Morgunblaðið - 20.12.1949, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAfílÐ
Þriðjudagur 20. des. 1949.
Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk.
Frainkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
A.uglýsingar1 Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla-
Auuturstræti 0. — Sími 1600
Askrtftargjald kr. 12.00 á mánuði, Innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í U'Usasðln <0 aura «intaki8 mr» mcA
Vetrarhjálpin
VETRARHJÁLPIN í Reykjavík hefur undanfarna daga
leitað til bæjarbúa um nokkur framlög til stuðnings því
iólki, sem hjálpar er þurfi. Mörg undanfarin jól hefur Vetrar-
hjálpin beint þessum sömu tilmælum til Reykvíkinga og
jafnan orðið vel til liðs.
Nú eins og áður er allmargt fólk, sem vegna örðugra að-
stæðna, getur lítinn jólaviðbúnað haft. Vetrarhjálpin vill
rjetta því fólki hjálparhönd. Hún vill stuðla að því að bæta
úr þörfum nauðstaddra og gefa einnig þeim sína jólagleði.
íslendingar eru hjálpfúsir menn og greiðasamir. Það hafa
þeir oftlega sýnt þegar vandræði, slys og óhöpp hefur borið
að hendi einstaklinga eða jafnvel heilla byggðarlaga.
Fátæktin hefur verið á undanhaldi í íslensku þjóðlífi
undanfarin ár. Lífskjör þjóðarinnar hafa batnað og jafnast.
Víðtæk tryggingarstarfsemi hefur ljett erfiðleikum af völd-
v.m slysa, veikinda, elli og ómegðar mjög verulega af þús-
undum heimila í landinu. Engum hugsandi manni getur
blandast hugur um að þessi þróun hefur stefnt í rjetta átt.
Hinar víðtæku tryggingar kosta að vísu mikið fje og sumir
ólíta jafnvel að ríki og bæjarfjelög fái varla undir því
íisið. Víst er um það að bæði ríkið og einstök sveitar- og
bæjarfjelög hafa átt í miklum erfiðleikum með að gera full
skil við Tryggingarstofnunina. En þeir erfiðleikar spretta
.iyrst og fremst af erfiðleikum atvinnulífsins. Fullkomin
tryggingarlöggjöf getur aldrei tryggt afkomu almennings.
Grundvöllur hennar verður að vera þróttmikið og heilbrigt
atvinnulíf. Fátæktinni verður ekki útrýmt nema með heil-
brigðum atvinnurekstri og nægri og varanlegri atvinnu.
Tvær hengingar
BÚLGARSKA kommúnistastjórnin lætur skammt stórra
höggva í milli. Ekki alls fyrir löngu ljet hún hengja aðal-
leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Petkoff leiðtoga
bændaflokksins. Þessi stjórnmálamaður hafði tekið mjög
virkan þátt í andstöðuhreyfingunni gegn nazistum á styrj-
aldarárunum og tekið þátt í ríkisstjórn eftir að styrjöldmni
lauk. Þennan mann þurfti kommúnistastjórnin að losa sig
við. Hann var svo dæmdur til dauða fyrir andstöðu sína við
stefnu stjórnarinnar..
Nú hefur annar maður verið hengdur í Búlgaríu. Hann
heitir Traieho Kostoff, ráðherra í stjórn kommúnista og ritari
flokks þeirra.
Þessum stjórnmálamanni var m. a. gefið það að sök að
hafa verið því meðmæltur í Moskva 1943 að Tito yrði gerður
að æðsta ráðamanni í Júgóslavíu. Hann var einnig sakaður
um að hafa rekið erindi erlendra ríkja í landi sínu.
Traicho Kostoff neitaði öllum aðalákæruatriðunum gegn
sjer. Hann neitaði að hafa rekið njósnir fyrir erlend ríki.
