Morgunblaðið - 10.12.1949, Page 4

Morgunblaðið - 10.12.1949, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. des. 1949. Samþyktir fiskiþingsins SVO sem skýrt hefur verið frá, þá er Fiskiþing nýlokið hjer í bænum. Hefur Mbl. jafnóðum birt samþykktir þingsins, en þær sem hjer fara á eftir eru þær síðustu, sem frá því komu. V j elbátatryggingar Svohljóðandi tillögur laga- Og fjelagsmálanefndar samþ. með öllum atkvæðum. Fiskiþingið felur stjórn Fiski fjelagsins að beita sjer fyrir og vinna að eftirfarandi umbótum um tryggingar vjelbáta. 1. Að sjótryggingargjöld vjel báta í fyrsta vátryggingarflokki verði hvergi á landinu hærri en 4% og hlutfallslega í öðrum vátryggingarflokkum. 2. Að endurgreiðslur fyrir hafnarlegur verði teknar til greina, ef tryggður bátur ligg- ur í höfn samfleytt 10 daga eða lengur. 3. Að þóknun fyrir aðstoð við skip eða björgun skipa, sem tryggð eru hjá íslenskum vátryggingarf jelögum verði hin sama hjá öllum ísl. tryggingar- fjelögum. Fiskiþingið skorar á Alþingi, að gera þá breytingu á lögum um tryggingar vjelbáta, að Bátaábyrgðarfjelag Vestmanna eyja fái að starfa sem sjálfstætt fjelag, þar sem sjerstakar á- stæður eru fyrir hendi um starf semi. Vjelgæsla og tæknifræðsla Svohljóðandi tillögur frá laga- og fjelagsmálanefnd sam þykkt með öllum atkv. Fiskiþingið lítur svo á, að sí- vaxandi tækni- og vjelanotkun í þágu sjávarútvegsins, sem annara atvinnugreina, leiði af sjer aðkallandi nauðsyn til al- mennrar fræðslu um þessi efni, og því sé nauðsynlegt að stofna og starfrækja vjelfræði- og tæknikennslu svo víða um land sem við verður komið. Meðan ekki hefir verið lög- fest ný skipan þessara mála tel ur fiskiþingið affarasælast, að þau sjeu í forsjá Fiskifjelags íslands og að námstími minni vjelfræðinámskeiða Fiskifje- lagsins verði lengdur um 4 vik- ur og jafnframt tekin upp kennsla í verklegri og bóklegri rafmagnsfræði ekki minna en 8 kennslustundir á viku, og ennfremur veitt tilsögn í með- ferð talstöðva. Fiskiþingið felur stjórn Fiski f jelags íslands að hafa forgöngu um námskeið fyrir matsveina á fiskiskipum og sjóvinnunám- skeið eftir því sem ástæður frekast leyfa. Fiskiþingið ályktar, að fram- vegis verði hin minni mótor- námskeið Fiskifjelagsins stað- bundin og haldin árlega, og sje leitað álits fjórðungssambanda um heppilegastan stað í hverj- um fjórðungi. Fiskiþingið beinir því til stjórn Fiskifjelagsins að veita því sem bestan stuðning, að kaup náist á hentugu húsnæði fyrir mótornámskeið Fiskifje- lagsins í Vestmannaeyjum, þar sem tilvalið þykir fyrir mótor námskeiðin. Veðurfregnir Svohljóðandi tillaga laga- og fjelagsmálanefndar samþ. með. öllum atkv. Þar sem vitað er, að hin ýmsu framleiðslustörf hjer á landi eru mikið háð veðurfari, og að flest störf sem fiskveiðar snerta fara mjög eftir veðurfregnum og veðurspám, þá beinir Fiski- þingið því til veðurstofunnar að fullkomna svo veðurathug- unarkerfið innanlands, að veð- urþjónustan nái þeim tilgangi sínum að vera á hverjum tíma sem öruggust leiðbeining fyrir fiskiflotann. Fiskiþingið ítrekrar fyrri óskir sínar um að veðurfregn- ir sem berast frá skipum á hafi úti skömmu fyrir veðurathug- un á hverjum tíma, sjeu jafnan lesnar með veðurfregnum, ef