alla haga á hausti og hin litlu hey eyddust tilfinnanlega upp í skepnurnar meðan verið var að ráðstafa þeim til slátrunar, sem tók langan tíma. Vorið eftir Kötluveturinn var engin kýr í Hálsinum og níú ær í kvíum. — Erfiðleika næstu ára má hugsa sjer. Þegar Heiðarselið losnaði úr ábúð 1934, fluttust þau þangað frá Hálsinum. Færðist þá búsýsla að mestu í hendur systkinanna, Árna og Sveinbjargar, en umferð var enn meiri þeirra er skipti hafa við afrjettina haust og vor. Á þessum stað áttu þau Jón og Margrjet gott ævikvöld. Alltaf var gaman að koma til þeirra á skákina og ræða við þau, hvort sem var um gamla eða nýja tím- ann, því að áhuginn var enn að fylg’ast með því sem gerðist, og útvarpið var ekki sparað. —- Við burtflutning þessa fólks frá Háls- inum, lagðist býlið til afrjettar og óbyggðin færðist almenningi nær en áður var, en sæluhús var reist á rústum þess, svo nauð- synlegt var að hafa þarna hæli. Jón Árnason var sjerstæður maður og minnisstæður. — Kom þar fleira til en hin harðskeytta barátta hans með óblíðu náttúr- unnar, er að vonum setti mark sitt á svip hans, fas og fram- göngu, sem var hvöss óg ákveðin. Enda var hann viðurkenndur göngugarpur og hraustmenni. „Eins og Jón í Hálsinum", var sagt þegar lengst var tiljafnað um hreysti og harðfengi. Á hann beit ekkert, það var því líkast, að hann hristi af sjer óveðrið og enginn sá, að honum yrði nokkru sinni kalt. En minningarnar geymast einnig um hann í öðrum ham, þegar gesti bar að garði og fögnuðurinn duldist ekki í svip hans yfir komu þeirra. — Þegar sumarið hafði náð tökum á náttúrunni, náði það líka tök- um á Jóni. Hann var innilega glaður þegar sólskinið fyllti dal inn og heimagangurinn hoppaði á stjettinni. Jón á .Hálsinum gat einnig sýnt, á síðustu árum þar, að nýi tíminn hafði skotist fram hjá mörgum, sem nær þóttist ,,menningunni“ og kvatt dyra hjá honum. Hann hafði fengið | rennandi vatn alla leiðina inn í ! eldhús. Lindin fyrir ofan bæinn j var beisluð. Og þó að túnið væri algerlega jetið upp af grasmaðki j á mánaðamótum júní og júlí, svo að í því var enginn hagi, en mosinn lá eins og reifi rótslit- inn ofan á moldinni, átti Jón rabarbara mikinn og vöxtulegan í kálgarðshorninu, sem miðlað var af til höfuðstaðarins 1— Reykjavíkur. Margrjet húsfreyja í Hálsinum var þó eigi síður minnisstæð bæði í sjón og raun. Strax við fyrstu sýn vakti hún eftirtekt, vegna gjörvuleika og myndar- legrar framkomu. Svipur henn- ar var mikill og festulegur, en þó með mildri tign og ró. Hún var gáfuð og skýr í tali og hvert orð er hún mælti, opnaði manni heim fagurrar heiðríkju, sem hugsanir hennar höfðu mótað í skóla lífsins. Margrjet á Hálsin- um var svo mikil kona, að lífs- kjörin gátu aldrei gert lítið úr henni. Hún var raunsæ og gerði það besta úr því, sem hún hafði úr að spila í lífinu. Og því láni átti hún að fagna, þrátt fyrir alla erfiðleika, að öðlast hylli allra er þekktu hana. Búskapur Jóns og Margrjetar í fjallakotinu leiddi ekki í ljós mikil afrek á nútíma vísu, en þó vil jeg fullyrða, að þau hafi á margan hátt verið gædd því hugarfari, sem þjóð vor getur ekki án verið, ef henni á vel að vegna til framtíðar. Þ. H. Korðmenn ákveða síldarverðið hjá jjer | ÚTVARPIÐ í Osló skýrði frá því í gærkvöldi, að búið væri > að ákveða síldarverðið fyrir I vetrarsíldina og vorsíldina ' einnig. I Fyrir fyrstu 2 milj. hektó- I lítra af vetrarsíld (Sorsíld) verða greiddar norskar krón- ur kr. 16.50 á hl. — Næstu 500 þús. hl. 16 kr. á líter og síð- an kr. 15.50 fyrir þar næstu 500 þús. hl. Þetta verð á síldinni er sjó- mönnum og útgerðarmönnum tryggt. — Vorsíldin verður 3 kr. ódýrari á hvern hl. — G.A. með vísnahendingum eftir Stefán Jónsson, kennara. FRÁBÆRT UPPELDISTÆKI. Þetta glæsilega leikspil er spilað jafnt af ungum sem gömlum. Heildsölubirgðir: Ásbjörn Ólafsson, heildverslun. Sölnmaðnr Sölumaður, sem vill selja ýmsar vörur gegn prósent- um, óskast strax. — Tilboo sendist blaðinu strax merkt: „Sölumaður — 16F‘.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.