Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 27. janúar 1950, Yfirburðir Sjulfstæðismannu í útvurpsumræðunum Framh. af bls. 1 mí’tkvisst verið unnið að fram- í un;. auknum lífsþægindum og öruggri atvinnu. Fjárhag bæ;arins hefir verið haldið á traustum grunni. Skipastóll F. tk.víkinga hefir þrefaldast, rr Siar framkvræmdir í hafnar- m ílum. Tvreim sildarverksmiðj- ura, komið upp, til þe'ss að vera viðbúinn að hagnýta síldina, þegar hfin kemur. Greitt hefir verið fyrir íbúðabyggingum af bægarins hendi, og á kjörtíma- biLinu byggðar yfir 2000 nýjar íbúðir. Bæjarsjóður sjálfur byggt á annað hundrað íbúðir, faað inn á nýja braut og byggir skv, henni 230—40 íbúðir. Nýtt raforkuver verið reist, vara- stoðin, sem framleiðir 10.800 hestöfl. Undirbúningi lokið að h ni miklu nýju Sogsvirkjun, tilboða afla og virkjunin hafin eftic 2 mánuði. Ný hitaveita vei-ið fullgerð, sem flytur 110 li’ a af heitu vatni á sekúndu. I gatnagerð orðið miklar um- bætur, varið til hennar 38 milj. kr., gerðar vísindalegar athug- anir og tilraunir, lokið við að malbika 75%. allra gatna innan Hringbrautar, aflað nýrra tækja í stórum stíl. 30 nýir strætis- vagnar keyptir á 3 árum, og rekstur þeirra endurbættur á á ýmsum sviðum. Starfað af [kappi að skipulagsmálum bæj- arins og sótt fast fram til þess takmarks að Ijúka heildarskipu lagi bæjarins. Unnið að bygg- ingu nýrra barnaskóla og gagn- fræðaskóla, húsmæðraskólinn stórum endurbættur, undirbúið verklegt nám unglinga. Fjölgað vistheimilum barna og leikskól- um, ný vöggustofa tekfri í notk- un, barnaleikvellir fjórfaldast og þeir búnir betri leiktækjum, tekin upp merk nýmæli í upp- eldismálum, svo sem skólagarð- ar og unglingavinna. Unnið hef ir verið að bættum skilyrðum íþróttaæskunnar, Melavöllur- inn stórbættur, nýjum æfinga- völlum komið upp, íþróttafje- ' lögin styrkt, og hafnar framkv. við framtíðar-íþróttasvæðið í Laugardal. Nýr sjóbaðsstaður gerður í Nauthólsvík. Lokið að ; girða Heiðmörk, friðland Reyk- j víkinga og hafin vegagerð og trjöplöntun. Hafin bygging glæsilegrar heilsuverndarstöðv- ar og unnið á annað ár að undir l búningi bæjarsjúkrahúss. Feng- , in,n borgarlæknir og bærinn tekið í sínar hendur heilbrigðis- j eftirlitið, miklar umbætur í | sorphreinsun, undirbúin sorp- vinnslustöð. Stórfeld aukning j vatnsveitunnar, og svo mætti lengi telja. Dæmið verkin Allt eru þetta áfangar, sem náð hefur verið, en mikil verk- efni eru fiamundan, — verk- efni, sem mörg hafa verið skýrð í þessum umræðum og nánara eru greind í hinni bláu bók Sjálfstæðismanna, um störf og stefnu flokksins í bæjarmálum. Við Sjálfstæðismenn biðjum ykkur, Rej kvíkingar, að dæma okkur eftir verkum okkar og stefnu, en okkur er einnig skylt, að biðja ykkur að íhuga alvarlega hvað við tekur, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki meirihluta. Kommúnistar, Alþýðuflokk- urinn og Framsókn hafa upp á tvennt að bjóða: Annað er hatrið á Sjálfstæðisflokknum, hitt er hatur þeirra hvers á öðrum. Ef þessi flokkar fengju sameiginlegan meirihluta og ættu því að taka við stjórn bæj- arins myndi allt loga þar í ill- indum. En fyrsta afleiðing slíkrar sambræðslu yrði algjört fjármálaöngþveiti. Reykvíking- ar hafa haít. fyrir augum ósam- komulagið á Alþingi, vegna þess, að enginn flokkur hefur þar meirihluta og afleiðingar þess langar stjórnarkreppur og stórfeldan greiðsluhalla ár eft- ir ár. Þetta er hið ,,hreina loft“, sem Benedikt Gröndal biður um. Reykvíkingar munu ekki leiða ICommúnistum gefið orðið í SIGLFIRÐINGI, blaði Sjálfstæðismanna á Siglufirði, birtist r.