Morgunblaðið - 20.12.1949, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. des. 1949.
ir.osið í ýmsar nefnd- Ólafur Proppe látinn
Sr og stjórnir á
w
f GÆR fóru fram í sameinuðu
Alþingi kosningar í ýmsar
nefndir og stjórnir. |
í verðlaunanefnd gjafar Jóns
JSigurðssonar voru kosnir:
Matthías Þórðarson, fyrrv. i
þjóðminjav., Þórður Eyjólfs-
íon, hæstarjettardómari, og
Þorkell Jóhannesson, próf. j
Framkvæmdarstjóri Söfnun (
arsjóðs íslands var endurkos-
inn Vilhjálmur Briem.
Stjórn Byggingarsjóðs var
♦íosin: Jón Maríusson, banka-
■stjóri, Sveinbjörn Hannesson,
X'erkamaður, Stefán Jóh. Stef-
ánsson, alþm., Eysteinn Jóns-
,snn, alþm., og Áki Jakobsson,
alþm., — Endurskoðendur
sjóðsins voru kosnir: dr.
Björn Björnsson og Gísli Guð-
mundsson, alþm.
Stjórn Síldarverksmiðja rík-
ísins: Sveinn Benediktsson,
framkvæmdarstj., Sigurður
Ágústsson, alþm., Erlendur
Borsteinsson, alþm., Eysteinn
Jönsson, alþm., og Þóroddur
■Guðmundsson.
Varamenn í stjórn Síldar-
verksm. voru kosnir Júlíus Hav
steen, sýslumaður, Jón Þórðar
frkv.stj., Finnur Jónsson,
;,!þm., Jón Kjai'tansson, frkv.
;,tj. og Tryggvi Helgason.
Eftirlitsmenn með opinber-
um sjóðum voru kosnir: Þor-
einn Þorsteinsson, Sigurjón
Á Ólafsson og Andrjes Eyjólfs
^on.
Síldarútvegsnefnd: Jón Þórð
n ison, frkv.stj., Erlendur Þor-
steinsson, alþm., og Björn
Kristjánsson, kaupfjel.stj. —
Varamenn: Óli Hertervig, frkv.
í Birgir Finnsson og Þor-
•ceinn M. Jónsson.
Raforkuráð: Steingr. Jóns-
f-on, rafmagnstj., Ingólfur Jóns
,~on, alþm., Axel Kristjánsson,
frkv.stj., Daníel Ágústínus-
son. erindreki, og Einar Ol-
geirsson, alþm.
Stjórn Landshafnar í Kefla-
vik og Njarðvíkum (kosnir til
4 ára); Alfreð Gíslason, lög-
reglustj., Þórh. Vilhjálmsson
og Danival Danívalsson. —
Endurskoðendur; Guðm. Guð-
mundsson og Valtýr Guðjóns-
son.
Landsbankanefnd (til 6 ára):
Bjarni Snæbjörnsson, læknir,
lóh. G. Möller, frkv.stj., Guðm.
B. Oddson, frkv.stj., Eysteinn
-Tönsson, alþm. og Einar Olgeirs
■ • n, alþm. — Varamenn Gísli
Jönsson, Ingólfur Jónsson,
Björn Jóhannesson, Þóraiinn
Þörarinsson og ísleifur Högna-
son.
FORSETI sameinaðs Alþingis
minntist á þingfundi í gær Ól-
afs Proppé, fyrrverandi alþing
ismanns, er ljest í gær.
Ólafur Proppé átti sæti á
Alþingi á árunum 1919—1923.
Hann varð síðan framkvæmda
stjóri Sölusambands ísl. fisk-
framleiðenda.
Þérir Olafsson vann
B RSLITAKEPPNI hraðskák-
rnóts. þess er hófst á miðviku-
öaginn var, var tefld á sunnu-
dag.
Úrslit urðu þau að efstur
varð Þórir Ólafsson með 5!4
vinning. í öðru og þriðja sæti
Guðmundur S. Guðmundsson
og Friðrik Ólafsson með 5 vinn
inga hvor og fjórði varð Benóný
Benediktsson með 4 vinninga.
