Morgunblaðið - 07.01.1950, Qupperneq 6
6
MORGUNPLAÐIÐ
Laugardagur 7. janúar 1950.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbðB. j|[
kr. 15.00 utanlands.
Vjelbátaútgerðin og til-
lögur ríkisstjórnarinnar
RÍKISSTJÓRNIN hefur nú í samræmi við yfirlýsingu for-
sætisráðherra í nýársboðskap hans á gamlárskvöld lagt fram
frumvarp á Alþingi um bráðabirgðaráðstafanir til þess að
gera vjelbátaútgerðinni mögulegt að hefja vetrarvertíð. —
Miða þessar ráðstafanir eingöngu að því að tryggja rekstur
þessarar þýðingarmiklu atvinnugreinar þar til tími hefur
unnist til þess að afgreiða löggjöf, sem feli í sjer varanlega
lausn á vandamáli atvinnulífsins í heild. Ríkisstjórnin hefur
marglýst því yfir að það sje ásetningur hennar að leggja
íram tillögur, sem feli slíka lausn í sjer. Er enda vitað að
uppbótaleiðin til tryggingar rekstri atvinnutækjanna er orð-
in ófær. Hvorki fjárhagur ríkisins nje gjaldgeta borgaranna
fær risið undir þeim gífurlegu útgjöldum, sem af henni
leiða. Aðalatriði þeirra tillagna, sem ríkisstjórnin hefur lagt
fyrir Alþingi eru þau að ríkissjóður ábyrgist vjelbátaútgerð-
ínni ákveðið verð á útflutningsvörum hennar í janúar og
febrúar. Ef löggjöf hefur ekki verið sett 1. mars, er að dómi
ríkisstjórnarinnar leysi til frambúðar rekstursvandamál báta
útvegsins þá framlengist ábyrgð ríkissjóðs á afurðaverðinu
þar til slík löggjöf hefur verið sett þó eigi lengur en til 15.
maí 1950.
I þessum bráðabirgðatillögum ríkisstjórnarinnar er jafn-
hliða gert ráð fyrir því að ríkið ábyrgist hraðfrystihúsunum
útflutningsverð afurða þeirra.
I sambandi við þessar tillögur er ástæða til þess að leggja
áherslu á það, að þeim er fyrst og fremst ætlað að koma í
veg fyrir það tjón, sem af því hlyti að leiða fyrir þjóðar-
heildina, ef bátaútvegurinn og hraðfrystihúsin stöðvuðust
gjörsamlega um lengri eða skemmri tíma. Á það er rjettilega
bent af ríkisstjórninni að fullvíst er að það tæki Alþingi
langan tíma að afgreiða löggjöf, sem felur í sjer varanlega
lausn á vandamálum íslensks atvinnu- og efnahagslífs í
heild. Það tekur ríkisstjórnina einnig lengri tíma en hún
til þessa hefur haft að undirbúa slíka löggjöf í hendur Al-
þingis. Af þessum ástæðum átti ríkisstjórnin einskis annars
úrkostar en að leggja fram tillögur um bráðabirgðaráðstaf-
anir, sem kæmu útgerðinni af stað upp úr áramótum.
Ríkisstjórnin hefur því í hvívetna farið rjett að. Hún
frestaði að bera fram tillögur sínar um bráðabirgðaráðstaf-
anir þar til óskir útgerðarinnar og hraðfrystihúsanna lágu
Ijósar fyrir og tækifæri hafði gefist til þess að fá yfirsýn
um möguleika til þess að koma henni af stað. En hún vinnur
jafnhliða að því af fullum krafti að undirbúa ráðstafanir,
sem leysi ekki aðeins vanda útvegsins og hraðfrystihúsanna,
heldur atvinnulífsins í heild.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfir að hann álíti að
uppbótaleiðin sje ófær orðin til þess að tryggja rekstur út-
flutningsatvinnuveganna. Þess vegna ber ekki að líta á þess-
ar bráðabirgðatillögur hans sem stefnu flokksins. Þær eru
þvert á móti „troðin slóð“ eins og Ólafur Thors forsætis-
láðherra hefur orðað það. Stefna Sjálfstæðisflokksins og nú-
verandi ríkisstjórnar er afnám uppbótarleiðarinnar og halla-
laus framleiðslustarfsemi í meðalárferði, afnám hafta og
banna og verslunarfrelsi.
