Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. des. 1949. MORGTJTSBLAÐIÐ 3 - FÓLK Á ÍMSUM ALDRI UM JÓLIIM Frh. af bls. 8. — Jeg held að minnisstæð- ustu jólin mín sjeu síðustu jól. Þá fór jeg til Víkur í Mýrdal til að heimsækja afa og ömmu. Þar var gaman að vera, en ef til vill man jeg best eftir þessu Úlfar Sigurbjörnsson. ferðalagi vegna þess að við urð um veðurtept og það endaði með því, að við urðum að fara á hestum í hríðarveðri frá Vík alla leið að Jökulsárbrú, þar sem áætlunarbíllinn tók við. •— Það var æfintýralegt ferðalag. Á þessum jólum býst Úlfar við að fara til Keflavíkur og dvelja í boði hjá systur sinni, sem er gift amerískum starfs- manni á Keflavíkurflugvelli. En það verður bara á aðfanga- dagskvöld. Og ef veður leyfir vonast hann til að komast aust- ur í skíðaskála og fara á skíði hina jóladagana. Áhuginn fyrir skíðaíþrótt- inni vaknaði hjá honum meðan hann átti heima á Siglufirði og hefir ekki dofnað síðan, þótt erfiðara sje um skíðaiðkanir hjer sunnanlands en fyrir norð- an. Úlfar hugsar sig lengi um jólaóskina, en segir að lokum: Jeg held að jeg myndi óska mjer að fá verulega góð brun- skíði. STEFANÍA BORG, 9 ára: Vildi eignast töfrasprota STEFANÍA SVALA BORG, Hraunteig 28, er yngst þeirra, sem jeg lagði jólaspurningarnar fyrir. Hún er ekki nema 9 ára. Hún var að búa um jólagjafirn ar, sem hún var búin að kaupa handa systkinum sínum og vin- um. Lítil brúða handa litlu syst ur, bók handa stóra bróður og tuskuhund fyrir minstu systur. Stefanía litla er sannfærð um að öll jól sjeu skemtileg og finst skrítið að láta sjer detta í hug að ein jól sjeu öðrum fremri, en viðurkennir þó þeg- ar jeg geng að henni með ágeng ar spurningar, að skemtilegustu jólin, sem hún muni eftir hafi verið þegar jólasveinninn kom til hennar. „En nú veit jeg hver hann var“, segir hún. „Hann var bara maður, sem jeg þekki, sem hafði farið í búning. Jeg veit líka núna, að það eru ekki jóla- Stefanía Borg. sveinarnir, sem setja gott í skóna okkar á jólaföstunni. •— Það gerir bara pabbi og mamma. „Á. jólunum, sem núna koma ætla jeg að fara í nýja matrósa kjólinn minn. Hann er rauður og voða fínn. Svo dönsum við og syngjum kringum jólatrjeð og borðum yoða mikið. •— Við leikum okkur að gjöfunum og fáum að vaka lengi. Kannski kemur jólasveinninn aftur. .— Jeg vildi það, þótt jeg viti að hann er bara maður“. Stefanía þarf langan umhugs unarfrest um óskina einu á jólunum. Hún byrjar nokkrum sinnum á setningu, en hættir við að segja hana. Það væri ekki gaman að óska sjer ein- hvers og muna svo eftir öðru, sem maður hefði heldur vilj- að. Og vera þá búin með óskina! En loks dettur henni snjall- ræði í hug: „Jeg myndi óska mjer töfra- sprota. Með honum gæti jeg svo óskað eins og jeg vildi. Þá myndi jeg óska mjer, að vera komin til Danmerkur. •— Jeg myndi óska mjer að eiga fult af eplum og appelsínum og jarð arberjum og margt miklu fleira. Og þegar Ijósmyndari Morg- unblaðsins kom til að taka myndina, sem hjer fylgir með, sagði Stefanía Borg: „Af hverju er verið að taka mvnd af mjer einni, en ekki okkur öllum?“ HURRICANE LANTERNS Stærstu framleið' endur Evrópu M A D E I N E NG LA N D E Þvottavjelar nieð rafmagnshitun eða án liennar, rvksugur af mörgum gerðum, venjulegar þvottavíndur og fleiri heimilistæki til afgreiðslu með stuttum fyrirvara frá M I E L E verksmiðjununn. Vjelar og vindur fyrir þvottahús, þvottapottar af öllum mögulegum stærðum og gerðum, skilvindur, strokkar o. fl. ®. fl. fæst mt afgreitt með fárra vikna fyrirvara frá hinuni kunnu M I E L E verksmiðjum. Greiðsla er í sterlingspundum og horgunarskilmálar þægilegir. Miklar útlitshreytingar til straunilínulags hafa farið fram siðan myndirnar í þessari auglýsingu voru gerðar, svo og margar stóf- gagnlegar endurbætur á vjelunum — til betri endingar og meira öryggis. Verksmiðjurnar afgreiða beint til þeirra innflytjenda sem þess óska. Fyrirgreiðslu pantana annast ^óL. ÓCu^ááO n CJJ* CLo. I<Ceuhiavíh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.