Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. janúar 1950. M O RGV jV B L Á Ð 1 Ð g Hvernig ætlar glundroðalidið að sjd Reykjavík fyrir löglegri stjórn ? MENN hafa nú átt kost á að kynna sjer úrræði og áform glundroðaflokkanna í bæjar- málum Reykjavíkur. Móti Reykjavík — með Moskva Sigfús Annes hefur lýst sig á móti „íhaldinu“ og efnahags- samvinnu Evrópuríkjanna. Hið síðartalda kom engum á óvart. Fyrirskipunin um það barst frá Moskva fyrir 2V2 ári. Þó að Sigfús þykist öðru hvoru vera smá-Tító verður raunin samt ætíð sú, að hann fylgir línu húsbændanna í Moskva. Enda eru það þeir, sem halda flokknum uppi og vitanlega þola þeir engum að bregðast i slíku stórmáli sem þessu. Það skyggir í þeirra huga og þá auðvitað einnig Sigfúsar alveg á bæjarmálefni Reykjavíkur. Móti nýjum f r amkvæmdum Jón Axel talaði á móti „í- haldinu“ og nýjum framkvæmd um. Einkanlega lagði hann þó áherslu á hættuna, sem stafar af því, ef sjávarútvegurinn skyldi stöðvast. Vonandi er þetta vitni þess, að flokkur hans verði fúsari en fyrr til að styðja raunhæfar úrlausnir á voða dýrtíðarinnar. Móti húsbyggingum í Reykjavík Þórður Björnsson talaði á móti „íhaldinu", en með ósann índum Tímans. Á meðal afreka Framsóknar- flokksins í þágu Reykjavíkur gat Þórður þess, að flokkurinn vildi skipta byggingarefni, sem flyttist til landsins, eftir hlut- föllunum 1 á móti 2. Vill Þórður því, að Reykja- vík fái aðeins % af því bygg- íngarefni, sem inn er flutt. — Þetta sagðist hann styðja við skiftingu fólksfjöldans í land- ínu. Nú er það að vísu svo. að í Reykjavík býr töluvert meir en þriðjungur landsmanna. — Þegar af þeirri ástæðu verður Reykjavík því afskipt, ef bjarg ráði Þórðar og Framsóknar verður fylgt! Enn meira máli skiptir samt, að þessi fram- bjóðandi í Reykjavík gleymir með öllu, að í mörg ár hefur öll fólksfjölgun í landinu og meira til orðið í Reykjavík einni. Af þessu leiðir, að * Reykjavík þarf auðvitað á1 miklu meira byggingarefni að halda en þau hjeruð, þar sem fólksfjöldinn annað hvort stendur í stað eða stórlega minnkar. Áhugi Þórðar og flokksbræðra hans á málefn- um Reykjavíkur lýsir sjer einkar vel í þessari kröfu hans. Móti öllu nema sjálfri sjer Frú Sigríður Eiríks talaði á móti „íhaldinu" og innlendum iðnaði, en með sjálfri sjer. — Enda gerði hún ítarlega grein fyrir þeirri skoðun sinni, að Þora ekki að ménnasf é hvernig þá muni fara bæjarstjórnin þyrfti á hjúkr- unarkonu að halda, einkan- lega ef hún hjeti Sigríður Eiríks. Allir, sem frúna heyrðu, ljetu sjer þó skiljast, að svo brýn, sem þörf bæjarstjórnar- innar kann að vera fyrir hjúkr unarkonu, er þó þörf hinnar umræddu hjúkrunarkonu fyrir að komast í bæjarstjórnina ennþá brýnni, að sjálfrar hennar dómi. Kemur það eng- um á óvart, sem fylgst hefur með bæjarmálefnum Reykja- víkur síðustu 20 árin. Oll þessi ár mun það hafa borist til kjörnefnda allra flokkanna, að þeim væri brýn þörf á að fá hjúkrunarkonu á lista sína og af hjúkrunarkonum væri engin sjálfsagðari en frú Sigríður Eiríks. Langþráðri ósk hefur því að lokum verið fullnægt, þegar frúin kernst á bæjarstjórnar- lista. Gallinn fyrir hana er að- eins sá, að hún er jafn fjarri því sem áður að komast í sjálfa bæjarstjórnina. Sú sorg, sem frúin verður fyrir við kosningaúrslitin mun þó naum ast koma tárunum út hjá mörg um bæjarbúum nema á einni hjúkrunarkonu. Þegja um það, sem mestu máli skiftir Auðvitað er það mikilsvert fjrrir almenning, að hafa heyrt um öll þessi áhugamál glund- roðaflokkanna. Þó vantaði það, sem mestu máli skiptir. Eng- inn af