Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1950, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. janúar 1950. GEIR HALLGRÍMSSON ÆSKAN VILL EKKI AFSALA SJER SJÁLFS- ÁKVÖRRUNARRJETTINUM AFSTAÐA manna til stjórtimálaflokka byggist fyrst og fremst á grundvallarstefnu viðkomandi flokks og athöfn- um flokksins til þess að koma grundvallarstefnu sinni í framkvæmd. Þegar æskumenn ganga til kosninga, þá eru þessi tvö sjónarmið efst á baugi hjá þeim sem öðrum kjósendum. Æskan hlýtur að leita sjer stöðu, þar sem lífsskoðanir henn- ar og hugsjónir eru í hávegum hafðar bæði í orði og á borði. Þótt ekki sje hægt að tala um eitt sameiginlegt lífsvið- horf og eina sameiginlega stefnu allra æskumanna, þá mun það ekki ofmælt, að helsta áhugamál flestra æskumanna og þeim eiginlegt, er það að ráða sjálfir sem mestu um framtíð sína, en vera ekki leiksoppur almáttugs yfirvalds. Æskumaðurinn vill sjálfur ráða, hvaða verðmætum hann sækist eftir í lífinu og vill ekki í þeim efnum lúta skil- yrðislaust boði og banni einhverra stjórnvalda, hvort sem um bæjar- eðf ríkisstjórnvald er að ræða. Engu síður er æskumanninum ljóst, að meðferð bæjar eða ríkisvalds ræður miklu um það, hvort hann hefur möguleika til að afla þeirra verðmæta í lífinu sem hann hefur hug á. Af þessu hefur stefna Sjálfstæðisflokksins markast við meðferð bæjarmála og þjóðmála yfirleitt. Stefna Sjálfstæðisflokksins er í senn að virða sjáifsákvörðunarrjett einstaklinganna og gera með almennum ráðstöfunum öllum einstakling- um fært að hagnýta sjer þennan sjálfsákvörðunar- rjett til að öðlast þau verðmæti, sem hver og einn kýs, sjer og sínum og almenningi til hags- bóta. Engum frekar en æskumönnum og konum er nauðsyn, að þessi skilningur og þessi stefna sje fyrir hendi hjá yfir- völdum bæjar og ríkis. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurinn á Islandi, sem metur þennan sjálfsákvörð- unarrjett einstaklingsins. Allir aðrir flokkar hjer hafa á móti honum brotið og reynt að takmarka sjálfsákvörðunar- rjettinn á alla vegu. Próventukarlarnir, sem afhentu eigur sínar gegn því að njóta framfærslu það sem eftir var ævinnar, urðu flestir vonsviknir. Líkt mundi æskumönnum fara, ef þeir afhentu sjálfsákvörðunarrjett sinn. En það er einmitt, sem and- stöðuflokkar Sjálfstæðismanna fara fram á, að æskumenn geri, að meira eða minna leyti. Kommúnistar vilja afmá sjálfstæði einstaklingsins Kommúnistar vilja eins og kunnugt er, er ríkið reki öll atvinnufyrirfæki og stjórnend- ur ríkisins hafi forustuna í öll- um fjelögum efnalegs og and- legs eðlis, sbr. stjórnarskrá Sovjeíríkjanna. Kommúnistar vilja drottna þannig yfir and- legu og efnalegu lífi allra ein- staklinga í krafti ríkisvaldsins. En þar sem kommúnistum hef- ur eigi tekist að afla slíkra á- hrifa í meðferð ríkisvaldsins, þá hafa þeir lagt áherslu á, að bæjar- og sveitarstjórnaryfir- völd nái þeim tökum á borgur- unum, að hver einstaklingur þurfi sem mest að þiggja af þæiarfjelaginu, sje því sem háð astur. Það er í þessum anda, sem kommúnistar hafa starfað, þegar þeir hafa haft á orði, að rjettast væri að banna einstaklingum