Morgunblaðið - 07.01.1950, Blaðsíða 12
yE£>t/RúruriÐ. faxaflóii
AUSTAN og NA kaldi. Rigning
FYLLSTA veiðitæknin i þjón -
ustu siIdveiSanna. Sjá grein á
eða slydda.
5. tbl. — Laugardagur 7. janúar 1950.
blaðsíðu 5.
lyfjabúððrvarningur skemd-
«st í eldsvoða í gærkveldi
Eidur kviknar í geymslupiássi Iðunnar
MlKIÐ' af allskonar lyfjabirgðum og sjúkraumbúðum eyðilögð-
usfc 1 gærkvöldi, er eldur kom upp í þakhæð lyfjabúðarinnar
tðup.iL, en þar uppi voru þessar birgðir geymdar. Um eldsvoða
Jjenr *a má með sanni segja, að hann olli miklu minni skemmd-
uit rti í fyrstu hefði mátt ætla, því nokkrum augnablikum eftir
að eldurinn kom upp, bar eldsúlurnar frá húsinu við himin
Kús íyfjabúðarinnar Iðunn,'*-----
nf 40 við Laugaveg, er þrílyft
steuihús og sú fjórða er ris-
ihæðiu, þar sem eldurinn kom
ujip Að .vestanverðu við húsið
er stórt timburhús, á milli er
toninagafi, en að austan mikið
steinhilí.
fíjeít, ,að Um stórbruna
værí að ræða.
Eldurinn kom upp klukkan
nokkrar mín. yfir sex. „Jeg var
toa. staddur heima hjá mjer á
Bjarkargötu,“ sagði Karl Ó.
Bjar nason varaslökkviliðsstjóri,
„og er jeg var kominn um það
toii. hálfa leið á brunastaðinn I
toáí minum, sá jeg að bjarma sió
á hsrrtininn og eldsúlur frá brun
anum bar við himinn. — Jeg
lijelí; að um stórbruna væri að
ræða, sagði Karl, jafnvel í fleiri
húsum en einu. — í>egar jeg
kom niður Frakkastíginn, sá jeg
í 'hvaða húsi eldurinn var og
þá ,;r,óðu eidtungurnar út um
stóran kvistglugga á suðurhlið
húsuns, bakhliðínni“.
Fólk dreif að brunastaðnum
út öllum - áttum og innan
skanims var kominn mikiíl
*nar,nfjöldi á brunastaðinn.
tfrðu að höcfa vegna hita
Fyrsta verk slökkviliðsmann
anna var að fara með bruna-
stöngu upp stigann í húsinu og
aLIa leið upp á rishæðina. Þar
vai íllverandi fyrir hita frá eld
ínum og sýnt að hann yrði
eigi sóttur úr einni átt. Stóri
torunastiginn slökkviliðsins var
nú reistur upp við húsið, götu-
megín og annar stigi, sem er
laus, settur upp við bakhlið
toússins. Ailt þetta undirbún-
ingsstarf er af eðlilegum ástæð
um tímafrekt, en nú tókst
stökkviliðinu vel og skipulega
Upp.
Sei*Hinnið verk
Innan stundar var sótt að
eldinum úr þremur áttum og
eftir svo sem 20 mín. var vatni
dælt í eldhafið úr 10 bruna-
slöngustútum. Slökkvistarfið
var mjög erfitt og seinunnið
f.vrix það, hve mikið lokaði í
bómull og sjúkraumbúðum og
einnig lagði mjög mikinn reyk
út, sennilega frá einhverjum
efnum. En ekki var um neina
útbreyðslu eldsins að ræða. —
Hanti var mestur í eystri helm
ingi þakhæðarinnar og einnig
nokkur upp undir hanabjálkan
um og þar var allt fullt af
drasli. Vindur var allhvass
austan og lítilsháttár frost.
Urn klukkan sjö tókst slökkvi
liðs möönunum, er verið höfðu
n.. . .kr.gur sinar við gluggana
á götuhlið hússins, að brjótast
inn á þakhæðina og urðu nú
skjót umskifti. Á nokkrum
augnablikum tókst slökkviliðs-
mönnunum að hemja eldinn og
varð nú frekar auðvelt verk að ,
ráða niðurlögum hans, en j
slökkviliðið vann að þvi að,
ganga örugglega frá öllu fram
til klukkan að ganga átta.
