Morgunblaðið - 25.03.1950, Page 10

Morgunblaðið - 25.03.1950, Page 10
10 MOROli b BLÁÐIÐ Laugardagur 25. mars 1950. Dlllfllilllll Framhafdssagan 70 .wnannirTnnuiiiuin! BASTIONS- Eftir Margaret Ferguson ;V!?inni3it Dinuniitnuinii Hún þagraði og hann sá að hún skalf í'rá hvirfli til ilja. Hann sat á rúmbríkinni og lagði höndiha á öxl hennar. ,,Svo að þú .... hvað? Christ ine. Segðu mjer það. Eitthvað um Sheridu og svefnpillurnar? Var það Leah, sem átti hug- myndina?“. „Hún víldi gefa henni eina töflu svo að hún gæti sofið, en ekki .... ekki neitt annað, pabbi. Hún hafði ekki hugmynd það“. „Nei. En hvað skeði?“. Allt í einu var eins og allan mátt drægi úr Christine og þrjóskan hvarf úr svip hennar og rödd heanar varð að lágu hvískri. „Jeg býst við að þig .... aíS ykkur öll hafi grunað það strax. Jeg setti fimm svefnpillur í mjólkurglasið, sem jeg gaf Sheridu og hún drakk alla mjólkina m ð sjöttu pillunni“. - „Þú ætlað r að myrða hana“, ságði Mallory hægt ög bláar æðar spruttu fram á gagnaug- um hans. En hvers vegna? Hvað hefur Sherida gert þjer, Christine?“. ,, „Hún hefur ekki gert mjer neitt. En Leah .... hún hefur gert henni hræðilega illt. Síðan “'Sherida kom, hafið þið .... Leah veit að þú .... hún gat ekki þolað það og jeg held- ur ekki. Ó, guð minn góður, jeg vildi að jeg yæri dauð“. Hún fleyg5i sjer ofan í rúm- ið og dró ábreiðuna fyrir and- lit sjer og rúmfð hristist af þungum ekka hennar. Mallory sat hreyfingarlaus dálitla stund, þangað til hann hafði náð stjórn á sjer. En reiði hans var ekki til Christine, sem lá grátandi undir sSengurfötun- um. Reiðin var gagnvart Leah, sem hafði unnið markvisst að því vikum saman að ná tökum á viðkvæmu tilfinningalífi þessa barns. Hún hafði' ekki verið annað en h;,rpa í höndum Le- ah, sem hún ljek á það lag, sem henni þóknaðist í það og það skiptið. Hann rjetti fram hend- j,jia og str-uk um kollinn á Qiristine, sem sá á undan á- breiðunni. „Christine, hlustaðu nú á mig. Mjg grunaði þetta, en jeg vildi aðeins að þú segðir mjer það sjálf. Jeg hold áð þjer sje ljóst, hvað það var, sem þú hafðir næstum gerí, en það fór betur en á horfðist. Shérida er úr allri hættu núna Simon sagði mjer það, áður en jeg kom inn til þín. Hún ve.'ður frísk aftur“. Gráturinr hljóðnaði lítið eitt. „Er það ;att? Hef jeg ekki „Já, það er alveg satt. Þú myrtir hana ekki“. „Pabbi“. Ohristine reis upp í rúminu, gr itbólgin í framan. „Pabbi, jeg hugsaði ekki .... jeg ætlaði e tki....“. J’ líún fleyj-ðr sjer í fang hans Og' byrjaði aftur að gráta, en f nú var gráturinn ekki eins I f þungur. Há'in þrýsti henni að I sjer og straf ít.hendinni um höf- I uð hennar og reyndi að finna | rjett orð; .Christine, reyndu að hafa stjórn á þjer, vina mín. Jeg sagði þjer að þú ættir ekki að vera hrædd við að segja mjer allt. Jeg sagði þjer, að jeg skildi meira en þú vissir um. Ef Sherida hefði dáið.........en hún deyr ekki og jeg held að við þurfum ekki að tala meira um það. Jeg er viss um, að það var Leah, sem fjekk þig til þess að gera þetta. Er það ekki rjett?“. „Leah?