Morgunblaðið - 24.12.1949, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.12.1949, Qupperneq 8
8 MORGZJNBLAÐIÐ Laugardagur 24. des. 1949. Víkverji talar við: FÓLK A VMSIM ALDRI UEVI Minnisstæðustu jólin — Hvernig þeim verður varið nú og stærsta jólaóskin VIÐ SEGJUM að jólin sjeu hátíð barnanna og högum okk- ur svo flest eftir þeirri kenn- ingu, að við verðum börn sjálf á jólunum, hvað sem líður aldri okkar. Vitanlega er viðhorfið til hátíðarinnar miklu misjafnt eftir aldri, reynslu og þroska^ hvers og eins. Hugmyndirnar um jólin og jólaóskirnar hins- vegar nærri eins margvíslegar og mennirnir eru margir. I' ..; .. ...........: -J* Jón Pálmason. Mjer datt því í hug, að gam- an væri að rabba við fólk á ýmsum aldri um viðhorfið til jólanna og árangurinn af þeim samtölum fer hjer á eftir. Sömu spurningarnar voru lagð- ar fyrir alla, unga og gamla. Hver eru minnisstæðust jólin, sem þú manst eftir? Hvern- ig ætlar þú að verja þeim jólum, sem í hönd fara? Og hvers myndir þú óska, ef þú • ættir eina jólaósk? Hjer taka til máls um þessi atriði kunnur stjórnmálamaður og bóndi, ungur sjómaður, hús- freyja, skólapiltur og tvö börn innan við fermingu. JÓN PÁLMASON, ráðherra: Öll þjóðin þarf meiri jólafrið HINN LANDSKUNNI bóndi og stjórnmálamaður, Jón Pálmason á Akri, sem gengt hef ir annarri mestu virðingarstöðu hjer á landi undanfarin ár, sem forseti Sameinaðs alþingis og nýlega hefir tekið við embætti atvinnu- og landbúnaðarráð- herra, sagði er jeg lagði fyrir hann jólaspurningarnar þrjár: r „MJer eru minnisstæðust jól- In heima, á bemsku- og æsku- ánim. Þ6 eigi ein öðrum frem- Mr, þvl einstaka ævintýramynd ir eru ekki frá neinum einum. En gleðin og friðurinn heima hjá pabba og mömmu, systkin- um og öðru hemilisfólki, ein- mitt á jólunum, er vafið slík- um geislum og birtu, að ekkert annað fegurra er til viðjafn- aðar. Þar var hin hreina ró- lega og einlæga guðsdýrkun í áinni bestu mynd. Skraut og kostnaður nútím- ^ns þekktist ekki á jólahátíð þkkar sveitamanna, um og upp þr síðustu aldamótum. — Og víða er svo í sveitum enn, að fólkið telur litlu varða, að leggja í mikinn kostnað vegna jólanna. Hitt skiftir í rauninni öllu, að tilefni jólahátíðarinn- ar skapi þann innri frið, sem æskuminningar eldri manna, mín og annarra, eru bjartastar um. Fátækleg og friðsæl jól sveitaheimilanna svara ekki síður sínum tilgangi en miklar gjafir og gleðimót. Býst ekki við löngu jólafríi. — Hvernig jeg ætla að verja jólunum er fljótsvarað. Jeg býst ekki við neinu jólafríi, en hugsa mjer, ef flugveður leyf- ir, að fara heim á aðfangadag og koma aftur á þriðja jóladag hingað til Reykjavíkur. Mundu þá þessir dagar gefa færi á, að vera heima hjá konu og börn- um og sennilega að ná fund- um einhverra vina og nágranna, heima í mínu fagra og kæra hjeraði. Gæfa og friður til handa þjóðinni er jólaóskin. Stærsta jólaóskin? — Mín stærsta jólaósk er gæfa og frið- ur til handa okkar þjóð. Hún er sú, að þingmenn og þjóðarleiðtogar sýni þann mann dóm og drengskap, að taka nú með sameinuðu hugrekki á þeim vanda, sem nú ber að höndum. Að þjóðinni verði að þeirri von, að friður og sam- tök taki nú* við eftir þann storm og hríðarbylji, sem