Morgunblaðið - 19.02.1950, Blaðsíða 1
16 sáður og Lesbók
S7. árgangu*
42. tbl. — Sunnudagur 19. íebrúar 1950.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Oguriegt járnbruutur-
slys í Handarákjunum
A.m.k. 29 fórust, ó ann-
að hundrað slösuðust
Ekill annarrar iesfarinnar sakaður m manndráp
NEW YORK, 18 febrúar. — I gærkvöldi rákust á 2 járnbrautar-
lestir um 20 mílur frá New York. Var þarna um mjög harðan
árekstur að ræða, svo að önnur lestin sópaðist gersamlega af
sporinu. Margir fórust og aðrir slösuðust.
Bretar og Bandaríkjamenn
andmæla rjettarofsóknum
-«>
29 fórust. *
A. m. k. 29 manns fórust og
einnig særðust á annað hundrað
manns, sumir mjög alvarlega.
Varð að höggva sundur sætin
til að ná ýmsum farþeganna úr
þeim, þar sem þeir voru skorð-
aðir fastir.
Kærður fyrir manndráp.
Læknar og hjúkrunarlið unnu
að björgun úr brakinu í alla
nótt. Og að björguninni lokinni
var stjórnandi annarrar lestar-
innar tekinn höndum, sakaður
um manndráp. Hafði hann ekið
fram hjá stöðvunarmerki án
þess að sinna því, og mun það
skeytingarleysi hans hafa orðið
til þess, að hið hryllilega slys
varð. — Reuter.
Þjóðernissinnar
kyrrsetja skip
LONDON, 18. febr. — Þjóð-
ernissinnarnir kínversku nafa
nú sett bann við að breskt skip,
sem statt er í höfuðborg For-
mosu, Taipeh, sigli á brott. —
Skip þetta er 4400 sml. að
stærð. Enga ástæðu hafa þjóð-
ernissinnarnir nefnt fyrir at-
ferli þessu. — Reuter.
Ráðstefna um flug-
mál í næstu viku
PARÍS, 18. febr. — í næstu
viku koma 56 þjóðir saman á
ráðstefnu í París um flugmál.
Er ætlunin að ná þar sam-
komulagi um allsherjarflug-
reglur, en hingað til hafa regl-
ur þessar verið mjög sundur-
leitar og í molum. Ekki senda
Rússar menn á ráðstefnu þessa_
— Reuter.
Litið inn á kosninga-
skrifstofuna
LONDON. 18. febr. — í nótt var
brotist inn í kosningaskrifstofu
Herbert Morrison, leiðtoga
verkamannaflokksins, og öllu
umturnað þar. Engum pening-
um mun hafu v'erið stolið, en
í skrifstofuiium voru afar veiga
mikil og leynileg skjöl.
- —Reuter.
Frjettabrjef Brefa
gert upptæk! í Prag
PRAG, 18, febr. — Frjetta-
bæklingur sá, er Bretar gefa
út hjer í Prag, var í dag gerð-
ur upptækur. Ástæðan er sú,
að í honum er skýrt frá and-
mælum þeim, er Bretar sendu
ungversku stjórninni vegna
rjettarhaldanna yfir breska
verkfræðingnum Saunders.
— Reuter.
Rokossovsky marskálkur I Allir hafa sakborning-
nrnir játnð við sýniar-
rjettarhöld í Ungver jal.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BÚDAPEST, 18. febrúar. — Rjettarhöldunum í Búdapest
hjelt áfram í dag. Fór svo sem vænta mátti, að allir hafa
sakborningarnir 7 játað sig seka um ákæruatriðin, sem eru
njósnir og skemmdarverk. Hefur frekari rjettarhöldum verið
frestað til mánudags án þess kveðinn væri upp nokkur
dómur.
Iljer getm a?< líta marskálkinn
! rússneska, Rokossovsky, sem
gerður vai að hermálaráðherra
Póllands í vetur. Þótti mönn-
um sem með komu hans hyrfu
þær leifar, sem enn voru eftir
af frelsi einstaklingsins.
(Sjá grein á 2. síðu).
Umbætur í nýlend-
um Belgíumanna
BRÚSSEL, 18. febr. — Belgiska
stjórnin hefur nú á prjónunum
miklar umbætur í belgisku
Kongó. Er hjer um 10 ára áætl-
un að ræða, og verður um 140
milljónum punda varið til á-
ætlunarinnar.
Megináhersla verður lögð á
lagningu vega og járnbrauta
svo og samgöngubætur á vatni.
— Reuter.
iisan er
óánægður
ADDIS ABEBA 18. febr. —
Haile Selassie, keisari Abessiníu
sagði í dag frjettamanni, að
hann væi i þeirrar skoðunar, að
Italir taki nú við verndargæslu
fyrrverandi nýlendu sinnar,
„í því skyni einu að hefja árás-
arstríð".
Sagði keisarinn, að sú ráð-
stöfun S. Þ. að fá ítölum í hend
ur verndargæslu í Tandinu um
10 ára skeið, væri órjettlát og
móðgandi. — Reuter.
