Morgunblaðið - 10.12.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. des. 1949. MORGUNBLAÐIÐ 5 Baráttan FRAMSÓKNARMENN berjast gegn braskinu. Á hverjum degi glímir Tíminn við braskið, hvort sem hann er rauðflekkótt ur eða bara einlitur eins og hin blöðin. í fylkingarbrjósti þessarar baráttu eru tvær öðlings mann- eskjur úr þingmannaliði Fram sóknarflokksins, sem þó eru jafn ólíkar og dagurinn og nótt in, jómfrú Rannveig og Her- mann glímukóngur. Öll barátta þeirra minnir á ekkert fremur en baráttu ofur- hugans Don Quixote við vind- mylluna. ,,Kosningabeitan“ berst Það getur samt tæpast kall- ast óeðlilegt, að Rannveig berj ist gegn hverskyns braski. Sá er yfirleitt vilji allra góðra ís- lendinga nú til dags. Rannveig hefir ekkert sjer til sakar unnið á brasksviðinu. Hún hefir verið utan við þau öfl, sem þar ráða ríkjum. Hún hefir flekklausa fortíð. Hefir sennilega aldrei hagnast á ná- unganum, en þar með er líka alt upptalið. Rannveig er eng- inn dýrlingur. Komist hún ein hverntíma að stjórnar-kjöt- katli Framsóknarflokksins, er mjög ósennilegt, að hún reyni ekki að mata krókinn, en sú hefir orðið raunin hjá flestum flokksbræðrum hennar. — Hún sjer allsstaðar brask og svarta markað, svindl og ósóma, nema hjá sínum eigin flokksbræðr- um. Framsóknarmenn hvítþvegnir englar Þeir eru hvítþvegnir englar, sem aldrei hafa borið það við að selja ísskápa, bíla, þvotta- vjelar og margt, margt fleira á svörtum markaði og þar með okrað á samborgurum sínum. Kona, líttu þjer nær! Gakk í skrokk á þínum eigin flokki og reyndu fyrst að þvo braskara- nafnið af honum. Þá fyrst get- urðu snúið þjer að hinum. Þú ert ný bóla í flokknum, satt er það. Nýja brumið er varla farið af þjer. Þú stendur ein í allri þinni baráttu, jafn- vel þegar döguð uppi. Braskið ólgar og vellur við hlið þjer í Framsóknarflokknum, en það brask læst þú ekki sjá. Sambandið og þerna Hermanns En þjóðin sjer það! Og meðan þú beitir þjer ekki fyrir, að það almáttka ríki í ríkinu SÍS, láti af hinu þjóðkunna braski sínu með innflutningsvörurnar, einkanlega nauðsynleg heimilis tæki, .sem þú virðist í ræðum þínum bera svo mjög fyrir brjósti, a.m.k. fyrir kosningar, getur þú aldrei ætlast til þess, að þjóðin taki þig alvarlega. Hún mun þá aitaf líta á þig sem aumt verkfæri stærstu braskaranna í þínum eigin Hendingar. eftir Jónas 1 Jónsson frá Grjótheimi gegn braskinu Hermann bersi gegn sjálfum sjer. flokki, að þú sjert að vinna fyrir þá, og að við þig festist hnjóðsyrðið: „Þerna Her- manns". Strandakappinn hvítur sem snjór Hinn forvígismaður Tíma- liðsins í baráttu þess gegn braski andstæðinganna, er Her- mann Jónasson. Hann er alger andstæða keppinautar síns um flokksforystuna, Eysteins Jóns- sonar, því að barátta hans gegn braski virðist vera af nokkrum heilindum unnin. Það er ekki hollt þeim, sem í glerhúsum búa, að kasta stein um. En Hermann er ofurhugi og tekur sjaldan skynsemi og fyr- irhyggju með í skrif sín, og þess vegna verður barátta hans gegn braski að aumu útburðarvæli þess manns, sem átelur and- stæðinga sína fyrir þá galla, sem hann sjálfur er þjóðfræg- ur fyrir. Svo mikið sakleysi og hjart- ans vandlæting fylla skrif hans um þessi mál, að mögulegt er, að almenningur ljái honum eyra og sýkni hann af þeirri sönnuðu ákæru, að hann sje landsins mesti braskari. En Hermann á þó heiðar- leika til. Hann hefir gert játn- ingu. Þá játningu vill hann sjálfsagt ekki, að hátt sje með farið, en það er ekki vanþörf á því nú, þegar hann reynir að slá sig til riddara í barátt- unni gegn braskinu, að rifjuð sje upp þessi játning hans, þar sem hann viðurkennir sitt eigið brask og reynir að bera í bæti- flákana. Þjóðinni er holt að hafa þessa játningu Hermanns í huga, þegar hún horfir á hann geysast fram á vígvöllinn og þykjast