Morgunblaðið - 21.03.1950, Side 8
8
MORGVNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 21 mars 1950.
- Þjóðnýting
i | r íl! Frh. af bls. 7.
rjtari T. U. C. Kaup það, er
hjann hafði fyrir störf sín í
þágu verkalýðssamtakanna, héf
ur að vísu verið hækkað eitt-
hvað lítilsháttar, en er þó iangt
frá því að standast samanburð
við það, er hinn þjóðnýtti iðn-
aður býður.
i Hæst launuðu verkalýsleið-
tþgarnir, þar á meðal aðalritar-
aþ stærstu verkalýðssamtak-
ahna, hafa aðeins sem svarar til
1560 sterlingspundum í árs-
tekjur.
Ekkert samkomulag.
i Ejckert sámkomulag hefur
ofðið um það, hvort verkalýðs-
leiðíogarnir ættu að miða laun
sín við svipuð störf annarsstað-
a:, eða það hvort þeir ættu í
eltt skipti fyrir öll að neita að
taka við hærri launum, þótt
þsir taki við störfum innan þjóð
n í'tingarinnar. En eins og tim-
ahiir eru nú, ætti aðeins síðari
leiðin að vera faranleg.
rtæfni manna —
róttaekar breytingar.
Deilurnar standa um hæfni
mannanna til starfa og hafa
verið mikið ræddar í dagblöð-
unum og af stjórnmálamönnum
verkalýðssamtakanna á síðari
árum hafa heyrst háværar radd
ií innan verkalýðssamband-
anna, og þá helst frá hinum
óbreyttu meðlimum þeirra, um
það að vitneskja sje fyrir því,
að ýmsir af verkalýðsleiðtog-
um síðari ára, hafi ekki verið
eins hæfir til forustu og skipu-
laginingarstarfa, eins og þeir
hafi viljað láta og þörf hefði
verið á. Og aðeins róttækar ráð
stafanir til þess að þjálfa upp
menn til forustustarfa, gætu
bjargað verkalýðshreyfingunni
frá þessari hættu.
Mikill skorfur á sykri og
fe í Bretlandi
LONDON, 17. mars. — Morris
Webb, hinn nýi matvælaráð-
herra Bretlands átti fyrsta fund
sinn með frjettamönnum í dag.
Hann talaði um það að vonandi
yrði bætt úr vöruskortinum í
Bretlandi á næstu mánuðum. Þó
sagði hann, að litlar líkur væru
til að rættist úr með skort á
sykri og te. Harn kvað geysi-
miklar tilraunir hafa verið gerð
ar til að auka tekaup í Asíu,
en það hefur reynst ókleift.
— Reuter.
MiiiiiiiliiiiiiiiiiiiMiMimiiiiiiiiiiiiiitaiiifiiiiiiiiimiiiiu,
I Takið effir
f Tái að mjer að sauma sniðna
| kvpn-vinnusloppa, 'kvenblússur
i og'undirföt. Helst fyrir versl.in-
1 ir eða verksmiðjur. Tiiboð iegg-
| ist inn á afgr. blaðr.ins fyrir
| föstudagskvöid merkt: .,Vand-
i virkni — 466“.
Sveif Hciga
JáBisonar bridge-
meistarat Hafnar-
fjarðar
Hafnarfirði 18. mars.
SÍÐASTA umferð meistara-
keppni Biidgefjeiags Hafnar-
fjarðar vax spiluð í gærkv., í
Sjálfstæðishúsinu hjer í bæn-
um. í keppni þessari voru alls
spilaðar 5 umferðir. en sex sveit
ir tóku þátt í henni. Sigurveg-
ari keppninnar, og þar með
bridgemeistarar Hafnarfjarðar
1950, va,-ð sveit Uelga Kristjáns
sonar, en auk Helga eru í sveit-
inni Gunnar Magnússon, Guð-
laugur B. Þórðarson, Reynir
Eyjólfsson og Guðmundur Atla
son (varamaður). Keppni þessi
er bikarkeppni og er keppt um
bikar, sem Jón Mathien kpm.
hjer í bænum gaf á fvrsta ári
Bridgefjelagsins. — Handhafar
bikars þessa hafa áður verið:
Sveit Jóns Guðmundssonar ’47
og ’48 og ;veit Arna Þorvalds-
sonar 1949.
