Morgunblaðið - 10.12.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1949, Blaðsíða 2
MORGUNBLA01Ð Laugardagur 10. des. 1949, ' 2 láskólafyrirleslur á afmælis- ém Haralds Níelssoflar! FIMTI „Haralds Níelssonar £yririesturinn“, eins og þessir íyrirlestrar eru venjulega wriefndir, var haldinn í hátíðasal Háskólans kvöldið 30 f. m., en f|rá voru 81 liðin frá fæðingu tfía ralds prófessors. Á unáan fyrirlestrinum mint forseti guðfræðisdeildar, Átmunduv -Guðmundsson, rokkrum orðum sjer Haralds. »m &. :þess, hversu brennandi •Kaníileiksást hefði verið aðall Anans og kveikt eld hrifningar- •innar um landið, svo að þjóðin tfiefði lifað þá einhverja sína ►mestu trúarvakningu. Hann .:gat l>ess og að Haraldur próf. dbefði óiskað þess og oft minnst á það við nemendur sína, að ítiáskóii íslands þyrfti öðru íftverju að bjóða erlendum vís- indamönnum hingað heim til fyririe.átrahalds. Hefði því nú vene.'horfið að því að fá ágæt- an vísuidamann úr öðru landi tii 'þess að halda Haralds Ní- elssonar fyrirlestur og fleiri erindi við Háskólann ,og væri ■|oað að þessu sinni prófessor d-r. C. J. Bleeker frá guðfræðis- deild T-íáskólans í Amsterdam, ítforystumaður í flokki þeirra, er viija efla með þjóðum heims freL- og víðsýni kristindóms- ins Prófessor Bleeker tók því næst-til máls og flutti langt og snjallt erindi um Endurnýjun frjálslyndrar guðfræði. Hann mælti m. a. á þessa leið; .^Frjálslynd guðfræði hlaut að myndast, af því að menning :iyb.ðal4anna liðaðist sundur og í Ijós kom, að djúp var stað- fest í milli kenninga kirkjunn- or og þeirrar niðurstöðu, sem 'frjáls og óháð hugsun gat kom- -,ist að. Viðreisnaröldin ljet fþetta djúp verða til, upplýsing- aröldin breikkaði það og upp- götvar.irnar glæsilegu á sviði •ráttúf uvísmdanna á 18. öld. — Prjálslyr.d guðfræði er tilraun til a.5 brúa þetta djúp. En nú er :þó andrúmsloftið andlega orðið breytt. Tvær tortímandi beimsstyrjaldir hafa kreppt að anda 'frjáslyndisins, bjartsýn- innar og skynseminnar, sem f rjaí.dyndur kristindómur er frá-runninn. Þess er brýn nauð syn, að frjálslynd guðfræði verik endurnýjuð. Og hún verður endurnýjuð, af því að ■tfrjáíslynd kristin trú er enn í lifanda gildi um heim allan. Þréttána þing Alþjóðasam- bandsins fyfir frjálsan krist- indóm og frelsi í trúmálum í Arasterdam í sumar hefur sanr.að, að þetta er rjett og satt. Miðast við fernt. Eudurnýjun frjálslyndrar guðfræði á að miðast við fernt: 1 Guðfræði hennar á að vera tnblíuleg Biblían á að vera undirstaða hennar. einkum guð siyjöilin um Jesú Krist, þar er grundvöllur þekkingar vorr- ar á Guði. 2. Skilningurinn á opttíberuninni á að vera and- legur, þ.e.a.s. innblásturinn er jafntramt runninn frá trúar- reynslu mannshjartans. 3. Guð- fræðin verður að beita rökum og gagnrýni, þvá að fyrir: henni vakir að laðd efagjarna og hugsandi menn að kristinni trú. 4. Hún miðar við mennina og mannlegar aðstæður því að trúboðið mistekst, ef ekki er miðað við það að leiða menn- ina til hamingju og sælu. Inntak frjálslyndrar guðfræði á að vera sem hjer segir: 1. Hún á að halda guðshug- myndinni hátt á lofti, svo að hún verði ljós og liíandi. 2. Hún á að veita hjálp nú- tímakynslóðinni, sem mist hef- ur trúna á mannkynið, með því að blása nýjum anda í lífsskoð- un hennar á manninum. 3. Hún á að endurnýja skiln- ing sinn á Kristi ekki með heilabrotum. heldur með því að leitast .við að lifa eftir lögmáli Krists, Kristur á að vera lög- mál vort. andlegt lögmál 4. Hún á að varpa skærara Ijósi yfir skilninginn á sögunni, : með því að sýna það, að hug- sjónin um staðreynd guðsrík- isins á að vera mark og mið allra starfa mannanna. Sú hug- sjón bendir á æðra líf, sem gengur grátlega seint að koma ’í framkvæmd hjer á jörðu. —O—— Prófessor Bleeker hefur flutt erindi í guðfræðisdeild Háskól ans og prjedikað í kapellunni. 