að byggja sjer þak yfir höfuðið. Það eykur sjálfstæði einstakl- ingsins að eiga sjálfur íbúð- arhús sitt eða íbúð, og komm únistar eru hræddir við sjálfstæði einstaklinganna. Æskumaðurinn vill hinsveg ar vera sjálfstæður, vill standa á eigin fótum. Þess vegna hlýt- ur stefna kommúnista að vera honum andstæð, ej: æskumað- urinn hefur ekki glatað eðli sínu og íslendingsuppruna. Embættismannavald kratanna Munurinn á stjórnarstefnu krata og kömmúnista er ekki eðlismunur heldur stigmunur og má vart á milli sjá, þegar vinstrikratar eiga í hlut. Kratar treysta litlu minna en kommúnistar á voldugt ríkis- og bæjarvald íil þess að halda þegnunum hæfilega í skefjum. Blöskrar þeim þá ekki að beita skoðanakúgun í sambandi við atvinnuveitingar bæjarfjelagsins. Mönnum má vera í fersku minni, hvernig Hafnarfjarðarkratar beittu að- stöðu sinni á atvinnuleysisár- um fyrir stríð, þegar þeir ráku stjórnmálaandstæðinga sína úr vinnu bæjarútgerðarinnar. Og skipun lista Hafnarfjarðarkrat anna nú m.a. bendir til þess, að ekki hafi þeir gleymt með öllu að haga atvinnuveiting- um eingöngu eftir stjórnmála-i skoðunum og launa fylgispekt með góðum bitlingum. Á lista Alþýðuflokksins í Hafnarfirði eru nú sex af tíu efstu mönn- um starfsmenn bæjarfjelagsins. Hafnfirðingar munu raun ar hafa sjeð lítinn annan ár- angur af áratuga starfi krata en embættismannalið- ið. Enda er ekki hægt að gera sjer vonir um mikinn annan árangur af hálfu krata, hvar sem þeir eflast til áhrifa. Framsókn berst fyrir forrjettindum Það hlutverk, sem kommún- istar og kratar vilja, að ríkis- valdið eða bæjaryfirvöldin hafi, vilja framsöknarmenn, að samband samvinnufjelaganna gegni. Það á að tryggja Sam- bandinu aðstöðu til að drottna yfir mönnum eins og voldugt ríkisvald væri. Einstaklingarn- ir eiga að vera því háðir, því að þá er ef til vill frekar von til þess að Framsóknarflokkn- um aukist fylgi. Ef Framsóknarmaður er raunar spurður um grundvall- arstefnu síns flokks, vefst hon- um venjulega tunga um tönn, en kann þó að lokum að svara, að það sje samvinnustefnan. — Framsóknarmönnum er þá gjarnan á það bent, að sam- vinnustefnan aðgreini ekki Framsóknarmenn frá Sjálfstæð ismönnum, ef átt er við það, að samvinnuf jelög skuli njóta j fyllsta jafnrjettis á við önnur starfandi fjelög og einstakl- inga á sama sviði. Ef afstaða til samvinnufje laganna eigi að marka að- greiningu á stefnu Fram- sóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, þá hljóti það að vera svo. að Fram- sóknarflokkurinn vilji for- rjettindi til lianda samvinnu fjelögunum. Og þarf ekki að fara um það mörgum fleiri orðum, að sú en raunin. Skattabyrði almennings þyngist Það skiptir svo Framsóknar menn engu máli, þótt forrjett- indi Sambandsins sjeu slík, að allur almenningur þurfi a'ð bera byrðarnar, sem Samband- ið er losað við og greiða skatta og útsvör fyrir-þetta milljóna- fyrirtæki. Á Akureyri er það upplýst,' að áhöfn eins togara greiðir jafnmikið í skatta og útsvör og öll fyrirtæki KEA og Sam- bandsins þar til samans. Reiknað hefir verið út, að hefði verið lagt á KRON sem cinstakling árin 1937—> 47 