Morgunblaðið - 19.02.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1950, Blaðsíða 2
2 Wiil hefja skipuiagðar irannsóknir á ónotuðum auðiyndum hjer á iandi litlaga Fjelagj íslenskra ISnrekenda um tækni- | lega aðsteð til slóriðnaðar á Islandi 3TJÓRN Fjelags íslenskra iðnrekenda hefur nýlega lagt það t|l við Viðskiptamálaráðuneytið, að fjárframlagi því, sem Mais- Háll-aðstoð gerir ráð fyrif til íslands sem annarra ríkja undir líðnum „tæknileg aðstoð1. verði varið til þess að kanna nýja rjidguleika fyrir stóriðnaði á íslandi, er framleiði vörur til ut- fjutnings. j Brjef fjelagsstjórnarinnar til* \Íiðskiptamálaráðuneytisin3, \iíirðandi mál þetta, er dags. 7. tn , og segir þar á þessa leið: j „t framhaldi af brjefi voru i{) yðar. dags. 13. des. 1949, og \Sðræðum, er síðar hafa átt sjer riað milli skrifstofusjóra hins <®ia ráðuneytis, Þórhalls Ás- 4'irssonar, og framkvæmdar- ífjóra fjelags vors, Páls S. Páls- ri>nar, um framkvæmd tækni- l|grar aðstoðar á vegum Mars- fLíl-greiðslna til handa íslensk 4» iðriaði, viljum vjer hjer með tjá yðar, að fjelagsstjórnin hef- có enn á ný tekið málið til yf- iívegunar og orðið sammála um eftirfarandi: Kfnevidír sjerfræðingar. j X><V að íslenskum iðnaðartyrir tlekjuin, sem flest reka starf- rfnu í tiltölulega smáum stíl á ♦a|ælikvarð& stórþjóða og við ýms erfið skilyrði, gæti orðið uut.l' •. hagur að tæknilegum -♦ðiðbeiriingum sjerfróðra Banda rikjamanna, þa tcljum vjer, að ejm meiri not yiou aí umræddri fjárveitingu fyrir uppbyggingu ixýrra atvinnuhátta á Islandi, ef henni yrði varið til þess að f|t hingað sjerfræðinga frá Baridaríkjunum, er rannsaki ó- iriotaðar auðlindir lands vors, »neð tilliti til þess, að íslend- ingai komi á fót útflutnings- iðnaði, er byggi é innlendum hráefnum. Olía, málmar? Margar getgátur hafa verið uppi um það, að íslenskur jarð- vegur og íslensk náttúra búi yfir möguleikum til stóriðnað- ar, t d. olíu, góðmálmum o. fl., og að hveraorka og raforka sjeu eigi hagnýtt sem skyldi í þarfir. iðnaðarframleiðslu. Hefur eigi enn, að því er oss er kunnugt um, verið framkvæmd gagn- gerð athugun á því »með nýj- ustu tæknilegum aðferðum, hvort getgátur þessar eru á iök- um reistar. Hins vegar er lýðum íjóst, afkoma landsmanna verður naumast við það eitt bundin í framtíðinni, að fram- leíða ekki aðrar vörur til út- flutnings en sjávarafurðir í ein hvefri mynd, einkanlega ef við hugsum okkur að búa við trygga afkomu og batnandi lífs- kjör. — Einhæfur útflutningur hins íorsótta sjávarfengs er 1)011:11:00 áhættusamur til þess að aðrir möguleikar, ef færir reyn ast ,sjeu látnir liggja ónotaðir hjá garði. Nýr grundvöllur. Érfertdir sjerfræðihgar, búnir fuftkdinnustu rannsóknartækj- um, ættu í samráði og sam- vinnu við íslenska vísinda- menn og verkfræðinga að gera gagngerðar tilraunir til þess að sanna eða afsanna, hvort hægt sje eða fært þyki að ráðast í stóriðnað á voru landi, er skap- að geti nýjan grundvöll fyrir atvinnulífi landsmanna. Á þessum rökum er framan- greind tillaga vor byggð.