Morgunblaðið - 07.01.1950, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.01.1950, Blaðsíða 7
, Laugardagur 7. janúar 1950. MORGUNBLAÐIÐ r Þar, sem hittost austur og vestur Berlinargatan, sem skiptir her- námssvæðum Rússa og Frakka Eftir frjettamann Reuters. BERLÍN — í Bernauer-Strasse í Norður Berlín, bar horfast vestur- og austurheimur í augu yfir þessa venjulegu götu í þessu venjulega verkamanna- hverfi. Miðbik götunnar skiftir löndum. Okunnugir, sem slæðast á þessar slóðir. sjá sjer til undr- unar, að sporbrautir. ein á miðri götunni skiftir því svæði, er Rússar heisitja frá landshluta V esturveldanna. Bernauer Strasse er hluti tak markanna milli lærnámshluta Frakka og Rússa í Berlín og þessi ósýnilegu takmörk liggja um miðbik götunnar á nokk- Ur hundruð metra svæði. Það eitt gefur til kynna, að her- námssvæði vesturs og austurs liggja hjer saman, að trjespjöld standa á gatnamótum. Á þeim stendur, á fjórum tr.ngumálum: ,.Þú ferS*hjer inn á rússneskt hernámssvæði“. Styrjöldin og sprengjuárás- ir bandamanna komu hart nið- ur Bernauer Strasse. Löng flæmi götunnar eru enn þakin grjóti. Tveir þriðju allra hús- anna beggja vegna götunnar, eru grindin ein eða aðeins hrú- ald af skítugu, gráu rusli. — Samt fer það ekki fram hjá mönnum, að mikill munur er á útlitinu austan og vestan meg in götunnar enda þótt allt sje þarna ömurlegt og tiibreýting- arlaust. Gömul og ný slagorð. Rússar hersitja austurhluta götunnar. Undanfarin fjögur ár hafa þeir sánkað þar saman alls konar slagorðum, sem eru hroð virknislega máluð á húsin, veggina og gangstjettirnar. — Sum þeirra, sem eru veðruð og dauf, krefjast „sameinaðs baráttuliðs gegn fasistum", en önnur heimta einingu Þýska- lands og „þjóðfylkingu undir forustu verkalýðsstjettarinn- ar“. Aftur á móti eru þau slag orð frekar ný, sem hljóða á þessa leið: „Lengi lifi lýðveld- ið“ og „lengi lifi Stalin“. í franska hlutanum af Bern- auer Strasse eru hins vegar eng ar tilkynningar þessarar teg- undar. Allsnægtir og örbirgð. Fyrsta verslunin 4 þeim hluta götunnar, sem Rússar ráða, er kjötvörubúð Þar eru gluggarn- ir tómir, ef frátaldar eru aug- lýsingar um. að tíu daga kjöt- skamturinn fáist þar. I hillun- um er ekkert nema allmargir rykfallnir jurtapottar. Kjötkaupmanninum fórust orð við mig á þessa leið: — „Kjötið, sem jeg hefi fengið til dreifingar, er í ísskápnum og rjett nóg til að jeg geti sinnt eftirspurn venjulegra skifta- vina minna. þegar þeir fram- vísa skömtunarseðlum sínum“. Hann yppti öxlum og benti í áttina tjj keppinautar síns, sem var í 100 stikna fjarlægð hand- an götunnar. „Miðað við mig', þá hefur hann sanna auðmanns verslun", sagði hann og brosti. „Hann fær svo miklar vörur, að hann getur ekki selt þær allar. Það eru hans áhyggjur. Stundum lætur hann mig fá nokkur ósvikin Brúnsvíkur- bjúgu handa mjer og mínu heimili, svona vegna fornrar vináttu“ Ef dæma skal eftir verslun keppinautar hans, skyldu menn helst ætla, að hreint ekkert stríð hefði geisað. Gluggar og hillur svigna undan alls konar krásum, kjöti og bjúgum. Og inan um allt saman eru gulir kjúklingar og endur, sveipaðar gagnsæjum pappír. Eigandi þessarar verslunar með öllum girnilegv. matvælun- um sagði við mig: Já, sá hlut- ur er naumast til, sem menn geta ekki fengið í V-Berlín, nú eftir að samgöngubanninu er ljett af. En verðlag er hátt, og húsfreyjuinar í þessu verka- mananhverfi halda fast um skildinginn“. Stundum koma ekki fleiri en tuttugu skifta vinir til hans daglangt. Við höldum nokkra metra áfram meðfram götunni og kom um þar að, sem tvær nýlendu- vöruverslanir standa sín hvoru megin götunnar. I gluggunum getur að líta mikið úrval, en við nánari athUgun kemur í ljós, að sú á Sovjetsvæðinu hef- ur næsta fátt að bjóða. Þar eru raðir at' flöskum með þýsku koníaki og öðrum víntegundum og óvenju mikið af dósum með gervivörum í. Á hurðinni er miði, þar sem segir, að húsmæður geti fengið skammt sinn af mjöli, sykri og gerfikaffi gegn skömmtunar- seðlum. í búðinni