I gærkvöldi fóru leikar svo
að sveit Hclga Kristjánssonar,
vann sveit Jóns Einarssonar,
sveit Jón= Guðmundssonar
vann sveit Ey.stems Einarsson-
ar, en sveitir Arna Þorvalds-
sonar og Olafs Guðmundssonar
gerðu jafntefli.
Stisatala sveitanna að keppn
inni lokinni. varð því sú, að
sveit Heiga Kristjánssonar
hlaut 9 stig. sveit Jóns Guð-
mundssonar hlaut 8 stig, sveit
Eysteins Einarssonar hlaut 6 st.,
sveit Arna Þorvaldssonar 4 st.,
sveit Ólafs Guðmundssonar 3
st. og sveit Jóns Einarssonar
0 stig.
Samkv. iögum Bridgefjelags
! Hafnarfiarðar falla tvær
neðstu sveitirnar niður í 1. fl.
Kennni við Selfossinga.
Ákveðin hefur verið keppni
milli Bridgefjelags Hafnar-
fiarðar og Brideefjeiagsins á
Selfossi. Fer sú keppni fram n.
k. sunnudag að Selfossi. Keppt
verður á fimm borðum.
IIIIIMIf 1111
IIIIHMIIIIIIIIIIIIIH
Fundiir jafeaíar-
iiamra í HaiSmp
HASTINGS, 18. mars. — Hjer
í borg eru sarnankomnir á
fundi nokkrir leiðtogar jafnað-
armannaflokka Evi’ópu. Fund-
urinn er undir forsæti Morgan
Phillips, ritara breska verka-
mannaflokksins. Verkefni fund-
arins er að vinna að sameigin-
legri stefnuskrá og samvinnu
við að ná markmiðum jafnaðar-
stefnunnar. — Reuter.
'HIIIHIHIHMHHIIHfllHltlMIIIMHIIIMIHIHMHMIHIIIHHMI
SKAP.TGKIPAVERSIXN
Signrþór Jóirison & Go. :
Hafnarstræti 4.
Fjölbreyttar tœkifœrisgjafir
Saumasfúlkur
Nokkrar vanar saumastúlkur geta fengið atvinnu. Upp-
lýsingar í verksmiðjunni
VERKSMIÐJAN DÚKUR H.F.
BRAUTARHOLTI 22
Guðbjörg
Ágúihdéffir
P. 1. ás-iíst 1947 — 14. mars ’50
Frú Jóhanna Jóhannes-
dóttir prestsekkfa frá
Bergsstöðum — IHinning
LITIÐ barn kveður þenna heim.
Foreldrar, bróðir, ættingjar og
vinir eiga erfitt með að átta sig
á þessari staðreynd.
I dag verður þessi litla elsku-
lega stúlka lögð sofandi í skaut
móður jarðar.
Saga hennar varð skemmri en
vonir ástvina stóðu til, en þessi
stutta saga er fögur, og hvergi
fellur skuggi á sólfagra minn-
ingu.
Við skiljum og tökum innileg-
an þátt í sorg foreldra og bróður,
en við viljum um leið horfa fram
og hugleiða það sem gerst hefir.
Lítið barn hefir sofnað hinum
meiri svefni. Yfir fáu hvílir jafn-
mikill yndisþokki og ró, jafnmik-
ill friður og kyrrð og yfir sofandi
barni, það vita allir foreldrar.
Það má vera nokkur huggun að
vita það, að engar þrautir nje á-
hyggjur fái nokkru sinni þjáð
þann sem maður syrgir.
Við lifum í heimi sívaxandi
tækni, en um leið sívaxandi tor-
tryggni og ótta um framtíð mann
kynsins. Hvað er framundan? —
Hvað bíður barna okkar? Spurn
ingar sem enginn getur svarað,
sem betur fer. Það er mikill vafi
á því að slíkt svar gleddi okkur.
Við trúum því samt sem áður
að við sjeum á leið til meiri
broska og fullkomnunar og að
jarðiífið sie aðeins áfangi á óend
anlegri leið.
Við trúum því að okkar bíði
æðri og þroskasamlegri störf að
lokinni veru okkar hjer, þó að
við sjeum eðlilega misjafnlega
vel undir það búin. Eitt er víst,
að sá sem ekkert rangt hefir að-
hafst og engri veru mein gert er
til þess hæfur að gegna miklu og
göfugu hlutverki, og við erum
öss um það, að þessi blessaða
litla stúlka, sem við kveðjum í
dag um stundarsakir sje kölluð
til þess að gegna veglegu starfi í
sumarlandi lífsins sjálfs. — Það
"etur hjálpað okkur til þess að
sætta okkur við burtför hennar
hjeðan að hennar hafi verið meiri
börf á öðrum stað og við önnur
skilyrði sem enn bstur hæfðu
barnslegu sakleysi hennar og
blíðu, aðdáanlegri starfsorku og
starfsgleði jafn ungs barns.