í þeim felast öruggari eða nýrri upplýsingar en veðurstofunni hafa borist frá athugunarstöðv- um í landi. Greinargerð með tillögu sjávar útvegsnefndar um land- helgismál „Fiskiþingið hefir með fram angreindri tillögu látið í Ijós álit sitt á því að hverju beri að stefna í þessu máli. Hinsvegar telur fiskiþingið, að nú þegar muni hægt að færa út landhelgina að því er síld- veiðarnar snertir. Þar sem þær þjóðir, er þar hafa hagsmuna að gæta hjer við land, hafa landhelgislínu sína fjær strönd inni en við, og rýmkunin því fullkomin rjettar- og sann- girniskrafa af okkar hendi. Fiskiþingið ætlast því til, að stjórn Fiskifjelags íslands beiti sjer fyiúr því að öll sú rýmk- un landhelginnar, sem mögu- leg er verði framkvæmd fyrir næstu síldarvertíð og gildi þar til meiri rýmkun fæst“. Afkoma sjávarútvegsins Hagnýting sjávarafurða Svohljóðandi tillaga frá sjávarútvegsnefnd samþ. með samhljóða atkv. Fiskiþingið lætur í ljós á- nægju sína yfir þeim framför- um, sem orðið hafa um hagnýt ingu á fiskúrgangi og telur að sem allra fyrst verði að gera ráðstafanir til þess að hagnýta allan fiskúrgang, þar á meðal þurfi að koma upp tækjum til að vinna soðkraft úr fisksoði (límvatn), í síldarverksmiðj- um. Skýrsla fiskimálastjóra Svohljóðandi tillögur frá laga- og f jelagsmálanefnd sam- þykktar með öllum atkv.: Meðan ekki er ráðinn fast- ur landserindreki í þjónustu Fiskifjelagsins samþykkir Fiski þingið, að beina því til stjórn- ar Fiskifjelagsins að beita sjer fyrir því, að fjórðungserind- rekar eða aðrir hæfir menn vinni að útbreiðslu og aukinni starfsemi fiskideildanna eftir því sem stjórn Fiskifjelagsins þykir nauðsyn til bera á hverj- um tíma. Leggur Fiskiþingið áherslu á það, að strax á yfirstandandi vetri verði hæfur maður feng- inn til þess að heimsækja fiski deildir í Sunnlendingafjórðungi og sje einnig fyrir hann lagt að halda fundi í þeim verstöðv um sunnanlands, þar sem Fiski fjelagsdeildir starfa ekki eða eru fallnar niður. Þá leggur Fiskiþingið áherslu á það, að fiskimálastjóri, vjel- fræðiráðunautur og aðrir hæfir menn flytji sem oftast erindi í útvarp um starfsemi og til- gang Fiskifjelagsins. Þá beinir Fiskiþingið því til stjórnar Fiskifjelagsins, að hafa forgöngu um meira sam- starf hinna ýmsu fjelagssam- taka útvegsins um sameiginleg hagsmunamál. Efnagreining smurolíu Svohljóðandi tillaga frá laga- og fjelagsmálanefnd samþ. með öllum atkv.: Fiskiþingið felur stjórn Fiskifjelags Islands, að taka til athugunar hvort ekki sje nauðsynlegt að rannsóknarstofa Fiskifjelagsins eignist tæki til fullkominnar efnagreiningar á smurolíum, svo útvegsmenn og aðrir smurolíunotendur eigi þess kost að kaupa þessa vöru samkvæmt viðurkenndum gæða vottorðum. Verbúðabyggingar Fiskiþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að fyrir for- göngu stjórnar Fiskifjelags ins hafa fengist hagkvæmar af verbúðabyggingum. Jafnframt felur Fiskiþingið stjórn Fiskifjelagsins að beita sjer fyrir því„ að fjárfestingar- leyfi til verbúðabygginga fáist hindrunarlaust, og Alþingi og ríkisstjórn geri ráðstafanir til hagkvæmra lána til verbúða- bygginga. Samþ. með öllum at- kvæðum. Útvarp lagf niður í öllum veitingaslof- um og matsölum ÚTLIT er fyrir, að útvarp