Morgunblaðið - 22.02.1950, Blaðsíða 1
DJWM
17, 4rgangur
44. tbl. — Miðvikudagur 22. febrúar 1950.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
U.S.A. slítur stjórnmálasambandi við Búlgaríu
„Njósnamáli“ lokið í Badapest. Nýtt heSst í Sofía
Sanders fjekk 13 ára fangelsi
Vogeler IS ár Tveir dauðadóm
Formaður
kjarnorkunefiidar
Einkaskeyti til Mbl. frá Reutcr.
BUDAPEST, 21. febr. — í dag var kveðinn upp dómur í njósna-
málinu ungverska. Voru allir hinir ákærðu fundnir sekir um
njósnir og Um að hafa stofnað öryggi Ungverjalands í hættu.
Breski ríkisborgaririn Edgar Sancjers var dæmdur í 13 ára
fangelsi, Bandaríkjamaðurinn Vogeler í 15 ára fangelsi. Tveir
Ungverjanna voru dæmdir til lífláts, tveir í 10 ára fangelsi og
einn í fimm ára fangelsi. Öllum þessum dómum hefur verið
áfrýjað til æðra dóms. Breska stjórnin gaf í dag út skýrslu
um þetta mál, þar sem segir, að engum vafa sje undirorpið,
að hinir ákærðu hafi verið pyntaðir til að játa á sig ýmsa
gíæpi, sem þeir hafi aldrei drýgt. Er í heild litið á dóma þessa
sem hræðilegar rjettarfarsofsóknir.
Játningin ful! af ósamræmi.
í skýrslu breska utanríkis-
ráðuneytisins er sagt, að eng-
inn vafi sje á, að játning breska
verslunarmannsins Sanders,
hafi verið fengin fram með sjer
stökum pyndingum og með því,
að þreyta hann með löngum
yfirheyrslum Er þetta ályktað
a£ orðalagi játningarinnar, sem
sje svo yfirfult af ósannindum,
rökleysum og rangfærslum, að
enginn sakbo’mingur gæti með
nokkru móti gefið slíka játn-
ingu af frjálsum vilja.
Enginn mátti tala við Sanders.
Þá er bent á það í skýrslunni,
að starfsmönnum bresku ræðis-
mannsskrifstt funnar var, þrátt
fyrir ítrekaða beiðni breskra
stjórnvalda neitað um viðtal við
Sanders. Slíkt bann er óskilj-
anlegt og gagnstætt alþjóða-
venjum og hlýtur því að hafa
kómið fram af þeirri ástæðu
einni, að Ungverjar óttuðust,
acySandejs skýrði frá þeim pynt
ingum, sem hann hefði orðið
fýrir í fangelsinu
Kom aldrei nærri njósnum.
Bandaríska símafjelagið, sem
Vogeler starfaði fyrir, hefur
lýst því yfir, að hægt sje að bera
fram sannanir fyrir þvi, að það
er rangfærsla ein að Vogeler
hafi verið skipaður í starf sitt
fyrir fjelagið í Ungverjalandi,
til njósna. Hann er sem sagt
gamall starfsmaður fjelagsins,
sem hefur unnið sig upp úr
lægri stöðum og hefur aldrei
komið nærri neinum njósnum.
Góð gjöf frá nafnlausum
BERGEN, 21. febr. — Kristi-
lega stúdentafjelagið í Bergen,
fekk skemtilega sendingú fyrir
nokkrum dögum. Það fekk 50
þúsund króna gjöf frá ónafn-
greindum manni. Var ákveðið,
að sjóði bessum skyldi verja til
byggingar fjelagaheimilis. NTB
Kaupdeilur og verkföll
í Frakklandi
PARÍS, 21. febrúar. — Kaup-
deilur standa nú yfir í frönsk-
um bifreiðaverksmiðjum. Er
allmikil ólga meðal verka-
manna, og varð vinnustöðvun
í dag, í sumum bifreiðaverk-
smiðjum í nágrenni Parísar-
borgar. — Verksmiðjueigendur
buðu verkamönnum 5% launa-
hækkun, en við atkvæðagreiðsl-
ur, sem fram fóru í Renault
verksmiðjunum og Rosengart
og Ford verkrmiðjunum, hafn-
aði meirihtuti verkamanna
þessu boði, <n halda enn fast
við hærri kröíur. 31 000 verka-
menn í Renault verksmiðjun-
um hafa þegar lagt niður vinnu.
Truman Bandaríkjaforseti
hefur skipað Charlcs Luckman
formann kjarnorkunefndar
Bandaríkjanna. Tekur hann við
því embætti af David Lilient-
hal. — Myndin hjer að ofan
er af Luckman.
6óð veiði í Lofoten
SVOLVÆR, 21. febr. — Upp-
gripa fiskafli er nú í Lofoten.
(Er góð veiði á öllum miðum,
þegar gefur á sjó. Síðustu viku
j voru því miður litlar gæftir.
| Samt er aflir.n nú betri en síð-
asta vetur á sama tíma. Nemur
aflinn nú um 5000 smálestum,
en á sama tíma í fyrra um
4900 smálesÞr.
NTB.
Mikiar óeirðir í Eritreu
Shiffa-menn kasfa handsprengjum á líkfylgd.
ASMARA, Eritreu, 21. febr. — 11 manns ljetu lífið og enn
fleiri særðust í óeirðum sem brutust út í smábænum Ambadero,
sextíu kílómetra suður af Asamara, höfuðborg Eritreu. Óeirð-
irnar brutust þannig út, að óeirðarmenn úr flokki þeim, sem
vill sameiningu við Abbyssiníu, köstuðu handsprengjum á hóp
múhameðstrúarmanna, sem hópuðust saman við jarðarför.