“. Christine lá hreyf- ingarlaus við brjóst hans og hon um fannst hann skynja, hvernig það rann allt í einu upp fyrir henni. „Jú, það var hún“, sagði hún loks lágt. „Hún sagði al- drei neitt berum orðum, en hún .... hún ljet mjer finnast, að jeg yrði að gera eitthvað, bara eitthvað, sama hvað væri, til þess að losna við Sheridu. En jeg hef verið að hugsa um Sheridu í allan dag, og hvað hún hefur alltaf verið góð við mig. Ef jeg hefði gefið mjer tíma til að hugsa nánar, þá hefði jeg mátt vita, að hún mundi al- drei gera .... gera það, sem Leah sagði að hún væri að gera“. „Nei. Það er sumt, Christine, sem jeg get ekki skýrt fyrir þjer á rjettan hátt, en Sherida mundi aldrei gera, það sem Le- ah ljet þig halda, að hún væri að gera. Og Leah vissi það“. Christine lá grafkyrr nokkra stund og hann undraðist, hve róleg hún var skyndilega orðin. Hafði hún fallið í öngvit? „Já, jeg veit það núna líka“, sagði hún loks rólegri röddu. „Leah langaði bara til að vita, hvort hún.gæti fengið mig til að gera það fyrir hana. Pabbi, jeg vil aldrei þurfa að sjá Leah framar“. Og í barnalegu andliti Christ ine, sem þó var of þroskað eftir aldri, sá hann að hún mundi taka út refsingu, sem var þyngri, en hann nokkurn tím- ann gæti veitt henni. Hin gullna mynd Leah hafði skyndilega fallið og orðið að leirdufti og Christine var eins og mann- eskja, sem vaknar við vondan draum. „Við skulum sjá, hvað við getum gert“, sagði hann hik- andi. „Mundirðu vilja fara til Meg frænku þinnar og búa hjá henni í Exeter dálítinn tíma? Jeg get skrifað henni og sagt að þú bafir ekki verið frísk upp á síðkastið og hefðir gott af að breyta um umhverfi. Þú gætir lagt af stað strax á morgun". „En eg get ekki verið alltaf hjá henni“. „Nei, en á meðan þú ert þar, get jeg sótt um inntöku fyrir þig í framhaldsskólann í Som- erset. Þú þekkir eitthvað af stúlkunum þar og þú gætir lært vj^lritun og hraðritun eða mat reiðslu, eða hvað sem þig lang ar til“. „Heldurðu það? Heldurðu að það vilji fá mig?“. „Já, því ekki. Ef við lendum í stríði, þá ættirðu að vera búin að læra eitthvað, svo að þú get- ir lagt fram þinn skerf. Það er víst varla hægt að segja að þú kúnnir mikið til verka núna?“ „Nei“, sagði hún. '„Jeg veit það. Pabbi, veit Sherida þetta? miiiiiiiiiiiiiiics»iiiMmmiimiimiiiiinuiii)«im?in3 Og þó að þú segir henni það ekki, þá held jeg að hún viti það“. „Já, það held jeg líka. Það er eitt af því, sem þú verður að ráða við sjálfa þig, Christine. Jeg get aðeins sagt þjer það eitt, að Sherida er ákaflega göf uglynd .... þó að það sje ef til vill til of mikils mælst að hún fyrirgefi þjer það, sem hefur skeð. Þú getur aðeins vonað að hún skilji“. Hann stóð upp. „Jeg sendi Meg frænku skeyti strax og þú getur þá farið með lest- inni í fyrramálið. Góða nótt“. „Pabbi“. Hún rjetti höndina snöggvast í áttina til hans, en dró hana svo að sjer aftur. — „Þú ert að tala um .... að Sherida geti kannske fyrirgef- ið mjer, en ... . þú sjálfur? Jeg get ekki þolað....“. „Það tekur sinn tíma, Christ- ine“, sagði hann. „Þú ert ekk- ert barn, og þjer er Ijóst, hvað þú varst að því komin að gera. Jeg get ekki tekið þig, sem sex ára gamlan krakka, sem hefur játað barnalega yfirsjón, sem hægt e rað gleyma á fimm mín útum. En eitt get jeg sagt þjer, og það er að jeg skil, hvernig þetta vildi til. Góða nótt“. Honum-datt í hug, hvort hún mundi halda áfram að gráta,! þegar hann færi, svo að hann' dokaði við fyrir utan dyrnar og hlustaði, en hann heyrði ekkert hljóð innan úr herbergi henn ar. Ef til vill hafði hún á nokkr— um mínútum vaxið upp úr þvj að gefa sjer lausan tauminn o?