Morgunblaðið - 18.12.1949, Side 4
4
MORGUPf BLAÐIÐ
Sunnudagur 18. des. 1949.
fa«
j tslensk fyndni
er að seljast upp.
Hvað sem öðru líður þá verður
Tivoli-spilið
alHaf skemmtilegast.
Heildsölubirgðir:
CJirílur Scemitndóóon Csf Cdo.
nýtt nýtt
Myndarammar
VTorum að fá i miklu úrvali myndaramma úr málmi
með kúptu gleri.
VANDAÐAR - ÓDÝRAR
\JersLtn ^Jdanó jjeteróen
NYTT
NYTT
Kommnnistor segjn sig úr lög-
um við íslensku þjóðinu
KOMMUNISTAR hafa sagt sig
úr lögum við islensku þjóðina.
Þeir vilja ekki lengur una rjett
arfari hennar og stjórnskipun.
Vitneskja þessi kemur vonum
seinna. Kommúnistar hafa allt
frá stofnun flokksins lýst því
yfir, að þeir stæðu á öndverð-
um meið við það þjóðskipulag,
sem við búum við og vildu það
feigt.
Þar til fyrir fáum mánuðum
hafa þeir þó hlýðnast íslensk-
um lögum og hafa ekki þorað
að ganga svo í berhögg við
meirihluta íslensku þjóðarinnar
að neita að virða rjettarfar
hennar.
En nú er ekki annað sýnna,
en úlfseyrum þeirra hafi svo
greinilega skotið upp undan
sauðargærunni. að lengur sje
tæplega teljandi, a. m. k. að
þeirra eigin áliti, að íslensk lög
og íslenskir dómstólar ráði yf-
ir þeim.
Virðingarleysi fyrir
löggjafarvaldinu
Með árás sinni á Alþingis-
húsið 30. mars s. I. sýndu þeir
glöggt virðingarleysi sitt fyrir
löggjafarþingi þjóðarinnar og
þar með stjórnarskrá lýðveld-
isins.
Þann dag sátu þar að störf-
um löglega kjörnir fulltrúar
íslensku þjóðarinnar og bund-
ust samtökum við nágranna-
þjóðirnar.
Nokkur skrílmenni úr fylk-
ingarröðum kommúnista og
saklausra einfeldninga ann-
ara, ljet hafa sig til þess fólsku-
verks að reyna berlega að
trufla fund Alþingis. .— Þeir
töldu sig vera íslensku þjóðina
og tróðu marvaðann fyrir utan
og heimtuðu þjóðaratkvæði.
Til stuðnings sjer ljetu þeir
liðið rjetta upp hendur. — Þá
sást þeirra ,,þjóð.“
Hver er „þjóð“
kommúnista?
Og hver var svo þeirra þjóð?
— í nýafstöðnum kosningum
komst einn upptbótarþingmað-
ur kommúnista inn á Alþingi
með 67 kjósendum að baki sjer.
— „Þjóðin", sem kommúnistar
töldu sjer á Austurvelli 30.
mars, ef dæma skal eftir hönd
um þeim, sem á lofti voru,
mundi varla hafa komið tveim
þingmönnum að með -sömu
kjósendatölu á bak við sig og
Jónas Árnason.
Kannske þeir haldi því nú
fram, að Alþingi sje ekki kos-
ið af þjóðinni? Allir þing-
menn hinna flokkanna eru þó
kosnir með fleiri kjósendur að
baki sjer en háttvirtur Bæjar-
póstur Þjóðviljans fjekk í þess
um kosningum.
Þeim myndi vafalaust falla
það betur, að kommúnistisk
einræðisstjórn setti hjer lög og
reglur, — og ekki er svo sem
að efa, a ðþann einræðisminni-
hluta .myndu þeir hiklaust
telja ,.þjóðina“.
Með umgetinni árás á Al-
þingi hafa þeir sýnt fjandskap
sinn við löggjafarvald þjóðar-
innar - svo Ijóslega, að eigi
verður lengra komist.
Virðingarleysi fyrir
dómstólunum
Dómstólar þjóðarinnar verða
líka fyrir barðinu á ósvífni
þeirra.
Það fer varla hjá því, að jafn
ótíndir dónar og kommúnistar
eigi oft sÖkótt við lög og rjett
í landinu og að vegna þess
komi oft til kasta íslenskra
dómstóla að dæma mál þeirra.
