Morgunblaðið - 22.12.1949, Síða 1
24 síður
iwpla
36. árgangur.
2!)9. tbl. — Fimtudagur 22. desember 1949.
Prentsmiðja Morgunblaðsms
Þannig er það í París
Mryllilegur eldsvoði í „Gullfossi“
Tveir fjellu,
fimm særðusf
j LONDON, 21. des. — I dag
rjeðust hermdárverkamenn að
lögreglumönnum úr launsátri
á Malakka. Lyktaði viðureign-
inni svo, að 2 lögreglumann-
j anna voru drepnir, en 5 særð-
ust.
Á GÖTUM Parísarborgar eru vegfarendum boðnar lieitar hnetur
til kaups af götusölum, sem setja upp ofna sína víða, m. a. á
hinni frægu Champs Elyséss. Parísarbúar hópast um hnetu-
sr.Jana, eins og sjest hjer á myndinni.
Einræðisríkin ógnu
friðnum í heiminum
Þau þiggja ekki vin-
áttu lýðræðisríkjanna
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
WASlíINGTON, 21. des. — Truman forseti Bandaríkjanna hjelt
ræðu í dag til minningar um þá, sem ljetu lífið í styrjöldinni.
Forsetinn sagði: ,,Ef mennirnir gætu tileinkað sjer sjálfstjórn og
orðið vinir guðs, hvarvetna í heiminum, þá mundi friðurinn ekki
vera í yfirvofandi hættu sí og æ.
Þreyttir á styrjöldum. <
Mennirnir eru þreyttir á
öllum þéim styrjöldum, sem
þei/ hafa lifað. Þeir eru sjúkir
af þungri og blóðmissi og þreytt
ir .af. öllum þeim sorgum og
söknuði, sem á þeim hefur dun-
ið.“
Taka ekki vináttuboði.
Forsetinn lagði áherslu á, að
Bandáríkin mundu vera vopn-
um' búin, uns einræðisríkin
hefði tekið vináttuboði þeirra.
„Þjfeðir þeir, sem eru fjötraðar
í myrkrinu, sjá ekki vinarhönd
okkar fyrr en þær losna úr
viðjunum.“
„Meðan þær eru látnar reiða
hnéfann gegn útrjettri hönd
okkaf, þá er okkur einskis ann-
ars úrkosti en vera á varðbergi.
Enda þótt við metum frið og
vináttu mikils, þá er frelsið þó
fyrjr öllu.“
eP
el- 24 síður í dag. — Tvö
blöð, merkt I og II. í blaði
Ií er meðal annars: f járlaga
ræða Björns Olafssonar,
fjármálaráðherra.
Fá ekki fararleyfi til
Uiígverjalands
Washington, 21. des. — Banda-
ríkjaþegnar fá hjeðan í frá ekki
leyfi til að ferðast til Ungverja-
lands. Að undanförnu hafa 2
Bandaríkjamenn verið teknir
höndum þar í landi, án þess að
nokkrar sakargiftir væri til-
greindar.
Tveir menn fórust, en 4
brendust mjög mikið
Eldurinn kom upp í tjöru í lesf skipsins
Einkaskeyti til Morgunbl.
KAUPMANNAHÖFN, 21. des. — Mikill eldsvoði vr.rð í Gull-
fossi hinum nýja í skipasmíðastöð Burmeister & Wain í morg-
un. Fórust tveir danskir verkamenn í eldinum, en fjórir voru
íiuttir mikið brenndir og meðvitundarlausir í sjúkrrhús.
I ríki Títos ljetu menn
sjer látt am iinnast
Stalin átti sjötugsafmæti í gær
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
I/ONDON, 21. des. — Um gjörvallt Rússland, A-Evrópu og
þann hluta Kína, sem kommúnistar ráða, voru fánar við hún
i dag vegna sjötugsafmælis Stalins, skóarasonarins, sem hefur
stjórnað Rússaveldi í fjórðung aldar.
Útvarpsráðstefna á
ári komanda
** í frjettum 30 landa, sem
heyrðust í Lundúnum í dag,
voru 2, sem gátu ekki afmælis-
ins. Afmælisins var hvorki get-
ið í Páfagarði nje Belgrad, höf-
uðborg Títós marskálks. Dög-
um saman hafa bifreiðar hlaðn-
ar gjöfum brunað til Kreml,
Versti kjallarabruni
í 20 ár
LONDON. 21. des. — í kvöld
vinna slökkviliðsmenn enn að
því að ráða niðurlögum elds í
þeim versta kjallarabruna, sem
orðið hefir í London í 20 ár.
Hefir eldurinn þegar brunnið
í 36 stundir undir hinum fræga
blómamarkaði, Covent Garden. 1
Hafa slökkviliðsmennirnir sjer
stök öndunartæki. Eldsupptök-
in urðu í jólatrjám, stöflum af
kössum og sekkjahlöðum í
birgðakjallara. Einn slökkvi-
liðsmaður hefir þegar látið líf-
ið, en 20 eru komnir í sjúkra- 1
hús, vegna tjóns, sem reykur-
inn hefir unnið á heilsu þeirra.