En í sambandi við hina tímabundnu ríkisábyrgð á út-
flutningsafurðum bátaútvegsins verður ekki hjá því komist
að benda á skyldu Alþingis til þess að sjá fyrir tekjum til þess
að standa undir þeim útgjöldum, sem hún kann að baka
líkissjóði. 1 frumvarpi ríkisstjórnarinnar er að sjálfsögðu
gert ráð fyrir tekjustofnum í því skyni. Það bæri vott full-
komnu ábyrgðarleysi ef þingið samþykkti slíkar ábyrgðar-
skuldbindingar á ríkissjóð án þess að tryggja jafnframt fje
til þess að standa undir þeim. Verður því ekki að óreyndu
trúað að meirihluti Alþingis leiki slíkan leik.
Ríkisstjórnin mun leggja allt kapp á undirbúning varan-
legrar lausnar vandamála atvinnulífsins og telur höfuðnauð-
syn bera til þess að þær hafi verið samþykktar fyrir 1. mars
eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi hennar um bráðabirgða-
láðstafanir vegna útvegsins. Þau áform hennar verða að
njóta skilnings og atbeina allra ábyrgra afla í þjóðfjelaginu.
\JílwerjL ólripar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Skemmdarverk
FYRIR nokkrum dögum stóð
bifreið erlends fulltrúa í einu
af sendiráðunum í Reykjavík
fyrir utan hús nokkurt við f jöl-
farna götu.
Hinn erlendi fulltrúi var í
boði. Bifreiðin var greinilega
merkt með stöfunum ,,C.D.“
sem þýðir að eigandinn sje
starfsmaður erlends sendiráðs.
Á bílnum voru einnig merki
bifreiðaeigendafjelaga í nokkr-
um löndum, þar sem sendifull-
trúinn hafði dvalið áður. Meðal
annars merki danska bifreiða-
eigenda fjelagsins. Merkið er
skrautlegt, eins og títt er um
þessháttar merki.
Þegar eigandinn kom að bíl
sínum, tók hann eftir því, að
búið var að saga danska merk-
ið frá vatnskassahlíf bifreið-
arinnar.
Þjófnaður
Á DÖGUNUM komu nokkrir
menn til að borða saman kvöld-
verð í veitingahúsi hjer í bæn-
um. Ekkert sjerstakt var um að
vera í sölum veitingahússins
þetta kvöld og fengu mennirn-
ir lítið herbergi út af fyrir sig
til að borða í.
Þeir skildu yfirhafnir sínar
og höfuðföt eftir frammi í fata
geymslu, en enginn var þar
vörðurinn að þessu sinni.
Er þeir fjelagar fóru heim
um kvöldið vantaði einn frakk-
ana. Einhver óráðvandur ná-
ungi hafði komið inn af göt-
unni og stolið frakkanum.
•
Rifrildi
og tætingur
FRAMANGREINDAR smásög-
ur, sem nýlega áttu sjer stað
hjer í bænum eru sönn dæmi
um það rifrildi og tæting, sem
á sjer stað svo að segja dag-
lega víðsvegar í bænum.
Skemmdarverkin eru vandal
ismi, eða sjúkdómur, því varla
getur nokkur maður haft gagn
af að stela merki erlends fje-
lags. En ekki er fyrirhöfnin
spöruð, því skemdarverkamað-
urinn hafði ekki rifið merkið
frá, heldur klippt með stáltöng
um, eða sagað festinguna í
sundur með járnsög.
Frakkaþjófnaðurinn er vafa-
laust annars eðlis, en þó varla
framkvæmdur af þörf, eða
neyð.