verði með öllu lagt niður í flestum eða öllum veitingastof um og matsölum á landinu vegna hinnar nýju gjaldskrár STEFS, sem krefst gjalds af útvarpsnotkun í slíkum fyrir- tækjum. Hefir fjelag veitinga manna lagt til við meðlimi sína að þeir láti innsigla útvarps- tæki sín þegar í stað. Kröfur STEFS hafa stoð í ögum og verður ekki hjá þeim komist. Er hjer um veruleg út- gjöld fyrir veitingastofur að ræða. Getur gjaldið komist alt upp í rúmlega 3700 krónur hjá stærstu veitingahúsunum eins og t.d. Sjálfstæðishúsinu, mán aðarlega. STEF krefst gjalds af hvers konar hljómlist, sem flutt er, hvort heldur er af grammofón, útvarpi eða hljómlistarmönn- um sjálfum. Innganga íslands í Bernarsam bandið veldur því, að ekki er hægt hjá þessum gjöldum að komast, þar sem höfundarrjett ur erlendra manna er viður- kenndur með inngöngu í sarri- bandið, en áður var innlendur höfundarrjettur viðurkenndur og verndaður. Yesfur-íslenskur fil|én!isfar- maður hylfur á 75 ára afmæli Frá Minneapolis er Mbl. skrifað SUNNUDAGINN 13. nóv. s.l., fengu Vestur-fslendingar í Minne apolis að sjá vott þeirrar viður- kenningar sem Hjörtur Lárusson hefir áunnið sjer meðal hljómlist arleiðtoga í þessari álfu. Átti hann 75 ára afmæli þann 14., en var haldið upp á merkisdaginn á sunnudag, þar sem fleiri en 70 kunningjar áttu hægara með það að heimsækja hann á þeim degi. Hjörtur Lárusson er vel þekkt- ur meðal V.-íslendinga. Það var til Winnipeg sem ferðinni var heitið þegar hann fluttist vestur á seytjánda árinu, 1891. Hjörtur er barn þjóðhátíðarársins, fædd- ur 14. nóvember 1874, á Ferju- koti í Borgarhreppi í Mýrasýslu — og bar þá bærinn nafnið með rjettu, löngu áður en brú var byggð yfir Hvítá. Lárus Sigurðs son, faðir hans (bróðir Sveins heitins á Akranesi), dó á elli- heimilinu, Betel, á Gimli, fyrir nokkrum árum. En frænka hans, frú Nikulás Ottesen, er enn á lífi í Winnipeg ásamt hálfsyst- kinum. Frú Lára Goodman Sal- verson, skáldkona, frú Dóru, konu Steindórs Jakobss. kaupm., Guðmundar í Toronto, Alberts Goodman við ameríska sendiráð- ið í Reykjavík og frændfólks á Gimle, Árborg og víðar, þar á meðal frú Ingunnar Sveinsdótt- ur, konu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Það var gestkvæmt á heimili Hjartar og frú Alice að 5701 14th Ave. So. í Minneapolis, þennan sunnudag, þar sem svo mikill fjöldi tók þátt í þeirri vingjarn- legu innrás er gerð var þá í til- efni dagsins. Tók frúin á móti með venjulegri rausn, og veitti dagurinn öllum aðiljum sjer- staka ánægju. Var það margþætt lið sem só'tti Hjört heim á þessum merkisdegi til þess að þakka honum vel unn ið starf. Bar einna mest á leiðtog um í hljómlistinni, innan um venjulega landa. Þar voru Willi- am MacPhail og frú hans, stjórn andi og stofnandi MacPhail School of Music í Minneapolis, þar sem Hjörtur hefir starfað við kennslu síðan hann fór frá Winnipeg rjett eftir aldamót. Organistar, hljómsveitarstjórar, kennarar í hljómlistinni, „fag- menn“ allir eins og Hiörtur, kepptust við meðal Vestur-íslend inga, að óska afmælisbarninu til hamingju. Hirti gekk eiginlega verst, segja þeir, er viðstaddir voru, að sannfæra gesti um það að hann væri virkilega búinn að lifa fimm ár fram á áttrætt. En þegar reikn