Morgunblaðið - 18.04.1950, Síða 2

Morgunblaðið - 18.04.1950, Síða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. apríl 1950. M þafí að gera iramleiðslu- sturiseminu eitirsóknarverðari JÚLÍUS Havsteen. sýslumaður Þingeyinga, er þessa dagana íítaddur hjer í bænum í marg- víslegum erindagjörðum. Kom Þann flugleiðis frá Akureyri í *íðastl. viku, eftir erfiða sjó- ferð með Herðubreið frá Húsa- vík. Morgunblaðið hefur átt stutt tal af sýslumanni og meðal ann ars spurt hann, hvernig vetrað hafi fyrir Norðan. Segist hon- um svo frá, að veturinn þar hafi verið með ágætum og ein- hver sá snjóljettasti, sem hann minnist til margra ára. Enda hafa heyföng hjá bændum ver- ið góð. segir hann, og ættu þeir að komast vel af á þessu vori. en vonandi fer veður ekki að harðna með hækkandi sól. — Hvað líður hafnargerðinni á Húsavík? Ef vel ætti að vera, þvrfti enn að lengja hafnargarðinn við Húsavíkurhöfða um 30 metra. Viðlegugarðurinn þarna er nú tun 75 metra langur, en þyrfti n.auðsynlega að lengjast um tvö k-ir, svo að hann yrði allur rösk lega 100 metrar. Þess má geta, að í ráði er að láta dýpkunarskipið „Gretti“ athuga botnlagið í Húsavíkur- höfn, og ganga úr skugga um, hvort ekki megi dýpka hana n eð ódýru móti. Þetta verður gert í suihar, en að lokinni rann sökninni er ætlunin að gera pkipulagsuppdrátt af höfninni, sjerstaklega með hliðsjón af piássi til síldarsöltunar. Hafa þegar borist umsóknir um sölt- unarpláss í Húsavík, en menn virðast nú farnir að átta sig á þ -'í, að hún liggur jafnvel bet- u við síldveiðisvæðinu en Stglufjörður. Síldin hefur að uhdanförnu mest haldið sig á austursvæðinu svonefnda. á FLateyjarsundf og við Gríms- Hvernig gengur frystihús- byggingunni? Þeirri byggingu miðar vel á- fram og er nú aðeins eftir að seíja niður vjelarnar. Og þar sem frystihúsið liggur rjett hjá síldarverksmiðjunni litlu, sem cí eign ríkisins, er sjálfsagt að ganga frá færibandaútbúnaði n.Uli bvgginganna og flytja þannig hausa, dálka og annað fiskimjölsefni yfir í síldarverk smiðjuna. Er sjerstök ástæða til þess að hraða þessu verki einmitt nú. þar sem verð á fiskimjöii er óvenjuhátt, miðað við aðrar fiskafurðir. — Hvaða framtíðarfyrirtæki áíítið sjer einna glæsilegast fyr- ík Húsavík, þegar búið er að eanga frá höfninni á viðunandi KHt? — Eflaust, eins og jeg hefi rauriáí* aður skýrt frá í Morgun biaðinu, að leggja hitaveitu frá hverunum í Reykjahverfi, sem eru í aðeins 16 kílóm. fjarlægð, ofan til Húsavíkur. Fallhæð e. ákjósanleg fyrir vatnið, og S'-ra mætti byggðahverfi kring um leiðsluna, þannig að hver ábúandi, sem tæki nýtt land, fengi ákveðinn skika til rækt- unar og jafnframt afnot vatns- ins. Jeg furða mig sannast að Slutt samtal við Júlíus Havsteen sýslumann Júlíus Havsteen. segja á því, að Búnaðarfjelag Islands skuli ekki fyrir löngu hafa beitt sjer fyrir þessu máli og komið því í kring við Al- þingi. Jeg hefi bent á nauðsyn þessa þurfamáls allt frá árinu 1924, og tel að þarna hefði fyr- ir löngu átt að vera búið að leggja heitavatnsleiðslu og reisa nýbýli. Eitt erinda Júlíusar Hav- steen sýslumanns hingað til Reykjavíkur er að sækja lands- þing Slysavarnafjelagsins, sem fulltrúi Norðurlands og Húsa- víkur. í því sambandi skýrir hann svo frá, að hann muni bera þar fram ýmiskonar til- lögur til úrbóta. Þau mál, segir sýslumaður, sem jeg helst hefði hug á að hreyfa þar, eru bygging eða kaup á björgunarskútu fyrir Norðurland, vitabygging í Lund ey á Skjálfanda og klukkudufl við Hrólfssker í Eyjafirði. Auk þess tel jeg sjálfsagt að greiða fyrir símalagningu út á annes- in, sem njóta ekki símans, og að talstöðvum í landi — eins og t. d. á Siglufirði — verði haldið opið