—Reuter.
LONDON, 21. des. —- Breska
útvarpið skýrði frá því í dag,
að franskar, belgiskar, hol-
lenskar og ítalskar útvarps-
stofnanir hafi farið þess á leit
við bersku útvarpsstofnunina,
að hún boði til ráðstefnu á
næsta ári, þar sem stofnað
verði nýtt útvarpsbandalag. —
Hlutverk ráðstefnunnar, sem
yrði haldin í febrúar, mundi
vera, að „koma á einiflgu í út-
varpsstarfsemi Evrópusvæðis-
ins, einkum í því skyni að koma
á eins mikilli samvinnu og
unt er um hagnýtingu þeirra
bylgjulengda, sem því hefur
verið úthlutað“. — Reuter.
Belgrad fagnaði ekki.
í Belgrad var skotið af 60
fallbyssum í dag, en ekki í heið
ursskyni við Stalin, heldur var
í dag afmælisdagur júgóslav-
neska 'hersins. — Fánar voru
hvergi dregnir að hún í Bel-
grad vegna afmælis Stalins nje
yfirleitt nokkur hlutur gerður
til að fagna þeim atburði. Þegn-
arnir munu yfirléitt ekkert um
atburðinn vita.
Meðal þeirra, sem sendu
Stalin heillaskeyti, var forsæt-
isráðherra Breta. Óskaði hann
marskálknum góðrar heilsu í
framtíðinni.
llafa Rússar komið
japönsku stríðsföngun-
um fyrir kattarnef?
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TÓKÍÓ, 21. des. — Rússarnir gengu í gær af fundi stjórn-
arnefndar Bandamanna í Tókíó. Hjeldu þeir því fram,
að formaður nefndarinnar, sem er Bandaríkjamaður,
hefði ekki tekið tillit til krafna þeirra um að taka til
athugunar ólýðræðislegt háttarlag, sem japanska stjórnin
á að hafa gert sig seka um. Formaðurinn vísaði þessari
ásökun á bug, og sagði, að Rússarnir hefðu farið af fundi
vegna þess, að þeir hefðu ekki viljað ræða um heim-
flutning japanskra fanga frá landsvæði Rússa, Sagði
formaðurinn, að helst mætti búast við því, að þeir
374.041 Japanir væru dauðir, sem voru í höndum Rúss-
anna.
‘Kviknaði í tjöru í lest.
Eldsupptök voru þau, að
neisti úr rafmagnsáhaldi
kveikti í einni lest skipsins Þar
voru menn að vinna við ein-
angrun, en það er gert á bann
hátt, að tjöru er sprautað á
einangrunina. Við sprautinguna
myndast eldfim gufa. Hefur það
komið tvisvar sinnum fyrir áð-
ur á meðan á smíði Gullfoss
hefur staðið, að kviknað hefur
í á líkan hátt, þótt ekki yrði
slys af í þau skifti eins og nú.
Lestin fylltist af reyk
á svipstundu.
Lestin fylltist af reyk á svip-
stundu og eldblossar stóðu frá
öllum hliðum.
Ofsahræðsla greip verka-
mennina, sem voru í lest-
inni og reyndi hver, sem
betur gat að forða sjer upp
mjóan lcstarstigann og
gekk þeim því ver að kom-
ast upp.
Nokkrir verkamenn misstu
meðvitund af reyknum í
lestinni og duttu þeir út
af í eldhafið á lestargólf-
inu.
Slökkviliðsmenn með reyk-
grímur og í asbest-Uúningum,
sem ekki getur kvik.nað í, fóru
niður í lestina og tókst að ná
mönnum upp á þilfar.
Tveir voru látnir og fjórir
voru fluttir hryllilega brenndir
í sjúkrahús.
Erfitt björgunarstarf.
Ofsahræðsla greip einnig um
sig meðal verkamanna, sem
voru að vinna annars staðar í
skipinu, er þeir heyrðu neyðar-
óp fjelaga sinna í brennandi lest
inni.
Allt björgunarstarf reýndist
erfitt vegna reyks og ofsa-
hræðslu verkamanna, en þó
tókst furðu fljótt að ráða niður-
lögum eldsins.
Ekki er talið að bygging
skipsins tefjist að ráði, þar sem
skemmdir urðu ekki teljandi á
sjálfu skipinu. — Páll.
Filippseyjum.
TVÆR enskar verksmiðjustúlk-
ur unnu 40 þús. sterlingspund í
knattspyrnugetraunasamkeppni.
Stúlkurnar, sem báðar eru frá
Lancashire, keyptu sjer hver sína
villuna. Þær eru báðar hinar
myndarlegustu og mur.u biðlarn-
ir sennilega ekki láta standa á
sjer.