•
Ergilegt öryggisleysi
SKEMDARVERKIN og smá-
þjófnaðirnir valda borgurunum
ergilegu öryggisleysi.
Menn geta ekki verið óhult-
ir um eignir sinar. Oþokkar
brjóta trje í görðum manna,
rífa og tæta alt laust og fast
hvar sem það er.
Hart er að geta ekki skilið
eftir yfirhöfn í fatageymslu á
opinberum stað, án þess að
eiga á hættu að henni sje stol-
ið. —
Virðingarleysið fyrir eign-
arrjettinum er tímanna tákn,
segja sumir og ypta öxlum.
En það er engin lausn á mál-
inu að segja slíkt, heldur verð-
ur að gera ráðstafanir til að
uppræta þenna fjára.
•
Ánægjuleg
jólatrjesskemtun
FYRIR áramótin vjek jeg að
því, að vel væri það, ef einhver
góður fjelagsskapur stofnaði til
jólatrjesskemtunar fyrir þau
börn í bænum, sem ekki ættu
þess kost, að sækja slíka gleði-
fundi, sem daglega eru haldnir
um þessar mundir fyrir yngstu
borgarana.
Nú hefir það verið gert. —
Oddfellowreglan gekkst fyrir
jólatrjesskemmtun núna í vik-
unni fyrir börn, sem varla
hefðu átt þess kost, að sækja
skemtanir annara fjelaga.
Varð þetta hin besta skernt-
un og til ánægju bæði fvrir
börnin og þá er að henni stóðu.
•
Um 400 börn á
skemmtuninni
ODDFELLOWAR höfðu þá að-
ferð er þeir buðu börnunum til
fagnaðarins, að leita aðstoðar
mæðrastyrksnefndar, fram-
færslufulltrúa bæjarins og ann
ara líkra stofnana um hverjum
skyldi bjóða. Var rjettilega tal-
ið, að með því myndi helst nást
til þeirra, sem út undan yrðu
frá öðrum skemmtunum.
Eíga Oddfellowar þakkir
skyldar fyrir að eangast fvri-r
skemmtun fyrir börnin og veitá
þeim gleðilega kvöldstund.
Utivera unglinga
á kvöldin
ÞAÐ FER ekki hjá því, að bæj-
árbúar hafi véitt því eftirtekt,
að fjöldi unglinga, stundum í
stórhópum, er á flækingi, eða
að leikjum á götunum löngu
eftir það sem talin hefir verið
eðlilegur háttatími unglinga
innan við fermingu.
•
Lögreglusamþykktir
VIÐ EINA íbúðargötuna í vest-
urbænum mætti jeg strákahóp
klukkan að ganga 11 í fyrra-
kvöld. Voru þeir með ærsl, eins
og gengur er strákar koma sam
an, en eneinn beirra mun hafa
verið eldri en 12 ára.
Sama kvöld rakst jeg á ann-
an strákahÓD á líku reki í öðru
bæjarhverfi.
Lögreelusambvktin mun
setja einhveríar reglur fyrir
útiveru unelinea á kvöldin, ef
þeir eru elrVi f fvled með full-
orðnum, eða í ákveðnum erind-
um. Væn fró^leet að fá að vita
hversveena hessum fyrirmæl-
um löeroffiusamþykktarinnar
er ekki fylgt.
yiiiiuiiiniiiiiiiiiiuiiiiiuimiiinniiiiniiiiiiiiiiininiiiiuiniiiiumiuiiiiiiiiuuiiiiiiiiinnniMninn^n^iniiiininniiuiimuimuMunnDniiiiiii' nm 1111111111111111111111111111*1
MEÐAL ANNARA ORÐA .... 1
a
1 iiimiimitiiisiiiiiiMeMimiriiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiit,miMliiii",,""M'""i,i"iiiiiiiiimiiiiiiiiMiiiiii? >
Menn skyldu kynnasJ tengdaforeldrum sínum iímanlega
Frá frjettaritara Reuters.
