Morgunblaðið - 19.02.1950, Qupperneq 6
c
MORGUTSBLAÐ1Ð
Sunnudagur 19. febrúar 1950
Guðmundur GísSason Ka^aili
„Hið mæta geymir
en mylsnan og smælkið þver“
ÞEGAR við lesum bækur eins
©g ævisögu Jc njs Steingtímsson-
ar og Sigurðar Ingjaldssonar,
aðra frá síðari hluta 18. aldar,
en hina frá samj hluta þeirrar
19 aðra ritaða af mentamanni,
en hina af óuppfræddum manni
úr alþýðustjctt hörmum við
það mjög, að ekki skuli vera
meira til af slíkum bókum, frá
ýmsum öldum, en raun ber
vitni. Á seinustu áratugum —
aðallega eftir 1930 — hefur það
færst mjög í vöxt, að menn rit-
uðu minningar sínar eð'a minn-
ingar manna væru skráðar af
©ðrum Þarna er auðvitað mis-
jafn sauður í mörgu f je en samt
sem áður er það svo, að þær
minningar sem út hafa komið,
á áðurnefudu tímabili, hafa að
geyma geipimikinn og oft mjög
lífrænan íróðieik sögulegs og
menningarsögulegs eðlis — og
auk þess eru sumar þessar minn
ingabækm og ævisögur allveiga
miklar bókmcnntir. Jeg hygg
þó, að gildi þeirra verði ekki
metið til fulls, fyrri en fræði-
og bókmentamenn þjóðarinnar
kosið. Þau mátu mikils mann-
vöndun og mannkosti, höfðu til
að bera dka löngun til bók-
legra iðkana, en stilltu þeim
í hóf, eftir því, sem brýnustu
skyldustörf og efnahagurinn út
heimti, báru í brjósti ræktar-
semi við þjóðlega menningu, en
voru vinsamlega öllum fram-
förum — trú'ou innilega á guð-
lega forsjón, en gleymdu ekki
því, að hver og einn er þó að
miklu leyti sinnai gæfu smiður.
Og þegar við athugum æviferil
Ara Arnalds ailt frá því að
hann dreymir sína mennta-
drauma heima í átthögunum,
athugum skólaferil hans og
sjúkrasögu, afskifti hans af
stjórnmálum og embættisstörf-
in, þá verður okkur það betur
og betur ljóst, að allt sitt líf
hefur hann notið í i-íkum mæli
mótunar sinnar bernsku, áhrif-
anna frá foreldrunum og heim-
ilinu, sem þau af litlum efnum
og sem einyrkjar bjuggu börn-
um sínum. Segi svo óábyrgir
vindbelgir og bölmóð verald-
arundur, að engln sveitamenn-
Sjölugur:
taka fyrir aivöru að athuga ing hafi verið til á íslandi. Ari
hverja lærdóma má draga af segir frá bernsku- og skóla-
þessum bókum, geyma minn- j árum sínum af státlausri ein-
ingar manna, sem liíað hafa lægni, dregur enga dul á það,
mesta breytingatímabilið í sögu ' sem hann á öðrum að þakka, en
íslensku þjóðarinnar frá önd-
verðu.
Jeg hef hjer fyrir framan mig
Minningar Ara sýslumanns og
bæjarfógcta Arnalds, myndar-
lega bók og snyrtilega frá hendi
útgefanda. Hún er 220 bls. og
auk þess 29 myndasíður, með
yfir 30 inyndum.
Sigurðut prófessor Nordal
hefur skrifað að tilmælum út-
gefanda formála fyrir bókinni,
©g þarf ekki að því að spyrja,'
að þar er sitthvað vel sagt og
viturlega, en auk þess er for-
málanum svo í hóf stillt, að ekk
ert er þar ómaklegt lof um bók-
ina eða höfund hennar. Bókin
skiftist í sex kafla. og eru þrír
þeirra beinlínis minningar. Sá
fyrsti og næstlengsti er Æska
©g skólar. Þar er lýst átthögum
höfundarins, bernskuheimili
hans og skólavist hans heima
skýrir líka biátt áfram frá verð
leikum sjálfs sín. Góðgirni í
garð annara gætir hvarvetna í
frásögninni og oft er hún mótuð
hlýlegri gamansemi. Yfirleitt
ber allur kaíJinn þess vott, að
höf. er hvort tveggja í senn,
ágætlega ritfær og maður, sem
hefur til að bera glögga yfir-
sýn.
