Morgunblaðið - 10.12.1949, Page 6

Morgunblaðið - 10.12.1949, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. des. 1949. Bókaúfgáfan J Víðfrœgasta leikspilið sem út hefur komið á íslandi. • Óvenju fjölbreytt og spennandt ■ Heildsölubirgðir ^ ; ^Aóljöm Olafóóoyi Heildverslun Best ú augl ýsa í Morgunl ilaðinu Afhyglisverð drengjabék FYRSTA sjóferðin heitir nýút- komin bók; sem mjer finnst að sje þess verð að minnast lítil- lega á. í þessu svokallaða bóka- flóði fyrir jólin koma út marg ar bækur, og eru þær, eins og gefur að skilja, misjafnar að gæðum, en þá kemur vandinn að velja og hafna. Fyrsta sjó- ferðin er ein af þeim bókum, sem jeg vil ráðleggja fólki að ganga ekki framhjá. Hún er skemmtilega skrifuð og efnis- meðferðin með ágætum. Manni dettur helst í hug Sveinbjörn Egilson þegar hann fer í sína fyrstu sjóferð. Bókin segir frá dreng sem átti heima á vesturströnd Jót- lands, hann var hjá móður sinni, sem var ekkja, hafði hún mist mann sinn í sjóinn, en sonurinn hafði hug á að ger- ast fyrirvinna móður sinnar og taka upp merki föður síhs Með þá hugsjón leggur hann af stað með sjópokann sinn, á- leiðis til Esbjerg og ætlar að ráða sig á skip. En snáðinn hefir sjálfsagt þótt lágur í lofti, og gekk illa hjá honum að fá skipsrúm fyrstu dagana. En að lokum hittir hann skipstjóra, sem er að sigla, en matsveinn hafði strokið af skipi hans og stóð hann uppi „kokk“-laus og þá hugði Jören (en svo hjet drengurinn), sjer gott til glóð- arinnar og gaf sig á tal við skipstjóra, og var það bæði spaugilegt og skemmtilegt sam tal senr þeim fór á milli, en endirinn varð sá að Jören er ráðin á skipið og hefst þar hans fyrsta sjóferð, en ekki sú síð- asta. Ö. P. Sjúkrahúsmálin Nýjur bœkur: íslenskir Hninnrstúdentar Eftir BJARNA JÓNSSON, fyrrv. bankastjóra. í bókinni er æviágrip allra íslendinga, er stundað hafa nám við Hafn- arháskóla frá öndverðu. Þetta er stórmerk bók, hálfrar aldar verk, unnið af óþreytandi ná- kvæmni 'og sívökulli samviskusemi. Hún er óskagjöf til allra, «r unna íslenskum fx-æðum og þjóð- legri menningu. Bókin er 435 bls. í stóru broti. Verð: óbúndin kr. 65.00, í rexinbandi kr. 85.00, í skinnbandi kr. 100.00. Veislon ú höininni Skáldsaga eftir ARNE SKOUEN í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar. Arne Skouen er ungur Norðmaður, er getið hefur. sjer mikla frægð á síðustu árum. — Þessi skáldsaga hlaut 1. verðlaun á Norðurlanda-sam- keppninni 1947. Verð í bandi kr. 32.50, óbundin kr. 22,50. MÖNNUM hefur að vonum orð- ið tíðrætt um sjúkrahúsmál höfuðborgarinnar. Skortur á rúmi fyrir sjúklinga í sjúkra- húsum er svo mikill, að vand- ræði hafa hlotist af, enda marg- oft á þetta bent í ræðu og í'iti af lækmxm bæjarins. Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir hef ur manna mest og best á þetta bent og hefur hann borið fram margar ágætar tillögur til úr- bóta, en því miður hefur lítið ennþá orðið úr framkvæmdum. Þó er unnið sleitulaust að því að reyna að fá losaða efstu hæð Landsspítalans, en þar er nú Hjúkrunarkvennaskólinn til húsa. og á þann veg fá aukið sjúkrarúm í stærsta og full- komnasta sjúkrahúsi landsins. Þá hefur árangurslaust verið reynt að ná samningum við Landakotsspítala um afnot af efstu hæð nýju spítalabygging- arinnar. Og að síðustu er nú unnið að undirbúningi bæjar- sjúkrahúss Reykjavíkur. Enn- fremur er búið að grafa fyrir grunni Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Allt þetta er gott og blessað svo langt sem það nær, en þó verður að gera bet- ur, ef vel á að fara. — Á það hefur verið bent að reisa við- byggingu við sjúkrahús Hvíta- bandsins og myndi á þann veg vera hægt að auka sjúkrapláss þess sjúkrahúss með tiltölulega litlum stofnkostnaði og ennfrem ur myndi aukning þessi verðá hagkvæm fyrir fjárhagslega af- komu sjúkrahússins, þar eð rekstrarkostnaður myndi ekki hækka verulega, þótt sjúkling- um yrði fjölgað talsvert. — Ætti að vera unt að bæta við 30—40 sjúkrarúmum á þennan veg. — Stækkun á vistarhælinu að Arnarholti hefur