Morð stöðvarstjórans.
Flokkur sá, sem vill að
Eritrea sameinist Abbyssiníu
er kallaður Shifta. í gær rjeð-
ust Shifta-menn á járnbrautar-
stöðina í Ambadero og drápu
stöðvarstjórann. Fór jarðarför
hans fram í dag og söfnuðust
um fjögur þúsund múhameðs-
trúarmenn saman við jarðarför-
ina til þess að votta samúð sína
og um leið til að votta and-
styggð sína á morði þessu.
Harðvítugur bardagi.
En nokkrir Shifta menn köst-
uðu handsprengjum yfir lík-
gönguna. Ljetu nokkrir menn
lífið þegar en aðrir særðust. —
Dróu Múhameðstrúarmenn þá
fram sverð og kuta og rjeðust
á árásarmennina. Fleiri Shifta-
menn söfnuðust þá saman og
sló í harðvítugan bardaga. I/ög-
reglulið og auk þess herflokk-
ar voru þegar kallaðir á stað-
inn og tókst þeim að stilla til
friðar. Annars er alltaf að koma
betur og betur í Ijós, að þeir
eru í miklum meirihluta í Eri-
treu, sem vilja sjálfstæði lands-
ins. —
Heath scndiherra í Sofia
var kaílaður njósnari
og stórglæpamaðnr
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuler.
SOFIA og WASHINGTON, 21,/ebr.: — í dag hófust í Sofia,
höfuðborg Búlgaríu, „njósnarjettarhöld“ yfir fimm Búlgör-
um, þar á meðal tveim, sem áður voru starísmenn við
bandaríska sendiráðið í borginni. í ákæruskjalinu, sem var
birt opinberlega í öllum helstu blöðum Búlgaríu í dag, voru
endurteknar allar þær aðdróttanir, sem þessi blöð hafa við-
haft um Heath, sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu og
um bandaríska sendiráðið í borginni. 1 ákæruskjalinu, sem
var birt opinberlega 1 öllum helstu blöðum Búlgaríu í dag,
voru endurteknar allar fyrri aðdróttanir, sem þessi blöð
hafa viðhaft um Heath sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu
og um bandaríska sendiráðið. Með tilliti til þessa og til þess
hve starfssvið sendiherrans hefur verið takmarkað, auk þess
sem telja verður að búlgarska stjórnin hafi hvað eftir annað
brotið friðarsamningana frá 1947, þá ákvað stjórn Banda-
ííkjanna að kalla sendiherra sinn heim og slíta öllu stjórn-
málasambandi við Búlgaríu.
Sagt að sendiherrann *
sje njósnari.
Búlgararnir fimm eru ákærð-
ir fyrir að hafa starfað að
njósnum undir forustu banda-
ríska sendiherrans Mr. Heath.
í ákæruskjalinu segir, að Heath
hafi verið yfirmaður stór-
felldra njósna Bandaríkja-
manna í Búlgaríu. Segir og að
hann hafi unnið að því að efna
til mótspyrnuhreyfingar í land-
inu og skemmdarstarfa.
Kallaður stórglæpamaður.
Undanfarið hafa árásir búlg-
arskra blaða á sendiherrann
aukist mjög. Hefur hann verið
kallaður njósnari og bandarísk-
ur stórglæpamaður og sagt hef-
ur verið að bandaríska sendi-
ráðið hafi unnið að því leynt og
ljöst að auka áhrif og völd
Bandaríkjanna í samræmi við
núverandi heimsveldastefnu
þeirra.
Mótmælum svarað
með útúrsnúningum.
Þá hafa miklar takmarkanir
verið settar á starfssvið fulltrúa
sendiráðsins, m. a. hefur þeim
verið bannaðar ferðir um land-
ið eða að hafa samskipti við
búlgarska þegna. Bahdaríska
stjórnin hefur nokkrum sinn-
um áðúr borið fram ströng mót-
mæli við búlgörsku stjórnina
vegna brota á friðarsamningun-
um, sVo sem varðandi rjettar-
morðið á Kostov og varðandi
hernaðarlegan stuðning við
grísku uppreisnarmennina. Þess
um mótmælum hefur búlgarska
stjórnin svarað öllum á einn
veg með útúrsnúningum og enn
frekari móðgunum.
Stjórnmálásamband
slitið.
Bandaríska utanríkisráðuneyt
ið lítur svo á, að við svo búið
verði ekki lengur unað. Telur
það búlgörsku stjórnina hafa
margbrotið öll alþjóðalög með
svívirðilegum hætti og telur að
eina svarið við þessu sje að
kalla sendiherra sinn heim og
slíta öllu stjórnmálasambandi
við Búlgaríu.
Fjórir sækja um bæjar-
sfjórasföðuna á Siglufirðí
SIGLUFIRÐI, þriðjudag. —
Forseta bæjarstjórnar hafa bor
ist fjórar umsóknir um bæjar-
stjórastöðuna, og eru þær frá
eftirtöldum mönnum: Alfons
Jónssyni, Jóni Kjartanssyni,
PjetrLLaxdal og Sigurjóni Sse-
mundssyni. — Guðjón.
Sólbletiir trufla út-
varpssendinpr
LONDON, 21. febrúar. — Vís-
indamenn hafa undanfarna
daga orðið varir við fjölda
marga sólbletti, sumir þeirra
eru stærri en jörðin. Þeir hafa
valdið miklum truflunum á
stuttbylgju útva.pi og þó eink-
um í Norður-Ameríku. Talið
er, að blettirr.ir og truflanirnar
muni enn aukast í tvo þrjá daga
en þá fari að draga úr þeim.
—Reuter.