ræðumönnum þessara flokka nje skriffinnum þeirra hefir gert grein fyrir því, hvernig þeir ætli aS stjórna bænum, ef þeir fá meirihluta. Ef glundroða-liðið fengi sitt fram Við skulum nú segja að ýtr- ustu vonir hvers um sig rætt- ust. Kommúnistar, sem 1946 töldu sjer 6 bæjarfulltrúa al- veg vissa og kváðust hafa drjúga von um hinn sjöunda og engan veginn vera vonlaus- ir um hinn áttunda, segja nú sjálfir að útilokað sje, að þeir komi fleirum að en 5. Ungir alþýðuflokksmenn kváðu nýlega hafa hrópað, að þeir ætli að koma Benedikt Gröndal ó þing. Bæjarbúar skilja svo sem fyrir þeim vaki, að fá Benedikt kosinn í bæj- arstjórnina, þó að blessaðir unglingarnir hafi ekki gert sjer grein fyrir til hvaða stofn- unar nú er verið að kjósa. •— Samkvæmt þessu eiga köllin á unglingafundinum að merkja, að hæstu vonir alþýðuflokks- manna sjeu að fá 3 kjörna. Á sama vég mun frú Sigríð- ur Eiríks fram ,á sunnudags- kvöld telja sjáifa sig sjálf- kjörna í bæjarstjórn, en auð- vitað engan neðar á þeim lista. Það eru þá 2 áf framsóknar- listanum. Samkvæmt eigin umsögn glundroðaliðsins eru þá björt- ustu samanlagðar vonir þess að fá 10 menn kjörna. Auðvit- að nær þetta engri átt. En lát- um það gott heita eitt augna- blik. Sameinast ekki um neitt nytsamlegt Hvernig ætla þá þessir 10 glundroðafulltrúar að koma sjer saman um stjórn bæjar- málaefnanna? Ef hver flokkur fær það, sem hann ítrast biður um og vonast eftir, ætti hann jafnframt að geta sýnt fram á, hvernig þá færi um stjórn bæjarmálanna. En í einn stað kemur hvort glundroðaflokk- arnir fá 10, 8, 7 eða 6. Þeir eru jafn fjarri því að geta komið sjer saman um nokkurn skap- aðan hlut, annað en það að vera „á móti“ Sjólfstæðis- flokknum. Afneita hver öðrum Þórður Björnsson afneitaði t.d. eindregið kommúnistum og öllu þeirra athæfi. En hvernig ætlar Þórður þá að fara að því að nota atkvæði sitt í bæjar- stjórn, ef hann verður kosinn. Hann bannsyngur „íhaldið" og allt það góða, sem hjer í bæ hefur verið gert. Hann segir, að kommúnistar láti stjórnast af erlendum fyrirmælum eða sjónarmiðum. Með hverjum ætlar hann að sjá bæjarfjelag- inu fyrir löglegri stjórn, ef á hans atkvæði ríður? Það er löngu kunnugt, hvern hug Alþýðuflokkurinn og kommúnistar bera hvor til ann ars og skal ekki að óreyndu trúað, að Alþýðuflokkurinn fengist til fylgilags við komm- únista í bæjarstjórn Reykja- víkur. Það mundi að minnsta kosti skjóta mjög skökku við allar yfirlýsingar flokksins að undanförnu um nauðsynina á því að einangra kommúnista með öllu. Úr því að Alþýðuflokkurinn er jafnmikið á móti „íhaldinu“ og öllum framkv. eins og Jón Axel segir, með hverjum ætl- ar hann þá að vinna? Samvinna alþýðuflokks og framsóknar mundi engu fá áorkað í bæj- arstjórn, enda samlyndið á milli þessara flokka að undan- förnu ekki slíkt, að sennilegt sje, að til samvinnu þeirra á milli komi. Kommúnistar vilja upplausn Kommúnistar vilja að vísu vinna með hverjum þeim, er gera vill við þá gælur. En ólík legt er, að nokkur fáist til þess nema ef frú Sigríðúr Ei- ríks skyldi slæðast inn. — Á henni stendur auðvitað aldrei að koma upp á pallinn, ef ein- hver hóar í hana. En ekki er kommúnistískur meirihluti fenginn fyrir þvfe Auðvitað er það mikill ávinn ingur fyrir kommúnista, ef al- gjör glundroði tekur við í bæj- armálefnum Reykjavíkur. Með því væri stórt spor stigið til að koma á þeirri upplausn í þjóð- málum íslendinga, sem fyrir kommúnistum vakir. Mörgum kjósanda kommúnista mundi bregða Hitt er þó ekki jafn -víst, að allir fylgismenn kommúnista sjeu