um landið geysuðu um síðustu vet- urnætur. — Við vitum, að sá draumur er búinn, að stjettir og einstaklingar geti með á- rangri gert altaf síhækandi kröfur um meiri laun, minni vinnu og fjölbreyttari eyðslu. Alvara lífsins tekur við í ann arri mynd. Þessvegna þarf öll þjóðin meiri jólafrið. Ef hann fæst og stendur leng ur en um stundarsakir, þá mun allt vel fara. Að svo fari er mín stærsta jólaósk". JÓHANN MAGNÚSSON, stýrimaður: Að rætist úr erfiðleik- um til lands og sjávar JÓHANN MAGNÚSSON stýri- maður á togaranum „Akurey“ er þrítugur. Hann hefir stund- að sjó frá því hann var 16 ára gamall og síðan hefir hann ver- ið mörg jólin á hafinu. — ,,En þó höfum við verið heppnir og oft fengið jól í höfn og á skóla- árunum voru jólin haldin i landi“. Jóhann er ekki málugur, frek ar en íslenskir sjómenn yfir- leitt og það er ekki laust við, að mjer finnist hann taka það, sem hálfgerða tilgerð, að jeg skuli vera að spyrja hann um jólin. En hann ljet þó undan og svaraði; í bílstjóraverkfallinu. — Minnistæðustu jólin mín eru sennilega þegar við kom- um á aðfangadagsmorgun á honum ,,Andra“ gamla til Hafn arfjarðar. Flestir karlarnir áttu heima í Reykjavík, en skipið var gert út frá Hafnarfirði. Þeir vildu komast til bæjarins, þótt jólaviðdvölin yrði stutt í landi í þetta sinn, þar sem við áttum að fara áleiðis til Englands eft- ir hádegi sama dag. En þá var bílstjóraverkfall og ekki hægt að fá neinn bíl til að flytja okkur. Við tókum því það ráð, að fá lánaða hjólhesta og sum- ir fengu meira að segja hesta til Reykjavíkurferðar. Nokkrir Jóhann Magnússon. munu jafnvel hafa farið gang- andi til að fá tækifæri til að heilsa upp á f jölskylduna þenna aðfangadagsmorgun. Við hjóluðum svo að riðum til Reykjavíkur og vorum komnir aftur suður eftir á sömu farskjótum skömmu eftir há- degið. Ljetum svo úr höfn. Fyrst fengum við ágætt veður, fram yfir kvöldmatinn á að- fangadagskvöld, en þá versn- aði heldur í sjó og gerði rudda- veður alla leið til Englands. Það var ekkert hægt að gera nema sofa og ganga vaktir í þessum jólatúr. Heima er best. — Gerg á þessum jólum? — Maður hugsar nú ekki neitt út í það. Er .ánægður með að geta verið heima um hátíðina hjá sínu fólki. Það er nóg að vera svo heppinn, þótt ekki sjeu gerðar neinar áætlanir, eða stundaskrá yfir þessa daga. Að úr rætist. — Jólaóskin, sem efst er okk ur sjómönnum í huga, býst jeg við, að sje, að íslendingar fái fullan yfirráðarjett yfir land- grunnin umhverfis landið og að úr rætist fyrir útvegnum og erfiðleikunum til lands og sjáv- ar. Það er víst sú ósk, sem flest- um er efst í huga um þessar mundir“. Frú RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR: Húsmóðirin, sem óskar að ailir hefðu það eins gott og við FRÚ Ragnheiður Einarsdóttir er ung húsfrú, þriggja barna móðir. Hún gengur inn á, að svara spurningunum um jólin með því skilyrði, að ekki verði birt af henni mynd í blaðinu, eða nánari deili sjeu á henni sögð en nafn hennar. Brúðan í bleika kjólnum Minnisstæðustu jólin mín eru hiklaust þegar jeg var 7 ára gömul og jeg fjekk í jólagjöf stóra og fallega brúðu, sem gat lokað augunum og sagt „mamma“. Hún var í bleikum silkikjól og kápu. Hafði