Foreldrar og bróðir mega vera
þess fullviss að þegar þau að
lokinni þjónustu sinni við þetta
líf, nálgast strönd þess fagra
lands sem við ekki eygjum með
okkar jarðnesku augum, þá stend
ur litla elskaða stúlkan þeirra
þar og rjettir þeim litlu hendina
sína. Það verður hennar endur-
gjald fyrir þá ástúð og um-
v,'"'rgju sem þau veittu henni
hjer.
Blessuð sje minning hennar
hjer og blessuð veri starf henn-
ar og framtíðí þar sem hún
dvelur nú. Jón Agnars.
MJER verður hugsað norður í
Húnavatnssýslu. Þar eru í aust-
ur sýslunni dalir krappir og lang-
ir, skjólarsamir að vísu, en þröng
ir milli fjalla. í einum þeirra,
Svartárdal, eru Bergsstaðir,
prestssetur áður fyrr. Þar breikk-
ar dalurinn nokkuð og undir-
lendi verður ögn víðáttu meira,
grundirnar meðfram Svartá
meiri fyrir sjer og umhverfið
vinalegt og hlýlegt.
Vorið 1889 kom þangað ungur
prestur, efnismaður hinn mesti,
ljúfur í umgengni allri og prest-
ur hin besti. Hann setti þar bú
saman, af litlum efnum þá. En
á þeim tímum þótti það jafn mik-
il fjarstæða, að ungur prestur
tæki ekki sjálfur prestsetursjörð-
ina til hirðu og umbóta, ef unnt
var, eins og hann vanrækti em-
bættið. Svo nátengd var andlegt
líf gróðurmoldinni og samlífi við
náttúruna, og svo ólíkt var lífið
í þá daga því upplausnar ástandi
og andlega hordauða, sem nú er
lifað. Þessi ungi prestur var sjera
Guðmundur Helgason frá Svína-
vatni í Svínavatnshreppi. Hann
kvæntist 1890 Jóhönnu Jóhann-
esdóttur óðalsbónda á Brekku í
Þingi. Og verður* hennar hjer
minnst með örfáum orðum, því að
hún verður til moldar borin í
dag í Fossvogskirkjugarði.
Sambúð þessara ungu prests-
hjóna varð sorglega stutt, því að
eítir 5 ára samveru missti frú Jó-
hanna mann sinn frá 4 sonum
þeirra, er voru sinn á hverju ári,
allir börn í vöggu að heita mátti.
Þetta var mikil og þung alda,
er skall á fleygi ungrar konu,
er var lítt efnum búin. Hinir
ljúfu samverudagar voru liðnir.
Það hafði aðeins verið örstuttur
sólskinsdagur. Framundan var
þung ábyrgð, dimmir dagar og
þrotlaust starf og stríð. Og —
eins og þá var í haginn búið með
afkomu ekkr.a og munaðarlausra
— næstum óyfirstiganlegir erfið-
leikar. Það, sem barg þessari
mikilhæfu konu best í þessu
harmanna skammdegi var það,
að svo hafði samlíf hjónanna
fljettast í sorg veikindanna og
vissunni um burtför hans, að
henni fannst sem hollráð hans og
huggunarorð kveða sjer sífellt í
eyra. Og hún hagaði lífi og fyr-
irætlunum eftir hverju því hug-
boði, sem að handan kom. Hún
vissi, að það var guðsrödd með
kveðju kærleikans frá vininum
horfna.
Þegar frú Jóhanna, verið eftir
lát manns síns, flutti frá Bergs-
stöðum og varð að skila af sjer
því, er við hafði verið tekið staðn
um viðkomandi, var bú hennar
lítið og skuldir nokkrar, þar á
meðal gamlar skólaskuldir, sem
hið skammvinna líf unga prests-
ins hafði ekki enst til að lúka.
Einn vina frú Jóhönnu sagði við
hana í bestu meiningu, að hún
yrði að gera bú sitt gjaldþrota,
því að þetta, ásamt uppeldi barn-
anna, yrði henni algerlega um
megn. En hún svaraði, að ekkert
væri sjer fjær skapi og fyrst af
öllu myndi hún greiða þá skuld-
ina, er manni sínum hefði verið
hugleiknast að losna við. Svo
stórbrotin og gagnheiðarlegur var
hugsunarháttur þessarar konu.