Þátttökurjett í úrslitakeppn-
j ni höfðu 8 og mættu allir til
■leite;
Tekjuöflun ríkisins
FRV. TIL LAGA um framleng-
ingu á 3. kafla 1. nr. 100/1948
um dýrtíðarráðstafanir vegna
atvinnuveganna var til 1. um-
ræðu í neðri deild í gær.
Frumvarpið er borið fram af
fjárlaganefnd samkv. ósk fjár-
málaráðh. og hafði Ásgeir Ás-
geirsson framsögu fyrir nefnd-
inni. Hann og fjármálaráðh.
sögðu hjer vera á ferðinni
tekjukafla þeirra dýrtíðarlaga,
sem Alþingi hefði samþykkt
íyrir síðustu áramót, en þar
sem vafi þótti vera á því, að
lögin giltu lengur en til ára-
mótanna nú og ekki væri víst,
að frv. um alhliða dýrtíðarráð-
stafanir kæmi fram fyrir þann
tíma, þá hefði þótt rjett að
flytja þetta frv. nú. Aðaltekju-
stofnarnir eru söluskatturinn og
hið hækkaða leyfisgjald. Stefán
Jóh. Stefánsson og Eysteinn
Jónsson tjáðu sig samþykka
írv. Eysteinn vildi þó helst
ekki framlengja tekjustofnana
lengur en til janúarloka, þótt
honum væri á það bent af fjár-
málaráðh. og atvinnumálaráðh.
að tekjur þessar mundu verða
nauðsynlegar, hvað sem alhliða
dýrtíðarráðstafanir fælu í sjer,
m. a. næmi áætlaðar niður-
greiðslur skv. fjárlagafrv. álíka
upphæð og söluskatturinn er
áætlaður, en hann er upp und-
ir 4/s hlutar teknanna skv.
þessu frv.
Lög afgreidd frá
Alþingi
í GÆR voru afgreidd sem lög
frá Alþingi auk laganna um
bæjarstjórn í Húsavík:
Frv. til laga um breyt. á 1.
nr. 61 31. maí 1947 um vá-
tryggingarfjelög fyrir fiski-
skip.
Frv. til laga um breyt. á 1.
nr. 60 1939 um gjald af inn-
lendum tollvörutegundum.
Frv. um breyt. á 1. nr. 98 9.
júlí 1941 um heimild fyrir rík-
isstjórnina til ráðstafana og
tekjuöflunar vegna dýrtíðar og
erfiðleika atvinnuveganna.
Frv. til laga um tekjuskatts-
viðauka árið 1950.
Frv. til laga um heimild fyr-
ir ríkisstjórnina að innheimta
ýms gjöld með viðauka.
Frv. til laga um heimild fyr-
ir ríkisstjórnina að innheimta
skemmtanaskatt með viðauka
árið 1950.
Frv. til laga um breyt. á 1.
nr. 8. 1944 um breyt. á lögum
nr. 44 1932 um skipun læknis-
hjeraða, „verksvið landlæknis
og störf hjeraðslækna.
Jóiafagnaður fyrir börn
i
á Keflavíkurflugvelli
Sfarfsfóikið skauf saman í 1200 jólagjafirr
auk sæigæfis og annarra veifinga
Jafntefli í hnefaleik.
LANDSKEPPNI í hnefaleik fór
fram í Oslo s.l. sunnudag á milli
Sviþjóðar og Noregs. Lauk keppn
mni með jalntefli, 4 vinningum
gegn 4. — G.A.
Fra frjettaritara Mbl.
í Keflavík
SÍÐASTLIÐINN sunnud. bauð
starfsfólkið á Keflavíkurflug-
velli, börnum úr Keflavík og
Njarðvík, til jólafagnaðar. Að
þessu sinni var fagnaðurinn
haldinn í hinum rúmgóðu húsa
kynnum skemmtistaðarins á
flugvellinum, en það eru 3 stór
ir, sambyggðir skálar.
Starfsfólk hinna þriggja er- '
lendu aðila, sem starfrækja
flugvöllinn, skutu saman fje til
að standast kostnaðinn af veit-
ingum og gjöfum til barnanna
og nam sú upphæð yfir 2500
dollurum. Þessir aðilar eru:
starfsmenn Bandaríkjastjórn-
ar, Loochead-fjelagsins og
byggingarfjelagsins, sem venju
lega er nefnt K.C.B. — Þessi
fjelög greiddu einnig fyrir
starfsfólkinu á allan hátt, svo
allt mætti fara sem best úr
hendi, bæði með flutninga á
fólkinu, húsnæði og annað,
sem til þurfti.