berjast gegn brask- inu. Játning Hermanns um bílabraskið Eftirfarandi játning Her- manns Jónassonar er útdráttur úr grein hans í Tímanum 18. nóv. 1948, en hún var síðar tek in upp í Landvörn, blað Jónas ar frá Hriflu, andlegs fóstur- föður hans á þroskaárunum. „Þegar jeg var ráðherra keypti jeg bifreið .... seldi hana og keypti aðra og greiddi toll af henni. Nokkru áður en jeg fór úr ríkisstjórn inni, pantaði jeg nýja bifreið .... ráðstafaði henni .... og bað síðan bílasalann að reið.....Hana ljet jeg til panta fyrir mig aðra bif- annars manns. Eftir að jeg fór úr ríkisstjórninni sótti jeg um innflutning bifreiðar í stað annarar, er jeg seldi. .... Hafði svo um skeið not aða bifreið, setti í hana nýja vjel og kostaði miklu til. .. .. Að lokum fjekk jeg leyfi til að kaupa litla bifreið .... seldi hana. .... Fjellst þá Nýbyggingarráð á að láta mig hafa yfirbyggðan jeppa. .... Rjett á eftir fjekk jeg leyfi fyrir bandarískri fólks bifreið....Seldi jeg þá yf- irbyggða jeppann. .... Hefi orðið þess var. að ýmsa undrar, að jeg skuli nú eiga j jeppa......Fjekk hann frá bónda fyrir gamla vjel, sem jeg átti áður, og ferðast að- allega á honum suður í Foss- vog í skemmtigarð, sem jeg á þar....“. Þarf nú frekar vitna við? Svo mörg eru þau orð og er ekki von, að fólk spyrji eftir lestur þessarar játningar: Þarf nú frekar vitnanna við? Þetta er maðurinn, sem nú berst gegn braskinu og þá vænt1 anlega gegn bílabraski ekki síð ur. Það væri næst að ætla, að hugarfarsbreyting hefði orðið lýá Hermanni, en þjóðin þekk- ir hann of vel til þess, að hún leggi trúnað á slíka bjartsýni. Hann verður í augum hennar æ hinn sami valdagráðugi og sibraskandi pólitíski spekúlant. Braskið er þjóðarböl. Um það geta allir íslendingar verið sammála. En íslendingar liggja ekki trúnað á, að Framsóknar- menn sjeu einlægir í baráttunni gegn því, vegna þess, að enginn flokkur, engir menn á undan- förnum árum hafa eins stuðlað að braski og eflt brask sem Framsóknarmenn. F. NÚ á þessum tímum þegar hinar líkamlegu íþróttir skipa öndvegissess í þjóðlífinu og í- þróttakapparnir stíga upp í Faxa loftsins, sem bera þá suð- ur í heim á Olympíuleiki og önnur íþróttamót, bera margir kvíðboga fyrir því, að fólkið sje að hverfa frá hinum and- legu íþróttum, að þær sjeu að hverfa í skugga þeirra líkam- legu. En ekki held jeg að ástæða sje til að óttast það, heldur geri jeg ráð fyrir að líkamleg og andleg heilbrigði þjóðarinn- ar fari saman. Ein þjóðlegasta og elsta íþrótt íslendinga, hag- mælskan, þróast hjer prýði- lega. Hagyrðingarnir og vísur þeirra eru óteljandi. Ýmist breiðast vísurnar út á vörum fólksins, eða þær komast í bækur og blöð. Fyrir tveimur árum Ijest einn fræknasti hagyrðingur hjer um slóðir, Kolbeinn í Kollafirði. Vísur hans hafa verið gefnar út í kvæðabók- um, sem eru heilt haf af Mikill ijöldi heim- sækir fjelagsheimili Heimdallar FJELAGSHEIMILI Heimdall- ar í Vonarstræti 4(2 hæð) hef- ur nú verið opið um tíma og hefur fjöldi fjelagsmanna not- fært sjer þessa nýju starfsemi fjelagsins. Eins og áður hefir verið skýrt frá liggja þarna frammi blöð og fróðlegar bækur, svo og allar þær tillögur og öll laga- frumvörp, sem borin eru fram á Alþingi. Ennfremur er í huga að hafa þarna spil og töfl. Jafn- framt lesstofunni er opin skrif- stofa, sem m. a. tekur á anóti nýjum fjelagsmeðlimum og hefur fjöldi æskufólks innritað sig í fjelagið. Ennfremur veitir skrifstofan fjelagsmönnum margs konar upplýsingar varð- andi fjelagsstarfið og baráttu- mál fjelagsins. Heimdellingar eru hvattir til að veita skrifstofunni allar þær upplýsingar, sem að gagni mega jkoma í fjelagsstarfinu. skemtun, heilræðum og skoð- unum á viðburðum dagsins. — Og þó hann falli frá, þá rísa margir nýir hagyrðingar upp, feta í fót'spor hans og brjóta