Morgunblaðið - 22.02.1950, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. febr. 1950.
Sfir vegoa ummæla varð
andi Heilsuverndarstöðina
I Dagblöðin flytja þá frjett
fr') bæjarstjórnarfundi 16. febr.
Í 1 . I ngi R. Helgason, bæj-
arfulttrú: Sósíalistaflokksins,
líafi -agt á þeim fundi, að hann
heyrt eftir fagmönnum,
að :>uara mætti V3 af bygging-
árkostnaði hi.nnar nýju heilsu-
yen.Jíinarstöðvar með því, að
breyti ytra útlíti hússins. Sjeu
ijtran’ #h þessi rjett höfð eftir,
þá e>: bjer um ali furðulega full-
ýrðingu að ræða, og væri því
aeskilegt að bæjarfulltrúinn
mpplýáti hvaða fagmenn hafa
fengið hann til þess að flytja
bonn ,? fróðlcik é bæjarstjórn-
arfundi, og að þeir gerðu al-
m’emiingi nár.ari grein fvrir því,
i hverju þessar miklu sparnað-
artillögur þeirra sjeu fólgnar.
i/erði bæjarfulltrúinn og fag-
bienn hans ekki við þessum til-
linælurh, verður að líta á um-
mæli bæjai fulltrúans, sem
stjó: nmálalegan áróður eða sem
marklaust hjal. og skal því ekki
rrett Aínar um þetta atriði að
sinni :
íf Bæjarfulltrúinn gagnrýndi
einrng hversu langan tíma það
fuifdi tikið að fullgera uppdrætt
ina ið heilsuverndunarstöðinni.
Jeg hygg að þessi gagnrýni bæj
arfult'trúans stafi af ókunnug-
tmka hana á þessu máli, þar
serri har.n er nýliði í bæjar-
st.jó) l’ Reykjavíkur, og hefur
*#>v’ ' :kert um mál þetta fjall-
að
Hjer er um óvenjulega og
vandasama byggingu að ræða
og þvi óhjúkv æmilegt að r.okk-
uð langan tíma þurfi til þess
að leysa slíkt verkefni, og það
di síst lasta að vanda vel
fil siíks v'erks.
*
' Heilsuverndarstöðva1 nefndin
Íindirbjó mál þetta prýðilega,
og vil jeg sjerstaklega geta um
ósjerhiífni formanns nefndar-
innar, Sigurðar Sigurðssonar,
berklayfirlæknis, sem ávallt
vár okkur húsameisturunum til
þðstoðar. er með þurfti, að öðr-
um nefndarmönnu.m ólöstuðum.
! Við húsameistararnir, Gunn-
ar Ólafsson og jeg, höfum
gcrt okkar ýtrasta til þess að
ie.yr.a þetta verkefni vel og sam-
jviskusamlega af hendi, en án
pfa geta verið nokkuð skiptar
iskoðiiu: um byggingu þessa,
feins og flestar byggingar, og
fekkt síst meðal fagmanna, því
að ógerlegt er að gera öllum
i.il hæfis.
{ Mjer vitanlega. hafa allir þeir
iiðil j er með mál þetta hafa
haft að. gera. virst vera áruegð-
jr með uppd.ættina, og þar á
ineðal fuiltrúar Sósíalista-
hokköins. eða annað hefi jeg
þkki heyrt
| Að mínu áiiti skiptir það litlu
tnáli, þótt- hægt hefði verið að
ffullgera uppdrættina á nokkuð
fekemrari tima, en aðalatriðið
fcr það, hvort vel hefur tekist
feð leysa þeíta verkefni eða ekki
Jen um það atriðið verður fram-
jtíðin a3 dæma, að verki loknu.
Ifll. í Tímanum. þ. 17. og 19.
fbr , ítefur gætt nokkurs mis-
kiloúigs varðandi byggingu
ftilsuvarndarstöðvarinnar, sem
ijer tr.eð skal leiðrjettur:
1) Undanfarið hefur verið
unm'5 að grefti íyrir bygging-
unni, sem nú er að mestu lok-
ið, og einnig að smíði undirstað-
anna. Undirstöður fyrir álmu
meðfram Barónsstíg, eru þegar
steyptar, og mótasmíði fyrir aðr
ar undirstöður bvggingarinnar
er að mestu lokið. I útboði á
byggingu Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur, eru undirstöðurn
ar og neðstu gólf byggingarinn-
ar undanskilin, og verður þeirri
smíði haldið áfram. meðan ver-
ið er að leita tilboða og ganga
frá þeim. Áður en greftri er
lokið. er erfitt að gera tilboð i
byggingu undirstaða, eins og
reynslan hefur sýnt og því hef-
ur þótt rjett að undanskilja
þennan hluta verksins í útboð-
inu.