Þeir hafa tekið upp þann
háttinn að neita að svara fyrir
íslenskum dómstólum. Á þann
hátt sýna þeir þeim óvirðingu
sína, og þeir viðurkenna alls
ekki rjettmæti dóma þeirra. Ó-
svífni þeirra nær jafnvel svo
langt, að þeir rengja rjettmæt-
ar niðurstöður dómstólanna og
básúna svo í Þjóðviljanum þá
lýgi, sem þeir hafa orðið að
jeta ofan í sig fyrir rjetti.
Hraktar lygar eru sannleikur
í Þjóðviljanum
Skemmst er að minnast ó-
geðslegs máls um dreifingu á
klámmyndum, sem sannað er,
að kommúnistar hafa átt mik-
inn þátt í.
Þeir dreifðu þeirri lygasögu
út með myndunum, að þær
sýndu ólifnað íslenskra kvenna
og amerískra starfsmanna á
Keflavíkurflugvelli.
Átti þetta að vera eitt vopn
þeirra í baráttunni gegn sam-
starfi vestrænna lýðræðisþjóða
og spilla fyrir sambúð íslend-
inga og Bandaríkjamanna hjer
á landi.
Víst var þetta alvarleg á-
sökun og þeim mun alvarlegri,
sem hún snerti mjög viðkvæmt
mál í brjóstum allra íslend-
inga.
Mál er síðan höfðað út af
verknaði þessum, þar sem hjer
var mjög freklega brotið gegn
XXII. kafla almennra hegning
arlaga. Rjettarrannsókn leiddi
í ljós, að myndir þessar eru
teknar af manni, sem er ná-
tengdur Þjóðviljanum. — En
þær eru ekki teknar á Kefla-
víkurflugvelli, heldur í hóru-
húsi vestur í Kaliforniu, þar
sem þessir dánumenn og
myndasmiðir voru „að kynna
sjer þessi mál“.
Síðan eru framleiddar hjer
á landi eftirmyndir, heilar
„seriur“, og það verk annast
kommúnistar, og þeir taka að
lokum að sjer að sjá um dreif-
ingu þeirra og sölu.
Jafnframt því' læða þeir út
með myndunum þeirri lúalegu
lýgi, að hjer sje um að ræða
myndir frá Keflavíkurflug-
velli.
Allur þessi gangur málsina
hefur komið í ljós við rjettar-
rannsóknina og fullkomlega
sannaður.
Þjóðinni er því velkunnugt
um þetta sauruga athæfi ís-
lensku kommúnistanna.
Þrátt fyrir þetta er andúð
og fyrirlitning kommúnista á
íslenskum dómstólum og dóms
niðurstöðum þeirra svo mikil,
að þeim flökrar ekki við, eftir
að allt þetta er upplýst, að
bera enn á borð fyrir lesendur
sína í Þjóðviljanum rjett fyrir
kosningar, lýgina um, að
myndir þessar sjeu frá Kefla-
víkurflugvelli.
Hjer er á engan hátt verið
að mæla bót ólifnaði á Kefla-
víkurflugvelli, ef hann á sjer
stað. En það er ósannað mál,
að myndir þaðan sjeu í um-
ferð hjer í bænum, þótt hitt
sje hinsvegar fullsannað, að
kommúnistar hafa dreift fölsk
um myndum um bæinn undir
því yfirskyni, að þær væru
þaðan.
Það er líka sannað, að rjett-
mætar dómsniðurstöður hafa
þeir vjefengt og reynt að
breiða á ný út um bæinn af-
sannaðar lygar sínar.
Þannig eru vinnubrögð
þeirra. Ekkert meðal er þeim
ofgott og má í rauninni segja,
að tilgangurinn helgi meðalið.
Lokaorð
Það er lokaniðurstaða þessa
máls, að íslensku þjóðinni má
vera það fullkunnugt, að komm
únistar hafa sagt sig úr lögum
við hana.
Það ber henni því að hafa
í huga við kosningar í þessu
landi framvegis.
F.
Hitt og þetta
HJÁ Sameinuðu þjóðunum hef-
ur margsinnis verið rætt um
það, að látin yrði fara fram
rannsókn á fangabúðum um
heim allan. Rússar og leppríki
þeirra hafa eindregið lagst á
móti því og tekist að hindra það.
Hvers vegna? Ef þessar þjóðir
hefðu hreinan skjöld í þessu
máli, væri þá ekki best fyrir
þær að geta sýnt þjóðum heims
ins fram á það, að ásakanirnar
í þeirra garð um hinar hræði-
legu fangabúðir væru ósannar?
Vissulega væri það áhrifameira
heldur en þó þeir láti „línu-
menn“ sína um heim allan stöð-
ugt vera að bera á móti sögum
þessum.
Með þessari afstöðu sinni hafa
þeir því sjálfir sannað, að það
er satt sem um fangabúðirnar
hefur verið sagt.