Morgunblaðið - 10.12.1949, Síða 8
8
*»#»«* * * 9 L 4 0 I Ð
Laugardagur 10. des. 1949.
CTtg.r H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.r Sigfús Jónsson.
far:
’uerji áhrifa
ÚR DAGLEGA LIFINU
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar • Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla'
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda,
Ikr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 10 aura eintakið, ?• aara með LeaMS,
Utgerðin og vandamál
hennar
TVENN samtök íslenskrar útgerðar hafa um þessar mundir
efnt til funda hjer í Reykjavík. Eru það Fiskiþingið. sem
nýlega er lokið og Landssamband íslenskra útvegsmanna,
sem byrjaði fund sinn fyrir nokkrum dögum. Báðar þessar
samkomur hafa rætt hin ýmsu vandamál og viðfangsefni
útgerðarinnar og sjómanna.
Það sætir engri furðu, þótt fulltrúar útvegsmanna eigi
fundi með sjer um þessar mundir. Atvinnuvegur þeirra
stendur nú frammi fyrir staðreyndum, sem engan veginn
eru hugnanlegar. Rekstrargurndvöllur allrar útgerðar í
landinu er um þessar mundir svo ótryggur að segja má að
ekkert annað en stöðvun liggi við borð um næstu áramót.
Raunar hefur mikill hluti bátaflotans og nokkur hluti tog-
araflotans þegar stöðvast. Fimm síldarleysisvertíðir hafa
leikið bátaútveginn þannig að meginhluti hans stendur uppi
magnþrota.
★
En það er ekki aðeins útgerðin, sem síldarleysið hefur
leikið þanníg. Síldariðnaðurinn hefur beðið gífurlegan
hnekki, bæði ríkisverksmiðjurnar og verksmiðjur einka-
framtaksins. Afleiðing þessa hörmungarástands hjá aðalat-
vinnuvegi þjóðarinnar eru svo miklir erfiðleikar lánsstofn-
ana þeirra, sem lagt hafa honum til fje. Ríkissjóður hefur
einnig teflt á tæpasta vaðið með stórfelldum framlögum
til kreppuhjálpar og fjárveitinga til uppbóta á útflutnings-
verð afurðanna.
Hið erfiða ástand útgerðarinnar hefur þannig haft víðtæk
áhrif á allan þjóðarbúskapinn. Enn er þess þó ógetið að
þúsundir sjómannaheimila í landinu hafa orðið fyrir miklu
skakkafalli vegna aflabrestsins á síldveiðunum undanfarin
5 ár.
★
Hvaða leiðir er hægt að fara til þess að tryggja áfram-
haldandi rekstur þessa undirstöðuatvinnuvegar landsmanna?
Að sinni skal þeirri spurningu ekki svarað. Væntanlega
munu fulltrúar útvegsmanna benda á sínar leiðir til þess
og hafa um þær samvinnu við þing og stjórn. En einhver
lausn verður að finnast áður en fundum Alþingis lýkur
fyrir jól. Trúlega getur sú lausn aðeins orðið til bráðabirgða.
En frambúðarlausn verður þó ekki skotið á frest um lengri
tíma. Ríkissjóð brestur bolmagn til þess að rísa undir áfram-
haldandi ábyrgðum á nægilega háu verði á útflutnings-
afurðunum og raunar hefur öllum verið það Ijóst allt frá
1946, er fiskábyrgðarlögin voru fyrst sett, að það er alger
fjarstæða að ætla sjer að tryggja rekstur aðalatvinnuvegar
þjóðarinnar með ríkisframlögum.
Fiskiþingið samþykkti á fundi sínum m. a. eina tillögu,
sem líkleg væri til þess, ef framkvæmd yrði að ljetta nokkuð
á tilkostnaði bátaútvegsins. Það lagði til að „ljetta nú þegar
sjómannatryggingunni af allri fiskveiðiútgerð landsins og
fela almannatryggingunum að annast allar bótagreiðslur
samkvæmt gildandi lögum og reglugerð.“
Þessi samþykkt Fiskiþingg er alls ekki óeðlileg. Ef úr
framkvæmd hennar yrði þýddi það allverulegan útgjalda-
sparnað fyrir útgerðina.
