Morgunblaðið - 10.12.1949, Side 14
tH O RG l « ö L A n I t
Laugardagur 10. des. 1949.
H*
nifiuiiiK
Framhdldssagan 31
SEKT OG SA
Eítir Charlotte Armstrong
iiiaiiiiiiiiiiniHiiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiii
„Farðu og sæktu mjer kaffi-
sopa, dúfan mín. Það væri gott
að fá kaffi“.
,.Ó. herra Grandison“, vein-
aði Jane. „Mjer þykir svo leitt
að þetta skyldi koma fyrir.
Þegar hún var komin út fyr-
ir dyrnar, nam hún staðar og
reyndi að stöðva skjálftann,
serr, ljek um hana alla.
Grandy dró símann til sín
og sneri skífunni. „Press? . .
Þú þarft að gera mjer smá-
greiða núna .... já, jeg bjóst'
líka við því“. Hann lækkaði
róminn og hvíslaði einhverju
niður í heyrnartólið. „.... en
þetta verður að ganga fljótt
fyrir sig. Þú skilur það?“
„Já, sjálfsagt", sagði maður
inn í símanum vonleysislega.
23. KAFLI.
Þegar Mathilda kom niður
um morguninn, sat Oliver einn
við morgunverðarborðið. Hann
sat yfir öskubakka fullum af
sígarettustubbum.
„Hvar er fólkið?“ spurði
hún.
„Inni hjá Grandy“.
„Nú, já“. Mathilda tók kaffi
könnuna af vjelinni. Hún von
aði að það væri heitt og sterkt.
Hún hafði sofið illa um nótt-
ina og vaknað í köldu svita-
baði. Hún velti því fyrir sjer,
hvort hún mundi vera að* fá
einhverja veiki. Hún var ringl
uð og sljó og henni fanst eins
og þungt dimmt ský hjengi
ógnandi yfir höfði hennar. Ef
til vill var það aðeins vegna
þess að Althea var dáin.
Oliver kveikti sjer í annari
eígarettu. Hann gaut augunum
til hennar, þegar hún settist.
„Jarðarförin er í dag“, sagði
hann. „Grandy segir að það
sje best að Ijúka því af sem
fyrst.“
Það fór hrollur um Mathildu.
Hv'pju gat hún svarað? Það
var blátt áfram kjánalegt að
opna munninn til að segja: —
„Jeg samhryggist þjer“. Oli-
ver slökkti í sígarettunni og
og kveikti sjer í annarri. Hann
virtist varla vita sjálfur hvað
hann var að gera.
„Það er svo sem nógu gott
að láta það heita slys fyrir al-
menning“, sagði hann. „En það
var ekkert slys“.
„Hvað áttu við, Oliver?11
„Vegna þess að hún hlýtur
að hafa vitað sjálf hvrað hún
var að gera“.
„Hversvegna segirðu það?“
„Vegna þess að hún hlýtur
að hafa tekið inn einhver lif-
andi ósköp af þessu>\ pillum.
Maciison læknir vissi hvað hún
var mikið gefin fyrir að taka
inn allar mögulegar pillur. —
Hann ljet hana fá mjög vægar
syefnpillur. Hann sagði mjer
það. þegar jeg spurði hann að
því einu sinni, þegar jeg var
orðinn áhyggjufullr út af því.
Hann vissi að hún mundi taka
of mikið, ef þær væru eins
sterkar og þær eru venjulega.
Hún hlýtur að hafa borðað upp
úr fullu glasi tfl þess að deyja
af því. Hún hlýtur að hafa vilj-
að deyja. Skilurðu það?“
„Jeg trúi ekki, að....“.
„Þjer er óhætt að trúa því“.
„Ggymdir þú nokki-ar sterk-
ari pillur inni í baðherberginu,
Oliver?"
„Nei. Jeg tek aldrei svefn-
meðul eða nein meðul“.