Undirbúningur
Á föstudag og laugardag var
unnið að undirbúningi langt
fram á nótt og tóku þátt í því
bæði konur og karlar, sem
þarna hafa búsetu. Stórt jóla-
trje var’ á miðju gólfi og salir
skreyttir, nær, 1200 jólagjöf-
um var innpakkað og þeim
staflað á leiksfvið stærsta skál-
ans, í öðrum skála voru veit-
ingar afhentar, sem voru ávext
ir, kökur, ís og annað sælgæti,
svo ríkulegá útilátið, að vai'Ia
var við barnahæfi að torga því.
Börnin sótt
Strax upp úr hádegi á sunnu
dag komu hinir stóru farþega-
bílar flugvallarins á ákveðinn
stað í Njarðvíkum og á Vatns-
nestorg í Keflavík, en þangað
áttu börmn að koma og þeir,
sem fylgdu þeim, þar voru
skátar til aðstoðar og einnig á
vellinum, þar sem þess var
óskað.
Veður var milt og gengu
flutningar fólksins með ágæt-
um og viðstöðulaust.
Fyrirkomulag á
skemmtistaðnum
Ætlast var til að gestir
kæmu fyrst í kvikmyndahúsið,
en þar voru sýndar skemmti-
myndir fyrir börn, og að þaðan
væri svo farið þangað sem veit
ingum var úthlutað og þá í sal-
inn, þar sem jólatrjeð var og
börnin leyst þaðan út með jóia
gjöfum, en sökum mikillar og
óvæntrar aðsóknar brast þetta
skipulag nokkuð og varð það
til angurs, bæði þeim sem buðu
til fagnaðarins og þeim, sem
boðið var.
Mikil aðsókn
í Keflavík og Njarðvíkum
eru um 800 börn á aldrinum
til 14 ára, þess utan eru svo
börnin, sem heima eiga á flug-
vellinum og börn starfsfólksins
við Reykjavíkurflugvöll, sem
boðið var, en svo mikil aðsókn
varð að tæplega 1200 jólagjafir
hrukku ekki til og 1500 sæl-
gætis-diskar gengu einnig upp
og urðu þó nokkrir útundan,
en það má ekki saka gefendur
um, því engum hefur sárnað
það meira en þeim
Jólagjafirnar
Myndarlegur jólasveinn af-
henti börnum gjafirnar, sem
voru hreinustu dýrgripir í aug
um þeirra, sem fátt hafa sjeð
af því tagi, voru þar bílar
og skip, dúkkur og margskon-
ar kassar með hinu ótrúleg-
asta innihaldi, allt sýnilega
valið af mikilli rausn og góð-
um huga.
Tilgangurinn
Flestir hinna erlendu starfs-
manna verða að vera fjarri
sínum eigin börnum á þessum
jólum og þess vegna er þeim
þetta kærkomið tækifæri að
gleðja önnur börn og njóta
gleði þeirra, því börn eru alls-
staðar eins og á jólunum sakna
þeir sinna barna mest, sem ekki
geta dvalið hjá þeim.
Á síðastliðnum jólum færði
starfsfólk flugvallarins börnun
um í nágrenninu, einnig jóla
gjafir, en þá kom jólasveinn
þeirra á jólatrjesskemmtunina
í Ungmennafjelagshúsinu i
Keflavík, en með því að hafa
þennan fagnað í stærra hús-
rými, töldu þeir sig geta náð
til fleiri barna.
Þakkir
Aðalforstöðumenn fyrir þess
um jólafagnaði voru þeir Glenn
Warring, Irving Hermann, sem
var formaður undirbúnings-
nefndar, og báðu þeir sjerstak-
lega að flytja öllum þakkir sín
ar og þeirra annara, sem að
þessu stóðu, bæði stjórnarvöld
unum og þeim mörgu einstakl
ingum í Keflavík og nágrenni,
sem aðstoðuðu þá á ýmsan
hátt, og síðast en ekki síst að
flytja þeim þakkir, sem komu
til þessa fagnaðar.