KAUPMANNAHÖFN: — Áður
en þú tekur lokaákvörðun um
að giftast stúlkunni, máttu ekki
láta hjá hða að virða móður
hennar vel fyrir þjer. Það sama
á við um stúlkuna: hún skyldi
ekki gleyma því að velta tengda
föðurnum tilvonandi rækilega
fyrir sjer.
Þessi h’eilræði er að finna í
bókinni „Vi skal giftes“, sem
út kom hjer í Kaupmannahöfn
í síðastliðnum mánuði.
• •
MÁLSHÁTTUR
SEX karlar og konur'standa að
þessari bók. Markmið hennar
er, að taka til ítarlegrar athug-
unar ýmiskonar vandamál, sem
höfundarnir telja að fylgi trú-
lofunum og giftingum.
í formála að „Vi skal giftes"
er vakin athygli á eftirfarandi
málshætti, sem mun vera rúss-
neskur: „Signdu þig einu sinni,
áður en þú gengur til orustu;
signdu þig tvisvar sinnum, áð-
ur en þú ferð til sjós; en signdu
þig þrisvar sinnum, áður en þú
giftist".
• •
ÞARF AÐ KYNN-
AST FJÖLSKYLD-
UNNI
í KAFLA með heitinu „Ef gift-
ingin á að heppnast", ritar lækn
ir meðal annars: „Karlmaður-
inn skyldi kynnast tilvonandi
tengdamóður sinni, áður en
lokasporið er stigið. Og stúlkan
ætti fyrir sitt leyti að krefjast
þess áð fá að kynnast tengda-
föðurnum tilvonandi".
‘ Enda þótt það verði að vísu
ekki fullyrt, að viðkomandi ætli
að ganga að eiga alla fjöl-
skyldu makans, segir læknir-
inn ennfremur, ber að leggja
áherslu á nauðsyn þess, að hver
aðilinn fyrir sig kynnist fjöl-
skyldu hins og heimilisástæð-
um. Á þann hátt er hægt að
afla sjer talsverðrar vitneskju
um, hvernig unnustinn eða unn
ustan muni „taka sig út“, er
fram líða stundir, og hvernig
hann eða hún muni verða á
silfurbrúðkaupinu.
• •
TRÚLOFUNAR-
ÁSTANDIÐ
LÆKNIRINN bætir því við, að
ekkert hjónaband geti blessast,
nema hjónin skilji til hlýtar
kosti og vankosti hvers annars.
Lögfræðingur, sem skrifar í
bókina, ritar heldur þurrlega
um „sæluástand" trúlofunar-
tímabilsins. Lögfræðingurinn
yptir öxlum yfir „unaðslegu
kvöldstundunum", „angurværu
músíkinni" og „daufu lampa-
ljósunum“, sem ýmsir nefna í
sambandi við trúlofunina, en
segir í þess stað berum og ó-
sköp „órómantískum“ orðum:
„Trúlofun er samkomulag karls
og konu um að ganga í heilagt
hjónaband að einhverjum tíma
liðnum".
Hann lvkur orðum sínum
með því að vekja athygli á því,
að ef tn'tTofnn sie slitið, hafi
báðir aðilar lagaleaan rjett til
að krefjast bess. að öllum þeim
gjöfum sio skilað aftur, sem
gefnar hafi verið með þeim for-
sendum. að viðkomandi ætli að
ganga að eigást.
Drísk börn frá
Júgóslavíu
BELGRAD, 6. jan. — Það er
alkunna, að grískir kommún-
istar rændu þúsundum griskra
barna, meðan borgarstyrjöldin
geisaði, og komu þeim til ná-
grannaríkjanna til kommúnis-
tisks uppeldis.
Nú hefur stjórn Júgóslavíu
tilkynnt, að hún muni ieyfa
þeim grískum börnum, sem þar
eru í haldi, að fara til foreldra
sinna, þeirra er flytjast til
Ástralíu. — Reuter.