Alþýðublaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1929, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 íP\\ er trygging fyrir gæðum. Raflýsið vélbáta yðar með jafnspennu rafal. — Leytið tilboða hjá H«f. Rafmagn9 Hafnarstræti 18. Sími 1005. Bifreiðar ávalt til leigis í lengri og skemri ferðir, mjög sanngjarnt verð hjá Nða Krisíjðnsspi, Klapparstíg 37, sími 1271 IHSfam ávalt fyrirliggjandi beztu teg- und steambela i bolaverzluu Guðna Einarssonar & Einars. Simi 595. Góðærið 19 2 8. Landbúnaðurínn. Ötflutningur og verðlag. Árið 1928 var góðæri hið mesta bæði í sveitum og við sjó. Er það, sem hér fer á eftir um landbún- aðinn, tekið upp samhvæmt ný- útkomiinni skýrslu Landsbamka íslands fyrir s. 1. ár. Fyrst eftir áramótin var um- hleypingasamt, en frá miðjum febrúar og fram i júní var óvenju- kagstætí: tíðarfar. Þá gerði um tíma kalda tíð og þurviðrasama og varð því grasspretta lítil, sér- staklega norðan- og austan-lands. Frá réttum til ársloka var tíðin með mildasta móti. Fénaður gekk vel undan vetri og var slept mun fyr en vant er. Heyskapartíð var ágæt um land alt, en talið er, að heyini séu létt til fóðurs. Orma- veiki gerði viða vart við sig, sér- staklega á Austurlandi. Til frá- lags var fé vel í meðallagi Slátr- un ti.l útfl'utnings var með mesta móti, hm 220000 fjár. Saltkjöts- verðið var hærra en árið áöur, í byrjun kauptíðar um 100 norskar krónur tunnan, en hælckaði brátt, svo mestur hluti útflutningskjöts- ins seldist fyrir um 110 norskar krónur tunnam. Ullar- og gæru- verð var hátt og heldur hærra en árið áöur. Fyrsta flokks siunntenzk ull var um 3,10....3,20 kg. og niorð- lenzk ull 3,35—3,45. Verð á gær- um var 2,30—2,45 kg. Útfiutn- ingur af frystu kjötí var með allna mesta möti, um 45 000 skrokkar. Salani gekk ekki greiðlega, en þó munu áhöld um verð frysta kjöts- ins og saltkjötsins, þegar kostn- aðarmunur er dreginn frá. Jæröa- bætur ársins 1927, sem mældar voru á þessu ári, vo:ru meiri en nokkru sinni áður. Mum styrkur til þeiria samkvæmt jarðræktar- lögunum nema um 375 000 kr. Á áránu voru bygð tvö frystílhús og byrjað á hinu þriðja, Eitt mjólk- urbú tók til starfa og byrjað á byggingu annars. Brú var lögð yfir Hvítá í Borgarfirði, hið mesta mannviTki. Knaítsppmiiéífð. Úrslitakappieíknrlnii miHI ,Vals‘ os ,K. R.‘ í eærhveidi. í gærkveldi var rneira fjöl- menini saman komið á , íþrótta- vellinum heldur en nokkru sinini áðúr nú undanfarna kappleiki. Á- stæöan var sú, að í gærkveldi kepptu tvö öflugustu knattspymu- félög borgarinnar, og skyldt þaö;. sem sigraði, hljóta nafnbötina: Bezta knattspyrnufélag íslands. Sýndi það sig fljótlega, að fé- lögin voru niokkuð jöfn i sófcn og vörn. 1 fyfri hálfleik skoaiaiði þö „K. H.“ eitt mark. í síðari hálfleik skoraði „K. R.“ tvö mörk, en „Valur“ eitt. Var káppleikurinn mjög skemtí- legur, enda fylgdust áhorfendur með honum með hinni mestu at- hiygli. Kappleiknum lauk svo, að „K. R.“ sigraði „Val“ iheð 3:1. Um leið og forsetíi L S. L, Ben. G. Waage, sagði upp úrslit knatt- Stolíkseyri, js- Eyrarbakks, 3 s ðlfnsá, ÞHO SEP' m S S 1 Prastaskég. 1 Fastar ferilr íram oq Cfnfn til baka ðagleaa frá ö 16111 dðri. 1 spyrnumótsins, afhenti hamn „K. R.