allan sólarhring- inn, meðan á sildveiðum stend- ur. —■ Er ekki landhelgismálið að verða yðar aðalmál. að slepptum framförum í Húsa- vík? — Jú, vissulega verður þvi ekki neitað. Jeg hefi nú í nokk- ur ár reynt að opna augu landa minna fyrir nauðsyn þess, að landhelgin verði stækkuð. Og það er skoðun mín, að Alþingi sjálft verði að ganga frá því, hve rúma landhelgi það vill ákveða okkur, áður en farið er með málið út fyrir landstein- ana. I þessu sambandi vil jeg geta þess, að viirer minn, Matthías Þórðarson ritstjóri í Kaup- mannahöfn, sem mikið gott hef ur rætt og ritað um þessi mál, hefur nýlega komið til mín upplýsingum, sem benda á, að Rússar muni halda fast við 12 mílufjórðunga landhelgi, og að dómsmálaráðuneyti Sovjetsam- bandsins hefur þegar árið 1947 látið gefa út handbók í alþjóða- rjetti, þar sem haldið er fram, að sjerhvert ríki hafi rjett til að beita valdi sínu á siglinga- svæði eða sjávarbelti framan við strönd sína, sem sje nægi- lega breitt eða stórt til þess að vernda öryggishagsmuni hlutaðeigandi ríkis og, með til- liti til fiskiveiða, til þess að vernda hagsmuni þess til að birgja sig upp. — Hvað segið þjer utn land- helgisvamir okkar íslendinga? —• Jeg er síður en svo ánægð- ur með þær. Jeg tel þær sann- ast að segja í hinum mesta ó- lestri og fullyrði, að það beri sem fyrst að taka þær úr hönd- um Skipaútgerðar ríkisins og leggja þær undir dómsmála- ráðuneytið, enda eru landhelg- isvarnir lögreglumál en ekki skipaútgerð. — Að síðustu: Hvað vilduð þjer segja um þá erfiðleika á þjóðarbúskapnutn, sem mest er rætt um þessa dagana? —• í stuttu máli vildi jeg segja þetta: Það, sem jeg tel að gera þurfi, til þess að koma okkur hjer heima úr kútnum, er fyrst og fremst að gera fram- leiðslustarfsemina eftirsóknar- verðari. Til sveita: Með því að leggja áherslu á að halda nýsköpun- inni áfram, útvega bændum og búnaðarsamböndum hin nýju, mikilvirku jarðvinnslutæki, sem ódýrast og sem fyrst, leggja hið mesta kapp á rækt- un landsins og leiða sem fyrst rafveitur og hitaveitur í og um sveitirnar með kjörorðinu: Ljós og hiti inn á hvert íslenskt sveitarheimili. Og til sjávar: Með því að stækka landhelgina og friða fyr ir útlendum ágangi og helga okkur landgrunnið við ísland. .Útvarpið og þjóðin' SÍÐASTI umræðufundur Stúd- entafjelag Reykjavíkur á þess- um vetri verður haldinn í Tjarn arbíó í kvöld og hefst kl. 8,30. Þar verður umræðuefni: TJt- varpið og þjóðin“, en framsögu menn verða prófessor Olafur Jóhannesson og Sigfús Sigur- hjartarson, bæjarfulltrúi. Ekki leikur vafi á, að’ um- ræður verða f jörugur á þessum fundi eltki síður en á öðrum fundum fjelagsins í vetur, enda um fátt meira rætt og ritað en útvarpið. Framsögumenn eru líka gagnkunnugir starfsemi útvarpsins, því að Ólafur er nú formaður útvarpsráðs, en Sigfús var formaður þess fyrir nokkrum árum. Mönnum er ráðlagt að koma snemma til að tryggja sjer sæti, því að allir umræðufundir fje- lagsins í vetur. hafa verið haldn ir fyrir troðfullu húsi. Öllum stúdentum, sem fram- vísa fjelagsskírteinum, er heim ill' aðgangur að fundinum. Efnahðgssdmvínnusfjórnin j mun hjáfpa EvrópuMóðum ; fil að vinna inarkai ; í Bandaríkjunum Áætlun um að langþráður greiðslu- jöfnuður náisf. ! FYRIR NÖKKRU ákvað Efnahagssamvinnustjórn Evrópuland- anna, sem hefur aðsetur í Washington, að setja á fót sjerstaka deild við stofnunina, sem greiði fyrir og hvetji til aukinnar vörusölu Evrópulanda til Bandaríkjanna. Starfsemi deildarinn- ar verður einkum í því fólgin að fá Ijett af innflutningstollum til Bandaríkjanna og einnig að benda Evrópuþjóðum á mögu- leika til að vinna markaði í Bandaríkjunum. Hindraði kjaraskerðingu • ....... < almennings. Eins og kunnugt er kom Mars hallhjálpin fram vegna þess að það var sjeð fyrir að Evrópu- þjóðir þurftu að kaupa langt- um meira í Bandaríkjunum en þær gátu greitt fyrir. Til þess að ekki yrði stöðvun í efnahags- þróun Evrópu og til þess að ekki þyrfti að skerða lífskiör almennings að nokkru leyti. bar George Marshall þáverandi ut- anríkisráðherra Bandarikjanna fram tillögur sínar um f járhags- legan stuðning Bandaríkjanna við Evrópulöndin. Mikill greiðsluhalli á liðnum árum. Á undanförnum árum hefur verið mikill greiðsluhalli á við- skiptum Evrópu við Bandarík- in. Ásíðasta ári voru viðskipti sem hjer segir: Innflutningur frá Bandaríkj- unum 4,5 milljarð dollarar. Útflutningur til Bandaríkj- anna 1,6 milljarð dollarar. Þennan mismun hefur Mars- hallhjálpin að mestu greitt. ^Sn Marshallhjálpin á ekki að standa nema til 1952 og þá er ætlast til að Evrópuríkin verði algerlega sjálfstæð efnahags- lega. Það verður með tvennu móti: Leiðir til að ná jafnvægi. 1) Með því að minnka inn- flutning frá Bandaríkjunum. Ekki verður samt fallist á að draga mikið úr honum, því að Evrópuþjóðirnar þarfnast allt- af nokkurs varnings frá Amer- íku. 2) Hitt er að auka útflutning Evrópuríkjanna til Bandaríkj- anna. Þetta atriði er mjög mik- ilvægt. Einn helsti þáttur Mars hallhjálparinnar hefur verið að endurreisa iðnað Evrópu og þeg ar henni lýkur 1952 ætti þessi áætlun að vera framkvæman- leg, með aukinni framleiðslu- geta Evrópuríkjanna. Viðskiptajöfnuður í 3 milljörð- um dollara. í brjefi, sem Paul Hoffman, framkvæmdastjóri Efnahags- samvinnustjórnarinnar skrifaði nýlega Alexander Smith öld- ungadeildarþingmanni, gerir hann grein fyrir skoðunum sín- um í þessu efni. Hann áætlar þar, að viðskiptin milli Evrópu og Bandaríkjanna komist í jafn vægi, þegar Marshallhjálpinnx ljúki, í milli 3 og' 3,5 milljörð- um dollara. I Byggist á endurreisn Evrópu. Þessi áætlun Hoffmans bygg- ist á því, að með endurreistum iðnaði þurfi Evrópuríkin ckki að flytja eins mikið inn frá Bandaríkjunum og í öðru lagi á því, að útflutningur Evrópu- ríkjanna til Bandaríkjanna auk ist að verulegum mun. Að þessu síðarnefnda á hin nýja innflutu ingsdeild Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar að stuðla. í Sendimenn benda á möguleikana. Hoffman er ekki í vafa um a3 þetta megi takast. Hann álítu^, að framleiðsla Evrópu sje á mörgum sviðum mjög vél sam- keppnisfær við framleiðslu Bandaríkjanna. Hin nýja inn- flutningsdeild mun senda leið- beinendur til flestra Marshall- landanna og benda Evrópuþjóð- um á þá miklu möguleika, sem til eru, til að vinna markaði í Bandaríkjunum. Sendimena þessarar deildar munu verða færir um að leiðbeina í öllum smáatriðum varðandi þessi áæti uðu viðskipti. — Erlendar skipakom- ur III Eyja VESTMANNAEYJUM, 17. apríl. — Mjög' mikið er um komur útlendra fiskiskipa hing að til Eyja um þessar mundir, einkum þó færeyskra. Skipa- komur þessar vekja að jafnaðl ekki athygli bæjarbúa, en und- antekning frá þessu varð í dag, er hjer lagðist að bryggju, vegna smávegis bilunar á tog- vindu, einn af allra nýjustm togurum Breta „Red Rose“, frá London. Fór fjöldi manns um borð til að skoða togarann. og fannst mönnum mikið til um skipið. Og hve mörgu var þar haganlega fyrir komið og vel gert, einkum þó fiskilestin, sem öll er úr aluminium og útbúio kælitækjum. Er mörgu á annaa veg háttað, en í okkar nýsköp- unartogurum, og að því er virð- ist á betri veg. — Bj. G. Aurora Australis ' MELBOURNE: — í nokkrurtf ríkjum Ástralíu sáust óvenju- mikil og fögur suðurljós á dög- unura, græn og rauð. Svara þau til norðui’ljósa á norðurhvelinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.