Mathilda hristi höfuðið. •—
Henni fannst skýið þrengjast
enn lengra yfir meðvitund
sína. reiðubúið að steypa sjer
niður svo að hún mundi
drukkna í örvæntingu sinni.
Hún var hrædd. Hún flýtti sjer
að ljúka við kaffið.
„Jeg get ekki hætt að hugsa
um rifrildið“. Oliver starði á
hana þrútnum og rauðum aug-
unum. „Jeg get ekki hætt
því“
„Þú mátt ekki hugsa um
það“, sagði Tyl. Hún vissi
sjálL að það mundi vera lítil
huggun i orðum hennar. Ef
hann hefði spurt hana, hvers
vegna hann mætti ekki hugsa
um það, þá hefði hún ekki get-
að svarað því.
„Jeg veit það“, sagði Oliver.
„En jeg get bara ekki hætt“.
Oliver studdi höndunum við
enni sjer. „Althea vildi ekkert
tala við mig um kvöldið. — f
fyrrakvöld var það víst. Hún
vildi ekki segja mjer, hvað hún
og Francis höfðu verið að tala
um niðri í gestahúsinu. En svo
j fór hún allt í einu að hlæja
j og sagði: „Bakað við hægan
j hita. Jeg hjelt að hún væri að
gera gys að mjer. Jeg skildi
ekki.hvað hún átti við, og jeg
j varð reiður. Jeg sagði henni að
hún hlyti að vita hvað mig
grunaði úr því hún vildi ekki
segja mjer, hvað þau höfðu
verið að tala um. Hún reyndi
að telja mjer trú um að hún
væri ekki að gera gys að mjer,
og betta væri eitthvað sem
hefði verið sagt í matreiðslu-
tímartum í útvarpinu og þau
hefðu verið að tala um bað“.
„í matreiðslutímanum?“
„Já. Trúir þú þvi?“
„Jeg .... veit ekki“-
„Jeg spurði hana hversvegna
hún myndi það svo greinilega
hvað einhver kokkur hefði
sagt í útvarpinu og hvers
vegna þau hefðu verið að tala
um það. Hún sagði að það væri
vegna þess að hún hefði kveikt
á útvarpinu í miðjum mat-
reiðslutímanum. Hún lækkaði
í útvarpinu, um leið og ’Grandy
kom fram og svo hækkaði hún
það aftur og þá var þetta sagt.
Þetta var allt svo ósköp mein-
ingarlaust og lygilegt. — Hún
sagðist hafa verið að tala um
það við Francis“.
„Við Francis?“
„Trúir þú því?“
„Mjer finnst það ótrúlegt“.
„Það fannst mjer líka“.
„Hversvegna skyldi hún
segja Francis eitthvað sem hún
hefir heyrt i útvarpinu?“
„Já, það finnst mjer líka und
arlegt. Jeg held.....jeg held
samt......Ó, jeg veit ekki hvað
jeg á að halda“. Hann leit á
hana örvinglaður á svip.
„Oliver, þú mátt ekki ásaka
sjálfan þig“, 'sagði hún. „Hún
getur alls ekki hafa haft neina
ástæðu til að fremja sjálfs-
morð. Althea mundi aldrei
gera slíkt. Þú veist það líka
sjálfur’1.
Oliver kinnkaði kolli. Hon-
um virtist ljetta lítið eitt. —
„Jeg veit“, sagði hann. „Henni
þótti gaman að daðra við aðra
menn. Jeg býst við að þú eigir
við það. Henni þótti gaman að
vekýa áhuga karlmanna á sjer.
Og þannig mundi það hafa ver-
ið alla hennar ævi, hve gömul
sem hún hefði átt eftir að
verða“.
„Já, jeg býst við því“, sagði
Tyl. Það var satt. Althea mundi
aldrei girnast það sem hún átti.