Skemdirnar.
í gærkveldi var ekki gott að ,
átta sig á því vegna myrkurs, j
hve miklar skemdir höfðu orð- I
ið í þakhæð lyfjabúðarinnar, en
þær munu mestar vera í eystri
helmingi hússins, en mjög litl- j
ar í þeim vestri og jafnvel ekki
aðrar en af vatni, en það flæddi
niður um allt húsið og niður í
sjálfan afgreiðslusal lyfjabúð-
arinnar. Má því búast við ein-
hverjum skemdum á gólfum í
húsinu af völdum vatns.
Ekki næturvörður i nótt.
Vitað er að í þakhæðinni var
mikið af allskonar birgðum
lyf jabúðarinnar, en um það tjón
sem varð á þeim lá ekkert fyr-
ir um í gærkveldi. Ovíst er
hvort Iðunn verður opin í dag
til afgreiðslu á lyfjum, en þar
átti og að vera næturvörður í
nótt, en hann mun verða í
Ingólfs Apótekl í staðinn.
Eigandi Iðunnar er frú Jó-
hanna Magnúsdóttir og býr hún
á miðhæð hússins með fjöl-
skyldu sinni. en alls eiga heima
í húsinu sjö manns, þar af
fimm í heiniili frú Jóhönnu
Magnúsdóttur.
Um eldsupptök var ekki til
fullnustu kunnugt í gærkveldi,
en rannsóknarlögreglan fær
málið til meðferðar í dag og
mun þá væntanlega upplýsast
hver þau hafa verið.
Rússar hafa 50,000
manna her í Austur-
Þýskalandi
WASHINGTON, 6. jan. — Þing
maður demókrata, Melvin
Price frá Illinois, skýrði frá því
í dag, að Rússar þjálfuðu nú
50.000 manna her í A-Þýska-
landi. Blaðamaður, sem átti tal
við Price, er hann var á ferð
þar eystra, tjáði hönum, að
50.000 væri í hinni svonefndu
„alþýðulögreglu“ og yxi hún
nú ört, svö að ekki mundi líða
á löngu, þar til hún yrði
100.000. Af skiljanlegum ástæð-
um bað blaðamaðurinn Price
að halda nafni sínu leyndu. •
— NTB.
Þjóðviljinn spyr
um 300 íbúðir
ÞJÓÐVILJINN hefur vcr
ið að spyrja þessa dagana
um ýmsa framkvæmd hæj
armálanna. Hjer í blað-
inu hefur verið bent á, að
þeim Þjóðviljamönnum
er full þörf á leiðbein-
ingarkveri um bæjarmál-
in.
1 gær spyr Þjóðviljinn,
bvar sjeu 300 íbúðirnar,
sem ályktun hafi verið
gerð um í bæjarstjórn
1947 að koma upp.
Nú er rjett að upplýsa
Þjóðviljann enn einu
sinni:
Eins og tekið var fram
í Þjóðviljanum byggist á-
lyktun bæjarstjórnar á
því, að byggt yrði sam-
kvæmt III. kafla laga nr.
44 frá 1946 um opinbera
aðstoð við byggingar í-
búðahúsa.
Skömmu eftir ákvörð-
un bæjarstjórnar frestaði
Alþingi framkv. þessa
kafla laganna. En sam-
kvæmt honum var ríkinu
skylt að lána 85% bygg-
ingarkostnaðar til 50 ára
með 3% vöxtum og heim
ilt að gefa alveg eftir
10% af lánunum, ef bæj-
arfjelagið at'skrifaði 15%,
sem því var gert aS
leggja af mörkum sam-
kvæmt lögum.
Þótt ríkið gæfist þann-
ig upp, gafst bæjarstjórn
Reykjavíkur samt ekki
upp!
Bæjarstjórn hefur nú í
smíðum alls 232 íbúðir
við Bústaðavegi, sem ætl
aðar eru efnalitlum fjöl-
skyldum, scm búa í heilsu
spillandi íbúðum eða eru
húsnæðislausar.
