Morgunblaðið - 20.12.1949, Qupperneq 14
14
MORGUISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. des. 1949.
Framhaldssagan 39
SEKT OG SAKLEYSI
Eftir Charlotte Armstrong
Í,,Mjer datt í hug, að spyrja
yður, hvort þjer hefðuð sjeð bíl
fara hjey um“, sagði hún. ,,En
úr því þjer voruð ekki hjer. .“.
,,Jeg var á númer sextíu og
átta“, sagði hann og spýtti.
„Hvar?“
,,Þarna“. Hann benti vfir í
næsta garð. „Jeg vinn þar á
fimmtudögum og hjer á föstu-
dögum“.
,,Þá sáuð þjer ef til vill þenn-
an bíl. Það stóð D P.W. á hon-
jf um. Það var í gærmorgun".
,,Já“, sagði hann og spýtti
1 aftur. •
I „Sáðu þjer hann?“
„Já, víst sá jeg hann“. Það
| var einhver leyndardómsfull-
I ur svipur á andliti hans, eins
j og hann vissi meira, en hann
| mundi segja ef hún hefði ekki
|| vit á að spyrja um það.
„Var annar maðurinn að bíða
| eftir áætlunarbílnum?"
„Það veit jeg ekkert urp“.
„Það skiptir heldur ekki
! máli. En í hvaða átt fór bíll-
f inn?“
„Þessa“, sagði hann og benti.
„Fór hann beint áfram, eða
beygði hann inn hliðargötu?11
Hún hugsaði um leið: Þetta
i tekst aldrei. Það er vonlaust
að jeg finni hann nokkurn tím-
ann.
„Hann beygði inn á Dabney-
Street“, sagði hann.
„Nú .... nú, já. Þakka yður
kærlega fyrir“. Hún ætlaði að
v íeggja af stað en sneri við aft-
ur. „Tókuð þjer eftir nokkru
.... nokkru sjerstöku?“
„Nei, jeg tók ekki eftir neinu
sjerstöku“, sagði hann, en
I henni fannst hún geta lesið úr
svip hans, að hann hjeldi ein-
hverju leyndu. Það var víst eitt
I hvað undarlegt við þetta, hugs-
! aði hún.
Hún þakkaði honum fyrir aft
: ur og gekk hratt niður 'að horn
inu á Dabney-Street. — Hvað
; átti hún að gera núna? Ætti
hún að fara til lögreglunnar?
og segja þeim frá bílnum? Lög
reglan mundi ábyggilega geta
haft upp á öllum bílum, sem
voru þannig merktir. Þessir bíl
ar hlutu að vera eign bæjarins.
I' Hún hljóp til baka.
Garðyrkjumaðurinn var ekki
í enn farinn að vinna aftur. Hann
stóð enn í sömu sporum og
horfði á eftir henni.
„Mig langar t.il að spyrja um
eitt ennbá“, sagði hún.
„Var bíllinn ekki hjeðan. —
Jeg á við. hvort bærinn hjer
hafi ekki átt hann“.
„Jú, iú“, sagði hann. Hann
dró beiglaðan hattinn neðar á
ennið og tók til að klippa aftur.
Hann gaf henni ekki frekari
gaum.
Mathilda gekk aftur niður
götuna. Hún sneri til vinstri við
Dabney-Street, eins og bíllinn
hafði farið. Bíllinn sem Francis
hafði farið í, eða sem Kún hjelt
að Francis hefði farið í. Það var
að minnsta kosti mögukiki. .—
Iiún gekk nokkur skref til bess
að komast úr augsýn garðyrkju
mannsins. Svo nam hún staðar.
Hún vissi ekki, hvað hún ætti
, til bragðs að taka.
j ,Gángst|jetjtm ggt elfki jlejð-
“ééint! néniii néitf.' iíúsxú njer
stóðu heldur nær götunni ....
og þó. Hvernig ætti nokkur að
muna það, þó að bíll hafi ekið
hjer framhjá í gærmorgun? —
Hvar átti hún að spyrja?
Henni fannst hún vera ákaf-
lega lítil og hjálparvana. Það
þýddi ekkert að ganga áfram
eftir Dabney-Street. — Hún
mundi ekki hafa neitt upp úr
þvi.
Lítill drengur sat á þríhjóli
og virti hana fyrir sjer. Hann
var á gangstjettinni fyrir fram
an húsið á horninu. Hann var
líklega nálægt því að vera
þriggja ára.
Mathilda gekk í áttina til
hans. Hún ætlaði að spyrja
hann. Nei, hugsaði hún. Þetta
er bara krakki. Hann veit ekk-
ert. Hún tvístje óákveðin við
hiiðið fyrir framan stíginn upp
að húsinu.
Dyrnar opnuðust skyndilega
og móðir hans kom út. Hún leit
tortryggnislega á Mathildu, eins
og hún grunaði hana um að
hafa eitthvað illt í hyggju. Hún
kom niður gangstjettina. Hún
var bara í þunnum ljereftskjól
og flýtti sjer, því að vorloftið
var svalt.
„Gigi.. . .“. *
Gigi hafði ekki augun af Tyl.
„Lofaðu mjer að sjá hendurn
ar á þjer“. Hann rjetti fram
óhreina lófana. Konan stakk
höndunum ofan í vasana á
kápu barnsins. Hún leit yfir
öxlina á Tyl.
