Morgunblaðið - 22.02.1950, Side 7
Miðvikudagur 22. febr. 1950. UORGVNBíLAÐíÐ Ti
Barnarán kommúnista í Grikk-
landi vekja viðbjóð um allan heim
Hvernig geta ísl. konur
mælt því tiltæki bót?
Sjötugur: Jén Stefáns-
son bóndi s Möðrudai
ÞEGAR MINNST hefir verið á
borgarastyrjöldina í Grikk-
landi á undanförnum árum hjer
í blaðinu, þá hefir það verið
viðkvæðið hjá Þjóðviljanum, að
þetta væri gert til þess, að
komast hjá því, að tala um
nokkuð það, er kæmi islensku
þjóðinni við.
En menn gæta ekki að því,
að sá flokkur, er þar hefir ver-
ið að verki, nær líka til ís-
lands. Hjer er starfandi ein
deild úr hmum alþjóðlega
kommúnistaflokki.
Þetta hefir líka greinilega
komið í ljóg, í öllum umræðum
Þjóðviljans um Grikklandsmál-
in. Þar hefir aldrei verið farið
í launkofa með, að Þjóðviljinn
væri sammála öllum aðgerðum
kommúnista gagnvart grísku
þjóðinni.
Hafi einhverjir verið í vafa
um, að það sem gerst hefir í
Grikklandi, komi íslendingum
Við, hafa þeir ekki þurft ann-
að en að líta í Þjóðviljann til
að sjá, að hjer er um málefni
að ræða, er varðar íslendinga,
að svo miklu leyti, sem sami
flokkur og þar, hefir starfað
og starfar hjer, þó skiiyrðin til
að koma vilja sínum og stefnu
í framkvæmd sje talsvert öðru-
vísi hjer en þar.
Barnaránin valda
mestum sviða
íslenskur menntamaður, sem
gisti Aþenuborg á síðastliðnu
hausti, skýrði frá því,- að barna-
ránin væri þær aðgerðir komm-
únista, er grísku þjóðinni sviði
naest, sem eðlilegt er.
Eins og öllum heiminum er
kunnugt, hafa kommúnistar
í nágrannaríkjum Grikklands
rænt um 30 þús. börnum, flutt
þau úr landi og sett þau í upp-
eldisstofnanir kommúnista-
flokksins í norðlægari Balkan-
löndum.
Þing Sameinuðu Þjóðanna
hefir gert samþykktir viðvíkj-
andi þessum hermdarverkum,
þar sem þess er krafist, að börn
unum verði skilað aftur til for-
eldra sinna.
Fyrst í stað ljetu stjórnir
hinna svonefndu „alþýðulýð-
velda“ líklega í þessu máli,
Ijetu sem þær vildu styðja að
heimsendingu barnanna.
En þetta reyndist ekki vera
annað en látalæti eða tvöfeldni,
eins og oft kemur fram úr beirri
átt. Kommúnistar hafa reynt að
svæfa þetta mál eða kveða nið-
ur kröfurnar um það, að börn-
unum verði skilað.
Viðbárurnar fjarstæður
einar
I þessu máli sem oft endra-
, nær nota kommúnistar þær að-
ferðir, að ákæra aðra fyrir þau
brot, er þeir sjálfir hafa fram-
ið. —
Kommúnistablöðin um heim
allan eru að sjálfsögðu á sama
máli og yfirboðarar þeirra. Ým-
ist halda þeir því fram, að alls
ekki hafi verið um nein barna-
rán að ræða, eða, að börnin hafi
verið flutt á brott með sam-
þykki foreldra sinna(!) ellegar
að farið hafi verið með börn-
in til annarra landa, til þess
að forða þeim frá hörmungum
styrjaldarinnar(l) Og loks er
fjórða viðbáran sú, að gríska
stjórnin hafi gert sig seka um
alveg sömu afbrot og kommún-
istar (!!!)
Allar þessar viðbárur hafa
það sameiginlegt, að þær eru
helber uppspuni.
Eftir að þing Sameinuðu Þjóð
anna gerði sínar ályktanir um
þessi mál, hafa kommúnistar
veigrað sjer við að mótmæla
því, eins og þeir gerðu fyrst að
barnaránin hefðu átt sjer stað.