2) Varðardi uppdiætti að
járnabinding í heilsuverndar-
stöðina, þá er það rjett hjá Tím-
anum, að þeir uppdrættir eru
ekki fullgerðir. Hins vegar er
^ekki venja h,,er á landi, þegar
leitað er tilboða í byggingu
húsa, að upfdrættir af járna-
binding fylgi með útboði, þótt
það kunni að vera nauðsynlegt,
sje um ýrnis önnur mannvirki
að ræða
í útboðslýsingunni að Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur er
gefið upp hversu mörg tonn af
steypustyrktarjárni þurfi að
nota í bygginguna, einnig
hvernig reikna skuli út steypu-
magn og á uppdráttum að hús-
inu eru allir bitar og súlur sýnd
ar. Vinnulaun vegna járnbind-
ings er venja að áætla með
meðalveiði á kg. steypiistyrkt-
arjárns, þegar um venjulegan
járnabinding er að ræða.
Jeg vænti þess, að þessar upp
lýsingar sjeu nægilegar til þess
að fyrirbyggja allan misskiln-
ing um þessi atriði, jafnt hjá
Tímanum sem öðrum.
Reykjavík, 20 febr. 1950.
Einar Sveinsson.
Venhinarmenn
halda málfundi
með sjer
í KVÖLD kl. 8,30 hefjast að
nýju hinir vinsælu málfundir
verslunarmanna í Fjelagsheim
ili v'erslunarmanna. Eru fundir
þessir haldnir að tilhlutan skrif
stofumannadeildar og af-
greiðslumannadeildar fjelags-
ins og er í ráði að fá menn sem
hefur góða kunnáttu í fram-
sögh og íæðumennsku til þess
að veita fjelagsmönnum til-
sögn. Ráðgert er að málfundir
þessir standi fram á vor og
verði fundir haldnir einu sinni
á hálfum mánuði, á fimmtudög
um. Tekin verða fyrir á fund-
unum ýms fjelagsmál og jafn-
framt almenn þjóðfjelagsvanda
mál.
Á fundinum í kvöld verður
rætt um nánari tilhögun vænt-
anlegra málfunda og al'menn
fjelagsmál og er ekki að efa að
verslunarmenn fjölmenni á
fundinn og gerðist virkir þátt-
takendur í þessum málfund-
um.
Veðrið olti óhöppum
og íöfum
í GÆR var yfirleitt norðvest-
an átt með snjójeljum um land
nllt, bjartviðri mun hafa verið
á suð-austurlandi. Veðurhæðin
var yfirleitt 6—8 vindstig, en
í hríðarbyljunum nokkru meiri.
Var fannkoman þá svo mikil,
að ekki sá nema rjett fram úr
augum. Af þesum sökum urðu
margir árekstrar hjer í bænum
í gær. Slys urðu þó engin.
Mjól kurflutningabílarnir
komu Krísuvíkurveg, eftir að
hafa snúið við á Hellisheiði.
í gær urðu tvö skip, að fresta
för sinni. Var Laxfoss annað
þeirra, en hitt Herðubreið, er
fresta uiðu för sinni þar til
í dag._________________
Togarakaupin sam-
þjfkl í N. d.
FRUMVARP rlkisstjórnaiinn-
ar um togarakaup ríkisins var
i gær samþykkt í neðri deild
með 24 samhljóða atkvæðum
og sent til efri deildar.
Samkvæmt frumvarpinu er
ríkisstjórninni heimilt að láta
smíða 10 togara í Bretlandi og
taka til þess lán að upphæð
32,7 milj. kr. eða 1.250.000 ster-
lingspund.
Við þriðju umræðu í neðri
deild lágu fyrir allmargar
breytingatillögur, en þær voru
flestar felldar.
