Morgunblaðið - 22.12.1949, Síða 6

Morgunblaðið - 22.12.1949, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 22. des. 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavflt. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. ítitstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar’ Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla* Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. t lausaiðlu 10 aura •intatdS. 71 mara m«ð Lesb#& ?ar: \Jdzueril óhripa ÚR DAGLEGA LÍFINU Forherðing Framsóknar ENN sem fyrr láta Framsóknarmenn sem þeir sjeu með öllu ábyrgðarlausir af þeim erfiðleikum og vandræðum, sem við blasa í atvinnulífi og fjármálum þjóðarinnar. Enn sem fyrr heldur þessi flokkur því fram að skömmtunar- miðafrumvarp og stóríbúðaskattur sjeu leiðir er talist geti jákvæð úrlausn vandamálanna. Björn Ólafsson fjármálaráðherra svaraði þessari forherð- ingu Framsóknar í yfirlætinu á verðugan hátt í lokaræðu sinni við 1. umræðu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í fyrra- riag. Hann komst þá m. a. þannig að orði: „Framsóknarmenn sýna nú í ræðu og riti að þeir sjeu mjög hneykslaðir á því, að ríkisstjórnin skuli ekki nú þegar, tveimur vikum eftir að hún tók við störfum, hafa komið rneð fullkomna lausn, sem Framsóknarmenn og aðrir flokkar þingsins hafa verið að glíma við s.l. áratug. Hneykslun þess- ara manna er enn eftirtektarverðari fyrir þá sök, að forystu- menn flokksins hafa setið í ríkisstjórn undanfarin ár, og á þeim tíma hefur engin varanleg lausn verið tekin til með- ierðar, heldur hefur öllu verið haldið fljót'andi með bráða- birgðaráðstöfunum og verðbólgan hefur á þeim tíma farið hraðvaxandi með þeim árangri að greiðsluhalli ríkissjóðs þennan tíma hefur orðið 175 millj. kr. og framleiðslukostn- aður útvegsins á þessum sama tíma aukist stórkostlega. í staðinn fyrir að ríkissjóður á þessu ári hefur styrkt báta- útveginn með 37 millj. kr. mundi þurfa — hvorki meira nje minna — nær 60 millj. kr. í viðbót á næsta ári, samkvæmt núverandi kröfum útvegsmanna eða alls yfir 95 millj. kr., sem þá yrði að afla ríkissjóði nýrra tekna fyrir. Það er ekki að furða þótt háttv. þingmenn Framsóknarflokksins þykist undrandi yfir því að hin nýja ríkisstjórn skuli ekki þegar hafa leyst málið — daginn eftir að hún vissi um allar kröfur útvegsins, — málið, sem þeir og aðrir hafa verið að glíma við í mörg ár.“ „Það verður hvorki leyst með fávíslegum slagorðum nje tilefnislausum og klunnalegum árásum á ríkisstjórnina. Það verður heldur ekki leyst með skömmtunarseðlum, sem á að breyta í innflutningsleyfi, nje með stóríbúðaskatti, sem hrekur alþýðufólk út af heimilum sínum. En slík eru ráðin, sem Framsóknarflokkurinn ber fram fyrir þjóðina.“ Þessi ummæli fjármálaráðherra draga upp sanna mynd af framkomu Frámsóknarmanna undanfarið. Þeir láta blað sitt halda uppi stöðugum ádeilum á ríkisstjórn, sem setið hefur í örfáar vikur og tekur við víðtækari vandamálum en nokkur ríkisstjórn nokkru sinni hefur staðið andspænis. Hún tekur við þessum vandamálum af ríkisstjórn, sem Fram- sóknarflokkurinn átti sæti í og ber fulla ábyrgð á. Þjóðin skilur að þessi vandkvæði eru þess eðlis að í þeim duga engin sýndarúrræði. Þess vegna er ekkert eðlilegra en að hin nýja ríkisstjórn fái nokkurt tóm til þess að undirbúa tillögur sínar. Hefði það sýnt ábyrgðartilfinningu af hálfu ríkisstjórn arinnar að kasta tillögum um áframhaldandi ábyrgðir ; afurðaverði, sem krefjast hundrað milljón kr. nýrra álagna á þjóðina, fyrirvaralítið-inn í þingið fyrir jól og freista þess að fá þær afgreiddar á nokkrum næturfundum? Sannarlega ekki. Slík vinnubrögð hefði engin ábyrg ríkisstjórn getað haft. Formælandi Alþýðuflokksins í fjárlagaumræðunum reyndi af veikum mætti að kvitta fyrir persónulegan kosninga- ósigur sinn í síðustu kosningum með því að kenna Sjálf stæðisflokknum um fjárhagserfiðleika þjóðarinnar nú vegna þess að Sjálfstæðismaður hefur undanfarið verið í sæti fjármálaráðherra. Þetta er aumlegur málflutningur af hálfu manns, sem sjálfur hefur setið í ríkisstjórn á þessu tíma- bili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki getað markað stefn- una í fjármálum ríkisins undanfarin ár, þó fjármálaráð- herrarnir hafi verið úr hans hópi. Hann hefur verið í minni- hluta í ríkisstjórn og á Alþingi. Hann hefur þess vegna ekki getað mótað fjármálastefnuna eins og í bæjarstjórn höfuð- borgarinnar, sem nú býr við blómlegan fjárhag, þverrrandi skuldir, lækkandi útsvör en stórfeldar framkvæmdir og umbætur. P . . - 1. - -L*. . .. .