Kaflinn um skilnað Norðmanna
við Svía er útvarpserindi, sem
Ari Arnalds flutti snemma í
febrúar 1944. Þar er stuttlega,
en mjög skýrt gerð grein fyrir
ágreiningi Norðmanna og Svía,
fyrir skilnaðmn, og sagt frá
þeim merkisatburði, er norska
þingi ákvað að slíta samband-
inu við Svía. Ari Arnalds var
sem blaðamaður áheyrandi og
áhorfandi þeirrar athafnar. —
Kaflinn er ágætlega sagður,
mótaður af þeirri glóð, sem
©g erlendis. Þá er annar kafli: logaði rneð Norðmönnum í þann
Skilnaður Norðmanna, Þriðji
kaflinn, sem er beinlínis minn-
ingar, heitir Frá Landvarnar-
tímabilinu, og er harrn sá lengsti
f bókinni, 76 bls.
Minningar Ara Arnalds frá
bernsku- og unglingsárunum,
bera fagurt vitni menningu
þeirri, sem blómgaðist við norð
anverðan Breiðafjörð á síðari
hluta 19. aldar og raunar víða
ttm Vestfirði. Foreldrar hans
voru engan vogin efnaðar mann
eskjur, komust ekki af með
stóran barnahóp nema með ýtr-
ustu spaisemí, en þau reyndu
samt að sjá svo um, að börn
þeirra liðu hvorki andlega nje
líkamlega og bugsuðu fyrir því,
að geta kamið undir þau fót-
um til þess, að þau gætu sjeð
sjálfum sjer farborða, — og
þrátt fyrii litil efni og mikla
ómegð, voru þau greiðug og
gestrisin, svo sem best varð á
tíð, en sem dulinn eldur í allri
frásögninni er áhugi hins gamla
Landvarnarforingja fyrir skiln-
aðinum við Dani, er stóð fyrir
dyrum, þá er erindið var flutt.
Frá Landva.rnartímabilinu er
ágætlega skrifaður þáttur,
miklu efni komið fyrir í stuttu
máli#— og hygg jeg, að þar
sje um að ræða mjög merka
heimild um a'burði og athafnir,
sem urðu mjög örlagaþrungnar
í sjálfstæðisbaráttu okkar. Jeg
las þennan kafla tvisvar, frá
upphafi til enda, og jeg er ekki
í vafa um það, að jeg mun
hvarfla að honum síðar. Jeg
hygg, að það hefði verið á
fárra meðfær að skrifa svo ein-
arðlega um þetta efni, en um
leið rætnislaust í garð andstæð-
inga.
Þrír síðustu kaflarnir eru
nokkuð annars eðlis en þeir,
sem nú hefur verið um fjall-
að. Þeir munu allir verða hvort
tveggja í senn, skáldskapur og
sannleiki. Þeir heita Brot úr
ævisögu íslendings. Embættis-
verk og Silfursalinn og urð-
arbúinn. Sá kafli var upphaf-
lega útvarpserindi, og vakti
mikla athygli. Mjer þykir hann
og best gerður af þessum þrem
köflum, mjög haglega og skemti
lega saman olið hugarflugi höf.
og hinum raur.verulegu atburð-
um. Hinii kaflarnir eru og hinir
læsilegustu, og gelur enginn,
sem skyn ber á, gengið þess dul
inn, að Ari Arnalds hefur ekki
aðeins til að bera rithöfundar-
heldur og skáldgáfu, og hefði
hann að líkindum komist all-
langt á braut ritmennskunnar,
ef hann hafði' vulið hana sem
sína lífsgötu.
Mjer er engin launung á því,
að jeg mat Ara Arnalds mikils,'
áður en jeg las þessa bók, því
að með okkur hófust allnáin
kynni fyiir þrjátíu árum, þá er
leiðir okkar lágu saman á Seyð-
isfirði, og átti jeg þá Ara Arn-
alds þá gott upp að unna á
fleiri en einn veg. En jeg hygg,
að mjer sje óhætt að fullyrða,
að án tillits til persónulegra
kynna okkar, sje síst hvert það
lofsyrði, sem jeg hef farið um
hann sem mann. embættismann
og rithöfund, beínt og óbeint,
og vil jeg að lokum segja:
Þetta er gc ð bók og merkt,
og sitthvað í henni tel jeg muni
hafa varanlegt gildi. Hún ber
það og með sjer/að hana hefur
skrifað drenglyndur maður og
prúðmenni sem hefur þegið rit
höfundargáfu í vöggugjöf, en
vikið henni á svig til að gegna
beim skyldum. sem ábyrgðartil-
finning sú er hann tók að erfð-
um og uppeldi og síðar erfið-
leikar þroskuðu, hefur lagt
honum á herCar um dagana.