Starfsfólkið á flugvellinum
á skilið innilegasta þakklæti
fyrir hugulsemi sína og rausn
og fyrir allt það mikla starf,
og fjármuni, sem það hefur
lagt fram til að gleðja börn og
unglinga í nágrenni sínu.
Að lokum nokkur orð til
gestanna. Þegar svona mikill
mannfjöldi er saman kominn,
verður að ríkja regla, en ekki
troðningur og það er æskilegt
að öll framkoma, sje mörkuð
meiri hógværð, en raun varð á;
hitt er leiðinlegt og lítill sómi
að. Að sjálfsögðu eiga ekki all
ir þar að óskipt mál, en fáir
geta stundum orðið mörgum
til ama.
Helgi.
Vatn veldur íkveikju.
LONDON. — Nýlega olli vatn
íkveikju hjer í Bretlandi. Vatns-
leiðsla hafði sprungið. Varð það
til þess, að rafmagn leiddi út, svo
að í kviknaði.
Pólskir flugmenn
hyggja á flófla
Einkaskeyti til Mbl,
KAUPMANNAHÖFN, 19. des.
— Pólsk flugvjel með 8 manna
áhöfn kom til Bornholm í gær-
kvöldi til að sækja þangað flug-
vjelina, sem þar lenti með flótta
fólkið á dögunum og áður hef-
ur verið frá skýrt í skeyti. —-
Margt bendir til, að nokkrir af
áhöfn þessarar seinni vjelar
hafi haft flótta í huga.
Komu flugvjelarinnar
seinkaði.
Komu flugvjelarinnar til
Bornholm seinkaði mikið frá á->
ætlun og virðist hún fyrst hafa
flogið fram hjá Bornholm og
inn yfir Svíþjóð.
Loftskeytasambandið frá flug
vellinum við flugvjelina hætti
allt í einu og svaraði loftskeyta
maðurinn ekki kalli frá Born-
holm í tvær klukkustundir, þótt
loftskeytatæki flugvjelarinnar
væri í besta lagi. Loftskeytamað
urinn var taugaóstyrkur er vjel
in lenti og gat ekki gefið neina
skýringu á því, að hann hefði
ekki svarað.
Áhöfnin skiftist í tvennt.
Áhöfnin skiftist í tvo fjand-
samlega flokka eftir að vjelin
hafði lent.
Starfsmenn flugvallarins telja
að ósamkomulag hafi orðið á
leiðinni milli áhafnarinnar og
hafi sumir viljað flýja land í
vjelinni. —■ Páll.
„Bláa hékin 1949 er
Villi valsvængur
„BLÁA BÓKIN“ 1949 er kom-
in út. Er það Villi valsvængur,
eftir Edmund Walden í þýðingu
Ölafs Einarssonar.
Villi valsvængur er, eins og
binar „bláu bækurnar11, drengja
saga. Bókin ber nafn aðalsögu-
hetjunnar, sem er Indíána-
drengur. Hann ratar í mörg æv-
intýri og miklar hættur. — Má
gera ráð fyrir að Villi verði
eftirlætisgoð allra röskra
drengja eins og Persival Keene,
Daniel djarfi, Klói, Dick Sand,
Pjetur Haukur og Jói gullgraf-
ari.
Bókfellsútgáfan gefur bókina
út. Hún er yfir 220 bls. a3
stærð. Allur frágangur er góð-
ur.
Hnefaleikamehtara-
móf íslands
HNEFALEIKAMEISTARA-
MÓT íslands 1949 fór fram i
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar
18. þ. m. Keppt var í 7 þyngd-
arflokkum. Keppendur voru 16.
Úrslit urðu sem hjer segir:
Fluguvigt: íslandsmeistarl
Hörður Hjörleifsson (A). Fjað-
urvigt: íslandsmeistari Guðm.
Karlsson (A). Ljettvigt: ís-
landsmeistari Jón Norðfjörð
(K. R.). Veltivigt: íslandsmeisli
ari Kristján Jóhannsson (A),
Millivigt: íslandsmeistari Davíð
Haraldsson (A). Ljettþunga-
vigt: Islandsmeistari Björn Ey-
þórsson (A). Þungavigt: ís-
landsmeistari ÞorkeP Magnús-
son (A).
Mótið fór vel fram og áhorf-
endur voru margir.