Síðan 1947 hefur svo
verið lokið við 72 íbúðir
í Skúlagötuhúsunum og
32 íbúðir, sem bærinn Ijet
Þyggja við Lönguhlíð.
Þetta gera samtals 336
íbúðir!
Mbl. ætlar ekki að telja
eftir sjer að svara Þjóð-
viljanum, ef hann heldur
áfram að spyrja í fáfræði
sinni. — Vonandi halda
spurningarnar áfram!
FramboðslisH Sjálf-
stæðismanna á
Sauðárkréki
SAUÐÁRKRÓKUR, 6. jan. —
Fimm efstu menn framboðs-
lista Sjálfstæðismanna við bæj-
arstjórnarkosningarnar hjer
skipa;
Eysteinn Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri, Guðjón Sigurðs-
son, bakari, Sigurður P. Jóns-
son, kaupmaður, Ragnar Páls-
son, sýsluskrifari og Pjetur
Jónasson, fulltrúi.
Herrioi talar við blaðamenn
KDUOARD IIERRIOT, hinn aldraði og virti franski stjórnmála-
maður er forseti franska þingsins. Hjer sjest hann ræða við
blaðamenn í þinginu.
Frv, ríkissfjórnarinn-
ar samþ. til 2. umr.
Á FUNDI neðri deildar Al-
þingis í gær var frumvarp rík-
isstjórnarinnar um bráðabirgða
ráðstafanir vegna útvegsins
samþykkt til annarrar umræðu
og fjárhagsnefndar.
Erilreunefnd S. Þ.
skipuð
LAKE SUCCESS, 6. jan. —
Trygve Lie skýrði í dag frá því
að skipuð hefði verið nefnd sú,
sem fyrir hönd S. Þ. á að kynna
sjer málefni Eritreu, sem eitt
sinn var nýlenda Itala, en er
nú undir breskri stjórn.
Framsókn æflaði að
sföðva byggingu
Gagnfræðaskólans
ALÞÝÐBLAÐIÐ birti í
gær grein um gagnfræða
skóla Austurbæjar. Þessi
myndarlegi skóli er bygð
ur fyrir fje frá Reykja-
víkurbæ og ríkinu. En
svo vildi til á árinu 1948,
að menntamálaráðh-rr-
ann, Eysteinn Jónsson,
stöðvaði fjárveitingar til
hans að mestu, Lá þá við
borð að bygging skólans
stöðvaðist.
Gunnar Thoroddsen,
borgarstjóri, ákvað þá að
greiða úr bæjarsjóði, ekki
aðeins framlag bæjarins
heldur einnig framlag rík
isins til þess að bygging
skólans gæti haldið á-
fram. Nú hefur skólinn
verið tekinn í notkun
vegna atbeina Reykjavík
urbæjar.
Ef Framsóknarráðherr-
ann hefði mátt ráða væri
hann ókennsluhæfur enn
þann dag í dag.
Þannig er umhyggja
Framsóknar fyrir fræðslu
málum höfuðborgarinn-
ar!!
Framboðslisti Sjálf-
siæðismanna á
Akranesi
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
manna við bæjarstjórnarkosn-
ingamar á Akranesi var lagð-
ur fram í gærkvöldi.
Listinn er þannig skipaðurt
1. Jón Árnason, frkvstj., 2.
Þorgeir Jósefsson, vjelsmiður,
3. Guðmundur Guðjónsson,
skipstjóri, 4. Sturlaugur Böðv-
arsson, útgm., 5. Guðlaugur
Einarsson, bæjarstjóri, 6. Sig-
urður Símonarson, múrara-
meistari, 7. Egill Sigurðssón,
skrifstofustj., 8. Guðni Eyjólfs-
son, skipstj., 9. Einar Helga-
son .trjesmíðameistari, 10. Sig-
ríður Sigurðardóttir frá Stein-
nesi, frú, 11. Jón Guðmunds-
son, húsasmíðameistari, 12.
Oddur Hallbjarnarson, skipstj.,
' 13. Bjarni Kristmannsson, bíl-
stjóri, 14. Andjes Níelsson, bók
sali, 15. Sverrir Sverrisson,
kennari, 16. Fríða Proppé, 17.
Magnús Guðmundsson, skrif-
stofustj., 18. Þorkell Halldórs-
fon, skipstjóri.