Hið sanna í málinu
En þegar kommúnistar halda
því fram, að börnunum hafi ver
ið rænt með samþykki foreldr-
anna, þá er sannleikurinn í mál
inu sá, að það ,,samþykki“ for-
eldranna fjekkst, þegar ræn-
ingjarnir hótuðu að myrða börn
in, eða pína þau til dauða, hefðu
þeir ekki fengið að fara með
þau á brott.
Það eru líka staðreyndir, sem
ekki verður á móti mælt, að
oft kom það fyrir, að þegar
mæðurnar neituðu að farið yrði
með börnin frá þeim, þá voru
þær fyrir þennan mótþróa sinn
teknar af lífi.
Fáránlegastar eru þó stað-
hæfingar kommúnistanna um
það, að farið hafi verið með
börnin úr landi til þess að
„vernda þau frá hörmungum
styrjaldarinnar“.
„Vernd“ þessi hefir, í sann-
leika sagt, tekið á sig undar-
legar myndir, þegar 14—15 ára
drengir voru settir í bardag-
ana í fjöllunum nálægt landa-
mærunum eftir að þeir höfðu
fengið nokkra tilsögn og æfingu
í vopnaburði í næsta nágranna-
landi við Grikkland.
Vitnisburður 15 ára
„stríðsmanna“
Balkannefndin hefir tekið
nokkuð af þessum drengjum í
yfirheyrslu eftir að þeir höfðu
verið teknir til fanga, ellegar
þeir hafa sjálfviljugir gefið sig
fram við landa sína.
Af vitnisburði þeirra er hægt
að fá vissu sína um það, í
hvaða tilgangi þeir hafa verið
teknir úr umsjá foreldra sinna
og æfðir í vopnaburði.
Það er rjett, að gríska stjórn-
in varð að flytja 200.000 manna
frá landamærahjeruðunum við
norðurtakmörk landsins, og þar
á meðal um 20 þús. barna. —
Kommúnistar eru gramir yfir
því, að þeir skyldu ekki hafa
getað náð öllum þessum fjölda
fólks á sitt vald, og farið með
það allt eftir geðþótta.
En þeir þegja vandlega yfir
því, að mikill hluti þessa flótta-
fólks hefir nú getað sest að aft-
ur í þessum landamærahjeruð-
um, er allt flóttafólkið hefði
nú getað verið komið til heim-
kynna sinna, ef skæruliðasveit-
ir kommúnista hefðu ekki eytt
byggðinni og farið þar ráns-
hendi um allt, sem hægt var
að flytja þaðan á brott.
Gríska þjóðin hefir í sann-
leika sagt unnið hjer stórvirki
og þrekvirki í endurreisnar-
starfi sínu í landamærahjeruð-
unum. Það er alveg stórfurða,
hvað þar hefir mikið áunnist,
eftir allar þær hörmungar og
vandræði og erfiðleika, er
gríska þjóðin hefir átt við að
búa og orðið að brjótast í gegn
um, á undanförnum árum.
Eftir 9 ára styrjöld, kom her-
nám óvinaþjóðar, og þar á eft-
ir kommúnistaárásin.
Ættu að tala sem minnst
um mannúð
Svo leyfa kommúnistar sjer
að segja, að það hafi verið af
„mannúðarástæðum", að börn-
in hafi ekki verið og sjeu ekki
send heim til sín aftur,
Það er beinlínis hlálegt, að
heyra kommúnista tala um
mannúð. Það orð fer illa í þeirra
munni, þar sem mannúðin er
ávöxtur af menningu Vestur-
landa, sá ávöxtur, er kommún-
istar með öllum ráðum hugsa
sjer og ætla sjer að útrýma.
Grísk stjórnarvöld gera sjer
jafn annt um börn, sem eiga
kommúnista að foreldrum eins
og hin börnin, sem bjargað hef-
ir verið úr klóm kommúnista.
Því hefir vissulega aldrei
verið haldið fram, að þau börn,
er kommúnistarr rændu og fluttu
úr landi, eigi við lakari viður-
væri að búa heldur en hin, sem
eftir urðu heima.
En hinn vestræni heimur mót
mælir því, hvernig uppeldi hin-
um rændu börnum er búið. þar
sem þau eru alin upp í þeim
anda, að hata ættland sitt, og
menningu þess. Þau eru alin
upp í hreinni villimennsku til
þess að þau seinna geti orðið
að árásarher, er beint verði
gegn ættjörð þeirra og þjóð.