★
Kjarni málsins er sá, að það er ekki aðeins erfið sam-
keppnisaðstaða á erlendum mörkuðum og aflabrestur á sííd-
veiðum, sem er að knjesetja útveginn. Þar kemur fleiri til.
Þar á meðal óhóflegur viðhaldskostnaður á skipum og veið-
arfærum. Allir, sem eitthvað þekkja til útgerðar vita að
útgerðin er beinlínis mergsogin og þrautpínd af ýmsum
þeim aðiljum, sem hún þarf að sækja til vegna viðhalds á skip
i’m og veiðarfærum. Að sjálfsögðu á hin almenna dýrtíð í
landinu verulegan þátt í þeim mikla kostnaði. En þó virðist
sem þessi kostnaður keyri úr hófi fram.
Það er þess vegna ekki nóg að horfa á afurðaverðið og
markaðsaðstöðuna. Við verðum að tryggja það að útgerðin
sje ekki draugriðin svo innanlands með ýmiss konar álögum
og tilkostnaði að hún komist í algert þrot.
Svar frá
póststofunni
FRÁ póststofunni hefir borist
langt svar við gagnrýni Snæ-
bjarnar Jónssonar á póstþjón-
ustunni. Svarið er álíka mikið
að vöxtum og grein Snæbjarnar
og verð jeg því að skifta því í
tvö blöð. — Það þykir hlýða að
gefa báðum aðilum sama tæki-
færi til að flytja sitt mál. Eink-
um þar sem um svo mikilsverða
almenningsþjónustu er að ræða
sem póstþjónustan er. En taka
vil jeg fram, að eftir þetta verða
umræður skornar niður, einsog
þeir segja á fundum og verða
ekki teknar nema stuttar at-
hugasemdir eftir þetta.
•
* Kom ekki í pósti
ER ÞÁ frá minni hálfu aðeins
eftir sú eina viðbót við þetta
mál, að jeg vil geta þess, að
brjef póststofunnar kom ekki
í pósti, heldur var boðsent ófrí
merkt. En það kann að vera
vani póststofunnar, þegar um
áríðandi brjef er að ræða.
Hefst svo fyrri hluti svars
póststofunnar, eða póstmeist-
ara, sem jeg geri ráð fyrir að
hafi samið brjefið, þótt ekki sje
þess getið:
•
Ádeilurnar
„í „MORGUNBLAÐINU" 3. og
4. þ.m. hefir herra skjalaþýðari
Snæbjörn Jónsson komið fram
með nokkrar ádeilur á póstþjón
ustuna í dálkum „Víkverja“.
Fellur sumt í hlut póststofunn-
ar en sumt í hlut æðri valda-
manna ríkisins, t.d. það er snert
ir hið óhæfa húsnæði póststof-
unnar og ætti ekki að blanda
slíku saman.
Að öðru leyti eru ádeilur
þessar þannig vaxnar að rjett
þykir að gefa nokkur svör við.
Tilkynningar: Póststofan
hefir ætíð veitt bæði einstakl-
ingum og blöðum upplýsingar,
sem óskað hefir verið. En hún
á engan þátt í áætlunum um
ferðir, hvorki á láði nje legi
eða í lofti, gerir ekki út nein
flutningatæki til póstflutninga
utan bæjarins, og er því annara
sökin, ef ekki eru birtar áætlan-
ir um flugferðir, skipaferðir o.
s. frv. Hinsvegar eru þær áætl-
anir, sem berast festar upp til
handa almenningi í pósthúsinu
og þar fást leiðabækurnar.