“ Og svo giSíumsl við Bjorn Ol. Pálsson: Og svo giftumst við Bókaútgáfan Norðri. ÞETTA er allstór skáldsaga, nútímasaga, sem gerist vestur á fjörðum, í Reykjavík og í Hafn- arfirði. Aðaipersóna sögunnar er ungur maður af fátæku for- eldri, sem þráir að afla sjer fjár og frama. Fjallai sagan um það. hvernig hann býr sig und- ir að ná þessu takmurki, og hversu vel honum verður ágengt. en er.gu miður fjallar þó sagan urn ástarmál hans, svo að þau Verða ríkasti þáttur sögunnar, enda ráða þau mestu um það, hvetnig framtíðar- draumar har.i rætast. — Ann- ars' skal ekki spillt fyrir fólki ánægjunni af lestri sögunnar, með þ\ú að rekja efm hennar nánar hjer. Yfir sögunni er ljettur blær, og hún er lipurt og skemmtilega skrifuð. Frásögnin er ^gaman- söm og sums staðar gáskafull, atburðarásin r.r víðast nægilega hroð til þess að halda huga les- andans föstum, þannig að yfir- leitt er sagan skemmtileg af- lestrar og spennandi á köflum. Stundum bregður höf. fyrir sig napurri gagnrýni, en slípar þó af henni ^cárustu broddana. — Sagan skýrir einkum frá sjón- armiðum, heilabrotum og efa- semdum æskunnar, en uppi- staðan eiu ýmiskonar æfintýri og atburðir hins daglega lífs. Þegar þess er gætt, að höf- undur er ungur maður, og að þetta er fyrsta bók hans, þá verður að öllu samanlögðu ekki annað sagt, en að hann fari vel af stað og gefi allgóðar vonir. Framtíðin mun síðar skera úr um það. hversu þær rætast. E. J. Fiskibáfunnn fórsl KAIRO. 18. febr. — í kvöld skolaði þremur líkum á land við Damietta fyrir austan Alex andríu. Er búist við, að þau sjeu af áhöfn fiskibátsins, sem hvarf í ofsastormi á þessum slóðum fyrir hálfum mánuði síðan. — Reuter. MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. febrúar 1950 skorlir efnivörur NÝLEGA hefir Fjelag íslenskra iðnrekenda sent brjef til Fjár- hagsráðs, vegna hráefnavöntun ar innlendra verksmiðja, og segir í brjefinu meðal annars á þessa leið: „Fjelagsmenn hafa þráfald- lega komið til skrifstofu fje- lagsins undanfarið og skýrt svo frá, að efnisvara, sem þeir þurfa að flytja inn erlendis frá sje mjög til þurrðar gengin. — Hafa þeir engin gjaldeyris- og innflutningsleyfi fengið enn á yfirstandandi ári. Sem kunnugt er, getur það tekið all-langan tíma að fá vör una, eftir að leyfi eru fengin op pöntun send. Einnig þurfa verksmiðjurnar nokkurn tíma til þess að vinna úr efnivörunni áður en hún getur farið á mark aðinn sem fullunnin vara. Þess vegna er augljóst, að efnisþurð. sem gerir vart við sig nú eða í næstu framtíð, hlýtur að leiða til meiri og minrii stöðvunar hjá verksmiðjum ðg valda því að nauðsynjavörur, sem þær framleiða, berast ekki á mark- aðinn fyrr en töluvert er liðið á árið, nema undinn sje bráður bugur að því að leysa úr brýn- ustu efnisþurrðinni og veita verksmiðjunum nauðsynleg gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir hráefnum. Með tilvísun til framanritaðs eru það tilmæli vor til hins virðulega Fjárhagsráðs, að hraðað verði ráðstöfunum til leyfisveitinga handa iðnaðin- um. Væntum vjer þess, að ráðið sjái sjer fært.að láta leyfisveit- ingar fyrir hráefnum til iðnað- ar sitja fyrir öðrum leyfisveit- ingum, með sjerstöku tilliti til þess, að það tekur lengri tíma að vinna úr hráefnum og köma vörunni fullgerðri innanlands á markaðinn, en ef varan er flutt inn tilbúin erlendis frá. Því má ei heldur gleyma, að