Kbh. 29 ian. 1950.
Frá NáftúriJækningafjel.
Náttúrulæluiingafjelag Reykjavík-
ur hjelt skemmtun í Skátaheimilinu
við Snorrabraut föstud. 10. fehr. s.l.
Hófst hún með því að Jón Gunnars-
son, verslunarmaður, sýndi skugga-
myndir frá Kötlugosinu 1918 og frá
konungskomunni 1921. Þá las Klem-
ens Jónsson, leikari, gamanþótt eftir
Loft Guðmundsson, og síðan söng
Guðmundur H. Jónsson nokkur lög
með aðstoð Fritz Weisshappel, en að
því þúnu fluttu 2 fjelagsmenn gam-
anþátt: Hjá lækninum. Hlutu öll
þessi skemmtiatriði hinar bestu und-
irtektir.
Þá mælti Jónas Kristjánsson, lækn
ir, forseti Náttúrulækningafjelags Is-
lands, nokkur orð og skýrði frá þvi,
að honum hefði þá um daginn borist
stórgjöf í Heilsuhælissjóð NI.FÍ,
sparisjóðsbók með 10 þús. króna inn-
stæðu, frá manni, sem vildi ekki
láta nafns sins getið. Bað hann menn
að þakka hinum óþekkta velunnara
með lófataki og kvaðst vona, að þessi
rausnarlega gjöf mætti verða upphaf
að nýrri fjóröflunarsókn í þágu þessa
mannúðarmáls.
Að lokum var stiginn dans og
stjórnaði Axel Helgason, lögreglu-
þjónn, dansinum af mikilli röggsemi.
Til nýlundu má telja, að á borð-
um sáust ekki kökur nje hvítt brauð,
heldur heilhveitibrauð, sojabrauð o.fl.
Ennfremur ijúffengt te af islenskum
drykkjarjurtum, sem fjelagskona ein
ó Sauðárkróki safnaði Og þurrkaði s.I.
sumar. Luku menn miklu lofsyrði á
þessar veitingar.
SJÖTUGUR er í dag Benjamin Jóns ^
son, starfómaður við Kassagerð
Reykjavíkur, til heimilis á Bræðra-
borgarstig 32.
Hann var fæddur að Stóra-Hrauni
í Kolbeinsstaðahreppi 19.fe br. 1880,
þar bjó þá móðuramma hans 'Helga
Jóhannsdóttir og maður hennar,
Björn Gottskálksson. Foreldrar Benja
mins voru, Jón Sigurðsson smiður frá
Tröðum á Mýrum og kona hans 4st-
riður Benjamínsdóttir, er fluttu að
Litla-Hrauni i sömu sveit. Harðinda-
vorið 1882 misti hann föður sinn úr
mislingum og munu þá hafa verið
erfiðir tímar fyrir hina ungu ekkju,
en samt hjelt hún áfram búskap á
Litla-IJrauni til dauðadags, 25. ág.
1928. 1 æsku mun hugur Benjamins
hafa staðið til mentunar, en hnnn
þá goldið fátæktar sinnar og þeirra
sjónarmiða, sem riktu á þaim tíma.
Benjamín Jónsson.
Ungur að aldri fór hann suður á
land til sjóróðra sem þá var titt, og
reri hann í ýmsum stöðum milli 20
—30 vertijir, en þess í milli vann
hann heima á búi móður sinnar. —
Þótti hann snemma verklaginn og
hagsýnn í störfurn, bæði á sjó og
landi, árrisull og veðurglöggur, ann-
álaður seglimaður, en það hefur alla
tíð þótt mikils vert að kunna að haga
seglum eftir vindi. Þótti það rúm ei
autt, sem oann skipaði, enda höfðu
sjómenn í Garðinum fyrir málshátt,
„seigur maður, Siggi Ben“. En
hann heitir fullu nafni Sigurður
Benjamín Konstantínus.
Árið 1929 giftist hann Þórönnu
Guðmundsd óttur bónda í Kolviðarnesi
Þórarinsson ír (Rauðkollsstaðaætt),
duglegri og hagsýnni konu, þau eiga
tvær dætur, Ástu Jónu, sem nú
stundar nám í Kennaraskólanum og
Oddnýju, báðar vel gefnar og glæsi-
legar stúlkur. Son átti hann áður en
hann giftist, Eyþór Dalberg, nú starf-
andi læknir i Ameríku.