) Kvittanagjald og frí-
merkjaskeyti
I Kvittanagjöld eru tekin sam-
kvæmt þeim reglum,' sem um
!þau gilda, samkvæmt póstlög-
um, reglugerð um notkun nóstp
j og pósttöxtum, sem póststjórnin
gefur út.
Gjald fyrir frímerkjaskipti
er heimilt að taka. Sú heimild
er gömul, en ekki nv. En mis-
skilningur mun hafa átt sjer
stað í sambandi við ósk Sn. J.
um skiftin en skýrst og sættst
á málið.
Stærð og gerð fríme’-kja e"
mál sem póststofan hefir eng-
in afskipti haft af. Mun sitt sýr
ast hverjum. en vitað er að
mörgum geðjast vel að nýju
frímerkjunum.
Pren+að mál og
póstkort •
Reglur um prentað mál er
fyrst og fremst að finna í al-
þjóðapóstsamningum og síðan
í póstlögum hverrar þjóðar og
reglugerðum, settum samkv.
þeim. Oft getur leikið vafi á,
eftir mismunandi frágangi ein-
staklinga, hvað heyri undir á-
kvæðin um prent. Ágreiningi
milli sendanda og póstþjóns er
heimilt og rjett að skjóta undir
úrskurð yfirmanns. Væntan-
lega hefði slíku ekki verið illa
tekið, ef Sn. J. hefði gert það.
Reglur um póstkort er að
sjálfsögðu að finna í áðurnefnd
um heimildum, sem fleirum en
Sn. J. hefir orðið á að vjefengja
og halda fram, að hvergi gildi
nema á íslandi og sjeu jafnvel
lagabrot. (Eitt blaðanna hefir
halcjið því fram, að það sje laga
brot að taka gjald fyrir flug-
póst). Verður þetta ekki rætt
miklu nánar hjer, enda vita
vafalaust flestir menn að póst-
stofan í Reykjavík setur ekki
lög. En rjett þykir að minna
Sn. J. sjerstaklega á það, að
bað er hann hvggur lagabrot
í þessu efni á íslandi, gildir í
öUum löndum, sem eru í al-
þióðapóstsambandinu. — Til
glöggvunar skal það tilfært hjer
orðrjett, sem segir í enskum
póstreglum um þetta efni: ,,A
postcard may not be fastened
against inspection in any way,
or enclosed in a cover of any
kind,“. Hvaða lög brutu Bretar
með þessu ákvæði?
Innanbæjarbrjefin
Innanbæjarbrjef segir Sn. J.
að sjeu svo lengi á leiðinni, „að
nálega ekkert tímatakmark er
unnt að setja“.
■ Við þetta er það fyrst og
fremst að athuga, að það er róg-
ur. Og til þess að herða sem
best á eftir þessum rógi á hend-
ur póstþjónustunni leyfir Sn.
J. sjer að nota nafn gamals
heiðursmanns hjer í bænum,
Helga Magnússonar (& Co.) og
sennilega í heimildarleysi. —
Virðulegra hefði verið að lýsa
ástæðum eins og þær eru. Skýra
fyrir mönnum að póststofan tek
ur við hraðboðasendingum, ef
óskað er, og því opin leið að
koma brjefum fljótt til viðtak-
enda í bænum. Helgi Magnús-
son hefir vafalaust sent með
brjef sín sjálfur af því að hon-
um hefir þótt það hagkvæmara,
en ekki af því að hann van-
trevr.i póstþjónustunni. Hann
hefir vafalaust vitað að engin
póstþjónusta er skyldug til, nje
hefir. möguleika til, að koma
öllum pósti til skila samstund-
is. —
•
Særðir starfsrnenn
HELDUR eru venjuleg brjef
send áleiðis með fyrstu ferð sem
fellur. Sn. J. vill auðvitað ekki
viðurkenna að hann skaði eða
særi einstaka nafngreinda menn
með ádeilu sinni. Hinsvegar
kemst hann ekki framhjá því
að, a. m. k., og fyrst og fremst,
þrír starfsmenn póststofunnar,
sem þaulreyndir eru að reglu-
semi og samviskusemi í langri
póstbjónustu, finni sig meidda
af fullyrðineum hans.