Augu manna opnast
Síðustu tvö ár hefir gríska
þjóðin unnið að því að opna
augu heimsins fyrir þessari
hryllilegu meðferð, er börn
þeirra hafa orðið að þola. Fyrst
framan af var erfitt að koma
fjarstöddu fólki í skilning um
þetta, vegna þess, að aðgerð-
irnar og atburðirnir þykja svo
ótrúlegir. En smátt og smátt
er skilningur þjóðanna á þessu
orðinn svo skýr, að fólk perir
sjer fulla grein fyrir, hvað
þarna hefir gerst.
Þær 50.000 manna, sem stiga-
menn kommúnista hafa myrt í
Grikklandi, verða ekki kallað-
ar til lífsins að nýju. En börn
þau, sem rænt hefir verið, gætu
komist heim.
Er það ekki einkennilegt, að
íslenskar konur, sem daglega
ganga með mannúð og marm-
kærleika á vörunum, skuli geta
fengið af sjer að vera ár eftir
Frh. 4 bls. 8
JÓN Aðalsteinn Stefánsson er
fæddur 22. febr. 1880 að Ljósa-
vatni í Þingeyjarsýslu. Foreldr-
ar: Stefán Einarsson frá Brú á
Jökuldal óg kona hans Arnfríð-
ur Sigurðardóttir frá Ljósa-
vatni.
Fluttist Jón með foreldrum
sínum á fymta ári frá Ljósa-
vatni að Möðrudal á Jökuldal,
og ólst þar upp síðan. Möðru-
dalsheimilið var annálað í bú-
skapartíð foreldra Jóns, og
þeirra systkina — stórmannleg
rausn í búnaði og umhvggja í
besta lagi fyrir líðan og þörfum
skepnanna hverju sinni. Rausn
húsmóðurinnar í allri stjórn
hins fjölmenna heimilis, var
viðbrugðið Má í því sambandi
ekki gleyma umhyggju hennar
fyrir gestum og gangandi og
rausnarlegum útlátum, er end-
aði venjulega með því, að
stinga nestisböggli í vasa gests-
ins, er lagt vur af stað, ef farið
var að hausta. eða vetur geng-
inn í garð, — því langleiðir
miklar eru til beggja handa
Möðrudal,' Skjöldólfsstaðir,
Grímsstaðir.
I þessum merkilega skóla
ólst svo Jón Aðalsteinn upp og
þau systkini og þykir tvímæla-
laust hafa kcmið hjer fram hið
fornkveðna, að „sjaldon fellur
eplið f jarxi eikinni". Lögðu þau
systkini, er fram liðu stundir,
næsta drjúgan skerf til upp-
byggingar og viðhalds hinu
trausta heimili.
Jón Aðalsteinn giftist 31. maí
1903, Þórunni Vilhjálmsdóttur
Oddsen. Hófu þau hjón búskap
í Víðidal sama ár. Bjuggu svo
á nokkrum stöðum næstu ár-
in, Arnórsstöðum. Rangalóni, en
þó lengst í Víðidal þar til þau
fluttu alfarin í Möðrudal 1918,
en þá var faðir Jóns. Stefán
Einarsson látxnn fyrir tveimur
árum. Varð þeim hjónum sjö
barna auðið. Eru nú fjögur af
þeim á lífi
Brátt komu í ljós ágætir
mannkostir Jóns bónda Aðal-
steins, óvenjulegur dugnaður og
starfsfjör, enda dró konan ekki
úr ánægjulegum árangri sam-
starfsins Vax hún rausnarkona
hin mesta og húsmóðir í fremstu
röð.
Starfsoika þeirra hjóna og
búrausn, gat þá fvrst farið að
njóta sín til fulls er þau fluttu
heim að Möðrudal Þar var Jóni
bónda allt kunnugt og kært.
Þar var fyrirheitna landið, þar
voru fyrir hondi hin ákjósan-
legustu skilvrði til þróunar
þeirra bestu kosta.
Möðrudalur er algerlega sier
stæð jörð svo að sambærileg
hliðstæða her.nar mun ekki vera
til á landi hjer. Víðlendi afar-
mikið. en þó skarpt afmarkað
af gróðurlausum fjöllum og belj
andi jökulvötnum Þarna geng-
ur búfje Möð udalsbónda út af
fyrir sig, í eigin landi, besta
kjarnlandi árx ágangs utan frá.