Hún mundi alltaf sækjast mest
eftir því, sem aðrir áttu. Henni
þótti gaman að sýna þannig
völd sín. Vesalings, öfundsjúka,
eirðarlausa Althea. Gat það
verið að það hefði skyndilega
runnið upp fyrir henni, að hún
ætti eftir að verða gömul og
grá?“
„Þetta voru allt mestu vand-
ræði“, sagði Oliver. „Allt frá
því við giftum okkur. — Þú
týndist. Rosaleen .... ja, þú
veist, hvernig fór fyrir henni.
Svo kom Francis og hún........
| Hann er mjög aðlaðandi“.
j „Já“, sagði Tyl.
„Jæja. Jeg er víst farinn að
tala of mikið. Jeg er farinn að
rekja raunir mínar við þig. —
Tyl, þú ert góð stúlka. Stund-
um finnst mjer jeg hafa leikið
þig grátt. Ef jeg gerði það, þá
vona jeg að þú sjert búin að
fyrirgefa mjer“.
. „Já“, sagði hún. „Við skul-
um ekki tala um það“.
„Tyl, það er slæmt fyrir þig
að eiga alla þessa peninga. —
Jeg á við það að....“. Hann
leit á hana eins og hann bæði
hana um að skilja sig. „....
þeir hafa, held jeg, önnur á-
hrif, en þú gerir þjer Ijóst
sjálf. Althea var svo falleg, ..
og þú varst forrík, og jeg hugs
aði með sjálfum mjer: Er þetta
ekki sjálfsblekking? Eru það
ekki peningarnir, sem jeg vil
fá?“
„Já, jeg skil það vel“, sagði
hún með erfiðismunum.
„Það er svo auðvelt að
blekkja sjálfan sig. Jeg hefi
blekkt sjálfan mig allt mitt
líf. Jeg veit heldur ekki hvern
ig jeg á að hætta því“.
„Oliver, segðu þetta ekki“.
„ , ... og þegar svo Grandy
sagði að Althea mundi ekki
geta orðið hamingjusöm af
öðru en því. að maður sem
hún giftist mundi elska hana,
því hún væri alveg eigna-
laus. .. .“.
„Grandy?“
„Já. Jeg vissi nefnilega ekki
hvernig komið var. Jeg held,
að jeg hefði aldrei trúað því, að
Althea mundi .... ja, fá áhuga
fyrir mjer á þann hátt. Og auð-
vitað vissi jeg heldur ekki
hvrað þjer gekk til.
„Hvað mjer gekk til? Hvað
áttu við, 01iver?“
„Jeg á við, hvernig þetta var
allt saman. Jeg var gamall í
hettunni hjer. Það var hægt
að treysta mjer. En þú þurftir
að vera svo varkár til þess að
lenda ekki í höndunum á ein-
hverjum, sem væri að reyna
að ná í peningana þína. Grandy
sagði mjer, að þú óttaðist ekk-
ert frekar11.
Mathilda studdist við borð-
brúnina. Skýið var að færast
yfir hana. Það mundi gleypa
hana. Hún varð gagntekin
hræðslu.
í klandri með Simba
Etfir GILBERT VEREN
* þ
stöðumennirnir sjá allt draslið, sem þú ætlar að draga þang-
að. Og þó að þú fáir að koma fram á leiksviðinu, þá verð-
urðu strax hrópaður niður, guðslukka, ef þú verður ekki
grýttur í hel. Þetta er sú mesta bannsett endileysa, sem jeg
hef nokkrntíma lent í.
— Þjer væri nær að tala um skötuna sem rak á Þyrli,
en að tala svona við mig, sagði Simbi. Þú ert dágóður fje-
lagi eða hitt þó heldur Hjerna hef jeg unnið eins og
hestur, jeg hef gert allt. Á mjer hvílir allur þungi leiksýn-
ingarinnar, en þú hefur heldur auðvelt hlutverk. Og samt
færð þú fullan helming af heiðrinum fyrir það, þegar þar að
kemur, og samt hegðarðu þjer svona. Puh.