ingshald byrjar á starfsferli hans, þá virðist árafjöldinn vera ennþá meiri. Hjörtur hefir verið" ráðinn um áratugi sem lúðraflokks- stjóri hjá fleiri fjelögum, t. d. stiórnandi Shrine Band og Zion Commandery Band meðal Frí- múrara, Oddfellows Band, Street- car Employees’ Band, o. m. fl. Ljek hann á „trum”''t“ í hinni heimsfrægu Minnee"'1's Symp- hony Orchestra ur" ’n ára bil. Meðal Vestur-ís1"nc,i "’ga var hann hvatamaður, stofnandi, sönastióri off tónskáld í senn fyr- ir kvennasöngflokk er starfaði um noWurra ára skeið við góð- an orðstír innan vjebanda Heklu klúbbsins. Stundar hann nú aðal- leaa það starf að stemma hlfóð- færi, oe kennir hann þá iðn á- fram á MacPhail School of Music. Sönvnemi við þá stofn- un, Óli Kárdal frá Gimli, skemmti gestum í afmælisboð- inu ágætlega með einsöngvum, innan um ræðuhöld og veitingar. Auk stjúpbarna, á Hjörtur tvö börn á lífi, söngkonuna nafn- kunnu, Fjólu Marín, frú Violet Code, er fór heim til íslands Al- þingishátíðarárið, 1930, sem býr í San Francisco, California og Theodor, búsettur nú í Wayzata, í grennd við Minneapolis. Mæðrastyrksnefnd sent ýmsum stofnunum og fyrirtækjum hjer í bæ samskotalista til jólasöfn- unar. Við vonum að listum þessum verði vel tekið eins og. undanfarin ár. Allir, sem þekkja til hjer í borg vita, að hjer búa margar fátækar einstæðings mæður, sumar með stóran hóp barna.. Eðlilega eiga þessar mæður mjög örðugt uppdráttar. Um dagamun eða hátíðabrigði er því tæplega að ræða hjá þess- um mæðrum. En jólin eru há-, tíð barnanna, og hvert og eitt einasta barn, hvort sem það er ríkt eða fátae.kt, væntir sjer ein- hvers á jólunum, einhverrar gleði, einhvers fagnaðar í sam- bandi við hátíðina. Eitt af því sem börnum geng ur örðuglega að skilja, er að sumir eigi meiri rjett á gæð- um lífsins en aðrir. En við vilj- um gjarnan að ekkert barn þurfi að brjóta heilann um það á jólunum, og við viljum að þessi gleðinnar og ljóssins há- tíð komi til allra barna, án þess að valda þeim vonbrigða og þessvegna leggjum við með gleði eitthvað fram. Síðastl. vetur gáfu Reykvíkíngar í jóla- söfnun kr. 56.000,00 og var 400 heimilum úthlutað af því fje hjer í bæ. Fyrir þessar rausnarlegu gjafir vill Mæðrastyrksnefnd færa bæjarbúum sínar bestu þakkir og sömuleiðis fyrir traust það sem nefndinni er sýnt með því að fá henni þetta til úthlutunar, en það hefur hún og mun gera af hinni mestu samviskusemi. Fatagjöfum er einnig þakk- samlega veitt móttaka í skrif- stofu nefndarinnar í Þingholts- stræti 18, sem er opin alla virka daga frá kl. 3—5 e. h. nema laugardaga, en eftir 10. desember er hún opin alla virka daga, laugardaga líka, kl. 2—7. Góðir Reykvíkingar! Munið Mæðrastyrksnefndina! Látið fátæku móðurina ekki þurfa að sjá vonbrigði á andliti barns- ins síns á jólunum. Leitið sannarar jólagleði í því að gleðja aðra! Yfirstjóm Frakkahers breytl PARÍS, 7. des. — Tilkynntar hafa verið nokkrar breytingar á yfirstjórn franska hersins. — Munu þær vera fyrsta skrefið í áttina, sem landvarnaráðherr- ann nýi, Pleven, sækir í, en það er að „nema stjórnmál burt ur franska hernum.“ — Reuter. . Orðsending frá Mæðrasfyrksnefnd EINS OG að undanförnu, hefur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.