Eftir andlát móður sinnar, fór
Benjamín aí búa á Litla-Hrauni, og
við þann stað, er hann jafnan kend-
ur. Gerði hann þar ýmsar umbætur,
bygði m. a. íbúðarhús úr steinsteypu.
Fyrir fáum árum hætli hann búskap
og fluttist til Reykjavíkur og hefur
síðan starfað við Kassagerðina, eins
og áður er sagt, hjá frænda sinum
Kr. Jóh. Kustjánssyni forstjóra.
Benjamin er skarpgáfaður maður,
og hefur lært ensku og dönsku með
Iítilli tilsögn, prýðilega að sjer í sögu
lands og þjóðar, mannkynssögu og
stjömufræði, og vel getur hann rætt
við mentamenn um keningar Mills,
Kants og Hegels. Hann er geðhrifa-
maður og iná segja um hann eins
og komist tr að orði um Byron, að
hann hvarflaði snögt úr einum geð-
blænum í „nnan“. Mætti segja, að
það væri dauður mabii., sem ekki
komist í gott skap, þ^gu. hann er í
essinu sínu.
Sjálfstæðismaður hefur hann alla
tið verið og minmst oft orða Matt-
híasar í því sambandi: Mitt sje mitt,
og þitt sje þitt. Þá fer best með
öllum.
Við vinir og kunningjar Benjamihs
óskum honum hjartanlega til hafn-
ingju ineðafmaHisdaginn og vonum
að hann eigi drjúgan spöl ófgrinn
i nn þá.
Ingvar Frímanusson.
Merkjasöludagur
Kvenstaásildar
Slysavamafjelagsins
í DAG er merkjasöludagur
Kvennadeildar Slysavarnafje-
lags Islands.
Aldrei finnum við eins og þá,
er stórslys ber að höndum og
mannslíf týnast eða skaddast,
hve nálægt við stöndum hvort.
öðru, og hve miklu munar um
hvern einstaklinginn, svo fá-
menn sein við erum, ein sjer,
umlukt sjó, Hrðugt. land yfir-
ferðar, og allra veðra von, er
óræk dæmin sanna
Eitt það besta í fari okkar, er
einmitt hugulsemin vio nauð-
stadda og þá, er þurfa bjargar
og öryggis v:ð.
Þegar höfum við vakið á okk- ,
ur alheimsatbygli fyrir þennan
góða eiginleika okkar, sem rót-
gróinn er eðlí okkar og við-
horfi.
Hinir tíðu söfnunardagar hjer .
til mannúðar og björgunarmál-
anna bera þess Ijósastan vott-
inn, því árangurinn heíur ávalt
verið með ágætum og málefn-
um til framgangs.
Allur sá eyðslueyrir, sem fer
til að hjálpa og bjarga, veitir
ékki einungis þjóðinni méiri
tryggingu til bjargálna Og far-
sældar, heldur hverjum ein-
stakling meira lífsgildi og góðs
veganestis yfir landamærin
miklu.
Kvennadeild Slysavarnafje-
lagsins htfur nú í 20 ár ósleiti-
lega unnið að því, að hlúa að
slysavörnum á sjó og landi, á
margvíslegar. hátt. Er það orð-
in allálitleg túlga sem þessi
langöflugasti kvennafjelags-
skapur á landinu htfur látið af
mörkum á hverjum tíma,
þar sem aðkallandi þörfin mest
hefur sagt til sín um aðhlynn-
ingu og björgun.
Frú Guðrún Jónasson, hefur
með óþreytandi elju og dugn-
aði stjórr.að deildinni frá byrj-
un og ætíð hefur mjer fundist;
það vera sömu sjómannskon-
urnar, sem staðið hafa að fjár-
öflunum fyrir deildina ár eftir
ár, með óþreytandi starfsgleði
og brennándi áhuga, því verk-
efnin eru óþrjótandi og ólltaf
hægt að setja merkið hátt og
í fullu trausti til bæjarbúa og
með þakklátum huga til þeirra,
er ætíð hafa látið þær vei'ða
að þeirri ósk sinni að Slysa-
varnafjelagið ætti hægara með
að tryggja betur öryggi og að-
búnað sjómanna en áður, sem
öllum kemur saman um að eigi
að vera sem bestur.
Styðjið góðan málstað.
Kaupið merki dagsins.
Sækið dan:,skemtanir í Sjálf-
stæðishúsinu i kvöld.
S. M. Ó.
Eitt á móti fimm
Washington. — Á móti hverj-
um fimm börnum, sem árlega
ljetúst úr venjulegum barna-
sjúkdómum í Bandaríkjunum
fyrir 15 árum síðan, dó aðeins
eitt síðastliðið ár.