lengi verið ráðgerð — enda er það mjög að- kallandi ráðstöfun, sem ekki má dragast lengur. — Er þar sama máli að gegna og með Sjúkra- hús Hvítabandsins. Stækkun er tiltölulega auðveld og ekki mjög kostnaðarsöm og ennfrem ur verður allur rekstur hag- kvæmari og ódýrari, ef vist- plássið væri aukið úr rúmlega 40 í 70—80. — Ef þetta tvennt væri gert á næsta vori, þá væri að hausti komandi um 60—80 sjúkrarúmum fleira til ráðstöf- unar og þótt segja megi, að ekki sje það mikið, þá bætir það að nokkru úr brýnni þörf. — Ennfremur verður að athuga vel, hvort ekki sje heppilegt að koma upp hæli fyrir langlegu 'sjúklinga (króniska sjúklinga) að Korpúlfsstöðum. — Var einu sinni gerð tillaga um dvalar- heimili fyrir gamalt fólk í norð- austur álmu Korpúlfsstaðabygg ingarinnar, en sú tillaga fjekk því miður ekki byr. — Ef þess- um hluta byggingarinnar yrði breytt í hjúkrunarheimili fyrir króniska sjúklinga, þá væri hægt að fá þar rúm fyrir 50— 60 sjúklinga, en á sjúkrahúsum borgarinnar eru nú álíka marg- ir slíkir sjúklingar, sem liggja þar árum saman, en þyrftu að fá vistpláss í hjúkrunarheimili. —■ Hjúkrunarheimili að Korp- úlfsstöðum er hægt að koma upp, að vísu með talsverðu f jár framlagi, en þó miklu minna en ef um sjúkrahús væri að ræða. um aukið sjúkrarúm, þá verður enn á ný að minna á það, að það vantar alveg hjúkrunar- konur til starfa og það verður því fyrst og fremst að vinna bót á því vandræðaástandi. Það virðist harla kynlegt, að for- ráðamenn heilbrigðismálanna skuli vera svo tómlátir um lausn í því máli, sem er að reisa vandaðan og fullkominn skóla fyi’ir hjúkrunarnema. Hjer að framan hefur verið bent á nokkrar leiðir til úr- bóta um sjúkrapláss — og hefur það áður verið gert af Sigurði Sigurðssyni berklayfirlækni og fleiri læknum. Er að vænta að hafist verði handa um fram- kvæmdir hið allra fyrsta — enda þolir þetta mál enga frek- ari bið. En enda þótt þetta allt verði gert og bæjarsjúkrahús verði reist, þá verður seint hægt að í’eisa nægilega mörg sjúkrahús, til þess að allir fái sjúkrapláss, sem þess þurfa. — Það verður því að fara einnig aðra leið í þessum málum og hún er sú að gæta sjúklinga í heimahús- um — senda þangað starfs- stúlkur, hjúkrunarkonur og lækni svo oft sem þurfa þykir og á þann veg gera kleift, að sjúklingur sje heima hjá sjer, sem ella yrði að fara í sjúkra- hús vegna vöntunar á nauðsyn- legri hjúkrun og hjálp. — Hjúkrunarfjelagið Líkn hefur tvær hjúknxnarkonur í þjón- ustu sinni, sem vitja sjúklinga í heimahúsum og hafa þær unn- ið ómetanlegt starf. — En bet- ur má ef duga skal. Til þessa starfs, heimahjúkrunar, þarf að ráða fleiri hjúkrunarkonur og nokkrar starfsstúlkur, sem geta farið til sjúklinga alls staðar í bænum — ekki síst í úthverfin, en þar býr oft fólk, sem á við örðugust kjör að búa og er því mest hjálparþurfi, þegar veik- indi ber að höndum, en hjúkr- unarkonur Líknar hafa ekki getað sirmt beiðnum um hjálp, nema innan takmarkaðs svæðis í borginni til þessa. — Að sjálf- sögðu verður að gera ráð fyrir, að sjúkrasamlagslæknar vitji þessa fólks — en ef þeir hafa ekki nægan tíma til þess verð- ur að ráða sjerstakan lækni til þess að annast þessa sjúklinga — enda yrðu það ærin störf fyrir einn lækni — að minnsta kosti þegar frá líður. Aukin og bætt hjúkrun og hjálp sjúkra í heimahúsum myndi verða til þess að læknar gætu oft komist hjá því að senda sjúklinga í sjúkrahús og myndu þessar ráðstafanir því verða til þess að greiða nokkuð úr þessu mikla vandamáli, sjúkrahúsvandræðunum. Þetta fyrirkomulag — skipulögð heimahjúkrun — hefur verið tekið upp víða um lönd og þyk- ir gefast ágætlega —• og er sjálf sagt að reyna að auka það starf, sem Hjúkrunarkvennafje lagið Líkn hefur hjer hafið. Gísli Sigurbjörnsson. 4.000.000. BONN — Ráðuneyti það í V- Þýskalandi, sem annast endur- reisn húsa og nýsmíði, hefir frá þvi skýrt, að í styrjöldinni hafi um 4 milljónir íbúða ónýtst í Þegar hjer er verið að talaV-ÞýskalandL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.