— Puh, endurtók jeg. Já, ætli það verði ekki sú upp-
hrópun, sem mætir þjer mest annað kvöld, ef þú ætlar
að fara að troða upp með þessa vitleysu. Ætli það verði
ekki púað á þig og þú rekinn út úr húsinu með skömm.
í staðinn fyrir að lesa einhvern kafla upp úr kvæðabók
í tvær mínútur eins og skólameistarinn bað þig um að gera,
þá ert þú nú að skipuleggja fíflalæti, sem munu taka minnsta
kosti klukkutíma. Og það þau bjánalegustu fíflalæti, sem
nokkurntíma hafa verið framin í þessum heimi af mann-
iegri veru. Maður gæti næstum því trúað að þú værir
ekki mannleg vera heldur apaköttur eða sjimpansi.
— Bíddu bara þangað til á morgun, tók Simbi fram í
fyrir mjer, því að jeg ætlaði í rauninni að segja langtum
meira. Bíddu bara þangað til á morgun. Við skulum sýna
þeim, bíddu bara, við skulum sýna þeim. —
III. KAFLI
Á leiðinni heim frá samkomuhúsinu var Simbi jafnt og
þjett að tala um, hvað hann ætlaði að gera á samkom-
unni og hvernig sem jeg reyndi var ómögulegt að loka
fyrir hann. Hann malaði og malaði. Talaði um búninga,
sem hann ætlaði að fá lánaða hjá leikfjelaginu, hann talaði
um loftfimleika og tæki til þeirra, harm talaði um eftir-
hermur, hann talaði um leikfífl og leikfíflabúning og margt
og margt ennþá hræðilegra. Það kom skjálfti í taugar mín-
ar við að hugsa til þess, hvað myndi gerast, þegar allt færi
• Þegar fingurnir fara í linút.
•k
Morgunverður.
Mig drevmdi í nótt, að jeg var
búinn að finna upp nýja tegund af
morgunverði og var að borða hann
þegar — “
„Já, já, haltu áfram."
„Þegar jeg vaknaði og sá að eitt
homið af sænginni var horfið."
Misjöfn störf.
★
Prestur skrifaði í gestabók: „Jeg
bið fyrir öllum."
Lögfræðingur skrifaði fyrir neð3n:
„Jeg sje um rjettlæti handa öllum“.
Læknir bætti við: „Jeg gæti heil-
brigðis allra.“ Hinn venjulegi borgari
skrifaði: „Jeg borga allt.“
★
Lítilsháttar að-gerð.
A. „Það lítur út fyrir, að þjer
fmnist ekki mikið til um hann
B. „Ef samviskan væri tekin úr
honum, mj'ridi |:að vera minni háttar
uppskurður."
★
Meðal rnannsins hennar.
Gamalli konu var gefið fyrsta glas
ið af bjór, sem hún smakkaði. Eftir
að hafa smásopið á því dálitla stuncl,
leit hún upp með undrunarsvip.
„Nei, hvað þetta er skrítið,“ sagði
hún. „Það er alveg eins á bragðið og
meðalið, sem maðurinn minn hefir
verið að taka siðastliðin fimmtíu ír.“
★
Skiljanlegur ínisskilningur.
„Gaman að sjá þig, gamli minn.
Geturðu lánað mjer tikall?"
„Hef því miður enga peninga á
mjer.“
„En heima hjá þjer?“
„Það liður öllum vel, þakka þjer
fyrir, ágætlega.“
Silkislæða |
tapaðist á leiðinni frá veitinga §
stofunni Ýmir við Laugaveg |
niður i Isafoldarprentsmiðju. |
Vinsaml. hingið í síma 6391.
^JJ-enrih Sv. J3fömAon
M A L FUJ THI M G $ ÍK IþFSTO F A
AUSTURSTRjCT* 14 — SÍMI D153Ö
|3 jeppagúmmí
I ásamt felgu til sölu. Tilboð ósk
j ast send afgr. Mbl. í dag merkt
: „Jeppadekk — 165“.