þá hefði það þurft að inna af hendi í skatta og útsvör kr. 3.887.911.25. — stað þess greiddi það aðeins rúm 800 þús. eða rúmar 3 milljónir minna en einstaklingur mundi hafa gert. Almenn- ingur borgar mismuninn. Ljóst er, að framsóknar- menn munu efla forrjettindi Sambandsins eftir megni, ef þeir næðu aðstöðu til þess í bæjarstjórn, eins og þeir hafa gert annarsstaðar, með þeirri afleiðingu, að skattabyrði alls almennings í bænum eykst. Framsókn metur meir hagsmuni gróðavalds S. í. S. en þörf húsnæðisleysingja Framsóknarmenn, sem allt- af hafa barist á móti hagsmuna málum Reykjavíkur, hafa látig sjer tíðrætt um hinn alvarlega húsnæðisskort hjer í bænum, sem stafar m.a. af því, að menn flýja þaðan, sem stefna Framsóknarflokksins hefur að- allega ráðið. Framsóknarmenn í Fjárhagsráði hafa þó ávallt viljað draga úr og beinlínis fellt tillögur um íbúðarhúsa- byggingar í Reykjavík. Á sama tíma, árinu 1949 hafa þeir veitt Sambandinu fjárfestingarleyfi fyrir milli 10—20 milljón kr. Og þar á meðal fyrir frysti- skipi, sem kostar minnst 5 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, þótt frystiskipafloti landsmanna anni fyrirsjáanleg um frystiflutningum um næstu áratugi. Þessar 5 milljónir í fjár- festingarleyfi mundu nægja til þess að byggja yfir 30— 40 fjölskyldur. Og sje að- eins reiknað með erlenda gjaldeyrinum, sem til bygg- inga þarf, en ca. % bygg- ingakostnaðarins er erlend- ur gjaldeyrir, þá væri hægt að byggja yfir 160 fjölskyld ur, sem nú eru húsnæðis- lausar, en framsóknarmenn meta forrjettindi Sambands ins meir en nauðsyn 30—40 og jafnvel 160 húsnægis- lausra fjölskyldna. Yfir þá staðreynd breiða ekki „myndatökur fyrir kosning- ar“. Framsóknarmenri og kratar stöðvuðu einnig á sínum tírna lánveitingar veðdeildar Lands- bankans til íbúðarhúsabygg- inga, en hinsvegar hafa Fram- sókn og kratar ekkert við það að athuga, þótt Sambandið og fyrirtæki þess virðast hafa sjer lega góðan aðgang að Lands- bankanum, meðan flestum öðr um er þar synjað. Æskumenn vilja engu fremur vera ofurseldir ein- okunar- og forrjettindaauð- valdi Sambandsins heldur en alræði ríkisvalds eða of- urvaldi bæjarstjórnar og munu því ekki fremur styðja framsóknarmenn til áhrifa og valda en komm- únis^a og krata. Sj álf stæðisf lokkurinn er flokkur æskunnar Sjálfstæðismenn líta svo á, að þæjarstjórn eigi að leysa þarfir borgaranna, sem ein- staklingunum sjálfum er um megn að leysa. Þannig hafa Sjálfstæðismenn t.d. búið svo í haginn fyrir atvinnuvegunum í Reykjavík, að hvergi annars- staðar hjer á la-ndi er aðbúnað- ur af mannahöndum betri. Sjálfstæðismenn vilja að at- vinnurekstur sje frjáls og stundaður af mörgum aðilum. Sjáífstæðisflokkurinn vill ný.ta einstaklingsframtakið til úr- lausnar vandamálunum, eins og t.d. húsnæðisskortinum. Sjálfstæðismenn vilja, að ungir og atorkusamir menn hafi aðstöðu til þess að verða bæjar- og þjóðfjelagi sínu að liði. Stefna Sjálfstæðisflokks- ins er því stefna æskunnar og æskumenn og konur munu tryggja Sjálfstæðis- floikknum sigur í kosning- unum á sunnudaginn kem- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.