Morgunblaðið - 18.12.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.1949, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. des. 1949. MORGUNBLAÐIÐ 5 iyktanir iró LÍ.Ú. AÐALFUNDARSTÖRFUM Landssambands ísl. útvegs- manna lauk á fimmtudags- morgun kl. 5,30, eftir að fund- urinn hafði staðið í 6 daga. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru afgreiddar margar tillögur og samþykktir varð- andi ýmis mikilvægustu hags- munamál sjávarútvegsins. — Hafa nokkrar þeirra verið birtar hjer í blaðinu áður, en eftirfarandi hefur ekki verið getið. „Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn í desbr. 1949, telur að vegna ríkjandi óvissu um áframhald- andi starfrækslu sjávarútvegs ins, geti fundurinn ekki lokið Störfum fyrr, en sjeð verður á hvern hátt Alþingi og ríkis- stjórn, hyggst að leysa þessi vandamál fyrir áramót. Fundurinn samþykkir því að kjósa 4. manna nefnd, er ó- samt fulltrúa frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna starfi að samningum við ríkisstjórn og Alþingi, að finna viðunandi starfsgrundvöll fyrir fram- leiðslu og hagnýtingu sjávar- afurða á komandi vertíð. Tillögur, greinargerð, áætl- snir stjórnar L.Í.Ú. og þau sjónarmið önnur varðandi frí- listavörur er fram hafa komið á fundinum, verði byrjunar- starfsgrundvöllur fyrir nefnd- ína. Þá felur fundurinn stjórn- ínni að kalla saman framhalds- aðalfund eigi síðar en 9. jan. næstkomandi“. Um Verðlagsráð sjávarútvegsins „Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn í Reykjavík í desembermánuði 1949, skorar á Alþingi að setja nú þegar lög um „Verðlagsráð Sjávarútvegsins“ er hafi með höndum svipað verkefni fyrir sjávarútveginn og „Fram- leiðsluráð landbúnaðarins" fyr Ir landbúnaðinn. Við setningu slíkra laga oskar fundurinn sjerstaklega £ð eftirfarandi verði tekið til igreina: 1. Að þess sje jafnan gætt að sjávarútvegurinn fái staðið undir framleiðslukostnaði af urða sinna. 2- Að heildarsamtökum út- vegsmanna sje tryggður í- hlutunarrjettur um skipun verðlagsráðsins á svipaðan hátt og bændum er tryggð- ur ihlutunarrjettur við á- kvörðun verðlags landbún- aðarafurða. Jafnframt felur fundurinn stjórn L.Í.Ú. að vinna að fram- gangi þessa máls við Alþingi og ríkisstjórn svo fljótt sem framast er unnt. Um nýtingu vinnuaflsins Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn í Reykjavík í desembermánuði 1949, árjettar fyrri tillögu sína varðandi nýtingu vinnuaflsins í landinu og samþykkir að beina eftirfarandi til ríkis- stjórnar og Alþingis: Aðalfundurinn telur það þjóðarnauðsyn að beina vinnu- afli og fjármagni landsmanna sem mest að útflutningsfram- leiðslunni og öðrum nýtsömum framleiðslustörfum. Til þess að ná þeim tilgangi, telur fundurinn höfuðnauðsyn að útflutningsframleiðslunni sje tryggð sú aðstaða að menn sækist eftir vinnu við hana. Jafnframt telur fundurinn að draga beri stórlega úr óarð- bærum og opinberum fram- kvæmdum, þar sem slíkar framkvæmdir dragi of mikið vinnuafl frá útflutningsfram- leiðslunni. Lítur fundurinn einnig svo á að svo mikils ósamræmis gæti uitl lengd vinnutíma, þeirra er sjómennsku stunda og hínna er vinna að ýmsum störfum í landi, að rjett sje að vinnutími þeirra sje lengdur nokkuð, til frekara samræmis og á þann hátt verði vinnuafköst þjóðar- innar betur hagnýtt, en nú á sjer stað. Vill fundurinn í þessu sam- bandi sjerstaklega benda á, að tekin verði upp í verknáms- deildum gagnfræðaskólanna, kennsla í hagnýtum vinnu- brögðum, er lúta að sjávarút- vegi, og á þann hátt að glæða áhuga æskunnar, fyrir aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar. Um niðurfellingu innflutnings- gjalda af vjelbátum og söluskatt Aðalfundur L.Í.Ú., haldinn í Reykjavík í desember 1949, skorar á Alþingi að fella niður innflutningsgjald á vjelbátum, sem fluttir hafa verið til lands ins frá 1. janúar 1945, og jafn- framt að Alþingi heimili ríkis- stjórninni að endurgreiða inn- flutningsgjöld þau, er inn- heimt hafa verið af vjelbátum frá þeim tíma. Ennfremur skorar fundurinn á Alþingi að fella niður sölu- skatt á nauðsynjum útvegsins, svo sem t.d. mótorvjelum, og að heimila ríkisstjórninni að endurgreiða þann söluskatt, sem þegar hefur verið inn- heimtur af þessum tækjum“. „Aðalfundurinn skorar á verðlagseftirlitið að endurskoða í samráði við fulltrúa frá L.Í.Ú. verðlag á innfluttum og inn- lendum útgerðarvörum og læka að verulegum mun álagn- ingarheimild á vörum þessum frá því sem nú er. Felur fundurinn stjórn L.í. Ú. að koma þessari samþykkt til rjettra aðila og sjá um raun hæfar framkvæmdir í þessa átt. ^/%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%^fMt%%%^> í DAG opna jeg nýft Bakarí á Skúlagötu 61 Áhersla lögð á fyrsta flokks framieiðslu og fljófa afgreiðslu OSKAR SI6URÐSS0N bakarameistari KAPPAit íslendingasagnaþættir fyrir unglinga Teikningar eftir Halldór Pjetursson GLÆSLEG JÓLAGJÖF Aðalúisala ll^óLa [níÁ 'uinnur Kirfajuhvoli — Simi 4235 -<&4 Sporf jólablað fjölbreytt að efni með fjölda mynda, getraun ofl. kemur á morgun. Afgreiðsla er í Steindórsprent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.