Fjöldi bæiarbúa þekkir þessa
menn: Gísla V. Sigurðsson,
Bjarna Þóroddsson og Harald
Sigurðsson. Þeir stimpla, að-
greina og raða unn bæjarpóst-
inum í hendur bæíarpóstanna
og stjórna útburði nóstsins. —
Heldur Sn. J. að hann fái al-
menning til að trúa bví, að þess
ir menn, sem einnie starfa und-
ir eftirliti, svíkist undan skvld-
um sínum, legeist á póstinn, feli
hann og geymi. í stað bess að
láta póstana bera hann út? Nei,
það er annað sem veldur að
að brjef komast stundum seint
til skila. Sn. J. bendir sjálfur á
einn örðueleikann við póstskil-
in, þ.e. útþenslu bæjarins“.
Hjer lýkur bá fvrri hluta at-
hugasemda póststofunnar.
_ <iiiiifiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiir(iiiii(miitniiiviiiiiiirwiii
iftmiiimimtiifmiiirfiiiirTtniiiniiiiiiiniiiiiiMiiiiiiiimiiMii ..........
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
...........................„„„„„„„„
Mikið er framieitf af raisjám í Kanada
Eflir Charles B. Lynch
frjettaritara Reuters.
OTTAWA: — Bretar afrjeðu
snemma i styrjöldinni, að
smíða ratsjár (radar) tæki í
Kanada. Hefir þetta svo orðið
til þess. að Kanada er orðið
eitt helsta framleiðsluland
þesskonar tækja í heiminum.
• •
HRÆDDUST
LOFTÁRÁSIR
KANADA hefir fengist við
ratsiárnar síðan 1941, þegar
bresk yfirvöld einrjeðu að tæk-
in, sem þá voru ekki gefnar
neinar upplýsingar um, skyldu
gerð í Kanada. Var að þessu
ráði horfið, þar eð óttast var
um örlög breskra verksmiðja.
Kanadiska stjórnin reisti
risastór iðjuver í samvinnu við
breska vísindamenn í Leaside
rjett utan Toronto. Ríkisfyrir-
tæki, Research Enterpdises sá
um framkvæmdir. Voru þau
aðallega notuð í þágu breská og
kanadiska flotans.
• •
queen elisa-
beth búin kana
DISKUM TÆKJUM
í ENDAÐA styrjöldina tók ann
að ríkisfyrirtæki við reksri
smiðjanna, og hefir framleiðsla
ratsjártækja handa flotanum
farið þar fram æ síðan. Frá
styrjaldarlokum hafa um 1600
tæki verið smíðuð handa versl-
unarskipum. Ratsjár, sem smíð-
aðar eru í Kanada eru nú í
meir en 500 skipum úthafanna,
og eru þau í eigu rúmlega 20
þjóða.
Risaskipið Queen Elizabeth
er búið ratsjártækjum frá
Kanda.
ALLSKONAR SKIP
TUGIR skipa, sem kljúfa öld-
ur vatnanna stóru í Kanada,
einnig þau, sem bruna með
ströndum landsins, eru búin
ratsjgm, er smíðaðar hafa ver-
ið í Kanada. Þær eru örugg-
ur leiðarsteinn í þoku, regni,
byl ,og myrkri. Margir ísbrjót-
ar, ferjur og snekkjur í einka-
eign hafa og tæki til öryggis.
• •
EINS í MEGIN-
ATRIÐUM
RATSJÁNUM hefir verið
breytt nokkrum sinnum, síðan
hafin var framleiðsla þeirra
tækja, sérn fyrst voru gerð úr
garði í Bretlandi. En í megin-
atriðum eru þó eins.
Venjulegar ratsjár geta
skynjað lítil dufl á sjónum í
Framhald á bls.12.