£. sleppa sjer út í taugaspenning Hann gekk hljóðlega eftir gang inum og að svefnhcrbergisdyr- um Leah. Hann barði að dyrum. og gekk inn. Hún var að lesa -í bók og lagði hana frá sjer þeg-. ar hann kom inn. Hann sá straX að hún hafði náð sjer mikið yf; ir daginn. Hún var hraustleg og- rjóð í vöngum og hár hennar-- var vandlega greitt frá enninu og hún brosti til hans. „Mallory. Ó, hvað jeg er fegr in. Jeg var einmitt að vona aS- þú mundir koma og segja mjer frjettirnar. Eru þær góðar? Var Simon ekki hjerna áðan? Hvað sagði hann?“. rc „Henni líður betur. Hún efr- úr hættu núna“, sagði hann. Hann sá að henni Ijetti. \ „Það er ágætt. Þetta hefú£ verið hræðilegur sólarhringu^^ sjerstaklega fyrir þig, vinuc minn. Jeg vona að það eigi ek§í fleira eftir að koma fyrir hj|i okkur“. 4;' Hann varð að viðurkenna að hún hafði óbilandi hugrekki, of virti hana fyrir sjer í þess^t nýja gerfi sínu, sem ástúðleg og umhyggjusöm eiginkona, seiji horfði á hann augum fulluijrt skilnings og viðurkenningar. |í „Jeg vona það. Vel á minnsif, jeg er með skilaboð til þín ffá Christine. Hún bað mig ekígjL beinlínis að segja þjer það, efi jeg veit að hún vill að þú heyr4f' ir það. Hún vill aldrei sjá þiíf’ framar“. Leah gapti af undrun og allb líf í augum hennar og andlití varð eins og helfrosið. Það var hræðileg sjón. Hún gat ekki einu sinni talað. Cjeri() ijkviv' vahóhiriwi 'œ<jiie<jri rneð þessu 5-stjörnu rakkremi PALMOI.IVE 5-stjörnu rakkrem veltir yður gnægð af frábærri raka- þrunginni olivu-olíu froðu, og upp- fyllir öll skilyrði rakkrems. Og hafið hugfast að það er jafn milt við við- kvæma húð, eins og það er miskunar- laust við hörðustu skeggbrodda. Því Palmolive rakkrem: margfaldast 250 sinnum í rjóma mjúka froðu. mýkir hörðustu skegghrodda á augabragði. varir rakaþrungiS í a.m.k. 10 mínútur. ■jf lieldur hverju hári upprjettu meS milj. örsmárra loftbólna inniheldur olivu-olíu, sem kem- ur í veg fyrir sárindi viS rakstur Húseign til sölu Hæð í húsi á hitaveitusvæðinu til sölu. Uppiýsingar gefui GUTTORMUR ERLENDSSON, hrl. BDC| Stúlkur óskast strax í eldhúsið i Kleppsspítalanum. Upplýsingar hjá ráðskonunni, sími 4499 og skrifstofu ríkisspítalanna, Bretland er að framleiða vörurnai, sem þér þurfið. Framleiðslu ávörumíþarfiryðarhefir forgangsrétt að auðlmduui og tækni brezku þjóðarinnar. Bretland "hefir kynnt sér þarfii yðar og nefir með ári hverju fagnað vaxandi fjölda kaupenda frá landi yðar. Á brczk’H iðnsýningunni munu 3000 fyrirtæki sýna hinar nýjustu framleiðsluvörur sínar og 16000 viðskiptamenn frá öllum löndum heims munu koma par saman til að velia vörur fyrir heimalönd sín. Við að búa til nýjar vörur fyrir heimsmarkaðinn hefir brezk , framleiðsla náð hærra marki en nokkru sinni áður. Útflutnings - verzlnniii gerir Bretlandi hinsvegar kleift að kaupa vörur — og Bretland er mesta innflutningsþjóð heimsins. Kaupsýslumenn. Tryggið yður húsnæði nú þegar, pví aö skemmtiferðamenn munu einnig purfa á brezkum gistihúsun/ að halda í maí. BREZKA IÐNSÝNINGIN LONDON 8. til 19. MAÍ BIRMINGHAM Upplýsin.gar wri sýningarfyrirtæki, skrár, sérstakar sýningar og annað varðandi sýninguna, má fá í næsta brezka sendiráðk eða ræðismannsskrifslofu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.