ákaflega ginkeyptir fyrir þessu. Þeir trúa á hin fögru orð kommúnista, af því að þeir skilja ekki hinn illa tilgang þeirra. Hætt er við, að jafnvel mörgum þeim, sem kosið hafa kommúnista, mundi bregða við, ef sá glundroði væri kominn á stjórn málefna bæjarins, sem kommúnistar sækjast eftir. —- Þetta er þó atriði, sem hver einstakur þessara kjósenda verður vitanlega að gera upp- við sjálfan sig. Hvernig, sem þessu máli er velt fyrir sjer, er augljóst, aðc ef Sjálfstæðismenn missa meiri hluta sinn, blasir ekkert anna'9* við en glundroði og upþlausn. í bæjarmálunum. Sjálfstæðismenn munu fá sigur Andstæðingarnir þora ekk i einu sinni að orða. hvernig þeir ætli að sjá fyrir stjórn bæjar- ins, ef Sjálfstæðismenn fá ekl * hreinan meirililuta. Þó að ekki væri annað en þessi staðreynd, hlýtur hún að- leiða til þess, að allir velvilj- aðir menn, sem ekki eru blind- aðir af flokks-ofstæki, kjósa Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni. Þegar þar við bætast afrek Sjálfstæðismanna í bæjarmál- efnum Reykjavíkur að undan- förnu og ágæt forusta, er ekki- um að villast, að sigur Sjálf- stæðismanna verður að þessu sinni glæsilegur. Kaupmáttur verkslaunanna í Soviet paradísinni og hjer í Reykjavík. EffírlekíarverduF samanburlur. ERINDREKAR Moskvavaldsins staglast á því, að þeir berjist fyrir bættum kjörum verkalýðs ins, Þeir ættu að sýna það í verki þar sem þeir hafa stjórnina, að þeir sjeu þess megnugir, að sjá verkafólkinu borgið. Einn af hagfræðingum okk- ar hefir gert á því samanburð hve langan tíma verkamenn í Rússlandi þurfa, til að vinna fyrir nokkrum tegundum nauð- synja sinna og hve langan vinnutíma reykvískir verka- menn þurfa til að vinna sjer inn kaupverð sömu nauðsynja. Niðurstaðan er sem hjer seg- ir: Hjer í Reykjavík er verka- maðurinn um 14 mínútur að vinna fyrir 1 kg. af sykri, í Sovjet um 3% tíma. Hjer tekur það verkamann- inn um 1 klst. og 40 mínútur að vinna fyrir 1 kg. af kaffi, en í Sovjet er hann 19 klst. að því. Hjer vinna menn fyrir 1 kg. af eggjum á um 2 timum, í Sovjet tekur það um 6 V2 tíma. Hjer vinnum við fyrir einu kg. af rúgbrauði á um 10 mín- útum, en í Sovjet tekur það 45 mínútur. Hjer vinnum við fyrir 1 kg. af hveitibrauð á um 15 mínút- um, í Sovjet tekur þaQ 1 klst. og %. Hjer er verkamaðurinn þrjár klst. Og 30 mín. að vinna fvrir I kg. af óskömmtuðu smjöri, í Sovjet er hann 16 klst. að vinna fyrir smjörkílóinu. Þessar upplýsingar eru auð- vitað ekki tæmandi um lífskjör manna í Rússlandi. En þetta eru þó allt brýnar lifsnauð- synjar, og niðurstaðan á þeim öllum hin sama, að það tekur mörgum sinnum lengri tíma að vinna fyrir þeim í Rússlandi erv hjer. Þessar tölur eru okkur vísbending um það, að það er af litlu að státa fyrir kommún- istana, þegar þeir benda okkur á Sovjet-sæluríkið, og þær sanna okkur, að lífskjör al- mennings hjer myndu síst batna þótt tekið væri upp Sovjet-keríi hjer á landi. Maður ekur hí! gegnum húsgaf! KLUKKAN að ganga tvö í 'fyrrinótt, var fólksbifreiðinni R-141, ekið í gegnum suður- gafl vigtarhússins við Faxa- garð. Maðurinn sem ók bíln- um, var mjög drukkinn 03 slapp ómeiddur. Frá því um kl. sjö um kvöldið hafði hann setið við víndrykkju. Hann segist muna, er hann settist upp í bílinn, en svo ekki meir, fyrr en hann hafði ekið bílnum í gegnuvk. vegginn á vigtarskúrnum og var að reyná að ná bílnum það-^ an ut rheð því áð: alfá áftur 4 bak. Vigtarskúrinn skenimdist mikið, enda ekkií stóít hús- og einnig urðu miklar . skemdir á bilnum. ,■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.