Svohljóðandi breytingatillaga
var samþykkt með 15 : 14 at-
kvæðum:
„2. gr. frv. orðist svo:
Ríkisstjórnin skal gefa bæj-
ar- og sveitarfjelögum þeim,
sem þessa togara vilja kaupa,
forgangsrjett að því að kaupa
þá, ef þau ætla að kaupa þá til
eigin rekstrar. Ríkisstjórninni
heimilast að lána þessum bæj-
ar- og sveitarfjelögum 75% af
andvirði togaranna og nota til
þess m. a. það lán, sem ríkis-
stjórninni í þessum lögum heim
ilast að taka, enda þarfnist við-
komandi bæjar- eða hreppsfje-
lag þessa fjárstuðnings. Lánið
skal greiðast með jöfnum af-
borgunum á 20 árum. Vextir
sjeu hinir sömu og ríkisstjórn-
in greiðir. Ríkisstjórninni hsim-
ilast að taka þau lán til við-
bótar, er þarf til að fullnægja
þessari kvöð“.
Sveifir Harðar og
Árna efsfar
EFTIR þrjár fyrstu umferðir
meistaraflokkskeppni Bridge-
fjelags Reykjavíkur, eru sveit-
ir Harðar Þórðarsonar og Árna
M. Jónssonar efstar með 6
vinninga hvor.
Sveit Gunngeirs Pjetursson-
ar er í þriðja sæti með 4 stig,
I Sveit Róberts Sigmundssonar
hefur 3 stig, sveitir Ragnars
Jóhannessonar og Guðlaugs
Guðmundssonar hafa tvö stig
hvor, sveit Baldurs Ásgeirsson
ar 1 stig og sveit Zophoníasar
Pjeturssonar ekkert.
í þriðju umferð fóru leikar
þannig, að sveit Árna vann
I sveit Baldurs, sveit Harðar
I vann svejt Zophoníasar, sveit
Gunngeirs vann svéit Róberts
og sveit Ragnars vann sveit
Guðlaugs.
Brynjólfur Þorláksson
fyrrv. Dómkirkjuorgan-
isti — In memoriam
MARGAR endurminningar, frá
löngu liðnum dögum, líða í hug
okkar aldraðra samborgara og
samfjelaga á sönglistarbraut, er
þessi vinur vor í dag er borinn
til grafar.
Brynjólfur heitinn var um
langt skeið, meðan kraftar ent-
ust, sjálfkjörinn leiðtogi og for-
ingi sönglistar vorrar austan
hafs og vestan.
Kórstjóri, einleikari á orgel og
einn af forgöngumönnum í út-
breiðslu fagurrar tónlistar með
þjóð vorri, er hún á fyrstu
bernskuárum tók að feta sig
fram á áður lítt kunnu listasviði.
Allt þetta var tengt Brynjólfi og
starfi hans.
Fyrir eyrum margra gamalla
áheyrenda hans munu í dag óma
fagrir og snjallir hljómar söng-
radda karla og kvenna, eða blíð-
ir, angurværir tónar frá uppá-
haldshljóðfæri hans, er þeir nú í
Aiag minnast hans.
Brynjólfur kunni flestum frem
ur að fara þar með, sem við átti.
Fór þar saman meðfædd smekk-
vísi, næmur skilningur á hverju
verkefni og sálræn tilfinning
hans. Það var engin furða, að
Brynjólfi tókst að heilla áheyr-
endur sína er hann var slíkum
kostum búinn fram yfir aðra.
Hjer skal ekki frekar lýst á-
hrifum þeim, sem áheyrendur
hans urðu fyrir, hvort heldur að
hann stjórnaði söngflokkum sín-
um eða handljek harmoníið sitt.
Brynjólfur ljek ekki eða stjórn-
aði með yfirborðskenndum á-
huga, heldur var hann sjálfur
með líf og sál hinn góði og næmi
túlkari, sem fann til með tón-
unum og var umhugað um að
aðrir, söngmenn eða áheyrend-
ur, fyndu hið sama.
Brynjólfur Þorláksson fæddist
22. maí 1867 á Nýjabæ, Seltjarn-
arnesi. Faðir hans var Þorlákur
Þorkelsson ,bóndi þar, en móðir
Brynjólfs var Þórunn Sigurðar-
dóttir. Þau hjón bjuggu síðar
lengi á Bakka, Seltjarnarnesi.
Ungur gerðist Brynjólfur rit-
ari á Landshöfðingjaskrifstof-
unni og var þar við störf um 20
ára skeið. Um tvítugt lærði hann
söngfræði og harmoniumleik hjá
Jónasi Helgasyni, Dómkirkjuorg
anista. Síðar lærði hann á píanó
hjá Frú Önnur Pjetursson,. —
Leiknastur varð Brynjólfur þó
á harmonium og skaraði í þeirri
list langt fram úr öðrum á þeim
tímum.