ýlega grein, þar sem ritstjórinn „gefur kommúnistunum orð- iV , með því að tilfæra nokkur vel valin ummæli, frá ritsmíð- u þeirra á úudanförnum árum, þar sem þeir hafa í stuttu n áli gert grein fyrir stefnu sinni og starfi. Greinin er svohljóðandi: Jósep Stalin, einræðisherra Sovjetríkjanna, segir í bók sinni „Leninisminn“, sem kom út í íslenskri þýðingu Sverris Kristjáns- Bouar, alþekkts kommúnista, um undanfara sovjetvaldatöku: „Alræði öreiganna getur alls ekki orðið til fyrir frið- samlega þróun hins borgaralega þjóðskipulags og lýðræðis. Það getur aðeins risið upp, er hið núverandi ríki borgara- stjettarinnar hefur verið molað mjelinu smærra og her þess, embættismannavaldi og löreglu liefur verið sundrað“. Þessi kennfoimúla var í hávegum höfð hjá hinum íslensku rE-.uðfasistum, er kommúnistaárásin á Alþingi var gerð 30. mars s. 1. Og ekki hafa íslensku kommúnistarnir alltaf leynt því, að ‘ þeir væru deild úr alþjóðasamtökum óaldarflokks rauðfasism- ai ... Er Brynjólfur Bjarnason og ísleifur Högnason sigldu á n.i lstjórnarfund Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu 1932, Voru þeir kvaddir í málgagni sínu í Reykjavík á þennan hátt: „En fjelagar, það er ekki nóg að tilheyra heimsflokki kommúnisrnans. — Við verðum einnig allir að vera reiðu- búnir að framkvæma fyllilega í verkinu fyrirskipanir hans, nú þegar orlög heillar kynslóðar og socialismans eru í veði“. Það er von, tð deildin hjer hafi „hvorugum aðilanum getað óskað sigurs“, er Stalin og Hitler stóðu saman, í aflokinni he;. ns.'tyrjöld, en krafist þess eftir að í harðbakka sló þeirra á ! rmili, að íslendmgar segðu Þjóðverjum stríð á hendur, en svo að lol-r.um hafið á loft merki „ævarandi hlutleysis“, er lýðræðis- þjóðirnar styrktu samtakamátt sinn í Atlantshafsbandalaginu. Það var alltaf dansað á línunni. Og ekki átti þróunin að vera lýðræðisleg hjer. á íslandi. B 'ynjólfur Bjainason segir í einni grein sinni, er hann ritaði í „Verkalýðsblaðið“: „Byltingarhugur verkalýðsins magnast, uns hámarki bar- áttunnar er náð með áhlaupi verkalýðsins, UNDIR FOR- YSTU KOMMÚNISTAFLOKKSINS A HÖFUÐVÍGI AUÐ- VALDSINS í REYKJAVÍK og valdanámi hans. Það áhlaup tekst því aðeins, að meirihluti verkalýðsins, a. m. k. í Reykjavík, fylki sjer bak við flokkinn. . Að slík tímamót muni EKKI FALLA SAMAN VIÐ VENJULEGAR KOSNINGAR, ÞINGSETU EÐA ÞESS- HATTAR, NEMA FYRIR TILVILJUN EINA ER FLEST- UM LJÓST, SVO ÞAÐ SEM ÚRSLITUM RÆÐUR, VERÐ- UR MEIRIHLUTI HANDANNA, HANDAFLIÐ ’. (Letur- breyting okkar). Svöná Vár þá hugsunarháttur mannanna, sem ætluðú að sá ■írækórnum socialismans í hjörtu frjálsborinna íslendinga. Og fj.-‘ a eru sömu mennirnir með sömu skoðanirnar, sem nú eiga, þ ví ír<iðiir,‘9 fulltrúa á Alþingi íslendinga. Einar Olgeirsson, sá er ljek hlutverk „Konna“ í kosninga- baráttu Áka Jrkobssonar, *sagði fyrir tæpum 20 árum, að það væri draumur sinn um stjórnmálasögu næstu 20 ár, „— að hjer væri orðinn einn flokkur SAMEINAÐUR ÚR ALÞÝÐUFLOKKNUM, KOMMÚNISTAFLOKKNUM OG FRAMSÓKNARFLOKKNUM, en íhaldsflokkurinn horf- inn, nokkrir af foringjum hans GERÐIR LANDRÆKIR OG LEYFARNAR AF FLOKKNUM LEYSTAR UPP“. Þarna var þá hugsunarhátturinn fullkomnaður, aðalandstöðu- flokkurinn leystur upp, foringjar hans gerðir landrækir og vinstri flokkunum öllum hrært saman. Þarna var sú rússneska paradís, sem kommúnistabroddana íslensku dreymdi um. Þannig lítur þá það þjóðskipulag út, sem tryggja átti hið fullkomnasta rjettlæti. Og það eru fleiri en Einar og Brynjólfur, sem þannig hugsa. Jóhanncs úr Kötlum, frambjóðandi kommúnista í Skaga- firði við síðustu Alþingiskosningar, ritaði fyrir nokkrum ár- um grein í Þjóðviljann, þar sem svo segir: „Nú munu hinir frjálslyndu heiðursmenn koma til mín og segja: En góði vinur, heldur þú því virkilega fram í al- vöru, að stjórnarfar sem leyfir aðeins EINN FLOKK sje hið fullkomnasta lýðræði, sem til er í heiminum. — Og mikið heíd jeg að þeir hristi blessaða kollana sína, þegar jeg segi hiklaust JÁ“. Og ekki þarf að