'Mun hann nú á sunnudaginn 11. þ. m. kl. 5 e. h. flytja erindi í Ðómkirkjunni um trúarlífið í Hollandi. Mun hann þá mæla á sænska tungu. Prófessor Bleeker er mikill gáfumaður og lærdómsmaður og ágætlega máli farinn. Þrjár lifabækur barnanna NÚ fyrir jólin komá út bækur, sem eiga að vera við allra hæfi. Ekki má heldur setja yngstu lesendurna hjá. í þessu sam- bandi er ekki úr vegi að geta þriggja bóka, sem þau litlu munu hafa gaman að, því að snemma kunna þau að meta sundurgerð litanna. Eru nú komnar út 3 bækur með mynd um, sem eigendunum er ætlað að fullkomna með litum sínum eftir eigin smékk. í bókunum „Regnboginn“ og „Litabókin" er efni einhverrar vísu, sem flest börn kunna, gert að viðfangsefnum. Undir mynd unum er svo brot úr viðeigandi vísum. Teikningar hefir Atli Már gert, og mun börnunum hugnast vel að þeim. „Litabók barnanna“ er í svipuðu sniði og hinar, en viðfangsefnin valin á annan hátt. Teikningar í þá bók hefir Ásgeir Júlíusson gert. Kápa hverrar bókar er mynd og litskreytt. Hefir Fjelags- prentsmiðjan og Litoprent ann- ast prentun teikninga og kápu. Sprenging við Páfagarð. RÓMABGRG — Sprengja sprakk nýlega örskammt frá Páfagarði í Róm. í tilefni af þessu hafa yfir- völdin í Páfagarði farið fram á sjerstakar öryggisráðstafanir lög- reghmnar. BÓKAÚTGÁFAN Norðri hef- ur löngum sent frá sjer marg- ar og góðar bækur á jólamark- aðinn og svo mun einng verða að þessu sinni. Verður hjer far- ið nokkrum orðum um þær nýj ustu: Lýsing Eyjafjarðar, eftir Steindór Steindórsson frá Hlöð um. Er þetta fyrsta bindið af hjeraðssögu Eyjafjarðar, mjög vönduð bók og falleg. Hún er prentuð á góðan pappír og prýdd fjölda ljósmynda, sem Eðvard Sigurgeirsson hefir tek ið fyrir útgáfuna. Smiður Andrjesson og þætt- ir, eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Þessi bók skýrir frá athyglisverðum atburðum úr nútíð og fortíð. Þeir, sem ekki hafa átt kost á að kynnast Benedikt Gíslasyni áður. munu komast að raun um með lestri þessarar bókar, að hjer er á ferðinni óvenjulega ritslyngur höfundur, sem lætur skoðanir sinar í ljós með skörungsskap og rökfestu á hreinu og kjarn- yrtu máli. Hrakningar og heiðavegir, Pálmi Hannesson og Jón Ey- þórsson völdu efnið. Bók þessi segir frá svaðilförum nafn- greindra manna, sem hafa farið villir vega á heiðavegum og öræfum íslands og orðið að berjast til þrautar, uns þeir lentu í greipum dauðans, eða björguðu lífinu fyrir atorku og karlmensku. Máttur jarðar, eftir Jón Björnsson. Sagan lýsir baráttu ungra hjóna fyrir tilveru sinni í hrjóstrugu umhverfi. — Þau trúa á mátt moldamnar og þeim tekst með hjálp hans að brjóta alla erfiðleika á bak aftur. — Þetta er þróttmikil saga. Nýlega kom út önnur bók eftir Jón Björnsson. Er það unglingabók og nefnist Sonur öræfanna. Þetta er saga frá fyrri öldum um ungan mann, sem átti að taka sakausan af lífi á Þingvöllum. Gat hann sloppið á síðustu stundu og flúið inn á öræfi. Þar lenti hann í mörgum æfintýrum og mann raunum, áður en hann náði rjetti sínum. Þessi bók verður án efa talin ein besta unglinga- bók, sem hjer hefur sjest. Barn á virkum degi, eftir norska barnasálarfræðinginn Áse Gruda Skard. Bók þessi fjallar um börn frá fæðingu fram á unglingsár. Þar er gerð grein fyrir og leyst úr helstu viðfangsefnunum, sem koma fyrir í uppeldi barna og ung- linga og er því hentugur leið- arvísir foreldrum og öðrum, er að uppeldismálum starfa. Val- borg Sigurðardóttir þýddi bók ina og hefur leyst það verk vel af hendi. Ný Benna-bók er komin á markaðinn. Nefnist hún Benni í eltingaleik, og má fullyrða, að hún stendur hinum Benna-bók unum ekki að baki. LONDON, 5. des. — Hveiti- uppskeran er nú með mesta móti í Ástralíu eða um 200 mill- jónir skeppa. Einu sinni áður hefur uppskeran verið meiri. Var það árið 1947 til 1948, en þá nam hún 220 milljónum skeppa. •—• Reuter. fetrarsiarisemiia að Kolviðarhól hafin Tekið á móti dvalargestum. Þróftmikil slarfsemi skíðadeildar í. R j GLAUMUR og gleði, hvellar