„Vilduð þjer mjer eitthvað?"
sagði hún og reyndi að vera
kurteis.
„Jeg... .“. Tyl vafðist tunga
um tönn. „Mig langaði til að
spyrja um dálítið", sagði hún.
„En jeg veit bara ekki hvern-
ig jeg á að fara að því. — Jeg
ætlaði að spyrja litla drenginn
yðar að því, en jeg held að hánn
sje of lítill til að muna það“‘.
„Muna hvað?“
„Bara .... hvort hann mundi
eftir sjerstökum bíl, sem fór
hjerna framhjá í gærmorgun".
„Hann man það ekkert“.
„Nei, jeg bjóst líka við því“,
sagði Tyl. Hún ætlaði að halda
áfram en nam staðar aftur.
„Komdu og lofaðu mjer að
þurka á þjer hendurnar“,
heyrði hún að konan sagði. —
„Hvar í ósköpunum.......náð-
irðu í meira af þessu .súkku-
laði?“
„Jam“, sagði Gigi.
„Tíndirðu það aftur upp af
götunni og stakkst því upp í
þig?“
„Jam“.
„Manstu ekki hvað mamma
var búin að segja við þig?“
„Jam“.
„Hann er svo mikill óviti“,
sagði konan afsakandi við Tyl,
sem enn stóð á gangstjettinni.
„Hann tínir upp í sig hvað sem
er og það er svo hættulegt. —
Gigi, jeg sagði þjer að þú ættir
að fleygja þessu brjefi“.
Konan tók eitthvað upp úr
litla vasanum og fleygði því frá
sjer.
Gigi rak upp hljóð.
„Þú mátt ekki geyma þetta.
Þetta er óþverri, sem einhver
En Mathilda var komin að
henni og spurði með öndina í
hálsinum: „Hvenær fann hann
þetta súkkulaði? Var það í
gær?“
„Já, það var í gær“, sagði
konan undrandi.
„Ó, þakka yður fyrir", hróp-
aði Mathilda. „Þakka yður kær-
lega fyrir. Það var einmitt það,
sem ieg burfti að víta“.
Hún bevgði sig mður og tók
upp brjefið. Það var marglitt í
sterkum litum, og sást vel í
grasinu.
Hún sljetti úr því. Þarna var
hollenska merkið í horninu.
Þetta var brjef utan af einum
molanum úr kassanum, sem
hún hafði gefið Grandy.
Francis hafði tekið handfylli
af molunum í herberginu henn-
ar um kvöldið. Hann hafði
stungið þeim í vasa sinn. Það
gat enginn verið nema Francis
eða Grandy sém hafði týnt eða.
fleygt þessu. Og bíllinn hafði
beygt hjer inn Dabney-Street.
Francis! Hún var kohiin á
slóðina. „Ó, þakka yður fyrir.
Þakka yður kæidega fyrir“. Tyl
hlióp niður á götuna. Konan
stóð agndofa af undrun og
horfði á eftir henni.
Tyl gekk áfram eftir Dabney
Street. Hún ríghjelt um brjefið
í vasa sínum. Ó, Francis. Hann
hefði ekki verið ráðalaus. En
þetta sýndi líka að hann hafði
ekki farið upp i bílinn af frjáls
um vilja. Eða því skyldi hann
annars fleygja út súkkulaði-
molum til þess að hægt væri að
rekja slóðina?
28. KAFLI.
Eða kannske hafði hann
tekið upp molann til að borða
hann og misst hann óvart —
Kannske átti líka einhver ann-
ar hollenskt súkkulaði. En . .
nei. Nei. Að minsta kosti verð
jeg að ganga áfram eftir Dab-
ney-Street og vita hvort jeg
finn ekki fleiri, hugsaði hún. .
Hún gekk áfram og horfði
niður fyrir fætur sjer og með-
fram göturæsinu. En þetta var
í gær. Það gat eins verið að
önnur börn hefðu fundið mol-
ana. Henni datt í hug Hans og
Grjeta í ævintýrinu og fugl-
arnir, sem átu bÆuðmolana,
svo að þau rötuðu ekki heim
aftur.
A næsta götuhorni nam hún
staðar og hugsaði sig um. Bíll,
sem beygir, er hægra megin á
götunni. Francis mundi líklega
hafa setið hægra megin í bíln-
um. Hún gekk fyrir hornið. Þar
var ekkert. Þá hugsaði hún
með sjer, að ef bíllinn hefði j
beygt til vinstri, þá hefði ;
Francis verið þeim megin, sem
sneri út að götunni. Hún leit-
aði meðfram grasræmunni,
sem var í miðri götunni. Ekk-
ert þar.
Hvað átti hún nú til bragðs
að taka? Leitin varð enn von-
lausari, eftir því sem hún gekk
lengra. í hvert skipti og hún
kom á gatnamót, mundi hún
þurfa að velja um þrjár göt-
ur, og ef hún hjeldi áfram,
mundu möguleikarnir enn þre-
faldast. Þetta mundi vera til—
gangsláust.
A iieimseiMÍa
köldum
Eftir frú Evelyn Stefánsson, konu hins heimsfræga landa
okkar Vilhjálms Stefánsscnar, í þýðingu Jóns Eyþórs-
sonar veðurfræðings, cr bókin, sem allir bókavinir kjósa
sjer.
Prentimi&jan (/)</J' l.j.
Beslu jólagjaiabækur
handa unglingum
Prentsmiðja Austurlands h.f.