liðað, dökt hár og fallega „kjusu“ á höfðinu. Það hafði verið mín heitasta ósk að eignast slíka gersemi og á þessum eftirminni legu jólum rættist sá draumur. Brúðan var pöntuð úr frönsk um „prískúrant“. Svo af því geta menn ráðið nokkuð aldur minn, ef þeir kæra sig um, því langt er nú síðan, að íslendingar gátu pantað sjer hluti á þann hátt. Mesta ánægjan hjá eigin- manni og börnum Á þessum jólum sem öðrum eftir að jeg eignaðist eiginmann og börn, verður aðal jólagleðin að fá að eyða hátíðisdögunum með fjölskyldu og vinum. Ef allir eru heilbrigðir eru jólin einmitt þeir dagar ársins, sem jeg held að allir, ungir sem gamlir, reyna að gera sitt til að gleðja og þóknast öðrum, eftir því, sem efni og ástæður leyfa. Að allir hefðu það jafn gott og við Ef jeg ætti eina ósk um jól- in, væri hún sú, að allir, hvar sem er í heiminum, gætu haft það jafn gott og við höfum það hjer á landi. Því þótt að hörg- ull sje á ýmsu hjá okkur, eins og tímarnir eru núna í bili, er lífið ólíkt erfiðara fyrir miljón ir manna víðsvegar um heim. ATLI STEINARSSON skólapiltur: Bíður með óþreyju eftir dansinum á annan í jólum ATLI STEINARSS. er tvítugur Verslunarskólapiltur í 6. bekk. Kunnur sundkappi, sem tók þátt í Olympíuleikunum í Lond on. Honum virtist véra álíka innanbrjósts og manni, sem er á leið til tannlæknis, er jeg bar upp erindið við hann um jóla- spurningarnar. JÓLRIM — Minnisstæðustu jólin? — Fyrstu jólin, sem jeg man eftir, þegar kveikt var á kertunum á jólatrjenu, og jólasveinninn kom. Því það var elsti bróðir minn, sem Ijek jólasveininn. — Gera á jólunum? — Borða og láta sjer líða vel. Gleðjast yfir jólagjöfunum, því altaf fær maður eitthvað, þótt lítið sje til í búðunum. Það er hvort sem er altaf sagt fyrir öll jól. Og svo bíður maður vitanlega með óþreyju eftir öðrum í jól- um, þá byrjar ballið. — Skólaballið? — Nei, það er búið að vera. Það var haldið fyrir jól, vegna þeirra, sem búa utan bæjar og fara heim um jólin. Nei, bara dansleikur hjer í bænum, mað- ur. Vildi að 17. júní væri komin — Jólaóskin? Ef hún væri ekki bundin við jólin þessi ósk, þá vildi jeg að 17. júní væri kominn. — 17. júní? — Já, því að þá væri skólinn búinn og allar áhyggjur liðnar hjá. En úr þvi, að það er jóla- ósk, þá vildi jeg óska mjer að hafa altaf nóg að borða og það Atli Steinarsson. kæmi ekki fyrir eins og forðum að fólk skorti mat hjer á landi. — Þjer berið það annars ekki með yður, Atli, að þjer sjeuð mathákur, svona grannur og spengilegur ungur maður. — Það fer alt í sundhöllina. — Já, vel á minst, Sundhöllina. Jeg myndi óska mjer að hafa nóg að borða og sundhöll. Þá myndi maður lifa áhyggjulausu lífi, maður“. ÚLFAR SIGURBJÖRNSSON 13 ára: Langar mest til að eignast skíði ÚLFAR SIGURBJÖRNSSON er 13 ára, en hefir samt víða farið, þótt ekki sje hann eldri að árum. Hann er fæddur í Vest mannaeyjum, ólst upp fyrstu bernskuárin á Siglufirði, en hef ir nú hin síðari ár átt heima í Reykjavík. Hann er nem- andi í Laugarnesskóla, en vinn ur sjer aukaskilding með sendi- ferðum fyrir Morgunblaðið. — í jólaönnunum á dögunum og spurði hann sömu spurninga og hina fyrri. Frh. á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.