á móti kæra menn sig kollótta um skömt- unarseðlana framar. Hillur þeirrar verslunar eru fullar af þeim vörum sem nylenduvöru- kaupmaður selur á friðartím- um — þýsku og erlendu súkku- laði, frönskum vínum, döðlum og fíkjum. Á bak við búðar- borðið eru staflar af mjölsekkj- um, sykursekkjum. kaffi og þurkaðri mjólk. — Viðskiftin ganga greitt árdegis og kaup- maðurinn hefur ekki mikinn tíma aflögu til að spjalla. „Þeir fá aldrei meira til að selja í einu en hinn vikulega |skammt“, sagði kaupmaðurinn I og átti við stöðunauta sína ! handan götunnar. „Allt það, í sem ekki er skammtað, er selt |í verslunum, sem fylkið á fyrir ^ gífurverð". I í matstofuimi. j Litla matstofan í næsta húsi er opin og gestgjafanum er unt að afgreiða hvað eina frá bjúg- um til steikur með káli. Til j þess að finna matkjallarann handan götunnar, verð jeg hins j vegar að lcita dálítið fyrir mjer. Eigandinn, sem er gamall grá- * skeggur, hristir gremjulega höf uðið, þegai beðið er um óskamt ! aðan mat. I „Máltíðir ekki nema gegn skömtunarseðlum“, segir hann hvasst. „Vitið þjer ekki. að mat stofunni verður lokað. ef jeg' er staðinn að þvi, að selja mat án þess að krefjast miða. Fyrir j nú utan það, að jeg þarf miða til að afla mjer birgða á ný“. En svo bendir hann mjer þó á rjett, sem leyfilegt er að selja óskamtaðan. — Jarðeplamauk með idýfu. Banna blöð hvors annars. Nýja blaðasalan Rússa meg- in, auglýsir nöfn margra blaða, sem Rússar leyfa, að út komi á hernámssvæði sínu. Má þar til nefna rússneska frjettablað- ið „Tágliche Rundschau". Blaðasalinn kvartaði um, að kaupenduinir væru fáir og strjálir. Stöðunautur hans á franska hernámshlutanum hafði hjer um bil sömu sögu að segja, þó að hans eigin sölu- búð hafi á boðstólum bandarísk, frönsk og bresk blöð og tíma- rit auk vestur-þýskra blaða. •— Hann harmar síst, þótt sala austur-þýskra blaða sje bönn- uð í V-Berlín. „Þau voru aldrei keypt, af því að þau voru svo heimskuleg". sagði hann. Gold- ið er líku líkt handan götunn- ar, svo að vestur-þýskl blöð eru ekki seld þar. í augum gestsins, sem slangr- ar inn í Bernauer-Strasse.. hitt- ast þar andstæðurnar, alls- nægtir og örbirgð. Mikið atvinnuleysi. Samt er það nú svo, að í þeim húsum, sem eru vestan göt- unnar, búa þúsundir atvinnu- leysingja, sem geta engan veg- inn veitt sjer þann munað, sem er á boðstólum í verslununum. í V-Berlín eru 250.000 atvinnu- leysingja, og 420.000 styrkþega. Samt er íbúatalan aðeins tvær miljónir. Eftirlaun og atvinnu- leysisstyrkir manr.a hrökkva vart til að greiða húsaleiguna og margir þeir, sem búa vestan Bernauer Strasse, hafa ekki efni á að kaupa þann skammt, sem þeim er ætlaður við rjettu verði. Þeir, sem búa austan götunn- ar, verða og að gera sig ánægða með að vivða fyrir sjer gnægð- irnar handan götunnar við og við. Því að það eru önnur mörk miklu öflugri en hernámsmörk- in, sem skilja Bernaue>’-Strasse í tvennt: Mismunandi gjaldeyr ir. Tvenns konar gjaldeyrir full komnar þau mörk, sem skiftir Berlín milli austurs og vesturs. Á hernámssvæði Rússa gilda austurmörkin, á hernámssvæði Vesturveldanna eru svo vest urmörkin gjaldeyririnn. Vegna yfirburða þeirra, sem V-Þý«kaland hei'ur í efnahags- málum yfir A-Þýskaland, þá er gengið á frjálsvm matkaði eitt vesturmark á rnóti sex austurmörkum. Þetta gengi er þeim í A-Þýskalandi of óhall Framh. á bls. 8 Nefnd fróðra manna finni veiðarfæri fyrir Faxisild^ i Merkilegt úrlausnarefni [ ALLT FRÁ því að síldveiðar hófust í Hvalfirði og oh'ugi manna vaknaði fyrir síldargöngum í Faxaflóa og við Suð-Vest- urland hafa rikisstjórnin og Fiskimálasjóður látið einskis ó- freistað, er verða mætti til þess að auka þekkingu manna á göngum síldarinnar og háttum á þessum slóðum og styrki tilraunir með nýjar veiðiaðferðir. Þannig voru fimm bátar styrktir til reknetaveiða í til- raunaskyni allt haustið og fram til áramóta, og m.s. Fann- ey hefir verið látin leita síld- ar á þessum slóðum nú á þess- um vetri. Fiskimálasjóður hefir með samþykki ráðuneytisins styrkt tilraunir með dönsku flotvörp- una, og nú síðast keypt flot- vörpu af nýjustu gerð og látið reyna hana. Þar sem þessar tilraunir hafa ekki borið þann árangur fram til þessa, er til var ætlast, en brýna nauðsyn ber til að finna aðferð til að veiða síldina á djúp sævi, hefir ráðuneytið þann 3. þ. m. skipað nefnd 10 manna til að hafa forgöngu um áfram- hald tilraunanna. Þessir menn eiga sæti í nefnd inni: Þorleifur Jónsson, framkv,- stjóri, formaður. Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri. Sturlaugur H. Böðvarsson, útgerðarmaður. Hafsteinn Bergþórsson, út- gerðarmaður. Ármann Friðriksson, skip- stjóri. Vjesteinn Guðmundsson, verkfræðingur, Hjalteyri. Árni Friðriksson, fiskifræð- íngur. Davíð Ólafsson, fiskimála- stjóri. Gunnar Böðvarsson, verk- fræðingur og Óskar Jónsson, framkvæmda stjóri. Ráðuneytið taldi nauðsynlegt að unnið yrði afj þessum rann sóknum undir einni stjórn, og að samvinna tækist með sem flestum, er áhuga höfðu á þess um málum og að þeim vildu vinna, og taldi rjett að hafa nefndina fjölmenna, svo að nefndarmenn gætu skift með sjer verkum og á þann hátt náð árangri sem fyrst. Nefnar-’ störfin eru ólaunuð, en hið op- inbera mun greiða annan kostn að við störf nefndarinnar. (Frjett frá atvinnumálaráðu- neytinu). ★ Það er vel ráðið af atvinnu- málaráðuneytinu, að skipa þessa fjölmennu neínd. Hjer er um að ræða að leysa vanda- frá ráðuneytinu. Formaðut Fiskimálanefndar Þorleifur Jónsson er formaður þessarar nefndar. Fiskimálanefnd hefir með höndum fje, sem ætlast e* til, að notað verði, til so greiða fyrir nýjungum á þessu sviði. Svo forystan er fengín i henct- ur þeim aðila, sem farið hef.tr með skyld mál. Vegna þess, hversu þetta úr- lausnarefni er aðkallandí hefir atvinnumálaráðunevtið taliO hentugt, að kveðja tíl hóp manna, sem svo geta skift 'rneít sjer verkum, við að leita . ppi fullnægjandi lausn, rjett veið- arfæri eða veiðiaðferð, til þeus að þessi auðlegð hafsins get* komið landsmönnum að r.otum. Hver sem telur, eða gerir sjer einhverja von um, að hanr* geti hjer lagt eitthvað skyn- samlegt til málanna, eða geti gefið nytsamar upplýsingar, ætti að snúa sjer til einhverra þessara neíndarmanna og leggja mál sitt fyrir hann. Störfum þessarar nefndar verður áreiðanlega fylgt me'ð mikilli athygli. Og hafi einhver tillögur áð gera um það, að bæta mönnum við í þann hóp sjerfróðra manna sem hjer vinna, ættu þeir að koma þeim tillögum sínum t.íl rjettra aðila. Gjafir fil kirkjunnar á Evrarbakka NÝLEGA hefur Eyrbekkingur í Reykjavík sent Eyrarbakka- kirkju 500,00 krónur að gjöf. Gefandinn vill ekki láta nafns síns getið. Prestur og söfnuðux þakka af alúð þessa virðulegw rausn og biðja gefanda bless- unar Guðs. Jótt kirkjan sje ekki sextug fyrri en seint á þessu nýbyrj- aða ári (1950) hafa henni bor- ist góðar og stórar gjafir .4- árinu, sem leið. Má þar nefna- nýja og vandaða kirkjuklukki.* frá Sigriði Einarsdóttur í Reykjavík og ríflegar peninga- gjafir. frá-Jóru- Jóhannsdóttar, Sigriði Guðmundsdóttur og Dagmar Jónsdóttur, auk a- heita. Sýnir þetta glöggt að o- gleymdu hinu góða pípuorgeli, samt mál, sem krefst skjótrar sem E>rbekkingafjelagið gaV í fyrra miklar vinsældir kirkj- unnar. Enda er hún a'lltaf úrlausnar Við þurfum að finna eða láta gera veiðarfæri, sem nothæft er, til að ná þeirri síld sem nú er vitað að heldur kyrru fyrir í sjónum skamt hjer und- an landi. Hjer er um alveg einstæða aflavon að ræða, ef þetta tækni- lega atriði verður leyst. Fiskimálanefnd hefir haft með höndum fyrirgreiðslu fyr- ir síldveiðum hjer sunnanlands, eins og segir í tilkynningunni björt og skínandi sökum frá- bærrar umgengni. Og ljúft er og skylt að þakka. allan þennan vinarhug kirkj- unni til handa með þeirrV- vissu, að allt sem gjört er til að fegra og bæta guðsþjónustu- hald landsins er fórn til efl- ingar gróandi þjóðlífs Og vax- andi mSnningar. Mun og eng- an iðra slíkra fórna. Árel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.