Hann lýsti því yfir að sjer þætti vænt um Stalin og Sovjet-
skipulagið. Hann krafðist sýknu. En dómstóll kommúnista-
stjórnarinnar dæmdi hann sekan og ákvað að Kostoff skyldi
hengdur eins og leiðtogi bændaflokksins.
Þannig er „lýðræðið“ og „rjettaröryggið“ í löndunum
austan járntjaldsins. Andstaða við stefnu valdhafanna varðar
íífláti. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru teknir af lífi.
Ekki nóg með það. Ráðherrar og æðstu valdamenn stjórnar-
ílokksins, kommúnistaflokksins, eru ákærðir fyrir hina íjöl-
þættustu glæpastarfsemi og síðan dæmdir til lífláts.
í svipaðan mund og þetta gerist efnir kommúnistastjórn
Búlgaríu til „kosninga“. í þeim er þannig í pottinn búið að
aðeins stjórnarflokkurinn fær að hafa frambjóðendur í kjöri.
Svo segir Moskvaútvarpið að geysileg þátttaka hafi verið í
þessum búlgörsku , kosningum“!!
Og kommúnistaflokkar allra landa taka undir lofsönginn
um það „lýðræði“ sem þessar „kosningar" byggjast á, og
sem liggur til grundvallar aftökum þeirra Petkoffs og
Kostoffs.
Hefur einstæðari skrípaleikur nokkru sinni verið settur
í svið? Á veraldarsagan nokkurt greinilegra dæmi um geð-
bilunarpólitík og fullkomna fyrirlitningu fyrir dómgreind
almennings í lýðfrjálsum löndum?
rar:
Uíhuerji áhripa
ÚR DAGLEGA
f % ~ i Á .. ~ L ■ ~ -<
LIFINU
Jólatrje í hverjum
bæjarhluta
HÓLMFRÍÐUR biður um, að
hún sje frædd á því, hvað orð-
ið hafi af jólatrjenu, sem setja
átti upp á Hlemm — þar sem
gamla vatnsþróin var.
Það var fallið frá, að setja
Bergen-trjeð upp á þessum
stað og i stað þess var það sett
upp á Laugarnestorgi og þykir
sóma sjer þar vel.
Nú virðist vera vaknaður á-
hugi í ýmsum bæjarhlutum fyr
ir að fá jólatrje og er ekki nema
gott eitt um það að segja útaf
fyrir sig, en þó því aðeins, að
íbúar hverfanna vilji eitthvað
gera sjálfir til að koma trján-
um upp og skreyta þau.
•
Greniskógur
Reykvíkinga
FYRIR SKÖMMU var bent á
það hjer i Morgunblaðinu, að
íslendingar geti sjálfir ræktað
öll þau jólatrje, sem þeir þurfa
að nota og vel það. Og það tek-
ur ekki svo ýkja langan tíma
að koma upp jólatrjám af þeirri
gerð, sem nú prýða Austurvöll,
Lækjargötuna og Kirkjubóls-,
torgið.
Þess var getið, að trjeð, sem
Oslo gaf Reykjavík, kæmi úr
skógi Osloborgar.
Nú ættu Reykvíkingar að
koma sjer upp eigin jólatrjes-
skógi og hver veit, nema að við
gætum í framtíðinni sent jóla-
trje, að gjöf til borga úti í
heimi, auk þess, sem við þyrft
um ekki til annara að sækja í
þeim efnum?
•
En þá er að byrja
strax
OG EKKI er eftir neinu að bíða,
því fyr sem trjánum er plantað,
því fyr verða þau orðin nógu
stór til að þau komi að gagni.
Við ættum því að hefjast
handa þegar á næsta vori og
hefja gfenirækt í Heiðmörk. í
skóginum gæti hvert hverfi
bæjarins haft sinn reit og þegar
börnin, sem nú eru í barnaskól
unum eru oi'ðin fullorðið fólk
fengju þau ánægjuna af að sjá
ávöxt sinna verka.