Frá Bergsstöðum flutti hún að
kirkjujörðinni Blöndudalshólum
og bjó þar nokkur ár. Þar lagði
hún á sig allt það erfiði, sem
hugsanlegt er að kona geti af
hendi leyst. Hún hafði tekið að
sjer tveggja starf, og hún ætlaði
ekki að bregðast því.
Þegar drengirnir hennar voru
komnir að skólaaldri, fluttist hún
alfarin úr Norðurlandi til Suður-
lands, þar sem styttra var og að
ýmsu leyti hægara að ná til
menntastofnanna. Bjó hún þá í
nágrenni Reykjavikur, þar á með
al á Varmá í Mosfellssveit i r.okk
ur ár. En á seinni árum keypti
hún Arnarnes í Garðahreppi.
Syni sína þrjá kostaði hún í
latínuskólann og til framhalds-
náms og einn á búnaðarskóla.
Allir höfðu þeir miklar gáfur og
góða námshæfileika. Ekki verð-
ur annað sagt, en að þetta hafi
verið mikið lífsstarf einstæðrar
ekkju. En þess ber að geta, að
! við hlið hennar stóð önnur kona,
svo sjerstök að trygglyndi og
fórnfýsi, að mjög er sjaldgæft.
Á fyrsta ári hinna ungu prests-
hjóna kom til þeirra að Bergs-
stöðum Ragnheiður Gísladóttir
frá Litladal í Svínadal. Þessar
tvær konur skildu aldrei uppfrá
því. Þær lögðu saman hin miklu
störf sín, fórnfýsi og- mannkosti.
Þannig liðu árin og drengirnir
fjórir komust upp. Að vísu var
gangan erfið og á brattann að
sækja, en markmiðið var göfugt
og gott.
Ýmsir erfiðleikar og harmar í
sambandi við ástvinamissi urðu
enn á vegi frú Jóhönnu. Yngsti
sonur hennar, Ingvar, andaðist
1939, og Helgi læknir í Keflavík,
elsti sonur hennar, ljest að Vífils-
stöðum árið 1949 eftir langa van-
heilsu.
Síðustu árin dvaldi hún í skjóli
sonar síns og tengdadóttur á
Laugavegi 143 og átti þar góða
og rólega daga. Hún var nú orðin
aldin að árum, en móðurást henn
ar og umhyggja var enn heit og
ung, og tryggð hennar til ætt-
menna og vina hin sama og allt-
af. — S. 1. sumar, þá 91 árs, fór
hún með Steingrími syni sínum
orður að Bergsstöðum, til þess að
yfirlíta frágang á leiði manns
síns, þar sem hún hafði látið setja
legstein og að öðru leyti búa
varanlega um legstað lians. Þá
er hún hafði kvatt þennan stað,
er háfði að geyma mestu gieði
og stærstu sorg hennar, sagði
hún, að nú væri sjer ekk-
ert að vanbúnaði að kveðja
heim, sem verið hafði henni harð-
ur skóli, en „gerðist loksins sig-
urbraut". Hún var minnug á allt,
sem verið hafði henni til hjálp-
ar og gleymdi aldrei þeim vin-
um sínum, sem á einhvern hátt
böfðu greitt götu hennar. —
Sjálf mun hún ekki gleymast
þeim, sem skildu lífsstarf henn-
ar og meta kunna mannkosti
hennar, heilsteypta skapgerð, af-
burða þrek og fórnarlund.
Frú Jóhanna var fædd að
Brekku í Þingi 19. júní 1858. For-
eldrar hennar voru merkishjónin
Sigurlaug Eiríksdóttir og Jó-
hannes Eyjólfsson.
Gamall Húnveíningur
HHHHIHHIHHHMHHMMHHHIIHHHHHIMHHHHHIMIHHII
| Sbúð éskasl |
I 1—2 herbergja íbúð óskast til i
z leigu, strax eða síðar. Tveimt :
1 fullorðið i heimiii. Tilbuð sem §
i tilgreini mánaðarleigu og aðra I
| greiðsluskiimála, senclist til ..Igr. :
: blaðsins fyrir föstudagskvcld i
i merkt: .Tvennt fullorðið ■— 486“ i
IJÓSMV ðDASTOFA
h'.mu & F.iriks
er i Ingólfsapóteki.