*t J ‘ ít ‘U. Hugsað til sjó- mannanna. SJÓMANNSKONA hefir sent brjef með hugleiðingum um sjómennina okkar í sambandi við jólin. Hún drepur á hve sárt ástvinum þeirra sje að sjá þá fara á hafið síðustu dagaha fyrir jólin og leggur til, að þau skip, sem ekki eru tilbúin til ferðar fyrr en á aðfangadag, verði ekki látin sigla fyrr en eftir miðnætti í jóladag. Þessar hugsanir sjómanns- konunnar eru skiljanlegar og víst er mörgum hugsað til sjó- mannanna á hafinu, einmitt um jólin. En einhver myndi segja, að síst væru þeir tímar nú, að ástæða væri til að leggja árar bát. Á hitt má svo benda að það gerir ábyggilega enginn út- gerðarmaður að gamni sínu, að senda skip sín út á sjó bara til þess, að þau sjeu ekki í höfn um jólin. En nauðsyn brýtur öll lög. • Fylgir hinu erfiða starfi. ÞAÐ FYLGIR hinu erfiða starfi sjómannsins, að hann verður stundum að vera að heiman á hátíðis- og tyllidögum. Sjálfir' sjómennirnir taka þessu yfir- leitt með ró, en aðstandendur þeirra í landi eiga venjulega erfiðara með að sætta sig við fjarveru þeirra á hátíðarstund- um. Hjer í höfn eru venjulega mörg erlend skip um jólin og svo mun einnig verða nú. — Sjómannastofan heldur þeim jólafagnað og vel væri, ef menn vildu minnast þess. Gætu t. d. glatt sjálfa sig og gestina, með því að gefa litla jóla- böggla til að gleðja þessa er- lendu sjómenn, sem dvelja fjarri heimilum sínum um jólin. Lokaorðin í póst- deilunni. ÞÁ FARA HJER á eftir loka- orð í deilu þeirra Snæbjarnar Jónssonar og Sigurðar Bald- vinssonar póstmeistara. Það er síðari hluti svargreinar póst- meistarans, sem er á þessa leið: Lokakaflann í árásum sínum byrjar Sn. J. svo: „Pósthúsið hefir tekið upp þann, vægast sagt, óviðfeldna sið að heimta til eignar frí- merki af fylgibrjefum póst- böggla. Nú bið jeg póstmeistara að gera ljósa grein fyrir því merki í mörgum öðrum lönd- lagafyrirmæli, eða þeim laga- fyrirmælum, sem þetta fyrir- skipa“ o. s. frv, Hjer minnir Sn. J. enn átak- anlega á tiltæki karlsins, sem áður getur. Og þarna á nú svo sem að vera jóla- „rúsínan í pylsuendanum“. Hjer er til- gangurinn svo rakinn sem verða má. En hjer fer sem oft- ar, að er menn ganga fram án varúðar og fyrirhyggju, er marksins misst. Pósthúsið og póstmeistara er mál þetta óvið- komandi eins og raunar margt annað sem Sn. J. hefir spurt um. En, sem fyrr, þykir þó rjett að veita ,,viðskiptavinum“ úr- lausn og svara. Lagafyrirmæli sem spyrjandinn óskar að fræð- ast um, er að finna í 17. gr. póstlaganna frá 12. febrúar 1940, svohljóðandi: „Eyðublöð sem keypt eru, verða ásamt frí merkjunum fyrir burðargjaldi sendingarinnar eign póststjórn arinnar um leið og þeim erj skilað til flutnings, og eiga1 sendandi og viðtakandi aðeins rjett á að fá afklippingana við þessi eyðublöð“. Mikil og sterk má sú innri hvöt dómtúlksins vera, sem knýr hann til að forðast heim- ildaöflun, af eigin ramleik, til þessa að missa ekki móðinn við að gera náunga sína grunsam- lega. Er nú eftir að sjá hverja ráðningu hanp veitir Alþingi og konunginum sáluga fyrir að sétja svona háskaleg laga- ákvæði! Pósthúsið Og póst- meistara verður hann að sýkna af þessari lagasetningu viljug- ur eða nauðugur, Spurningunni um það hversvegna ekki sjeu „heimtuð frímerki af brjefum“, er óhætt að svara að sje fyrst og fremsí af því, að engum öðrum en dómtúlknum hefir dottið slikt í hug, svo að ekki er von að um og þá auðvitað samkvæmt lögum þar eins og hjer. í Bret- landi, Bandaríkjunum og Kan- ada er þó annari reglu fylgt og í Þýskalandi, fyrir stríð a. ' m. k., mun burðargjald hafa verið vjelstimplað á fylgibrjef og ávísanir. Frímerki