allmargt fólk hefir atvinnu af iðnaði, og fullkomin stöðvun verksmiðjanna getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sjer fyrir afkomu þessa fólks“. Nægur markaður fyrir vefnaðarvörur LONDON 17. febr. - - Japansk- ar vefnaðarvörur éiu nú óðum farnar að koma á heimsmarkað- inn, og hafa margir talið, að þar væri upphaf að hættulegri samkepnni við baðmullariðnað Breta. í ckýisiu vefnaðarvöru- framleiðenda í Lancashire segir hinsvegar, að engin hætta sje á því í náinni framtíð, að jap- önsk framleiðsla geti haft skað- leg áhrif á sölu breska vefnað- arvara. Markaðurinn er sem sje enn því nær ótakmarkaður. NEMENDUR Menntaskólans í Reykjavík sýna um þessar muncl- ir „Stjórnvitra leirkerasmiðinn,“ eftir Holberg. Þrjár sýningar hafa verið haldnar fyrir fullu húsi. Þessi mynd er úr leiknum og sýnir: Heimann von Bremen (Hallberg Hallmimdsson) og Geska konu lians (Guðrún Stephensen). HSífa skaStu I ystu Rússa! Menn eru rúnir iireSs- inu í hjólendnm þeirra Yináffusáffmáii Persíu og Pakisfan TEHERAN, 18. febrúar.------ Pakistan og Persía hafa nú gert með sjer vináttusáttmála. Var samningurinn undirritaður í Teheran í dag. Gert er ráð fyrir að þjóðhöfðingi Persíu fari í heimsókn til Pakistan í næsta mánuði. — Reuter. WASHINGTON. — Eins og menn mun reka minni til. þá sagði einn aðalfulltrúi Pólverja hjá S. Þ., dr. Aleksander Rud- zinski, af sjer starfi sínu í fyrra mánuði og leitaði griðastaðar í Bandaríkjunum. Hlíta skaltu forystu Rússa. Hann hafði lengi verið að velta því fyrir sjer, hvort hann gerði rjett með því að koma fram fyrir hönd pólsku stjórn- arinnar, eða allt frá því Rúss- ar hertu kveratakið, er til tryggðsrofa þeirra Titos og Stalins kom. Loks fjekk dr. Rudzinski óræka sönnun þess, að stjórn hans var ekkert ann- að en leiksoppur Rússa — pólska stjórnin gaf fyrirmæli um, að hlíta skyldi forystu rúss nesku fulltrúanna, er þeir gengju úr öryggisráðinu o.g af nefndafundum. Horfið frelsi. í brjefi sínu til Achesons "kemst Rudzinski svo að orði: „Seinustu mánuðina hefur litið í Póllandi tekið gagngerum breytingum. Skipun Rokoss- ovskys, rússneska marskálks- ins, í embætti pólska hermáía- ráðherrans, er ekkert annað en einn hlekkur langrar keðju... « Árangurinn er sá, að frelsið er með öllu horfið í Póllandi . . .‘5 Ohagkvæmur samanburður. Fleiri embættismenn leppr*: ríkjanna hafa tekið sama kost og Rudzinski í andmælaskyná við þjónkun þjóðar sinnar við Rússa. Og ótti Rússa við þetta birtist einmitt í hinum örþrifa- kenndu hreinsunum í Póllandi;, Ungverjalandi, Tjekkóslóvakíu og víðar. Milljónir manna í þessum löndum hafa glatað þjóð- og einstaklingsfrelsi sínu. Þessii’ sömu menn hafa eínmitt um margra ára skeið haft kynni a£ hugmyndum vesturlanda um lýðræði og mannrjettindi. Þegrs arnir bera óhjákvæmilegá sam-> an lýðræði og frelsi annars veg ar og einræðisstjórn kommún-» ista, sem þeir búa við, hiny vegar. London. — Breski flugherinn hefir sig nú mjög í frammi gegn ofbéldismönnum kommúnista á Malakkaskaga. enda er hann það tækið, sem að bestu háldi kemur við launsáturflokka frum skóganna. Hefir flugherinn geri yfir 100 árásir nú á skömmum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.