Árið 1891 kemur Brynjólfur
fyrst fram á sjónarsvið; er hann
þá með drengjakór, sem nefnd-
ist „Vonin“. Voru þar allt dreng
ir innan fermingaraldurs og var
það fyrir áeggjan Þorláks Ó.
Johnsen, kaupmanns, að Bryn-
jólfur tók að sjer stjórn þess. —
Árið 1892 og næsta ár þar eftir
tók Brynjólfur virkan þátt í
söngfjelögum bæjarins undir
stjórn annara og Ijek einleik á
harmonium við góðan orðstír.
1897 veitti Alþingi honum
styrk til utanfarar, til frekari
menntunar í tónlist. Fór hann
utan 1898 og lærði organleik hjá
prófessor Nebelong. en tónfræði
hjá P. Rasmussen, organleikara
Garnisons-kirkjunnar í Kaup-
mannahöfn.
Stundaði Brynjólfur námið
kappsamlega og fannst flestum
hann hafa færst í aukana eftir
aðeins vetrardvöl þar ytra. 1901
tók Brynjólfur við söngkennara-
starfinu við Lærða skólann í
Reykjavík og 1903 við organista-
stöðunni við Reykjavíkur-dóm-
kirkju, en því starfi sagði hann
lausu árið 1912, áður en hann
1913 fór til Vesturheims. —- Eri
söngstjórastörf hans um þetta
skeið voru þessi: Árið 1900 stofn
ar og stýrir Brynjólfur stórum
söngflokk karla og kvenna, sem
oft og lengi söng með mestu
prýði, bæjarbúum til ánægju og
ununar. Tveim árum síðar stofn-
ar Brynjólfur, með öðrum góð-
um söngmönnum, Karlakórinn
„Kátir piltar“, var það úrvalslið,
sem oft Ijet til sín heyra undir
stjórn hans.
Árið 1913 fór Brynjólfur vest-
ur um haf, svo sem fyrr segir.
Hafði hann þar 20 ára dvöl, sjer-
staklega í Winnipeg og stjórnaði
þar Karlakóri Vestur-íslendinga
í nokkur ár, kenndi þar og söng
harmoniumleilc og undirbjó og
stofnsetti um 40 söngflokka víðs
vegar í fslendingabyggðum.
Brynjólfur hvarf aftur heim
árið 1933. Síðan heim kom hefur
hann kennt söng, lagfært og
stillt hljóðfæri uns kraftar
þrutu.
Auk alls þess, sem hjer hefur
verið nefnt, hafði Brynjólfur á
hendi söngkennslu í ýmsum skól
um, einkum fyrri ár sín hjer, t.d.
barnaskólum, kvennaskóla, auk
kennslu fyrir organleikaranema
og prestsefna.
Brynjólfur heitinn safnaði
mörgum fögrum og frægum lög-
um og gaf þau út í ’tveim heftum,
sem hann nefndi Organtóna. —»
Urðu hefti þessi afar vinsæl og
eru svo enn á öllum heimilum
landsins, þar sem harmoniun'.
eru og músík um hönd höfð. -—.
Textar fylgja lögum þessum svó>
allir geta sungið þau og spilaé.,
Þegar Brynjólfur heitinn varS
áttræður þ. 22. maí 1947, ritaðí
jeg grein um hann í Morgun-
blaðið og leyfi jeg mjer að vísa
til hennar, ef eitthvað skyldi hjer
á vanta.
Brynjólfur var kvæntur, 1889»
Guðný Magnúsdóttur frá Vogum
á Suðurnesjum, hún andaðist ár-
ið 1931. Þeim varð 8 barna auð-
ið, en á lífi eru aðeins 3 dætur .:
Kristín og Jóhanna, ógiftar, og
Sigríður, gift yfirlækni á Rönt-
gendeild Landspítalans, dr. Friðo
rik Petersen.
Eftir að Brynjólfur kom heim
úr Vesturheimi, dvaldi hann á
heimili tveggja dætra sinna,
Kristínar og Jóhönnu, og naut
þar stakrar umhyggju og ástúð-
ar þeirra beggja fram til hinnstu
stundar.
Brynjólfur andaðist þ. 16. þ.
mán., eftir langa og þunga legu,
en einnig eftir langt og mikils-
virt starf í þágu lands síns og
þjóðar.
Á. Tfl,