nýjar leiðir. Ekki er kveðskapur þessi allur gull. En það sakar ekki. því að ennþá finnast litlar vís- ur, sem samt geta verið stór- brotnar og diúpar að hugsun og tilfinningum, að þeim megi skipa á bekk með stórum lista- verkum. Vísnabækurnar eru margar og á sumar þeirra hefur verið minst í blöðunum, en jeg vildi aðeins minnast hjer -á eina þeirra, sem jeg rakst á af hend ingu, enda heitir bókin Hend- ingar og höfundurinn er Jónas Jónsson frá Grjótheimi. Höfundurinn mun vera mörg um kunnur af fyrri vísum hans sem hafa gengið manna á með- al og stundum komið í blöð- unum. Og af þessari nýkomnu bók hans munu flestir hafa skemtun og lærdóm, jafnt hag- yrðingar sem aðrir. Það er eftirtektarvert, hve allar vísurnar eru ljettar og liðugar, auðheyrt, að þær eru eftir mann, sem er hagmælsk- an í blóð borin. Þær fjalla um daglega viðburði, sumsstaðar er góðlyndi og vinátta, annars staðar harka og fordæming. — Kostur við kvæðin er, að þar gætir ekki mannhaturs nje kala, varla nema sanngjarns reiðilesturs, þar sem höfundin- um finnst ábótavant. Mjer hefur fundist, að hag- yrðingar síðari tíma vilji blikna fyrir táknum nútímans — að þeir hafi reynt að halda sjer inni i rómantík fortíðarinnar og geti ekki viðurkent hin snöggu stökk tækninnar. Þetta verða þeir þó fyrr eða síðar að gera. Við lifum á morgni at- ómaldar og allt í kringum okk- ur eru bílar, dráttarvjelar, sími, útvarp, rafmagn, ísskápar, hrærivjelar o. s. frv. Ef hag- mælskan á að þróast áfram sem íþrótt þjóðarinnar, þá verða hagyrðingarnir að yrkja um lífið, eins og það er í dag, en ekki eins og það var í gær.. I þessu finnst mjer Jónas frá Grjótheimi vera að brjóta nýj- ar leiðir í vísum sínum. Mig langar að taka hjer á eftir hluta úr einu kvæði hans. Jónas mun vera vörubílstjóri og þegar hann fekk nýjan bíl, yrkir hann: Jeg hef valið nýja tílnum besta gæðingsnafn , boðað, hann skel ,L)ettir‘ heita og fár er honum jafn; númerið er átján hundruð áttatíu og eitt, ártalið, sem jeg er fæddur, því fær enginn breytt. Hlakka til að hleypa á sprett, þvi honum mun um ganginn Ijett, og engum þykja undrafrjett, þótt ótal met hann geti sett; hann er líka sannkallaður Chevrolet. Ljettast þegar leik við stýrið á „Ljetti“ svíf; helst finst mjer sem hjóladýrið hafi líf. Þá er eins og andinn fái æðra flug; kemur margt, sem mest jeg þrái mjer í hug. Þetta er aðeins brot, en það sýnir hve liðugt Jónasi frá Grjótheimi er um að yrkja vís- ur sínar. Með þessari fyrstu bók hans, held. jeg hiklaust, að það megi skipa höfundinum á bekk með okkar fremstu hag- yrðingum. Þorsteinn Thorarensen. Ásf en ekki het DRAUPNISÚTGÁFAN hefir nú sent á markaðinn þriðju skáld söguna eftir Frank G- Slaugh- ter, höfund bókanna ..Líf i læknis hendi“ og ..Dagur við ský“. Nefnist þessi nýja saga Ást en ekki hel. Hún gerist á öðrum slóðum en hinar fyrii og er fyrst og fremst ástar- saga, eins og nafnið bendir tiL Slaughter er nú orðinn svq kunnur íslenskum lesendum, að óþarft er að kynna hann. Sög- ur hans hafa komið út víða um heim og hvarvetna átt miklrm vinsældum að fagna. Þó er þess að geta, að sögulegar skáldsög- ur hans hafa fallið lesendunum miklu verr í geð, en Draupnis- útgáfan hefir sneitt hjá útgáfu þeirra, og má það teljast hyggi- legt. Þess má einnig geta. að „Dag ur við ský“ er kominn út í nýrri útgáfu. Kom sú bók fyrst út fyrir síðustu jól’og seldist þá upp á skömmum tíma. Landstjórinn é bafavege LONDON, 7. des. — Gerðhefm verið önnur aðgerð á breska landstjóranum, sem varð fyrir árás tveggja Malaja á dögun- um. Liggur hann í sjúkrahúsi- í Singapoore og„ er líðan hans góð eftir atvikum. Níu manns hafa verið teknir fastir til viðbótar vegna árásar- innar á landstjórann. — Mv.nii bíða þeirra yfirheyrslur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.