Falleg og gagnleg
ljósaauglýsing
VEGFARENDUR um Austur-
stræti um helgina fylgdust af
athygli með nýrri ljósaauglýs-
ingu, sem verið var að setja
upp á húsi Ragnars Blöndals
h.f. Er það skrautlegt og marg-
lit sporöskjulagað merki, sem
snýst í hringi. Öðru megin eru
einkennisstafir fyrirtækisins,
en hinum megin rafmagns-
klukka, sem sjest endanna á
milli í strætinu.
Þetta er bæði gagnlegt og
skrautlegt merki og ef þess verð
ur gætt, að klukkan gangi rjett.
En á því hefir orðið misbrest-
ur, að klukkur, sem settar hafa
verið upp á almannafæri,
gengju rjett.
„Hervörður“ við
Tröllafoss
ÞAÐ HEFIR vakið talsvert um-
tal í bænum, að þegar Trölla-
foss kom frá New York á laug-
ardaginn var, stóðu tollvörður
og lögregluþjónn við landgang
inn og meinuðu mönnum að
fara um borð.
Er þeir voru að því spurðir,
hvernig á þessari nýbreytni
stæði, sögðust þeir „eiga að
koma í veg fyrir flæking fólks
um borð í skipið“.
Ekki mun það vera á rökum
reist, að eitthvað sjerstakt hafi
verið um að vera, sem gæta
þurfti með þessum ,,herverði“.
En hitt er rjett, að fólk þyrpist
um borð í skipin þegar þau
koma erlendis frá, þótt það eigi
lítið, sem ekkert erindi. Tefur
sá erill fyrir mönnum, sem eru
við vinnu og gerir alla af-
greiðslu skipsins torveldari.
Knattspyrnuveð-
banki
BÆJARBLÖÐIN birta við og
við og til skiptis frjettir um, að
nú ætli íslendingar, að taka upp
veðbankastarfsemi í sambandi
við knattspyrnu, að hætti
margra erlendra þjóða. — En
aldrei verður neitt úr þessum
fyrirætiunum, þótt heimildir
sjeu fyrir hendi.
Mjer datt þetta í hug í sam-
bandi við verksmiðjustúlkurnar
ensku, sem unnu sem svarar
einni miljón krónum í slíkri
veðmálaþátttöku á dögunum.
•
Styrkur fyrir
íþróttastarfsemina
ÍÞRÓTTASTARFSEMIN ís-
lenska gæti haft mikinn fjár-
hagslegah styrk af slíkri veð-
bankastarfsemi. Vitað er að
allmargir íslendingar taka þátt
í knattspyrnuveðmálum, bæði
á Norðurlöndum og í Englandi,
þótt ekki sje vitað til, að neinn
hafi dottið í lukkupottinn og
hlotið stórfje ennþá.
Þá er það einnig vitað, að
nokkuð er um veðmálastarfsemi
meðal manna á íþróttavellinum
á sumrin, þótt ekki fari það
hátt. Ekki fá iþróttaf jelögin
neinn skatt af þeim veðmál-
um.
Forystumenn íslenskra
íþróttamála ættu að athuga
þetta mál gaumgæfilega og ekki
láta sjervisku, eða íhaldssemi
aftra sjer frá að koma þessum
veðbanka upp. Það er með þetta
eins og svo margt fleiri, að
betra er að hafa það opinbert,
en í pukri.
4 .........................................................................
| MEÐAL ANNARA ORÐA ....
•* ..........................iiiiiniiniumimiMimnmmummmimniimimianÉl
Iðnframleiðslu Júgóslavíu er mjög ábólavant
Eftir frjettamann Reuters.
BELGRAD: — Aðalmálgagn
kommúnistaflokks Júgóslavíu,
Borba, birti nýlega kvartanir
yfir, hve verksmiðjuvörum í
landinu væri ábótavant um
gæði og fjölbreytni.