Möðrudalsbór.di lendir því að
nokkru utan við lög og rjett,
að því er tekur til venjulegra
lögskila Það má bera það í hug
sjer að þarna sje ofurlítið ríki
í ríkina. Menn og málleysingjar
njóta þarna meira frjálsræðis,
meira frelsis en venjulega ger-
ist. Sagan sýnir að þetta hefir
vel gefist Þarna eru bestu skil- f
yrði til þess að manndómur
sroskist, og að fjeð verði fullt
og feitt.
Þessa sjerstöðu staðháttanna
skildi Stefán bóndi Einarsson
manna best og kunni sjer vtr aí>
notfæra.
Hið sama má segja um Jón
Aðalstein bónda. Hann kunni fuli
skil á öllum „einkamálum,'•
Möðrudals. Sást brátt á öllu a<t
nú var Jón bóndi kominn heim.
Hann leysti þegar út erfðahluta
systkina sinna og eignaðist þar
með alla jörðina. Endurreisti bæ
sinn fljótlega og önnur hús og
reisti siðar sjálfstætt myndarlegt
steinhús.
Jón bóndi rak ávalt stórt og
afurðagott bú í Möðrudal. Synir
hans þrír, Vilhjálmur, Þórhallur
og Stefán unnu framan af heima
á búi föður síns og áttu fjölda
fjár, enda allir dugnaðarmenn og
upplagðir fyrir fjárrækt og bú-
skap. Þórhallur er enn í sám-
vinnu við föður sinn.
Þótt engjalönd í Möðrudal
sýndust ekki árennileg fyrir vjel-
ar, fjekk Jón sjer þó brátt sláttu-
vjel. Eru nú fleiri vjelar á staðn-
um, notaðar með fullum árangri,
enda hafa engjar batnað mikið á
síðari árum, meðal annars vegna
vj eianotk unarinnar.
Sá, sem þekkti Möðrudalsheim-
ili fyrrum og kynnist nú hinni
einstæðu höfðinglegu gestrisni og
búrausn þeirra hjóna, Jóns Að-
alsteins og Þórunnar, sannfærist
þegar um að þau hafa trúlega
borið uppi og viðhaldið hinni
landlægu Möðrudalsrausn.
Kemur nú til kasta barna Jóns
Aðalsteins, að henda merkið á
lofti og halda uppi rausn stað-
arins, þeirri, sem áður var og
enn viðhelst.
Þrjú íbúðarhús úr steini eru nú
risin á staðnum. Tvö af börnurn
Jóns búa nú sjálfstætt þarna
heima. V-ilhjálmur, giftur Mar-
grjeti Sveinsdóttur og Jóhanna,
gift Jóni Jóhannessyni. Hvoru-
tveggja hjónin eiga margt barna.
Er því mannfleira í Möðrudal nú
en áður var. Ef tímar breytast
til hins betra, um rækt fólksins
til óðala og ættarslóða — og
vissulega breytast tímarnir —
mætti hugsa sjer að þar í Möðru-
dal risi upp heimagerð nýlenda
— heimagerð — „Hollast er
heima hvat“. Ekki vantar land-
rýmið, ekki vantar ,.bætiefni“ í
moldina, ekki vantar svigrúm til
athafna í fullu sjálfræði og
frelsi.
Sterkustu þættirnir í skap- og
manngerð Jóns bónda er óvenju
mikill starfsdugur, borinn uppi
af síkviku fjöri og glaðvakandi
áhuga, sem stundum getur orðið
að aðsúgsmiklum ákafa — sjald-
gæf fjölhæfni og hugkvæmni *
störfum og loks vökul listhneigð
á fleiri sviðum.
Fylgjum Jóni bónda að verki
einn eða tvo daga. Hann tekur
nál og þráð og stangar leðrið,
hefil og sög og fellir saman
timbrið, hamar og smiðju og slær
járnið — meðan það er hpitt,
múrskeiðina og límir steininn og
fágar. Nú — þarna er hann þá
kominn með málaraburstann, til
að festa í minni svip og sýn, geng
ur svo að orgelinu og leikur og
syngur. Allstaðar er Jón með á
nótunum. Listhneigðin tekur fjör
kippi, og heimtar sínar fórnir.
Jón hefur engan frið, en hann
hefur þann dásamlega eiginléika,
að geta brotið sig í mola, og skift
sjer, þátt fyrir þátt, milli ólík-
ustu viðfangsefna — og komið
heill af hólmi, að öllu búnu.
Framh. á bis. 8