þau, sem póststjórn unum tilfalla á nefndum eyðu- blöðum, eru venjulegast seld í kílóbögglum og andvirðið lagt í sjerstaka sjóði. Hjer á Islandi rennur það í Póstmannasjóð, er stofnaður var með skipulagsskrá, dags. 6. febrúar 1923, staðfestri af konungi íslands 23 maí s. á. Bent á heimild. ,,UM ÞETTA mál er til á prenti mjög glögg og fræðandi grein- argerð rituð af póst- og síma- málastjóra Guðmundi Hlíðdal. Þar var því, auk póstlaganna, góð heimild handa fræðimann- inum og dómtúlknum til þess að byggja á. Hann kýs aðrar starfsaðferðir og hann um það. Loks skal svo aðeins bent á þann rökvillta hugsanagang, að sendandi geti haldið eignar- rjetti á frímerkjum, sem fara út um víða veröld á póstsend- ingum og þó einkum til þess að sanna þjóðhollustu sína í því að halda eignaskattinum til haga.“ Hjer með er þessari deilu lok ið hjer í dálkunum. Smekkleg jóla- útstilling. HVORU hefir verið á jólaútstillingarnar í í þessum pistlum. Fá lög hafi efni. verið sett um það í póstmannasjóð. „ÞAÐ MÁ ljóst vera að póst- stofan er hjer komin út fyrir svið sinnar upplýsingaskyldu. En þar sem svo góður „við skiptavinur“ eins og dómtúlk urinn á í hlut, er vænst að rjett ir aðilar, sem enn eru á lífi. áfellist ekki þessa upplýsinga- starfsemi og skal því þá enn viðbætt, að sami háttur er hafð ur á umgreind eyðublöð og frí OÐRU minnst bænum nöfn hafa verið nefnd, en þó nokkur. Tilgangurinn með þessum skrifum hefir ekki ver- ið að dæma, heldur reyna að örfa fólk til að auka gott jóla- skap með fallegum útstilling- um. Ástæða hefði verið til að minnast fleiri smekklegra ióla- útstillinga, en gert hefir verið. T. d. skreytingum í blómaversl- uninni Flóru í Austurstræti, þar sem mikil vinna og efni hefir verið lagt í einkar smekk lega skreytingu. En hinir fjölda mörgu, sem lagt hafa á sig erfiði og kostn- að til að skreyta borgina fyrir jólin eiga þakkir skilið. Þeir geta verið vissir um, að almenn ingur hefir metið það. : «iiiin iiiiiiMiiiiiiniii ■■ ii lllllllllllllllllllllllllllllllllllll•IIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIlmllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMm MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . IMMIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIMIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIMIIIMIIIIIII lllllllimiMIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIMIIIIIIMMII Kjöii laumað frá Hollandi til Belgíu BRÚSSEL — Þeir Belgíumenn, sem búa meðfram hollensku Iandamærunum, kaupa kjöt sitt í Hollandi. Á sama tíma eru belgískir slátrarar, sem í landamærahjeruðunum búa, á barmi gjaldþrots. • • ENGIN SKÖMMTUN í HOLLANDI SKÖMMTUN kjöts var felld niður í Hollandi hinn 4. nóv. og er kjöt helmingi ódýrara þar í landi en í Belgíu. Hver sá Belgíumaður, sem fer yfir landamærin til Hollands getur, svo að löglegt sje, komið með eitt kg. til baka vikulega. • • ÁÐUR 400 NÚ 14 BELGÍSKUM slátrara, sem á verslun í landamærahjeraði,1 fórust orð á þessa leið við ( frjettamann Reuters: „Vegnal þessarar umferðar hefi jeg selt | nákvæmlega 14 pund af kjöti j þessa viku. Áður en skömmt-1 unin var afnumin í Hollandi t seldi jeg alt að 400 pundum á viku“. Þeim Belgíumönnum, sem við landamærin búa, er einkar auðvelt að, kaupa hollenskt kjöt. Þeir fá sjer far með ódýr- um almenningsvagni til næsta hollenska slátrarans. • • ENN aðrar afleiðingar eru af því, að verðlag er hærra í Belgíu en Hollandi. Nautgriþ- um. er líka smygglað frá Hol- landi til Belgíu. Þar er þeim ólöglega slátrað og kjötið selt á belgíska markaðinum. Tollverðir segja, að ókleift sje að stöðva þessi ráp. — Við landamærin er belgiskt þorp, sem heitir Baarle-Duc. Segja þeir til að mynda, að þar þyrfti tollvörð á hvern íbúa, ef taka ætti fyrir smyglið. • • ÓGREINILEG LANDAMÆRI Á ÞESSUM slóðum eru landa- mærin afar ógreinileg. Sums staðar liggja þau um knatt- leikssal kaffihúsa eða meðfram stjett bændabýlanna. Sumir eru nautgripirnir flutt ir á hálfvopnuðum vögnum, sgm brjóta sjer braut yfir landa Frh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.