• •
LJÓT OG FÁ-
BREYTT FRAM-
LEIÐSLA
BLAÐIÐ fór hörðum orðum
urti amlóðaháttinn í þessum
efnum og komst svo að orði, að
hann ynni gagngert að sóun
þjóðarauðsins. Borba sagði, að
vandinn væri oft svo til kom-
inn, að verksmiðjurnar eyddu
allri orku sinni í að framleiða
það magn, sem þeim ber eftir
5 ára áætluninni, svo að lítt er
hugað að gæðum vörunnar og
fjölbreyttni.
Blaðið bætti því við, að ó-
hemjumagn af skófatnaði, sem
framleiddur er í þjóðnýttum
verksmiðjum Júgóslavíu væri
óseldur, vegna þess, hve þar
er um Ijelega vöru og óásjá-
lega að ræða. Blaðið benti í
þessu sambandi á verksmiðju í
Boravo, sem „lofar framleiðslu
ljelegra skóa aðeins til að hægt
sje að fylgja áætluninni um
framleiðslumagn“. Sama verð-
ur ofan á hvarvstna, og skýrir
það raunar, hversvegna „ljótar
vörur, klæðnaður, illa gerð leik
föng, verkfæri og húsgögn eru
allsstaðar á vegi rnanna".
• •
FLEIRI
ÁSTÆÐUR
BORBA telur, að fleiri rætur
liggi að því, hve mikið skortir
á, að vöruvöndunin sje viðlít-
andi.
1) Stjórnendur sumra fyrir-
tækja gefa ekki nægan gaum
smekk viðskiptavinanna.
2) Sölustofnanir og kaupfje-
lög taka við nýframleiðslunni
án þess, að gengið sje úr skugga
um, að hún sje samkeppnishæf.
3) Eftirlit stjórnarinnar hef
ir „skipt sjer af frekar fáum
málum þessa eðlis, og refsað
örsjaldan misindismönnunum
fyrir að sóa þannig þjóðarauðn
um“.
• •
SUMUM REFSAÐ
TIL að mynda hefir ekki nema
20 mönnum, sem bera ábyrgð á
framleiðslunni, verið hegnt i
Serbíu til þessa. Að vísu var
þessi tala nokkru hærri í Sló-
veníu og Króatíu. En í Make-
dóníu og Svartfjallalandi hefir
ekkert verið að þeim sorfið.
• •
BETRA
SUMSSTAÐAR
EKKI er þó allt illt um fram-
leiðslu Júgóslavíu að segja.
Borba bætti því við, að „betri
og fjölbreyttari vörur“ væri
búnar til í mörgum öðrum verk
smiðjum og framleiðsla lands-
ins hafi aldrei verið eins mikil
og nú. í mörgum „samvinnu-
smiðjum verkamanna“ er háð
áköf barátta fyrir vöruvöndun,
sagði blaðið. í klæðaverksmiðj-
unni í Barteks voru til að
mynda greindar og skoðaðar
vörur þær, sem hver hópur
verkamanna hafði búið til.
• •
ftórða hver
SPÝTA VAR ÓNÝT
í eldspýtusmiðjunni í Osijek
var framleiðslunni svo áfátt, að
fjórða hver spýta var ónýt. En
á þessu hefir orðið bót, svo að
nú er ekki nema 30. hver eld-
spvta ónýt.
í verksmiðju einni í Belgrad,
,,Proletar“, var aðeins búin til
ein skógerð 1947. Árið 1948
voru þær orðnar 9 og þetta
árið verða gerðirnar 11.
70 m. skíðastökk.
NOREGSMEISTARAKEPPNIN í
skíðastökki fer fram í vetur í
, Skuibakken" við Osló. — Stökk
brautin var reynd í gær, og var
stökklengdin 70 m. þótt aðrennslu
brautiii hafi aðeins verið „stutt“.
— GA.