æskuþrungnar raddir, kirjanda fjöruga og skemmtilega kveðna skíðasöngva, glundi í bílnum hans Guðmundar Jónssonar að kvöldi 1. des. Farþegarnir í híhium voru skíðamenn og konur úr skíðadeild ÍR„ ásamt r.okkrum gestum, sem boðið hafði verið með í tilefni þess, að vetrarstarfsemin að Kolviðarhóli var að hefjast. « --------------—i Starfsemi að Kolviðarhóli Er komið var að Kolviðarhóli var setst að kvöldverði, sem fram var borinn undir stjórn hins unga forstöðumanns greiða sölunnar, Guðjóns Guðmunds- sonar. Ragnai’ Þorsteinsson bauð gesti og skíðafólkið velkomið, í stað Sigurðar Sigurðssonar, formanns skíðadeildarinnar, sem átti eigi kost á að vera við- staddur. Helgi Jónasson frá Brennu hjelt mjög skemmtilega og fræðandi ræðu um starfsemina að Kolviðarhóli allt frá byrj- un, en Helgi er í hópi hinna fyrstu, sem sæti áttu í Kolvið- arhólsnefnd ÍR. í ræðu sinni sagði Helgi, að við slíkt tæki- færi sem þetta, mætti ekki gleyma að minnast á frumkvöð ul þess, að Kolviðarhóll komst í eigu ÍR, Jón Kaldal, ljósmynd- ari. — Lýsti Helgi hinum há- leitu og fögru hugsjónum, sem Jón Kaldal hafði um starfsem- ina að Kolviðarhóli. — Markið hefði verið sett hátt og væri alt af verið að vinna að nálg- ast það. — Kolviðarhóll fram- kvæmd. — Kolviðarhóll fram- tíðarinnar á að verða íþrótta- miðstöð allt árið um kring •— búinn fullkomnustu skilyrðum til allskonar vetrar- og sumar- iþrótta. í lok ræðu sinnar bað Helgi viðstadda að rísa úr sæt- um og heiðra Jón Kaldal með ferföldu húrrahrópi. Næstur Helga tók til máls Benedikt G. Waage og flutti kvatningarræður til unga fólks- ins. Kvaðst hann öfunda það að vera ungt og tápmikið, •— og geta því æft íþróttir, sem væri hverjum manni göfgandi. Axel Konráðsson, formaður ÍR, þakkaði ræðurnar og lýsti á- nægju sinni yfir hinni þrótt- miklu starfsemi skíðadeildar- innar, og árnaði henni heilla á starfsári því, er hún væri nú að hefja. Greiðasölustaður Kolviðarhóll verður rekin í vetur sem greiðasölustaður, sem öllum er heimill aðgangur að, meðan húsrúm leyfir á hverj um tíma. Forstöðu greiðasölunn ar hefir ungur og efnilegur framreiðslumaður, Guðjón Guð mundsson, á hendi (bróðir Al- berts Guðmundssonar, knatt- spyrnumanns). Er greiðasalan opin alla daga og tekið á móti dvalargestum. Gististaður fyrir 100 manns Að Kolviðarhól geta alls 109 manns gist. Herbergisrúm er fyrir 60 rrianns, en svefnpoka- rúm er á lofti hússins fyrir 38 manns. Auk þess er lítill skáli, sem eingöngu er ætlaður ÍR- ingum, sem tekur um 20 manns í svefnpokum. Gufubað er á Hólnum fyrir dvalargesti. Á. Á. 1 ------------------ j Aðalfundur 1 Sundfjelagsins Ægis SUNDFJELAGIÐ ÆGIR hjelt aðalfund sinn fyrir nokkru. —< Formaður gaf ýtarlega skýrSlu itm starfsemi fjelagsins á liðna árinu, meðal annars gat hann þess að þátttaka fjelagsmanna í sundmótum hefði verið óvenju góð, auk þess höfðu unglingar f jelagsins staðið sig sjerstaklega vel. Mikill áhugi ríkti fyrir því að æfa vel það sem eftir er vetrarins, þó að misheppnast hafi með haustæfingarnar vegna lokunar Sundhallarinn- ar. Þórður Guðmundsson formað ur fjelagsins var endurkosinn til næsta árs, síðan voru kosnir 3 meðstjómendur til tveggja ára: Theodór Guðmundsson og Hörður Jóhannesson, endur- kosnir og Iíannes Sigurðsson í stað Gísla Sigurðssonar. Fyrir voru í stjórninni: Ari Guð- mundsson, Lárus Þórarinsson og Helgi Sigurðsson. ----------------- ^ Tveim íslenskum I knatlspyrnuþjálf- 1 urum boðið lil Þýskalands FYRIR tilstuðlan þjálfara Vik- ings, Fritz Buchloh, var tveim- ur íslenskum knattspyrnuþjálf- urum boðin ókeypis námsdvöl í nokkrar vikur við þýskaö íþróttaháskóla í Köln. Þeir, sem boðið þáðu, eru Karl Guðmundsson (Fram) og Óli B. Jónsson (KR). Rektor , íþróttaháskólans eS dr. Diem, sá, sem skipulagSÍ Olympíuleikana í Berlín 1936. Karl og Óli B. eru fyrit! nokkru farnir utan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.