Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 11
Föstudagur 27 janúar 1950. 11 MORGUNBLAÐIÐ Frú Þórsflna frá Borganresi. ALLT til síðustu ára hefir það varla þótt í frá sögur færandi, þótt alþýðu-kona, sem slitið hef- ir æfi sinni við kröpp kjör og margvíslega erfiðleika, kveddi þetta jarðlíf og safnaðist til feðra sinna, eins og stundum er kom- ist að orði um nýlátið fólk. — Flestar sjómanna- og verka- mannakonur áður fyrr á landi voru, urðu einar um lengri eða skemmri tíma æfinnar að ann- ast einar heimili sín, vegna þess, að menn þeirra stunduðu störf sín utan vjebanda heimilisins og voru því örsjaldan heima við — Þær ólu vel flestar mönnum sín- um 5—7 börn í þröngum og erfið- um húsakynnum. Á þeim árum var ekki ljett undir með húsmóð- urinni með því að kaupa tilbú- inn fatnað, mat og annað það, sem heimilið þarfnaðist, eins og nú á sjer oft stað. Efnahagurinn leyfði það ekki og líka þótti siálf sagt að berjast hinni góðu baráttu og komast áfram af eigin ramm- leik. Þetta var oft harður, en gagnlegur skóli. Húsmóðirin, á þessum heimilum vann alltaf sjálf, matreiddi, prjónaði, saum- aði, þvoði o. s. frv. — Auk þess annaðist hún uppeldi barnanna sinna. Það er ekki fyr en nú á allra síðustu árum, að mönnum er far- ið að skiljast það, að þessar kon- ur unnu stórvirki á heimilum sín- um og vel flestar þeirra unnu af- rek, sem vert er þess, að ekki gleymist. Einnar þessara kvenna verður hjer minnst með nokkrum orð- um, það er frú Þórstínar Gunn- arsdóttur frá Borgarnesi. Þórstína var fædd 15. ágúst ár- íð 1882, að Fögruhlíð við Djúpa- vog. Þar ólst hún upp með íor- eldrum sínum og systkinum. Til Reykjavíkur fluttist hún skömmu eftir aldamótin. Árið 1906 giftist hún eftirlifandi manni sinum, Einari Ólafssyni. Hann var son- ur hinna mætu hjóna Ólafs Jóns- sonar og Ásgerðar Sigurðardótt- ur, frá Stóru-Fellsöxl. — Þau hjónin, Þórstína og Einar eignuð ust 7 börn og eru 6 þeirra á lífi PÍISNHNGASANDUR frá Hvaleyri. Skeljasandur, rauðamöl og steypusandur. Sími 9199 og 9091. GuSmundur Magnússon. Nýir kjólar Garðastræti 2. Simi 4578. í ■•iiMimir FJALARf 64 39 " SI7B5 BIVHJAVÍK Alþýðuilokkisrsnn i Hainarfsrði aineilar bæjarstjóranum og heyk- ist á óskorun sinni unl borgaraiund aiiuiminimiiiiiiii9»iiiiiiiiMiiii.<i(r<ivii öll fullorðin og gift. Börn þeirra eru: Ásgeir dýralæknir, Gunnar starfsmaður hjá Mjólkursamsöl- unni, Ásgerður á Akureyri, Loft- ur, Sigurbjörg og Þorsteinn, öll hjer í Reykjavík. Áður en Þór- stina giftist, átti hún dóttur, Láru Jónsdóttur, konu Sigurðar Gríms sonar, lögfræðings. Um aldarfjórðungs skeið bjuggu þau, Einar og Þórstína, hjer í Reykjavík og var Einar ailan þann tíma sjómaður. Þegar hann hætti sjómennsku, fluttust þau hjónin upp í Borgarfjörð og hafa átt þar heimili í 20 ár, þar af 16 ár í Borgarnesi. Þar áttu þau lítið og snoturt hús á kyrr- látum og fögrum stað vestan við Skallagrímsgarðinn og undu þau þar vel hag sínum. Fyrir nokkru kenndi Þórstína sjúkdóms þess er varð henni að aldurtila. Hún ljetst í London 12. janúar síðast- liðinn, að lokinni skurðaðgerð, í sjúkrahúsi þar í borg. Mjer voru ekki kunnar ættir Þórstínu. .Hún var hingað svo langt að komin. En hugsað get jeg mjer, að það hafi verið gott og grandvart fólk, starfsamt og dug mikið, glaðlynt og gestrisið, því þannig var hún sjálf. Jeg held að jeg hafi engum, hvorki karli eða konu kynnst, sem hafði iafn ljetta og glaða lund og Þórstína. Ekki var það vegna þess að allt Ijeki í lyndi allar stundir — síð- ur