Íeita lengi til að sjá hvernig fyrirkomulagið á að vera í þessum EINA flokki. — í „Verkalýðsblaðinu“, 23. tbl. 1932, segir svo: „En þeg-ir búið er að taka ákvarðanirnar, verða allir að fylgja þeim sem einn maður. Og þess er ekki aðeins kraf- ist, að ákvórðununum sje fylgt í orði kveðnu, heldur verða menn að starfa jafn ötullega að, ÞÖTT ÞEIR SJEU Á ÖÐRU MÁLI. — VILJI OG SKILNINGUR FLOKKS- HEILDARINNAR VERÐUR ALLTAF AÐ SITJA í FYRIR- RÚMI FYRIR VILJA OG SKILNINGI HVERS EINS“. Já, þarna er skoðanafrelsi einstaklingsins virt á kommúnist- iskan hátt. En frelsi flokksins út á við? í 24. tbl. sama árgangs stendur: „Enginn einstakur má koma opinbcrlega fram, nema samkvæmt fyrirmælum flokksins. Ef út af ber — GRÍPUR HEIMSFLOKKURINN í TAUMANA“. (Leturbr. hjer). Fleiri perlur úr málatúlkun kommúnistanna sjálfra er hægt að tina til, ef þessar nægja ekki, til að sýna hina raunverulegu ásýnd þeirra. I síðasta blaði var um það rætt hve geigvænlegt það væri, að pannig hugsandi menn skuli móta ungviðin, vor- gróður hins- íslenska ættstofns. Með hliðsjón af lýsihgu komm- únista á sjálfum sjer, þeirri, sem hjer hefur verið birt, geta ruenn sjálfir dæmt um, hvort svo sje ekki og hvort ekki sje ástæða til að leta í fótspor Norðmarina og'þurrka út þessá istefnu, ekki með ofbeldi, heldur riiéð frjálsú vali borgararina, á sama hátt og Norðmenn gerðu. Hamingja þjóðarinnar verðut því meiri, sem kommúnistarnir verða færri. ... þá ógæfu yfir bæinn. Reykvík- ingar vilja ekki fá samstjórn þriggja f jandsamlegra flokka með kommúnista í fararbroddi. Jeg vil skora á ykkur, Reyk- víkingar góðir, að sækja vel kosninguna á sunnudaginn — forða ykkur frá ógæfu sundr- ungarinnar, velja ykkur sam- henta. styrka, frjálslynda um- bótastjórn með því að kjósa D-LISTANN. Skifting bæjarins í kjörsvæð! í DAG birtist hjer í blaðinu auglýsing yfirkjörstjórnar um skiptingu bæjarins í kjörsvæði við bæjarstjórnarkosningarnar á sunnudaginn kemur. Þar eru allar götur hvers kjörsvæðis taldar í stafrófsröð. Er brýnt fyrir kjósendum aö kynna sjer fyrirfram, hvar þeir eigi að kjósa. Skiptingin í kjörsvæði er gerð samkvæmt heimilisföng- um á kjörskránni, en hún er isamin skv. manntali haustið 1948, með leiðrjettingum (flutn ingstilkynningum) til febrúar loka 1949. Þeir, sem hafa flutt á milli bæjarhluta síðan í febrúar 1949, eru sjerstaklega beðnir að hafa hugfast, að heimilis- fangið við manntal 1948 ræð- ur kjörstað. Kjósendur skulu kjósa í þeim skóla, þar sem gatan. sem þeir bjuggu við skv. manntali haust ið 1948 (eða í febrúar 1949), ei' talin í auglýsingunni. Yfirkjörstjórnin hefir sent þeim, sem tilkynnt hafa flutn- ing á milli kjörsvæða síðan i febrúar 1949, sjerstaka tilkynn ingu um að þeir eigi að kjósa á kjörsvæðinu, sem þeir fluttu frá, en vera má að sumar til— kynninganna komi ekki til skila. Sömuleiðis hefir samskonar tilkynning um kjörstað verið send þeim, sem búa við mörk (landamerki) kjörsvæðanna, þar sem helst gæti orðið um misskilning að ræða, og er þess vænst, að allar þessar tilkynn- ingar geti komið í veg fyrir margan misskilning, því að það mun tefja og torvelda kosn inguna, ef mikil brögð verða að því, að kjósendur komi til rangs kjörstaðar. Þessvegna er enn brýnt fyrii? kjósendum, að kynna sjer aug- lýsinguna um hvav þeir eigi a’ð kjósa, og hafa hugfast ,að kjör- staður þeirra fer eftir lieimilis- fangi á kjörskránni. Með 850 kra hraða á sekúndu STOKKHÓLMI, 26. jan.: — Franski stjarnfræðingurinn Charles Bertand fann nýjg stjörnu í Lacerta-stjörnumerk- inu hinn 23. jan. s.l. — Þarna er greinilega um stjörnu að ræða, sem orðið hefir til fyrir kjarnorkusprengingu. Mælingar sýna, að gastegundir þjóta út frá stjörnunni met? 850 km. hraða á sekúndu. "" ' — NTB,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.