“ Knattspyrnubikar Islands og lýsti yfir því, að það hefði unnið sér sæmdarheitið: Bezta knatt- spyrnufélag islands. þá gat hanii þess, að þetta knattspyrnumót væri hið fyrsta eiginlega Islands- mót, þar sem nú hefðu kept. fé- lög utan af landi í fyrsta skiifti.1 Enn fremur gat forseti þess, að í framtíöinni þyrftu að verða fjórðungamöt, þar sem knatt- sþyrnufélög í hverjum landsfjórð- ungi keptu og þau félög, sem sigrúðu þar, yrðu send á Knatt- spyrnumóí íslands. Forseti rakti að nokkru sögu Knattspyrnubik- ars islands, en hann er gefinn af „Fram“ árið .1912, og hefir „Fram“ unnið bikarinn 8 sitriin- um, „K. R.“ 6 sinnum og „Vík- ingur“ tvisvar. Tvisvar sinnum hefir ekki verið kept um hann. Loks minti forseti fólkið á það að hvetja keppendurna mieð drengilegum hættí, en ekki með ósæmilegum ærslum eða hávaða. ErleMsl simskeýti* Khöfn, FB., 29. júní. Skuldasamningar Ffakka við Bandaríkjamenn. Frá Paris er símað: Þingið hef- ir rætt um skuldasamning Frakkvy við Bandaríkin. Poincaré óskaði þess, að samniingurinin yrði stað- festur, eins og sagt var frá i skeyti nýlega. Frakkar verða að greiða Bandaríkjunum fjögur hundruð milljónir dollara 1. á- gúst, ef skuldasamningurinn verð- ur ekfcii staðfestur fyrir þann tíma. Franklin og Bouillon hafa lagt það til, að reynt verði af nýju að hefja sámningatilrau-nir við stjórnina í Bandaríkjunum um frestun gjalddaga þessara fjögur hundruð dollaramilljóna. Þingið samiþykti tillöguna. Poincaré lof- aði að reyna að semja við Banda. rikin, en lét í Ijós, að lítil von væri um árangur af því. Þýzkir stúdentar mótmæla Versalasamningunum. Frá Berlím er símað: Þjóðern- issinnaðir stúdentar söfnuðuist í gær saman „Unter den Lindeú' [ „undir linditrjánum" j tii þess að mótmaíla Versalafriðarsamning- unum og banninu gegn mótmæla- fundi háskólans. Stúdentarnir gerðu tilraun til þess að ráðast inn á kenslumálaráðuneytið. Lög- reglam skarst í leikinn og dreifði stúdentunum eftir miklar rysking- ar. Ellefu stúdentar voru hand- teknir. Mótmælasamkomur út af Ver- salafriðaTsammngunum hafa verið haldnar í Heidelberg, Breslau og fleiri borgum. Fólksfækkun i Frakklandi. Frá París er símað: Samkvæmt hagskýrslum voru 70 þúsund fleiri andlát en fæð- ingar í Frakklandi fyrsta árs- f jörðung þessa árs, en hins vegar voru fæðingarnar árið 1928 kring- um 8 þúsund fleiri en ajmiiáti|n. — Útlitíð fyrir vaxandi .fólks- fækkun í Frakklandi veldur Frökkum miklum áhyggjum. Khöfn, FB., 30. júnL Spænsku flugmönmínuns bjargað. Frá Lundúnum er símað: Flota- málastjórmn tilkynnir, að brezka hersldpið „Eagle“ liafi fundið spánverska Aílantshafsflugmann- inn Franco og félaga bans. Fann herskipið flugvélina á reki sunm- an við Azoreyjar og bjargaði mönnunum. — Flugmönnunum líður vel. KJm og wegiim. FRAMTIÐIN. Fundur í kvöld. Sagðar fréttir af stórstúku- þingi. Næturlæknir er* í nötí Halldör Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Á landsmálaíundinum á Akureyri á föstudaginn pat- aði Ólafur Thors mjög, og hlógu margir að honum, en nánustu fylgismenn hans reyndu að bæta hianum það upp með því að láta eins og hionum hefði tekist vel'. Magnús Guðmundsson var spakur og hafði sig lítt í frammi. Þótti- fundarmöimum það mestur mun- ur að hlusta á ræður Ha'ralds Guðmundssonar eða upphrópan- ir og „fingramár1 Ólafs Thors. Jón Engilberts listmálarl var meðal farþega á „Brúarfossi". Hefir hann stuindað nám í Kaupmannahöfn og Miúir chen. Mun hanm dvelja hér á landi um tíma og halda sýningu hér í haust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.