en svo. Á heimilum, þar sem börnin voru svo mörg eins og hjá henni og heimilisfaðirinn fjarri flestar stundir, og þessa heims gæði oft af skornum skammti, þá verður húsmóðir- in að vera allt í öllu. — Innan veggja og vjebanda heimilisins er konan stór og stærst, þegar hún fórnar öllu fyrir heimili sitt og börnin. Þetta var hlutskipti Þórstínu. Hún vann sín störf með bros á vör og kvartaði aldrei yf- ir skyldustörfum sínum. Einar og Þórstína lifðu saman í nær 44ra ára ástúðlegu hjóna- bandi. Þau voru samhent og sam- taka í sambúðinni. Bæði voru gestrisin svo að af bar og öllum, sem þau höfðu einhver kynni af, stóð heimili þeirra opið og sann- aðist á beim málshátturinn, að þar sem er hjartarúm þar er líka húsrúm. Það munu margir Borg- firðingar hafa reynt fvr og síðar. Þegar jeg nú kveð máffkonu mína og óska henni Guðs bless- unar, þá minnist jeg hinna sjald- gæfu eiginleika hennar, glaðværð ar og ljettlyndis. Þeir menn, sem gæddir eru svo dásamlegum eig- inleikum, flvtja gleði og bros til annara samborgara sinna, án þess að vera sier þess meðvitandi að svo sle. Fin látna heiðurskona hefir lokið miklu og nytsömu æfistarfi. Bjart er yfir minningu hennar. Sigurður Ólafsson. SÍÐASTLIÐINN sunnudag áttu fulltrúar flokkanna í Hafnar- firði samræður um það, hvern- ig haga bæri umræðum flokk- anna um bæjarmál fyrir vænt- anlegar bæjarstjórnarkosning- • ar' , | Fulltruar Alþýðuflokksins vildu helst sameiginlegan fund, og yrði umræðunum útvarpað þaðan. Sjálfstæðismenn töldu að úr því hægt væri að koma því við að útvarpa umræðun- um til bæjarbúa, þá væri það sú lang æskilegasta tilhögun, sem kostur væri á, að láta ein- ungis fara fram útvarpsumræð ur og vera ekki að hrekja fólk út í misjafnt veður, til þess að sækja fund í húsi, sem ekki tekur nema nokkur hundruð manns, — og einnig gæfi það fyrirkomulag ræðumönnum kost á að notfæra tíma sinn truflunarlaust og því meiri vissa fyrir því, að bæjarbúar fengju af umræðunum gleggri yfirsýn yfir gang bæjarmál- anna. Niðurstaðan af þessum sam- ræðum varð sú að einungis út- varpsumræður voru látnar fara fram, og ríkin- almenn á- nægja í bænum, yfir því að þessi leið var farin. Bæjarstjórinn ekki alvarlega tekinn 1 lok umræðnanna varð ein- um ræðumanna Alþýðuflokks ins, Helga Hannessyni, bæjar- stjóra, það á að lýsa óánægju sinni fyrir bæjarbúum, yfir því að þessi tilhögwn var á höfð, (enda upphafsmaður þess að útvarpað skyldi frá fundi), með því að skora á Sjálfstæðismenn, að mæta Alþýðuflokksmönnum á borgarfundi. —- Tóku Sjálf- stæðismenn þegar áskorun bæj arstjórans, og kváðu sig fúsa til að mæta Alþýðuflokksmönnum hvar og hvenær sem er, til um- ræðna um bæjarmál Hafnar- f jarðar. Það, sem síðan hefir skeð í þessu máli, lýsir aftur á móti greinilega, hve mikils Alþýðu- flokksmennirnir meta orð og at hafnir bæjarstjóra síns, en gang ur málsirís, fer hjer á eftir í orð sendingu sem Sjálfstæðisflokk urinn í Hafnarfirði sendi út til Hafnfirskra kjósenda í dag. Orðsending til Hafnfirðinga: EINS OG bæjarbúum er þeg- ar kunnugt.. var það að sam- komulagi milli stjórnmálaflokk' anna, að útvarpa umræðum um : bæjarmál s.l. mánudag. Með i þeim hætti taldi Sjálfstæðis-; flokkurinn, að almenningi í bænum væri gert auðveldara í að hlíða á málflutning fulltrúa flokkanna og taka síðan sína afstöðu til þeirra mála, sem: mestu skifta í þessum kosning-, um. í lok þeiri.a útvarpsum-' ræðna kom einn ræðumanna Alþýðuflokksms. Hclgi Hannes son bæjarstjóri, fram m"eð k- skorun