Rússum skortir viljann til
samkomulagssegirAttlee
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LONDON, 18. febrúar. — Forsætisráðherra Breta, Clement
Attlee, talaði í útvarp í kvöld. Svaraði hann m. a. ræðu
Churchill á dögunum, þar sem hann hvatti mjög til frið-
samlegrar viðræðu við Stalin. Um það atriði fórust Attlee
m. a. orð á þessa leið: „Við erum reiðubúnir til samstarfs
við Rússa á alþjóðavettvangi, og' það hvenær sem er,“
„En jafnræðis verður að
gæta um allt samstarf, því að
við viljum ekki gerast annarra
þjónar nje breyta lifnaðarhátt-
um okkar að annarra vild.
Hin nýja ógn
Tilbúningur kjarnorku-
sprengjunnar skapaði heimin-
um nýja ógn. Upp úr viðræð-
um mínum og Trumans og Mac
Kenzie-King spruttu tillögurn-
ar um alþjóðlegt eftirlit með
kjarnorkunni. Ef farið hefði
verið að þeim tillögum, þá
væri þessi hætta, sem af kjarn-
orkunni stafar, ekki fyrir hendi
í heiminum nú, en Rússar vildu
ekki eiga þar hlut að máli. •—
Allt, sem þarf til að leysa þessi
mál, er viljinn, og hann er reiðu
búinn hjerna megin járntjalds-
ins“.
Bandaríski fjesýslumaðurinn^
Vogeler, kom fyrir rjett í dag,
ásamt 3 Ungverjum. í gær
höfðu hinir þrír, Bretinn Saund
ers og tveir Ungverjar játað.
Þjálfaður i njósnaskóla
Vogeler kvaðst hafa verið
þjálfaður í skóla upplýsinga-
þjónustunnar bandarísku og
hafa verið sendur að því búnu
til Ungverjalands til að afla
þar ýmis konar upplýsinga,
einkum tæknilegra, en síðar
hernaðarlegra.
Starf sitt þar í þágu einka-
fyrirtækis kvaðst hann hafa
haft að yfirskini, svo að hann
mætti óáreittur stunda iðju
sina í þágu upplýsingaþjónust-
unnar. Vogeler nefndi ýmsa
bandaríska starfsmenn í Buda-
pest, sem hann kvaðst hafa af-
hent þær upplýsingar, sem hon
um hefði tekist að afla.
Var auðsveipur
Vogeler var hinn auðsveip-
asti í rjettinum. ,,Játaði“ allt
afdráttarlaust og kvaðst harma
það, að hafa orðið til þess
arna. Bað hann sjer vægðar og
sagðist vona, að dómuiinn
yrði ekki mjög þungur.
Enn tortryggnir
Bretar og Bandaríkjamenn
oru mjög efins um gildi „játn-
inganna“. Hafði breska ræð-
ismanninum aldrei verið leyft
að vitja Saunders þá þrjá mán
uði, sem honum var haldið í
gæsluvarðhaldi.
í Washington er þess getið
til, að föngunum hafi verið
haldið matar- og drykkjar-
lausum að undanförnu til að
búa þá undir rjettarhöldin_ •—
Ekki þykir heldur loku fyrir
það skotið, að þeim hafi verið
gefin lýf til að slæva vilja-
þrek þeirra, og tryggja þannig
„játningar" þeirra.
Andmæli utanríkis-
ráðuneytanna
Utanríkisráðuneyti Banda-
ríkjanna og Bretlands hafa
borið fram andmæli vegna
rjetarhaldanna í Búdapest. —
Segja Bandaríkjamenn, að í
raun og veru hafi dómur í máli
sakborninganna verið ráðinn
fyrir fram.
Atvinnuleysið eykst
enn í V.-Þýskalandi
BONN, 18. febrúar. — í V-
Þýskalandi er nú afar mikið
atvinnuleysi, og fer það sífelt
í vöxt. Hinn 15. þ. m. voi’u at-
vinnuleysingjarnir orðnir nál.
2,018.000 eða um 460.000 fleiri
en í lok seinasta árs.
í V-Berlín er talið, að 3
hverra 20 vinnuhæfra manna
sjeu atvinnulausir nú.
Sambandsstjórnin hefur nú á
prjónunum ráðstafanir til að
draga úr atvinnuleysinu.
— Reuter.
Námumenn eiga enn
í verkialli
NEW YORK. 18 febr. — Ekki
hefir enn dregið til samkomu-
lags með námaeigendum og
þeim 400j000 námamanna, sem
nú eiga í verkfalli í Bandaríkj-
unum. Var viðræðum frestað í
dag, þai eð þær báru engan ár-
angur. Á mánudag munu námu
eigendur og leiðtogi náma-
mannanna, John Lewis, ræðast
við á ný. Verkamennirnir fara
fram á kjarabætur sem náma-
menn hafa ekki enn gengið að,
og er talið, að verkamennirriir
muni ekki hverfa til vinnu 4
ný, fyrr en samningar hafa
náðst. — Reuter.
Frjálslyndi flokkurinn
London. — Aða’stefnumál
frjálslynda flokksins í Bretlandi
í kosningunum: Aukið persónu-
frelsi, frjáls yerslun, sjerstakt
þing fyrir Wales og Skotland.