til Sjálfstæðisflokksins, að mæta Alþýðuflokknum á almennum borgarafundi, til frekari umræðna um bæjar- málin. Tóku Sjálfstæðismenn þegar fúslega þessari áskorun og staðfestu það síðan með brjefi dags. 24. þ. m., svohljóð- andi. Brjefið: Þegar fulltrúar stjórnmála- flokkanna áttu tal saman um það, s.l. sunnudag, hvernig haga bæri sameiginlegum um- ræðum um bæjarmál fyrir í höndfarandi bæjarstjórnar- kosningar, þá varð það að sam- komulagi, að umræðunum skyldi útvarpað s.l. mánudags- kvöld. Það varð einnig að sam- komulagi þá, að opið skyldi standa og óákveðið, hvort halda skyldi almennan umræðufund án útvarps síðar, ef þess þætti þörf. Undir útvarpsumræðunum s. 1. mánudagskvöid, kom einn ræðumanna. bæjarstjórinn, sem talaði af hálfu Alþýðuflokks- ins, fram með áskorun til okkar um að mæta Alþvðuflokksmönn unum á almennum umræðu- fundi. Teljum við, að með þess- ari áskorun bæjarstjórans sje áður nefnt samkomulag flokk- anna, um athugun á fundi síð- ar úr gildi fallið. Þrátt fyrir það þó við teljum að með útvaipsumræðunum hafi náðst til alls þorra bæj- arbúa og þeir einnig fengið þá yfirsýn yíir bæjarmálin, sem unt sje að gefa með sameigin- legum umræðum stjórnmála- flokkanna um málin, og að annar fundur í þessu skyni sje gersamlega óþarfur, — auk þess sem bæjarbúar hafa fengið all- mikla fræðslu um málin, af vikublöðum flokkannna að und anförnu. Þá viljum við samt ekki skorast undar. sameigin- legum umræðufundi flokkanna sem Alþýðuflokkurinn boðar til, með þessum skilyrðum þó: 1. Að fundurinn verði hald- inn næstkomandi föstudags- kvöld kl. 8. 2. Að fundurinn verði al- mennur. 3. Að fundurinn X'erði ekki " lengir en 4 klst. 4. Að Sjálfstæðisflokkurim fái jafnan ræðutíma á móti Al- þýðuflokknum. 5. Að fundarhúsið verði ekki -: opnað fyrr en kl. 7,30 e.h., og :: að okkar flokkur hafi rjett fíl ; að fylgja.st með því, að svo verði ; gjört og einnig rjett til að ganga ; úr skugga um, að fundarsalirn ;: ir sjeu tómir, þegar þeir verði * opnaðir fyrir fundarmenn. 6. Að fólki verði ekki leyít að safnast saman annarsstaðar í fundarhúsinu, áður en fundur hefst, og fái Sjálfstæðisflokkur inn heimild til að hafa eftirlit með því. 7. Að umræðunum verði ekki útvarpað. Þetta tilkynnist Alþýðu- ; flokknum hjer með. Hafnarfirði 24. jan. 1950. f.h. Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þorleifur Jónsson, (sign). Ingólfur Flygenring .sign). Helgi S. Guðmundsson (sign). Guðlaugur B. Þórðarson (sign). Síðan hefir oss ekki tekist, þrátt fyrir margítrekaðar fyr- irspurnir vorar, að fá svar um það frá AÍþýðuflokknum, hvort þessi umræðufundur fari fram eða ekki, fyrr en kl. 8 e.h. fimtu daginn 26. janúar eða tveimur sólarhringum, eftir að vjer tök- um áskoruninríi skriflega, og var þetta svar á þá leið, að AI- þýðuflokksmennirnir, sjeu runn ir frá áskorun sinni, og fundur þessi muni ekki verða haldinn. Verður sæmd Alþý'ðuflokksins af þessari kokhreysti bæjarstjór ans því minni, en til stóð í upp- hafi. Mun því Sjálfstæðisflokkur- inn halda kjósendafund sinn, svo sem fyrr hafði verið ákveð- ið, í Hafnarfjarðarbíó í kvöld kl. 8,30 s.d. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins Frá kabaret-sýningu 5. K. I. í kvöld heldur S.K.T. kabaret-sýningu í G. T.-húsinu. Korna þar fram margir kunnir listamenn, en að lokum er dansað. Hjer að ofan er mynd úr leikþættinum „Kjöt og fiskur'4 ’ .4. myndinni eru Valdimar Lárusson, Klemens Jónsson og Sóíveig Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.